Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 2
2 D
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESÉMBER 1988
Stríösmenn regnbogans?
ANNÁLL
HELSTU ADGERDA
Jakob Lagercrantz, talsmaður
grænfriðunga vegna vísinda-
veiða íslendinga, var hér á landi
í vikunni meðal annars vegna
útgáfu upplýsingabæklings á
íslensku um starfsemi Greenpeace. í
bæklingnum er meðal annars þessi
frásögn höfð eftir öldnum Cree-indí-
ána: „ .. . þann dag þegar jörðin er
sjúk orðin, þegar dýrin drepast og
fljótin eru orðin eitruð, þá mun fólk
af öllum kynþáttum og trúarbrögð-
um safna liði svo jörðin fái grænkað
á ný. Það eru stríðsmenn regnbog-
ans. „The Rainbow Warriors“.“
Enginn dregur í efa að mörg bar-
áttumála samtaka grænfriðunga eru
Íslendingum afskaplega mikilvæg,
svo sem barátta þeirra gegn losun
eiturefna og geislavirks úrgangs í
hafíð. Samtökin hafa einnig barist
einarðlega gegn hvers konar tilraun-
um með kjamorkuvopn og nýtingu
kjamorku, sem þau telja að ógni lífí
á jörðinni. Sama gildir um kjamorku-
afvopnun á og í höfunum. Hins veg-
ar hefur mörgum íslendingnum þótt
þeir fara offari gegn vísindaveiðum
okkar og að málflutningurinn sé
miklu fremur byggður á vísun til til-
finninga en til raka. Það er ekki
bara að hvalir séu í útrýmingar-
hættu, heldur er yfir höfuð ljótt að
drepa hvali vegna þess að þetta eru
stærstu skepnur jarðarinnar, fallegar
og tignarlegar, gáfaðri en aðrar
skepnur og veiðiaðferðin er ómann-
úðleg. Islenskir vísindamenn segja
að það séu engin rök fyrir þessum
viðhorfum. Hins vegar er ekki víst
að málstaður okkar hvað vísindaveið-
arnar snertir, sé eins góður og látið
hefur verið í veðri vaka.
Fjölmiðlarnir líftaugin
Fjölmiðlamir eru líftaug samtaka
grænfriðunga. Barátta þeirra og
baráttuaðferðir miða að því að ná
athygli Qöldans og beita almennings-
álitinu málstað sínum til framdrátt-
ar. íslenskir blaða- og fjölmiðlamenn
þekkja það af eigin reynslu að græn-
friðungar eru iðnir við að kynna
málstaðinn. Þeir hafa samband að
fyrra bragði, láta vita af væntanleg-
um mótmælum og bjóða myndir hafí
þau farið fram. Sé leitað eftir upplýs-
ingum eru þeir fljótir að afla þeirra
og láta þær í té. Styrktarmenn þeirra
þurfa að fá vitneskju um baráttuna
svo þeir haldi áfram stuðningi og
almenningsálitið gefur aðgerðum
þeirra þunga. Martin Leebum, tals-
maður Greenpeace Intemational,
sagði augljóst að fjölmiðlar væru
samtökunum mjög mikilvægir. Með
því að draga athygli almennings að
þeim réttlætismálum sem samtökin
berðust fyrir næðu þau árangri. Sam-
tökin hefðu ráðist í aðgerðir gegn
íslendingum vegna þess að vísinda-
veiðamar væru aðeins aðferð til að
fara í kringum veiðibannið. Hvalveið-
ar væru liðin tíð og ef gerð væri
skoðanakönnun í Bandaríkjunum
væri hann viss um að meirihluti fólks
myndi telja hvalveiðar siðferðilega
rangar. Það væri staðreynd að fólk
hefði mjög tilfínningabundna afstöðu
til hvala.
Barátta grænfriðunga og fleiri
samtaka gegn kópadrápi hefur skilað
hvað mestum árangri, enda má leiða
að því rök að auðveldara sé að afla
stuðnings fólks við málefni sem ork-
ar sterkt á tilfinningamar. Sá at-
vinnuvegur var lagður í rúst, svo nú
er hann ekki nema 10% af því sem
hann var áður. Það var ekki aðeins
iðnvædd kópaveiði sem lagðist af
heldur hafði þetta mjög alvarleg
áhrif á afkomu frumbyggja á norður-
slóðum. John Winter, stofnforseti
Samtaka kanadískra selveiðimanna,
sagði í samtali við Morgunblaðið
sumarið 1985 að þessi barátta sé
lævísasta tilraun þéttbýlisfólks til að
þröngva gildismati sínu upp á fólk
sem lifir af gæðum lands og sjávar.
„Þessir hópar eru studdir af fólki sem
hefur enga hugmynd um hvað það
er að lifa af landinu. Það kaupir við-
urværi sitt í stórmörkuðum og þarf
aldrei að sjá dýr líflátið. Maður hlýt-
ur að spyija hvar þetta endi. í dag
eru það kópamir á morgun ef til vill
fískurinn. Með litmyndum og sjón-
varpi hefur þeim tekist að sýna bæði
drápið og veiðimennina í þannig ljósi,
að það slær fólk mjög illa, þó falsað
sé. Islendingar eru ekki villimenn og
það er fólkið á Nýfundnalandi ekki
heldur. Þeir nota orð eins og drápari
og morðingi um þessar veiðar, orð
sem eru notuð um þá sem myrða
fólk. Þetta er fyrirlitlegt."
Eins og alþjóðlegt fyrirtæki
Danski blaðamaðurinn Leif Bleidel
skrifaði greinaflokk um grænfrið-
unga í blaðið Information fyrir fáum
árum og birtist hluti þeirra greina í
Morgunblaðinu. Hann heldur því
fram að baráttan gegn kópadrápinu
hafí verið grænfriðungum gullnáma,
þar sem stór hluti framlaga hafi
komið vegna þess. Náttúruvernd
samtakanna sé orðin að iðnaði sinnar
tegundar og þau lúti sömu lögmálum
og hvert annað fiölþjóðlegt stórfyrir-
tæki. Eftir að þeir báru sigurorð í
selamálinu hafi þá vantað baráttu-
mál á svipaðan hátt og fyrirtæki
þarf nýja framleiðsluvöru og þess
vegna hafi þeir hafið baráttu gegn
kengúruveiðum í Ástralíu.
Norskur vísindamaður, Hoel að
nafni, sem fenginn var til þess að
rannsaka áhrif aðgerða grænfrið-
unga á útflutning á norskum físki
til Bandaríkjanna hefur svipað til
málanna að leggja. Hann segir sam-
tökin skipulögð eins og fyrirtæki.
Þau hafi fyrst og fremst áhrif á þing-
menn í Bandaríkjunum og áhrif
þeirra á fiskútflutninginn séu ekki
1978
6. maí: Morgunblaðið segir frá því
að sendinefnd á vegum grænfrið-
unga sé væntanleg til Reykjavíkur
í því skyni að fá íslendinga til þess
að hætta hvaladrápi, eins og það
er orðað. Ennfremur kemur fram
að samtökin hafa fest kaup á 145
feta löngum togara, sem þau ætli
með á mið hvalveiðibátanna í júni.
Togaranum hafi verið gefið nafnið
Rainbow Warrior.
6. júní: Rainbow Warrior kemur á
hvalamiðin við ísland. Áhöfnin tel-
ur 22 og áætlað er að aðgerðimar
kosti 50 þúsund sterlingspund.
11. júní: Hvalveiðamar ganga vel
þrátt fyrir veru grænfriðunga á
miðunum. Skipstjóri Rainbow segir
að hvalbátamir stingi af vegna
meiri ganghraða.
17. júní: Rainbow Warrior kastar
akkerum í Hvalfirði og áhafnar-
meðlimir skoða hvalstöðina.
21. júní: RW eltir Hval 9, en bátn-
um tekst að skjóta hval þrátt fyrir
það.
29. júní: Hvalur hf. segir hvalveið-
ar sjaldan eða aldrei hafa gengið
jafn vel, búið sé að veiða 116
hvali, 99 langreyðar og 17 búrhvali.
1. júlí: RW kemur til Reykjavíkur
og leiðangursmenn tilkynna að þeir
muni halda til Færeyja og ræða
grindhvaladráp við_ landsmenn.
Þeir segja árangur íslandsferðar-
innar góðan; þeim hafi fjórum sinn-
um tekist að trufla veiðarnar. Sama
dag eru hafðar í frammi mótmæl-
aðgerðir á fundi Alþjóðahvalveiðir-
áðsins í London og íslensku og jap-
önsku fulltrúarnir fá yfir sig rauðan
vökva og sprengdar eru reyk-
sprengjur. Þórður Ásgeirsson, þá-
verandi skrifstofustjóri sjávarút-
vegsráðuneytisins, er kosinn form-
aður ráðsins til næstu þriggja ára.
Niðurstaða ráðsins er að íslending-
ar fái óbreyttan kvóta. Árið 1976
var hann settur til 6 ára og íslend-
ingum leyfilegt að veiða 1.564 lan-
greyðar á þessu tímabili, þó aldrei
fleiri en 304 á ári. Árlegur san-
dreyðarkvóti er 84 hvalir og búr-
hvalakvótinn sem nær til mun
stærra svæðis en bara íslands er
600 hvalir. íslendingar hafa þó
aldrei veitt fleiri en eitthvað á ann-
að hundrað búrhvali.
1979
2. júní: RW kemur til Reykjavíkur.
Segjast betur búnir til að trufla
hvalveiðamar en árið áður og bíði
þess eins að hvalbátamir láti úr
höfn.
10. júní: Hvalveiðamar hefjast.
13. júní: Skipstjóri Hvals 8 óskar
eftir að Landhelgisgæslan stuggi
við RW.
15. júní: RW kemur á ytri höfnina
með bilaða vél og er gert ráð fyrir
að viðgerð taki nokkra daga.
19. júní: Farbann sett á skipið
meðan beðið er úrskurðar um lög-
bannskröfu Hvals hf. Skipið lætur
úr höfn, en varðskipið Óðinn kemur
með það til hafnar um nóttina.
21. júní: Grænfriðungar hóta her-
ferð gegn íslenskum vömm i
Bandaríkjunum verði farbanni ekki
aflétt.
26. júní: Lögbann lagt við aðgerð-
um grænfriðunga gegn hvalveiði-
bátunum.
28. júní: RW siglir á brott frá ís-
landi. Leiðangursmenn segjast
munu virða lögbannið.
15. ágúst: RW skýtur upp kollinum
og blaðamanni og tveimur stúlkum
skotið á land í gúmbát án leyfis
íslenskra yfirvalda.
18. ágúst: Veiðar Hvals 7 truflað-
ar. Varðskipið Ægir tekur RW í
tog, þar sem skipverjar neita að
gangsetja það, og færir það til
hafnar í Reykjavík. Aðgerðum hót-
að í Bandaríkjunum gegn íslensk-
um framleiðsluvömm.
23. ágúst: Mál RW tekið fyrir í
sjó- og verslunardómi. Málið sent
ríkissaksóknara. Gæslu hætt við
RW- Að sögn talsmanns ætlar skip-
ið á miðin aftur og halda upptekn-
um hætti.
29. ágúst: Leiðangursmenn segjast
tmfla veiðar, en Landhelgisgæslan
segir engar kvartanir hafa borist.
1982
Hvalveiðiráðið samþykkir 0-kvóta
í fjögur ár.
1983
Alþingi samþykkir að mótmæla
ekki hvalveiðibanni og nota þessi
ijögur ár til vísindalegra rannsókna
á hvalastofnunum hér við land.
1985
Júní: Rannsóknaráætlun vísinda-
veiðanna lögð fram.
9. ágúst: Síríus, skip grænfrið-
unga, kemur til landsins, en fran-
skir leyniþjónustumenn sökktu
Rainbow Warrior í höfninni í Auck-
land á Nýja-Sjálandi í fyrra mán-
uði. Tilgangur komu Síríusar er að
reyna að hafa áhrif á að hætt verði
við vísindaáætlunina með umtölum
en ekki aðgerðum, að sögn leiðang-
ursmanna.
12. ágúst: Grænfriðungar segja
almennan fund sem þeir héldu til
að kynna málstað sinn „stórslys".
Fundurinn hafi verið illa undirbú-
inn og hótanir gagnvart íslending-
um um að skaða fiskútflutning til
Bandaríkjanna féllu ekki í góðan
jarðveg meðal Evrópumanna í hópi
grænfriðunga. Síríus fór laugar-
daginn 17. ágúst, fyrr en ætlað
var.
1987
Mars: Sjö frystigámar með 175
tonn af hvalkjöti á leið til Japans
kyrrsettir í Hamborg. Kjötið end-
ursent til íslands.
1988
Febrúar: Herferð gegn sölu á
íslenskum fiskafurðum í Banda-
ríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi.
10. júní: Grænfriðungar hlekkja
sig við skipskrana Jökulfellsins í
höfn í Gloucester í Bandaríkjunum
og tefja löndun á fiski.
21. júní: 200 tonn tonn af hval-
kjöti kyrrsett í Helsinki.
5. júlí: Grænfriðungar hlekkja sig
við hafnarkrana -til þess að mót-
mæla að hvalkjötið sé endursent
til íslands.
26. júlí: Höfða mál fyrir banda-
rískum dómstólum til þess að
þvinga stjómvöld til þess að gefa
út staðfestingarkæru.
4. ágúst: Mótmæli í 50 borgum í
Bandaríkjunum.
14. október: Tengelman hættir við
kaup frá Sölustofnun lagmetis.
LIFSSPEKI
GRJENFRIDUNGA
Vistfræðin kennir
okkur að mannkyn-
ið er ekki miðpunktur
lífsins ájörðinni. Vist-
fræðin hefiur kennt okk-
ur að jörðin sem heild
er hluti af „líkama“ okk-
ar og að við verðum að
læra að virða hana eins
og við virðum okkur
sjálf. Eins og við finnum
til með okkur sjálfum
verðum við að finna til
með öllum tegundum
lífs — hvölunum, selun-
um, skógunum, hafinu.
Hin mikilfenglega feg-
urð vistfræðilegrar
hugsunar er að hún sýn-
ir okkur leið til baka til
skilnings og virðingar
fyrir lífinu sjálfu —
skilnings og virðingar
sem er nauðsynleg þeim
lífsháttum.
Eins og með hvalina og
selina verður að bjarga
lífi með friðsamlegum
aðgerðum og með því
sem kvekaramir köll-
uðu „að vitna“. Ein-
staklingur sem vitnar
verður að axla ábyrgð
af því að vita um órétt-
læti. Sá einstaklingur
getur síðan valið á milli
aðgerða og aðgerðar-
leysis, en hann getur
ekki snúið frá í van-
þekkingu. Siðfræði
grænfriðunga er ekki
aðeins sú að vitna um
glæpi gegn Iífinu; held-
ur að grípa til aðgerða
til að koma í veg fyrir
þá. Þó að aðgerðirnar
verði að vera bein-
skeyttar mega þær ekki
byggjast á ofbeldi. Við
verðum að leggja stein
í götu ofbeldis án þess
að beita ofbeldismenn-
ina hörðu. Mestur styrk-
leiki okkar er lífið sjálft
og sú skuldbinding að
helga okkur því að veija
aðra.