Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988 Rannsókn á lífsreynslu Sigurjón Bjömsson Sigrún Júlíusdóttir. Hremmingar. Viðtöl um nauðg- un. Kristjana Samper gerði mynd- irnar. Mál og menning. Reykjavík 1988,119 bls. Arin 1981-1983 voru 57 nauðg- unarkærur færðar til bókar hjá lögregluyfirvöldum. Af þessum 57 konum tókst Sigrúnu Júlíus- dóttur að ná sambandi og eiga ítarleg viðtöl við 24. í bók þessari er gerð grein fyrir helstu niður- stöðum þessara viðtala, auk þess sem þar eru fræðilegir smákaflar varðandi efnið. Aðalmarkmið höf- undar var að kynna sér sem best reynslu kvennanna og „varpa ljósi á þetta flókna fyrirbæri í sam- skiptum kynjanna og stuðla að breyttum viðhorfum". Vonast höf-’ undurinn til „að efnisumfjöllunin og þá ekki síst frásagnir kvenn- anna sjálfra verði tilefni til um- ræðu og forsenda breytinga." Til grundvallar viðtalinu var lagður spurningalisti með 80 spurningum, sem spönnuðu vítt svið bæði varðandi tíma og efnis- inntak. Voru spumingarnar yfir- leitt beinar og kölluðu ýmist á beina svarkosti eða opin svör eftir því um hvað var fjallað. Úrvinnsla er oft töluleg og birtist hér í all- mörgum einföldum töflum. Er þar gjaman um flokkanir að ræða, sem oft eru þá útskýrðar með stuttum dæmum úr viðtölunum. Að öðru leyti byggist úrvinnsla á túlkun höfundar á inntaki við- talanna. Þetta er vissulega vandmeð- farin rannsóknaraðferð, sem út- heimtir trausta klíníska reynslu, skipulagshæfni og varfærni og síðast en ekki síst virðingu fyrir þagnarskyldu. Sé þessu öllu full- nægt — og þar sem við á — er þessi leið flestum öðrum færari til þess að lýsa inn í hina innri ver- öld mannsins og leiða til niður- staðna sem eru raunsannar, í traustum tengslum við veruleik- ann og búnar hagnýtri skírskotun. Ég er ekki sammála höfundi að þetta sé einhver séraðferð til rann- sóknar á reynslu kvenna, heldur tel ég að þetta sé aðferð sem leggja beri kapp á að þróa og beita mun víðar í sálfræði. Það er vissulega kominn timi til að sálfræðin taki að losa sig betur úr hafti hinna „pósitivísku“ nátt- úravísinda. Sigrún Júlíusdóttir virðist hafa gott vald á þessari_ dýrmætu og vandasömu aðferð. Ég fæ ekki séð að hún flaski á neinu sem máli skiptir. Henni tekst einnig að koma efninu þannig til skila að það hlýtur að verða lesandanum eftirminnilegt. Sár reynsla þessara kvenna stendur manni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og þær til- lögur til úrbóta sem höfundur leggur til koma sem ofureðiileg niðurstaða, þó að auðvitað kunni að vera skiptar skoðanir um ein- stök útfærsluatriði. Túlkanir höf- undar og skýringar era hófsamleg- ar, bera góðu raunsæi vitni, en lýsa jafnframt samkennd og skiln- ingi. Enda þótt ég hafi þannig ekk- ert annað en gott um þessa rann- sókn að segja, velti ég því engu að síður fyrir mér hvort ekki hefði mátt í viðauka bókar koma með upplýsingar úr málsskjölum, t.a.m. flokkun á kærum, málsmeðferð og málslyktir, tíma frá því að kæra barst og uns máli lauk og sér í lagi upplýsingar um gerand- ann. Þetta hygg ég að hefði getað sýnt enn betur en ella hverra úr- bóta er helst þörf í umfjöllun mála af þessu tagi. Ég er þó fyllilega sammála höfundi um að fráleitt hefði verið að blanda saman við- tölum og upplýsingum úr máls- skjölum og tel að rétt hafi verið að forðast slíkar vitneskju fyrr en viðtölum og úrvinnslu þeirra var lokið. Bókin er heldur vel skrifuð, þó að ekki sé hún alls kostar hnökra- laus. Fyrir bregður nokkuð tyrfnu „fagmáli“ og sumt orkar tvímælis (t.a.m. „hráar upplýsingar). Þetta litla og yfirlætislausa kver er kærkomin nýjung. Það verð- skuldar að verða lesið af mörgum, en sér í lagi er þess þó óskandi að það verði hvati endurbóta í miklu réttlætismáli. Á því er síst vanþörf nú þegar hvers kyns of- beldisverk virðast færast ískyggi- lega í vöxt. C 39 * I ævintýralöndum Bókmenwtlr Jenna Jensdóttir I ævintýralöndum. Tólf evr- ópsk ævintýri, endursögð af Paul Wanner, myndskreytt af Nikolai Ustinov. Sigurjón Guðjónsson þýddi. Mál og menning 1988. Hún er fallega útgefin þessi bók. Tólf evrópsk ævintýri er undirtitill hennar. Ævintýrin deilast þannig milli landa: Tvö frá Frakklandi, Ítalíu, Sovétríkjunum og Þýskalandi. Eitt frá Englandi, Finnlandi, Spáni og Svíþjóð. Allt era þetta skemmtileg ævintýri, sem greina m.a. frá svað- ilförum og mannraunum. í þeim felst siðgæðislegur boðskapur. Og þeir „vondu“ fá makleg málagjöld fremur en tækifæri til að sjá að sér, bæta sig. Við lestur þeirra sameinast rauð- ir þræðir annarra ævintýra í vitund- inni. Gamalla, löngu gleymdra æv- intýra, frá hinum ýmsu löndum. Ekki alltaf þeim sömu og hér era nefnd fýrir ævintýrinu. En sömu þræðir. Þessi gömlu útlendu ævintýri heilluðu og brenndu sig bókstaflega í barnshugann. Vöktu heilabrot hryllings eða gleði eftir atvikum. Myndimar sem þeim fylgdu voru, ásamt ævintýrinu sjálfu, kannski það eina sem veitti ungum lesend-. um innsýn í líf konungborinna og tötramanna íjarlægra landa. Hvað færa slík ævintýri, utan úr heimi, ungum lesendum nú? Án efa hafa öll hin sterku áhrif dvínað. Ekkert slíkt er dularfullt seiðandi Siguijón Guðjónsson lengur úr fjarlægðinni, sem liggur eins og opin fyrir okkur í nútíman- um. Og siðgæðisboðskapur sá er gömlu ævintýrin flytja, það tekur enginn mark á honum lengur. Nú era komin ný og annars konar ævintýri sem heilla. Þetta er samt ekki algilt. Mörg börn hafa enn gaman af skemmti- legum ævintýram, glæsilega mynd- skreyttum, frá íjarlægum löndum. Þá verður þessi bók áreiðanlega framarlega í flokki. Það felst líka í því að þýðandi hefur lagt mikla rækt við vinnu sína. Næmleiki hans á tunguna og tilbrigði hennar gera málið litríkt og lifandi. Því ætti þessi bók að verða kærkomin þeim sem enn leita á vit gamalla ævin- týra í góðri þýðingu. I tilefni dagsins bjóðum við upp á heitt súkkulaði meðrjóma ognýbakaðar piparkökur. Komið og skoðið okkar sérstæðu aðventu- skreytingar. Hafnarstræti 3 íGrófinni - Símar 12717 og 23317

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.