Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 8

Morgunblaðið - 11.12.1988, Síða 8
) 8 D góðir fjárhundar. — En hvemig geta menn lært að þjálfa fjárhunda? „Eg hef mikinn áhuga á að gera myndband um hvernig þjálfa á þessa hunda. Ég hef sótt um styrk til þess en fékk ekki. Ég gef öllum ráð sem hafa fangið hjá mér hund, ef þeir leita til mín. Ég hef líka sýnt hundana fara í gegnum sömu æfingar og í fjárhundakeppni, en þá þarf ég að tala við þá allan tímann og get ekki skýrt hlutina út á meðan. Sennilega væri best að fara í réttir og sýna hundana leysa úr þeim vanda sem fólk er vant að glíma við. Ef ég hefði get- að gert þetta myndband hefði ég getað sýnt hundinn vinna við ýmsar mismunandi aðstæður á venjulegu fjárbúi og talað skýringar inn á, hvaða skipanir eru notdðar, hvemig kenna eigi hveija skipun og svo framvegis.“ — Hefur þér aldrei dottið í hug að selja fulltamda hunda? „Það væri of dýrt því þeir yrðu orðnir svo gamlir þegar þeir fæm héðan. Ég er hræddur um að fólk myndi hrökkva við þegar það fengi reikninginn frá mér. Á Nýja Sjálandi höfðu nokkrir eldri bændur, sem vom hættir bú- skap, það sem tómstundaiðju að þjálfa fjárhunda. Einn þeirra sagði mér að hann hefði aldrei þjálfað hund markvisst á meðan hann stundaði búskap. Svo ferðuðust þeir um og tóku þátt í fjárhunda- keppni víða um land. Ég gæti hugs- að mér að gera þetta í ellinni, ef einhvem tíma verður hægt að koma keppni á hér.“ Réttlátara að miða framleiðsluna við beitarþol Talið berst að búskapnum og segir Gunnar þetta svæði henta vel fyrir sauðfjárrækt. Hún hafi hins vegar dregist mjög mikið saman á undanfömum ámm. Margir hafa hætt búskap og selt kvótann og í Kelduhverfi var fé lógað vegna riðu- veiki, eins og flestir vita. Daðastöð- um tilheyrði gott beitiland og einn- ig hafa þau Gunnar og Guðrún reynt að græða upp um einn hekt- ara á ári. Veðráttan hefur líka haft sitt að segja. Árið 1979 var erfitt heyskap- arár og eins á ámnum eftir 1980 sem varð til þess að menn fækkuðu fénu. Margir hafa því lítinn kvóta enda vom þetta viðmiðunarárin sem farið var eftir þegar kvóta var út- hlutað. Gunnar og Guðrún hófu búskap 1982 og ákváðu að fara hægt af stað. „Þar gerðum við stóra skyssu," segir Gunnar. „Við hefðum átt að leggja allt í sölumar til þess að auka framleiðsluna. En við vomm aldrei búin að ná þeirri framleiðslu sem þurfti til þess að standa undir þeim fjárfestingum sem hafði verið ráðist í á jörðinni. Þetta varð til þess að við emm með 600 fjár, en þyrftum að vera með 1000 til þess að standa undir fjármagnskostnaði. Hér hafði verið byggt nýtt íbúðar- hús og fjárhús fyrir 1000 íjár.“ Gunnar segist vera óánægður með þá stefnu í landbúnaðinum að menn eigi ákveðna hlutdeild í mark- aðnum í hlutfalli við hvað þeir fram- leiddu á einhverju ákveðnu tímabili. „Mér sýnist réttlátara að tak- marka framleiðsluna í hlutfalli við beitarþol jarða. Það yrði líka hag- kvæmara fyrir bændur því ódýrara er að framleiða ef menn hafa góða beit. Hefði þessi leið verið farin í upphafi væri ekki um ofbeitar- vandamál að ræða.“ Gunnar og Guðrún vilja að bænd- ur sem vilja rækta upp landið verði styrktir. Landgræðsla sé gott inn- legg fýrir þá sem taka við landinu í framtíðinni. Þau segja að margir bændur á þessu svæði séu að reyna að græða upp landið, en fá enga fjárhagslega aðstoð til þess og gera það því á eigin kostnað. En þau hjónin segjast una glöð við sitt í sveitinni. „Hér er gott mannlíf, fámennt en góðmennt," segir Guðrún. „Fólkið hittist kannski ekkert mjög oft. Það er ekkert að rápa á milli bæja. Það kemur í heimsókn ef það á erindi.“ Þegar við kvöddum var ein tíkin í óðaönn að reyna að koma þremur hvolpum sínum í húsaskjól því krummi var kominn og lét ófrið- lega. Hann varð nefnilega var við að búið var að gefa hundunum og ætlaði sjálfum sér eitthvað af kræs- ingunum. Um leið og tíkin hafði komið einum hvolpanna í hús og Iagði af stað til að sækja þann næsta, var sá sem inn var kominn auðvitað lagður af stað á ný í ævin- týraleit. Hann virtist hvergi bang- inn þótt krummi væri á sveimi. ÍTÖLSK LEÐURSÓFASETT HORNSÓFAR OG SVEFNSÓFAR frá NATUZZI KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 Sími 625870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.