Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FJOLMIÐLAR
SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
C 27
Skýrsla RÚV vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar:
Menningarsjóður útvarps-
stöðva verði lagður niður
HALLI Ríkisútvarpsins á þessu ári stefnir í það að verða 110
milljónir samkvæmt rekstraryfirliti fyrir fyrstu níu mánuði árs-
ins. Þessi halli kemur til viðbótar samtals 500 milljóna króna
halla tveggja síðustu ára, framreiknað til verðlags nú.'Þetta
kemur meðal annars fram í skýrslu Ríkisútvarpsins vegna at-
hugasemda Ríkisendurskoðunar við rekstur stofhunarinnar.
Iskýrslunni er tekið undir þá skoð-
un Ríkisendurskoðunar að fjár-
hagsstöðu stofnunarinnar megi
rekja til mikils samdráttar auglýs-
ingatekna í kjölfar nýrra útvarps-
laga sem heimiluðu samkeppni ljós-
vakamiðla og að RÚV var ekki
heimilað að bæta sér upp tekjumiss-
inn með hækkun afnotagjalda, þrátt
fyrir síauknar kröfur um þjónustu
stofnunarinnar. Það verði stöðugt
ljósara að RÚV sé ekki sjálfstæð
stofnun. T.a.m. fari stofnunin ekki
með samninga um kaup og kjör
starfsmanna sinna og algjört
óvissuástand hafi ríkt „varðandi
dagskrárgerðaráætlanir og almenn-
an rekstur og framkvæmdir vegna
aðildar menntamálaráðherra að
staðfestingu útvarpsgjalds, sbr. 22.
gr. útvarpslaga. Stofnunin telur að
ákvörðun útvarpsgjalds væri betur
komin í höndum Alþingis við sam-
þykkt fjárlaga og að útvarpslögum
yrði breytt til samræmis við það.“
Harðlega er gagnrýnt að ekki skuli
hafa fengist heimild til hækkunar
afnotagjalda þrátt fyrir forsendur
um tekjur og gjöld stofnunarinnar
sem Alþingi hafi staðfest. Ennfrem-
ur komi til álita að binda afnota-
gjald vísitölu.
Þá kemur fram að sjónvarpsút-
sendingar RÚV nái til 99,9% þjóðar-
innar. Það séu um 80 sveitabæir
þar sem sjónvarp náist ekki eða
móttökuskilyrði séu slæm og kosta
muni að meðaltali 500 þúsund á
bæ að bæta þar úr. Innheimtudeild
sé nú með aðgerðir í gangi til þess
að finna þá sem eru með sjónvarp
án þess að greiða afnotagjald, en
reikna megi með að um nokkur
þúsund aðila sé að ræða. Aðgerðim-
ar felist í samanburði á þjóðskrá
og notendaskrá og að farið sé á
heimili þeirra, sem ekki séu skráðir
með sjónvarp. Láti menn sér ekki
segjast sé framhaldið fógetaaðgerð-
ir og kærur.
Þeirri athugasemd Ríkisendur-
skoðunar að ekki sé nægileg festa
fyrir hendi á yfirstjórn sjónvarpsins
er hafnað og hún ekki sögð á rökum
reist. Sama gildir um að upplýsing-
ar berist seint og illa innan stofnun-
arinnar og að í sumum tilvikum
viti menn ekki hver þeirra næsti
yfirmaður sé. Tekið er undir þá
gagnrýni að tilkoma Menningar-
FOLK
í fjölmiðlum
■ Hallgrímur Thorsteinsson,
fréttastjóri Bylgjunnar, lætur af
störfúm um ára-
mótin ogfertil
framhaldsnáms í I
Bandaríkjununi. |
Páll Þorsteins-
son, útvarps-
stjóri Bylgjunn-
ar, segir að í at-
hugun sé hver
verði eftirmaður
hans og ákvörðunar í þeim efti-
um sé að vænta á næstunni.
Margir komi til greina því mikið
sé til af góðum fréttamönnum á
íslandi.
■ Fjölmiðlasamsteypa Rupert
Murdochs hefúr senn fyrstu út-
varpssendingar sínar í Evrópu.
Útvarpsstöðin, SkyRadio, er í
smábænum Bussum skammt frá
Amsterdam í Hollandi og útvarp-
að verður um gervihnöttinn Eut-
elstat. Nýja útvarpið flytur tón-
list án kynninga auk auglýsinga.
Tónlistarvalið á að miða við „al-
þjóðlegan smekk fullorðins
fólks“.
■ Enska dagblaðið The Sun
samþykkti nýlega að greiða
drottningunni 100 þúsund pund
eða rúmar átta milljónir í skaða-
bætur vegna birtingar á mynd
af Beatrice prinsessu, hertoga-
yiyunni af York, drottningunni
og drottningarmóðurinni. Pen-
ingamir renna til fiögurra góð-
gerðarsamtaka. Blaðið komst
ólöglega yfir myndina, en hún
var ætluð á opinbert jólakort
drottningar. Þetta er í annað
skipti á stuttum tíma sem blaðið
verður að punga út peningum til
góðgerðarsamtaka vegna máls-
höfðana drottningar.
■ Hugmyndir um endurlífgun
Helgarpóstsins hafa verið lagðar
til hliðar í bili, en ekki er búið
að gefa þær frá sér í bili, að
sögn Róberts
Ama Hreiðars-
sonar, lögfræð-
ings. Hann segir
að menn séu
frekar svartsýnir
á að ástandið sé
þannig í þjóð-
félaginu að hægt
sé að fara af stað
aftur. Menn sem þekki til séu
sammála um að auglýsingamark-
aðurinn sé nánast hmninn.
■ Auknar vinsældir kapalsjón-
varps í Bandaríkjunum hafa
komið hvað harðast niður á
þeirri sjónvarpsstöð landsins,
sem ber af að margra dómi, PBS
(Public Broadcasting Service).
Stöðin hefúr notið viðurkenning-
ar fyrir margs konar menningar-
og fræðsluefiii. Nú er svo komið
að sjálftilvera PBS er í hættu
vegna þess að kapalsjónvarpið
býður upp á svipað efiii og PBS
og í meira magni. Dæmi: nýlega
var efiii um vísindi og náttúm-
eftii sýnt í 84 tíma í kapalsjón-
varpi, en í 20 tíma í PBS. Annað
dæmi: 1 kaðalsjónvarpi er hægt
að velja um tvær rásir með
barnaefhi, en PBS flytur aðeins
barnaþætti með öðm dagskrár-
efhi.
I Richard nokkur Dunn er yfir-
maður Thames-sjónvarpsstöðv-
arinnar í Englandi, sem er stærst
sjálfstæðu stöðv-
anna í Bretlandi.
Hann er jafh-
framt í forsvari
fyrir ITV-sam-
steypuna og I við-
tali sem dagblað-
ið The Observer
á við hann nýlega
í tilefni af firum-
varpi um framtíðarfyrirkomulag
sjónvarpsmála í Bretlandi kemur
fram að hann er íslendingur í
aðra ættina. Móðir hans er
íslensk, en faðirinn háttsettur í
hemum og síðar yfirmaður
tryggingarfélags.
sjóðs útvarpsstöðva hafi ekki lækk-
að tilkostnað RÚV vegna Sinfóníu-
hljómsveitar íslands eins og til stóð
og telji stofnunin réttast að leggja
hann niður. Einnig er tekið undir
að mjög bagalegt' sé að hafa þurft
að stöðva framkvæmdir við nýja
útvarpshúsið í vor er leið, þar sem
verulegt hagræði sé að því að því
að hljóðvarp og sjónvarp séu á ein-'
um og sama stað. 350-60 milljónir
kosti að Ijúka húsinu, en kostnaður
við framkvæmdir sé nú 6,8% undir
framreiknaðri áætlun.
Harry Hamlin (kunn-
ur úr Lagakrókum)
leikur bandarískan
öldungadeildarþing-
mann í hinum nýja
framhaldsþætti.
Ófögur lýsing- á
pólitík vestra
Kosningamar í Bandaríkjunum urðu
bandaríska sjónvarpsfyrirtækinu NBC
tilefni til að sýna sex tíma þáttaröð um bitr-
an starfsmann alríkislögreglunnar, FBI,
sem fylgist fullur óbeitar með stjórnmála-
ástandinu í Bandaríkjunum og viðurkennir
að hann „hafi ekki kosið siðan Tmman fór
heim til Independence", þ.e. heimabæjar
síns i Missouri.
Þáttaröðin nefúist „Favorite Son“ (þ.e.
forsetaframbjóðandi studdur af fúlltrúum
úr sínu eigin ríki) og „setur nýtt met í van-
trú á heiðarleika bandarískra stjórnmála-
manna“, að sögn sjónvarpsgagnrýnanda
The New York Times.
Hann taldi athyglisverðast að þættimir
gætu vel verið sannsögulegir og að þeir
væm skemmtilegir, að minnsta kosti af
bandarískum myndaflokki að vera.
Teclinics
HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA
MEÐ ÞRÁÐLAUSRI FJARSTÝRINGU
Tfeduiics X 800 er hágæða hljómtækjasamstæða
með ótrúleg hljómgæði, glæsilegt útlit og framúrskar-
andi endingu. Þessi þrjú atriði koma í raun engum á
óvart þegar Tecluiics á í hlut.
Vegna hagstæðra samningá og skilnings framleið-
anda á erfiðu ástandi hér heima getum við boðið
þessa samstæðu á hagstæðara verði en nokkru sinni
fyrr
Kr.^5£^
Kr. 34.950.-
m/ skáp kr. 39.940,-st.gr.
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN
■ SÍMI 27133 ■
■ AKUREYRI ■ SKIPAGATA 1 ■
■ SÍMI 96-25611 ■
KOMDU A MORGUN