Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 9
 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 C 9 ið kom hann ásamt sínu fólki á stað- inn þar sem Sigríður söng og vildi svo til að í hópnum var maður sem hafði unnið með henni við sjón- varpsþátt nokkrum árum áður í Hollywood. „Ég fór auðvitað að borðinu til þeirra og í framhaldi af þessu fórum við nokkrum sinnum með þeim út að borða. Bob bauð okkur upp á svítu sína og þegar í ljós kom að við áttum sama af- mælisdag vildi hann óður og upp- vægur kenna mér að steppa og við steppuðum þarna smá stund. Síðan fórum við í Caesars-klúbbinn að dansa. Hann var mjög skemmtileg- ur og viðfelldinn maður, eiginlega alveg eins og maður hafði kynnst honum úr kvikmyndunum. Um líkt leyti hitti ég líka franska leikarann Alain Delon af tilviljun. Ég fór í sundlaugina snemma morg- uns og þar voru þá engir nema tveir menn, annar með mjög dökk sól- gleraugu. Ég hélt að hann væri baðvörðurinn og bað hann um að ná í handklæði fyrir mig. Hann spratt upp, hneigði sig á franska vísu, kvaðst að vísu ekki vera bað- vörður þama, en það væri sjálfsagt að sækja handklæði fyrir mig. Þeg- ar hann tók ofan gleraugun sá ég strax að þetta var Alain Delon. Ég lét hins vegar ekkert á því bera að ég þekkti hann og þetta endaði með að þessir herramenn buðu okkur systrum út að borða. Mér fannst hann strax svolítið dularfullur og hálf flóttalegur, en hann sagðist hafa kcmið þarna til að slappa af í friði eftir skilnað við konu sína. Hann hafði ekkert farið út á meðal fólks og ég tók eftir að hann var fráhrindandi við annað fóik um kvöldið, eins og hann vildi ekki þekkjast. Delon dvaldi þarna nokkra daga í viðbót og seinna las ég um það í blöðum að hann hefði flækst í einhver leiðindamál og líklega hefur það verið skýringin á því að hann fór huldu höfði þarna í Bangkok." Heimkoman Hún segir að heimkoman hafi verið sér að mörgu leyti erfið. „Mér fannst ég vera komin í fremur óvin- gjarnlegt umhverfi miðað við það sem ég átti að venjast. Ég átti að vísu ágæta vini hér heima, en ég fann samt fyrir ákveðnum and- blæstri í minn garð eftir heimkom- una. Ég held að það loði stundum við íslendinga viss illkvittni í garð fólks, sem hefur búið erlendis eða gert eitthvað annað en þetta venju- lega. Sem dæmi um þessa illkvittni get ég nefnt þegar einhver fann það upp hjá sér að lýsa með okkur Ólafi Ragnari á dyrum Neskirkj- unnar.“ Eftir heimkomuna fór Sigríður að vinna við innflutningsfyrirtæki föður síns, en árið 1975 giftist hún Þorkeli Valdimarssyni. Hún er ekki margorð um það hjónaband en seg- ir að það hafi orðið mestu von- brigði lífs síns er hún stóð frammi fyrir þeirri staðreynd að þetta fyrsta hjónaband hennar var misheppn- að.„Við skildum að borði og sæng eftir eitt ár og ég ákvað þá að hafa nógu mikið fyrir stafni svo ég hefði ekki tíma til að hugsa til baka. Ég innritaði mig því í enskudeild Há- skólans og lagði hart að mér næstu árin.“ Sigríður lauk BA-prófi frá Há- skólanum árið 1981 og kennslurétt- indum 1982 og fór þá að kenna við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þar kynntist hún núverandi eiginmanni sínum, Stefáni Bjarnasyni skipa- tæknifræðingi. Eftir að þau fluttu af Suðurnesjum dvöldu þau einn vetur við kennslu á Laugarvatni þar sem Sigríður var deildarstjóri í enskudeild. Nú búa þau í Mosfells- bæ ásamt syni Stefáns af fyrra hjónabandi, en Sigríður kennir við- skiptaensku við Tölvufræðsluna í Borgartúni. Þess má geta að Stefán er bróðir Guðrúnar Bjarnadóttur, sem Sigríður krýndi fegurðar- drottningu íslands árið 1962, en Guðrún varð síðar alheimsfegurðar- drottning og starfaði um árabil við sýningarstörf erlendis. En það er önnur saga. -blöv;! JliM .niblö/d ú -ujfij: rnoji yo mita C-2585 MITA DC-2585: Ótrúlega fjölhæf. Gerir allt sem góö Ijósritunarvél þarf aó gera. Flokkar hratt og örugglega. 25 eintök á minútu. Tveggja lita prentun. FJÖLVAL HF. Ármúla 23 Simi 688650 ÚRVAL-GÆÐI-ÞJÓNUSTA SÍÐUMÚLI 32 REYKJAVÍK © 31870 TJARNARGÖTU 12 KEFLAVÍK * 92-12061 -ámjjmsm SÍOUMULl CE Þakstal meo stfl Plannja Ull þakstál Aðrir helstu sölu- og þjónustuaðilar: Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi, sími 78733. Blikkrás hf, Akureyri, sími 96-26524. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. Vélaverkstæðið Þór, Vestmannaeyjum, sími 98-12111 Hjá okkur færðu allar nýjustu gerðir hins vinsæla ogvandaðaþakstáls frá Plannja. Urval lita og mynstra, m.a. Plannja þakstál með mattri litaáferð, svartri eðatígulrauðri. Verðið okkar hittir í mark! ÍSVÖR HR. AUSTU RSTRÆTI10A 121 REYKJAVÍK, SÍMI623455 íaufii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.