Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 12
12 D
....J........
MORGtTNBLAÐIÐ
MANNLÍFSSTRAUMAR
.tmnnr,, „.in,
SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
ALLTAÐ
-irt
4,
NÚNA
" 1
innréttinpar
~~2ÖÖO
Síðumúli 32 Sími: 680624.
Eftir opnunartima 667556.
VERfl CA. KR.1ig.000 -
KOMUM HEIM,
MÆLUM OG
RÁÐLEGGJUMí
VALI Á
INNRÉTTINGUM
• Þriggja vikna afgreióslu-
frestur.
• Ókeypis hugmynda-
vinna.
• Ókeypis heimsendingar-
þjónusta.
ELDHÚSINNRÉTTINGAR,
FATASKÁPAR OG BAD-
INN RÉTTINGAR, i hvítu,
hvltu og beyki, gráu,
gráu op hvitu, eik, beyki,
furu og aski.
Við erum við hliðina á Alnabæ i
Siðumúla.
Opið 9-19 alla daga.
Laugardaga 10-16.
Sunnudaga 10-16.
Ný leikföng
II. hæð Laugavegi 91
Góð verð
5%
staðgreiðslu-
afsláttur.
Dúkkan
Patty,
grætur og hlær.
Verð kr. 1197.-
Blazerbíll
Fjarstýrður Blazerjeppi kr. 1510.-
Formula 1 fjarstýrður bíll kr. 1320.-
Fjarstýrður
kappakstursbíll
kr. 1320.-
Allskonar
gæludýr
Bangsar, mýs,
kanínur,
verð frá kr. 152.
Hoppandi og
geltandi hundur,
verð frá kr. 627.-
Leikfangasalan
Laugavegi 91, II. hæð.
Sími 623868.
» » ___________
LOGFRÆDI/Er í lagi adfaraframyfir úttektarheimildináf
\
Greiðslukortin íjólaösinni
Greiðslukortin góðu hafa verið
nokkuð í fréttum undanfarið.
Heyrst hefur að færslur hjá ein-
staklingum hér á landi séu u.þ.b.
þrefalt fleiri að meðaltali en í öðr-
um löndum. Þá
hafa óprúttnir
bisnessmenn
fundið út að
svindla má undan
söluskatti með því
að „strauja" kor-
tið aðeins á annan
veginn í kortavél-
inni. Einnig hefur
komið fram að verslunareigendur
hafa stundað lánsviðskipti með því
að geyma greiðslukortanótur í
lengri eða skemmri tíma og að
slíkar nótur ganga kaupum og
sölum meðal vaxtaáhugamanna.
Nú síðast voru tryggingavíxlar,
sem korthafar eru látnir leggja
fram, gerðir að
umtalsefni. Þetta
allt, ásamt því að
nú fer í hönd sá
tími þegar
greiðslukortin eru
„straujuð“ hvað
mest, gefur tilefni
til að ræða þau
ofurlítið í lög-
fræðipistlinum að
þessu sinni.
Greiðslukortin
eru margslungið
fyrirbæri frá lög-
fræðilegu sjónar-
miði. Að þessu
sinni skulum við
athuga hvað ger-
ist ef korthafi fer fram úr úttektar-
heimild sinni enda viðbúið að ýms-
ir freistist til þess í jólainnkaupun-
um.
Algengt er að úttektarheimild
einstaklinga sé á bilinu 35—70.000
kr. fyrir hvert úttektartímabil. Þá
er ennfremur sett þak á það hversu
há hver einstök úttekt má vera.
Fer það eftir því hvers konar versl-
un eða þjónustuaðili á í hlut. Án
þess að ég hafi nokkur áreiðanleg
gögn við að styðjast grunar mig
að það sé all algengt að fólk fari
fram úr úttektarheimild sinni.
Hins vegar hefur ekki verið amast
við því af hálfu greiðslukortafyrir-
tækjanna svo lengi sem menn
hafa borgað.
Þrátt fyrir þetta þjóna þessi
úttektarmörk ákveðnu hlutverki. í
fyrsta lagi veita þau mönnum að-
hald um að gæta hófs í notkun
sinni á kortunum og að hún sé í
samræmi við greiðslugetu þeirra.
í öðru lagi má vera að greiðslu-
kortafyrirtækið neiti um heimild
til tiltekinnar úttektar, sem annars
er umfram það sem heimilt er í
viðkomandi verslun, ef notandinn
er þegar kominn yfir þá fjárhæð
sem hann má taka út fyrir eða
ef úttektin myndi leiða til þess.
Þetta fer þó eitthvað eftir því
hversu traustur greiðandi korthaf-
inn hefur reynst í gegnum tíðina.
í þriðja lagi geta menn unnið sér
til refsingar fyrir að fara fram úr
heimildinni ef þeir geta ekki stað-
ið í skilum.
Eftir því sem ég kemst næst
er það fátítt að gripið sé til þess
ráðs að kæra fyrir refsivert brot
þegar korthafar reynast ekki borg-
unarmenn fyrir úttektum sínum.
Til þessa hefur þó komið. Má í því
sambandi rifja upp/tæplega árs-
gamlan dóm Hæstaréttar (1987:
1773). í því máli hafði maður, sem
raunar var þekktur vanskilamað-
ur, látið breyta nafni sínu. Fékk
hann síðan greiðslukort hjá banka
nokkrum og úttektarheimild allt
að kr. 20.000 á hveiju tímabili.
Maðurinn hóf svo að nota kortið
all hressilega og fór langt fram
úr heimildinni. Þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir tókst_bankanum ekki
að innheimta skuldina og kærði
manninn að lokum fyrir að mis-
nota kortið. Þetta leiddi síðan til
ákæru fyrir brot á 249. gr. al-
mennra hegningarlaga, þ.e. fyrir
umboðssvik.
í umræddri lagagrein segir
m.a., að ef maður, sem fengið
hefur aðstöðu til að gera eitthvað,
sem annar maður verður bundinn
við, misnotar þá aðstöðu sína, þá
varði það fangelsi allt að 2 árum.
í niðurstöðu hér-
aðsdómsins var á
því byggt að við-
komandi korthafa
hafi mátt vera
ljóst að hann væri
ófær um að greiða
úttektir sínar. Þá
var álitið, að með
því að fá afhent
greiðslukort hafi
hann fengið að-
stöðu til að
binda bankann,
til að greiða út-
tektir sínar og
með því að fara
út fyrir heimild
sína, misnotað
þessa aðstöðu. í dómi Hæstaréttar
var hegðun mannsins talin bijóta
gegn 249. gr. almennra hegning-
arlaga, en jafnframt tekið fram
að þetta ætti aðeins við úttektir
hans að því leyti sem þær fóru
fram úr úttektarheimildinni. Fyrir
þetta og ýmislegt annað smálegt
fékk maðurinn 5 mánaða fangelsi.
Það er kannski rétt að hafa
þetta bak við eyrað í jólaösinni!
eftir Dovíð Þór
Björgvinsson
% -— ----------------------
VÍSINDI/Geturfiórildi íÁstralíu haft áhrif
ájólavebrib á Islandi?
Oreiða veðursim
Ollum sem búa á íslándi ætti að >
vera ljóst að veðurspá er flókið
viðfangsefni og eins og nafnið bend-
ir til getur hún aldrei verið meira
en spá, sem einungis býr yfir tak-
markaðri ná-
kvæmni.
Skammtímaspár
geta vissulega ver-
ið mjög nákvæm-
ar, en eins og ótal
dæmi bera vitni
um geta langtíma-
spár algjörlega
mistekist og skap-
ferli veðurguðanna því orðið allt
annað en veðurfræðingarnir sögðu
fyrir um. Það var lengi trú fræði-
manna að með auknum framförum
í gagnasöfnun, ásamt auknum
möguleika tölva til að leysa flókin
jöfnukerfi, gæti nákvæm þekking
fengist á „löggengni“ lofthjúpsir.s
og þar af leiðandi áreiðanlegar
langtímaspár orðið að möguleika.
Framfarir sem orðið hafa í stærð-
fræði á undanförnum árum sýna
að slíkur draumur mpn varla ræt-
ast, þar sem óviss þróun ýpnssa
kerfa, þar á meðal veðursins, kemur
til af eðlislægu eiginleika þeirra,
sem ekki verður upprættur með
aukinni mælitækni, né hundrað
þúsund aflmiklum tölvum. Þetta
verður best skilið með því að líta á
nokkra almenna eiginleika aflfræði-
legra kerfa.
Öllum kerfum sem hreyfast und-
ir áhrifum krafta er lýst með s.k.
hreyfijöfnum, en lausnir þessara
jafna geta sagt fyrir um tímaþróun
viðkomandi kerfís. Lausnir hreyfi-
jafnanna lýsa þeim „brautum" sem
vðkomandi kerfi ferðast eftir í
ákveðnu óhlutkennu (abstrakt)
rúmi, sem ákvarðast af eiginleikum
þess kerfis sem við er átt. Til þess
að leysa hreyfijöfnur kerfisins er
nauðsynlegt að þekkja randskilyrði
þess, þ.e. ástand kerfisins á ákveðn-
um upphafstíma.
Rannsóknir í aflfræði og stærð-
fræði hafa sýnt að sum kerfi búa
yfir þeim eiginleika að einungis
örlitlar breytingar á randskilyrðum
þeirra geta haft ótrúlega afdrifarík-
ar afleiðingar fyrir framtíðarþróun
kerfisins og í raun leitt til ófyrirsjá-
anlegra afleiðinga. Sagt er að kerfi
sem búi yfir þessum eiginleika séu
„óreiðin" (chaotic). Eitt af höfuðein-
kennum óreiðsins kerfis er því að
sáralitlar, ef til vill ómælanlegar,
breytingar á ástandi þess geta haft
gífurleg áhrif á þróun kerfisins.
Þetta setur þekkingu okkar á óreið-
um kerfum ákveðin óyfirstíganleg
takmörk, þar sem engin leið er að
öðlast fullkomna þekkingu á rand-
skilyrðum flókinna kerfa. Lofthjúp-
urinn og verðurfarsþróun eru dæmi
um óreiðin kerfi, en það voru ein-
mitt rannsóknir á sviði stærðfræði-
legrar veðurfærði sem gáfu fyrstu
vísbendingu um tilvist og eiginleika
slíkra kerfa.
Á undanförnum árum hafa um-
fangsmiklar rannsóknir verið gerð-
ar á almennum eiginleikum óreiðu
og nú þegar er vitað um mikinn
fjölda raunverulegra kerfa sem búa
yfír óreiðinni tímaþróun. Hagnýting
fyrirbærisins lætur heldur ekki á
sér standa, en sem dæmi um nokk-
eftir dr. Sverri
Olofsson