Morgunblaðið - 27.11.1988, Blaðsíða 22
22 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. NÓVEMBER 1988
8PARKAD
eftir Agnesi Bragodóttur
LÖNGUM GUSTAÐI af Ragnari S. Halldórssyni, for-
stjóra ÍSAL, þau tæplega tuttugu ár sem hann var þar
við stjómvölinn, einkum í iðnaðarráðherratíð Hjörleifs
Guttormssonar. Ekki verður sagt að það hafi gnstað um
hann að sama skapi á forstjóraferlinum. Hann er eins
og alþjóð veit stór og aðsópsmikill maður, með ákveðna
firamkomu þess sem ræður og fas hans ailt og firamkoma
beinlínis segja þér að þar fari maður sem sé vanari að
segja öðmm fyrir verkum, en taka við skipunum. Enda
segir Ragnar og hlær hálfafsakandi um leið: „Ég verð
að fá einhveija vinnu við stjómun, því ég kann lítið
annað.“ Á liðnu vori tilkynntu stjómendur Alusuisse í
Ziirich Ragnari að ekki væri lengur óskað eftir starfs-
kröftum hans til þess að stýra daglegum rekstri Is-
lenska álfélagsins hf. og um leið var honum boðið sæti
stjóraarformanns í sama fyrirtæki. „Mér var sparkað
upp á við,“ rymur í Ragnari. Eins og við var að búast
í þjóðfélagi sem okkar fóm allar helstu Gróumar á
Leiti á stúfana og leituðu skýringa á því að ekki var
lengur óskað eftir því að Ragnar gegndi starfi for-
stjóra. Ein skýringin sem nefiid var til, manna á milli,
var sú að Ragnar hefði átt í svo miklum samskiptaerfið-
leikum við samstarfsmenn sína í Straumsvík, að við slíkt
yrði ekki unað lengur. Ragnar svarar spurningum um
þetta efiii og fleira hér á efitir.
Ragnar, voru samstarfs-
örðugleikar við sam-
starfsmenn ástæðan að
þú varst látinn fara?
„Það er af og frá að
samskiptaerfiðleikar við
samstarfsmenn hafi orðið
til þess að mér var sagt
upp. Erfiðleikamir lágu fyrst og
fremst í rekstri álversins vegna
ótækra rafskauta sem við höfum
þurft að nota í meira en tvö ár.
Það era þrjú atriði sem verða að
vera í lagi við framleiðslu á áli: Það
er raforkan, rafskautin og súrálið.
Ef eitthvert þessara atriða er ekki
í lagi lendir öll framleiðslan í
ógöngum. Við höfum orðið fyrir því
að rafmagnslínur slitnuðu, fengið
blautt súrál og nú í rúm tvö ár
notast við ónothæf rafskaut."
Vandkvæði aldrei meiri
„Vandkvæði okkar hafa þó aldrei
verið nálægt því eins alvarleg og
eftir að við fengum þessi ónothæfu
skaut sem gerðu það að verkum
að starfað var við ákaflega erfiðar
aðstæður. Þetta varð til þess að
allt fór í háaloft vegna aðstæðna
sem hvorki starfsmenn né stjóm-
endur fyrirtækisins áttu sök á.
Okkur vora einfaldlega send skaut
frá Rotterdam í Hollandi sem
reyndust gölluð vara. Það kastaði
fyrst tólfunum með rafskautin
su/narið 1987, eða fyrir hálfu öðra
ári, en þá lá við að reksturinn stöðv-
aðist. Þessi rafskaut vora bókstaf-
lega ónýt vara. Enda hefur það nú
verið viðurkennt. Síðustu vikumar
horfir til hins betra með rafskautin
og það kemur hreinlega af sjálfu
sér að ástandið lagast um leið og
starfskilyrði batna.“
• — En hafði það engin áhrif á
stöðu þína hjá fyrirtækinu að ný
stjórn Alusuisse hefur verið að end-
urnýja í öllum helstu stjórnunar-
stöðum dótturfyrirtækja sinna?
„Sjálfsagt er það svo. Ég hætti
vegna þess að ég er búinn að vera
hvað lengst forstjóri fyrir Alusu-
isse-verksmiðju — líklega lengur en
■j
Ragnar S.
Halldórsson,
fyrrun* for-
stjóri tslenska
álfélagsins og
núverandi
stjórnarfor-
maóur sama
fyrirtækis, I
samtali vió
Morgunblaóió
nokkur annar. Rétt er það að vel-
flestir yfirmenn sem vora ráðnir af
fyrri stjórnendum Alusuisse hafa
verið að týna tölunni. Einungis einn
forstjóri er eftir sem ráðinn var af
þeim, en verksmiðjan sem hann
stjórnar er nú á sölulista."
Ekkert óeðlilegt að
vera sparkað upp á við
„Raunar var mér sparkað upp á
við og það er ekkert óeðlilegt við
það. Ég er ekki óánægður með
það. Vonandi verð ég fljótlega kom-
inn í eitthvað annað. Það eru 20
ár um næstu áramót frá því ég tók
við sem forstjóri ÍSAL. Þar áður
hafði ég verið búsettur í Austurríki
og Sviss í tvö ár, en alltaf með
annan fótinn á íslandi á meðan
gangsetning verksmiðjunnar í
Straumsvík var undirbúin. Ég var
þá í því að ráða verkstjóra og aðra
yfirmenn, senda menn í þjálfun,
starfa í byggingamefnd og semja
við viðkomandi verkalýðsfélög og
þar fram eftir götunum."
— Þú rekur breytingamar sem
urðu á högum þínum í sumar fyrst
og fremst til breyttrar yfirstjórnar
Alusuisse?
„Já, það varð algjör stjórnarbylt-
ing hjá Alusuisse þegar ný stjórn
tók við. Þáverandi stjórnarformað-
ur, Emanuel Mayer, fékk ekki að
mæta á boðaðan stjómarfund milli
jóla og nýárs árið 1985. Það var
svo mikil harka í þessu máli.
Þá var rekstur Alusuisse kominn
á heljarþröm vegna óhagstæðra
ytri skilyrða. Það má segja að ég
hafi þurft að hætta sem forstjóri
ÍSAL vegna þess að rekstur fyrir-
tækisins hefur gengið mun verr en
skyldi síðastliðin tvö ár, þrátt fyrir
hagstæð ytri skilyrði. Heimsmark-
aðsverð á áli hefur verið gott, en
erfiðleikarnir með rafskautin hafa
reynst okkur þungir í skauti. Kostn-
aðurinn nemur tugum milljóna
franka, eða nokkur hundrað millj-
ónum króna.“
— Hver er raunveruleg staða
forstjóra ÍSAL á íslandi? Tekur
hann ákvarðanir sem skipta máli
eða era allar slíkar ákvarðanir tekn-
ar í höfuðstöðvunum í Sviss?
„Ég, ásamt stjórn fyrirtækisins,
tók allar þær ákvarðanir sem þurfti
að taka, enda ráðinn til þess að
stjórna daglegum rekstri. I fyrstu
var það auðvitað þannig að ég ráðg-
aðist við menn í Sviss og bar undir
þá sitthvað stjórnunarlegs eðlis en
fljótlega varð dagleg stjórnun alfar-
ið í mínum höndum og stjórnarinn-
ar. Það gengur aldrei að ætla að
fjarstýra fyrirtæki sem er jafnlangt
frá höfuðstöðvunum og ÍSAL.“
Stj órnarformaður
ræður forstjóra
— Nú orðar þú það sjálfur svo
að þér hafi verið sparkað upp á
við, þegar þú varst gerður að stjórn-
arformanni hjá ÍSAL. Hvert er vald-
svið stjórnarformanns?
„Stjórnarformennska felst ekki í
neinu öðra en því sem nafnið bend-
ir til, að stjórna stjórnarfundum.
Stjó'nin hefur það hlutverk, auk
stefnumarkandi ákvarðana, að ráða
forstjóra fyrirtækisins til starfa,
sem stjórnar síðan daglegum rekstri
og ræður alla aðra stjórnendur.
Þetta er altekin hefð í stjórnun. Þú
hlýtur að þekkja það sjálf frá Morg-
unblaðinu að stjórn Árvakurs skipt-
ir sér ekki af daglegum rekstri, en
getur að sjálfsögðu sagt upp rit-
stjóram og framkvæmdastjóra, ef
henni býður svo við að horfa.“
— Af orðum þínum má draga
þá ályktun að athafnamaðurinn
Ragnar Halldórsson, ekki einu sinni
orðinn sextugur, hafi engan veginn
nóg fyrir stafni í hlutverki stjórnar-
formanns ÍSAL. Hvað er framund-
an hjá þér?
„Ég þarf að finna mér annað
starfsvið. Mér gefst nú upplagt
tækifæri til að spreyta mig á ein-
hvetju öðra. Ég var hvattur til þess
að sækja um Bifreiðaskoðun íslands