Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 47 Þegar leikur stóð sam haast laumaðist lítill drengur út á völlinn. Lögreglumaður- inn, sem leiðir strákinn fyrir framan markið hjá Helga Dan, er Greipur Kristjánsson aðalvarðstjóri, en hann lést fyrir skömmu. Miðjutríó Akra- nessliðsins. Þórður Þórðar í miðju og hægra megin við hann Ríkharður Jóns- son, en nær Helgi Björgvinsson. SÍMTALIÐ________ ER VIÐ ÁRNA SCHEVING, VARAFORMANN FÍH OGINN- FL YTJANDA ZIPPO-KVEIKJARA. Margir týndir sauðir komnir í leitimar 36630 - Já? Árni Scheving? - Já. Blessaður, Sveinn Guðjónsson á Mogganum. - Sæll vinur, hvað syngur í þér? Allt gott, nema að það ótrú- lega hefur gerst, - Zippoinn minn bilaði. - Hvað ertu að segja..., hvernig lýsir það sér? Hann er bara allt í einu steindauður. Það kemur ekki einu sinni neisti. - Kemur ekki neisti einu sinni... það er ein- kennilegt ef þetta kemur svona allt í einu. Heldurðu að það sé ekki bara steinninn, -hefurðu nokkuð at- hugað hvort það er steinn í hon- um? Þeir eyðast með tímanum. En ef þetta er eitthvað alvar- legra, - ertu þá ekki með ábyrgð á honum? - Ef þetta er galli í sjálfum kveikjaranum þá er ókeypis við- gerð á því. En þetta gildir auð- vitað ekki um eldgamla kveikj- ara eða ef þeir verða fyrir skemmdum. Þú ferð til dæmis ekki með gamlan bíl, sem hefur skemmst á löngum tíma, í um- boðið og heimtar nýjan. En það er nú eins og menn leyfi sér allan andskotann með Zippoana. Það eru dæmi um að menn hafí fundið kveikjara, sem hafa kannski legið undir hlassi... hafa farið undir traktor eða eitthvað og eru orðnir ryðgaðir, - þeir koma með þá og ætlast til að maður sendi þá út í viðgerð. En svo við snúum okkur að öðru Ámi, - þú ert alltaf í mú- síkinni? - Jú, jú, það leggst alltaf eitt- hvað til. í haust var ég.til dæm- is að útsetja fyrir sýn- inguna á Sögu, sem spannar tónlistina á Sögu í 25 ár. Og svo hef ég verið að svolítið spila líka. Nú hafíð þið í stjóm FÍH verið með ákveðn- ar aðgerðir til að koma í veg fyrir að ófélags- bundnir menn séu að spila út um allar triss- ur. Hefur það skilað árangri? - Já, ég held að þetta sé að skila sér. Það hafa margir týnd- ir sauðir komið í leitirnar. Og veitingahúsin eru farin að ganga harðar eftir þessu. Þegar til iengri tíma er litið kemur þetta öllum til góða því að þama myndast þá sterkari stétttarvit- und um leið og félagið verður sterkara._ Jæja Árni, við skulum vona að menn taki við sér og fari að sjna félaginu meiri ræktarsemi. Eg bið bara að heilsa að sinni. - Já allt í lagi, blessaður. I Hefur lagt auka starfið á hilluna Hann var í sviðsljósinu í 17 ár, í tveimur af vinsælustu trióum landsins á sjöunda og áttunda áratugnum. Ekki líður það árið að tríóin séu ekki beðin að taka upp þráðinn en þvi hefíir alltaf verið neitað. En þó Troels hafi verið í sviðsljósinu, var spila- mennskan alltaf aukastarf. Hann er verslunarskólageng- inn og hefur starfað við verslun og kennslu frá 18 ára aldri en rekur nú eigið innflutnings- fyrirtæki. * Eg steig mín fyrstu skref opin- berlega með Savannatríóinu. Ég var í Verslunarskólanum og við hófum ferilinn þegar við sung- um á nemendamóti skólans 1961. Við höfðum allir gaman af að standa í spilamennskunni en það var ekki fyrr en ég hafði lokið rerslunarprófi og verið í verslun- arnámi í Danmörku í hálft ár, að hún hófst fyrir alvöru. Þetta vatt smám saman upp á sig; allt eins óvart og af ásettu ráði, en var alltaf aukastarf hjá okkur enda ekki hægt að lifa af laununum. Jafnframt spilamennskunni var ég við verslunarstörf, vann m.a. lengi í herradeild P&Ó. Fyrstu tvö árin voru félagar mínir í Savann- atríóinu, Bjöm Bjömsson og Þórir Baldursson, i MR en ég af- greiddi. Ég hef heyrt á seinni ámm að fólk hafí lagt leið sína i búðina til að skoða mig en þá varð ég lítið var við það.“ Savannatríóið starfaði með hlé- um í fímm ár, frá 1963-1968. Félagarnir hættu að mestu að skemmta 1965 en tóku að sér eitt og eitt verkefni í þrjú ár þar á eftir; utanlandsferðir, sjónvarps- þætti og fleira sem kitlaði. „Á þeim tíma var ekki um svo auðug- an garð að gresja, framboð á hljómsveitum var sáralítið. Þegar við byrjuðum vomm við nærri einu skemmtikraftamir á þessu sviði. Tríóaldan náði sér ekki upp fyrr en upp úr 1970. Savannatríóið hætti 1968 og þá var ég byrjaður að kenna bók- Savannatríóið í þá gömlu góðu daga. Þórir, Bjöm og Troels. HVAR ERU ÞAU NÚ? TROELS BENDTSEN Troels Bendtsen flytur nú inn bygglngavörur. Á skrifstofunni í „Skýjaborginni"; á 12. hæð í Húsi verslunarinnar. færslu í Iðnskólanum. En árið 1969 hringdi Jónas Ámason rit- höfundur í mig og sagðist hafa skrifað leikrit þar sem gert væri ráð fyrir að ég og félagamir lékj- um stórt hlutverk. Við vomm ekki til í það en í stað þess setti ég saman nýtt tríó; Þrjú á palli; ásamt Eddu Þórarinsdóttur og Helga Einarssyni, sem hætti eftir tvö ár og Halldór Kristinsson kom í staðinn. í fyrstu átti tríóið ein- göngu að koma fram í Þið munið hann Jörund en svo ákváðum við að hella okkur út í bransann og héldum áfram í um áratug. Við hættum að koma fram 1977-1978 og endanlega um 1980. En nu er ég alveg hættur. Ég var í þessum bransa í 17 ár og held að það sé alveg nóg. Þetta var afskaplega gaman en ég hætti til að gefa öðram kost á að taka við. Um 1970 fór ég að kenna bók- færslu í Flensborg og kenndi þar í 15 ár. Þá hætti ég, þvr ég þurfti að geta lifað af laununum. Það var ekki nóg að hafa gaman af kennslunni og krökkunum. Ég fór út í sjálfstæðan atvinnurekstur, hef flutt inn byggingavömr í þrjú ár og tóri enn.“ Troels gifti sig ungur. Hann kynntist konu sinni, Björgu Sig- urðardóttur, áður en hann byrjaði í Savannatríóinu. Þau eiga þijá stráka, 17, 16 og 9 ára, sem Tro- els segir ekki hafa sýnt neinn áhuga á að feta í fótspor föður- ins. „Björg var vissulega orðin þreytt á að sjá mig ekki á föstu- dögum og laugardögum ámm saman. Eitt árið áttum við t.d. frí tvær helgar og önnur þeirra var jólahelgin. Hún sýndi mér alltaf mikinn skilning og nú hefur hægst um þó ég hafi mikið að gera í vinnunni. Ég sakna ekki sviðsljóssins því mér fannst ég aldrei vera neitt merkilegri en aðrir. En spila- mennskan var ijómi áranna frá 18 ára aldri að 35 ára og hafði óskapleg áhrif á daglegt líf manns og lífsreynslu. Ég kynntist mjög mörgum á þessum ámm; en mis- vel. Þau em mörg andiitin sem ég kannast við og margir sem ég heilsa án þess að muna hvernig ég þekki þá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.