Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 15

Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 D 15 Hereróar sem voru teknir til fanga eftir uppreisnina (1905): Innfæddum fækkaði um helming á nokkrum árum. mundi nota orð úr hollenzku í röngu samhengi. Hann klæddi sig eins og Búi, keypti sér þýzk skotvopn og sagði vinum sínum í Höfðaborg að hann þyrfti að vinna við kortagerð. Ironside hafði bækistöð í landa- mærabænum Upington og ferðaðist milli felustaða úflaganna í auðn- inni. Læknirinn í Upington var tengiliður hans við yfirboðara hans í Höfðaborg. Ironside óttaðist mest að upp um hann kæmist vegna þess að hann hafði unnið með lög- reglumönnum úr plássinu í stríðinu. En þeir könnuðust ekkert við þenn- an skeggjaða farandsala, sem talaði taal eins og Hollendingur. Það tók Ironside sex mánuði að ljúka verkinu. Þrír af hveijum fjór- um útlögum gáfust upp — hinir voru of forhertir. Ironside hafði lítinn áhuga á að fara aftur til Suður-Afríku og gældi við þá hug- mynd að halda áfram kaup- mennsku, enda gaf hún mikið í aðra hönd, eða leggja fyrir sig námagröft og kaupa síðan bújörð. En hans beið annað starf. Hottintottar í vígahug- Haustið 1903 gerði einn af ætt- flokkum Hottintotta, Bondelzwarts, uppreisn í suðausturhorni þýzku nýlendunnar í Suðvestur-Afríku. Ástæðan var sú að þýzk yfírvöld höfðu skipað blökkumönnum að skrá byssur sínar og þeir töldu rétti- lega að næst ætti að afvopna þá. Uppreisnarmennirnir voru aðeins 500 talsins, en áttu góða hesta og voru vopnaðir rifflum. Þjóðveijar höfðu aðeins 1.000 hermenn í allri nýlendunni, sem var erfið yfirferð- ar. Ironside lagði til við yfirboðara sína að hann gengi í þjónustu þýzka hersins og hugmyndin var sam- þykkt. Brezka leyniþjónustan fékk einstakt tækifæri: Hún hafði reynd- an mann á staðnum, sem gat lagt faglegt mat á frammistöðu Þjóð- veija í nýlendustríði, fylgzt með því hvernig þýzkir iiðsforingjar og menn þeirra stæðu sig og aflað staðfræðilegra upplýsinga um lítt kunnan afkima Áfríku' Þegar Ironside hafpi keypt fjóra vagna og 64 uxa réðu tveir aðstoð- armenn hans af Basútóætt áreiðan- lega ökumenn til starfa. Gert De Wet, frændi Búahershöfðingjans Christiaans De Wets, varð .hans hægri hönd. Þýzkur Oberleutnant flýtti sér að ráða Ironside til sex mánaða í Rietfontein, rétt innan við brezku landamærin, enda var engan annan „Búa“ að fá til þeirra starfa. Þýzki landstjórinn, Theodor Leutwein ofursti, fórtil námabæjar- ins Keetsmanshoop til að stjórna aðgerðum 200 manna setuliðs þar gegn stríðsmönnum Bondelzvarts. Þegar 110 manna liðsauki var á leiðinni úr norðri í lok desember gerðu 8.000 Hereróar nyrzt í ný- lendunni uppreisn og myrtu þýzka landnema og fjölskyldur þeirra. Uppreisn Hereróa Leutwein flýtti sér að semja vopnahlé við Hottintotta og ein- beitti sér að uppreisn Hereróa. Við tók stríð, sem stóð í fjögur ár og 19.000 þýzkir hermenn tóku þátt í að lokum. Um 2.500 Þjóðveijar féllu, særðust eða létust úr sjúk- dómum. Afrískum íbúum nýlend- unnar fækkaði um helming. Ironside varð undirmaður von Estorffs majórs, sem kom með liðs- auka frá Þýzkalandi og tók við stjórninni á svæðinu fyrir norðan og vestan höfuðstaðinn Windhoek. Estorff yfirheyrði Ironside í þaula á þýzku og spurði hvort hann hefði herskólamenntun. Ironside þóttist ekki skilja orð í þýzku og kvaðst hafa verið 12 ára þegar hann fór frá Hollandi. Því hefði hann ekki getað gengið í herskóla í Hollandi og engir herskólar væru til í hol- lenzku nýlendunum. Vegna reynslu sinnar var Iron- side falið að hafa eftirlit með mið- stöð flutningavagna Þjóðveija og hann heyrði því beint undir von Estorff. Hann þurfti sífellt að gæta þess að fela þýzkukunnáttu sína og reiðast ekki, þótt hann væri skamm- aður og illa væri farið með þá Búa, seni voru undir hans stjórn. „Hon- um líkaði ekki að vera kallaður bölvaður Búadurgur, þar sem hann var það ekki,“ sagði hann síðar. Eitt sinn gat hann ekki stillt sig þegar þýzkur liðsforingi misþyrmdi tveimur blökkumönnum og skamm- aði hann á þýzku. Þjóðveijinn varð klumsa og von Estorff rak hann. Áður hafði Ironside komizt í enn meiri hættu þegar hann ræddi við þáverandi yfirmann sinn. Þá sá hann allt í einu að bolabítur hans var með látúnsplötu um hálsinn og að á hana var letrað nafn hans og foringjastaða. Þetta vakti ýmsar spurningar, en Ironside kvaðst hafa stolið hundinum af brezkum liðs- foringja, sem héti Ironside. Það var látið gott heita og hann flýtti sér að fjarlægja plötuna án þess að nokkur sæi. Stríðshetja Ironside hagnaðist vel á ævintýr- "m sínum í Suðvestur-Afríku og gat lifað áhyggjulausu lífi þegar hann þjónaði í Kgl. riddara-stór- skotaliðinu á Indlandi. Hann braut- skráðist frá herráðsforingjaskóla 1913 og hækkaði jafnt og þétt í tign í fyrri heimsstyijöldinni, þegar Þijátíu og níu þrep og Greenmantle komu út. í apríl 1918 var hann orðinn ofursti og sljórnaði skóla fyrir vélbyssuskyttur í Frakklandi. Þegar Þjóðverjár brutust í gegnum víglínu Fimmta hersins ráku hann og nemendur hans þá á flótta með 300 Vickers-vélbyssum og lokuðu raufinni. John Buchan studdist við lýsingar á þessu afreki þegar hamj lét Richard Hannay stöðva þýzku sóknina í Mr. Standfast. Eftir stríðið var Ironside yfirmað- ur sundurleits hers rússneskra, brezkra og franskra hermanna, sem vörðu íshafshöfnina Arkangelsk gegn bolsévíkum. Þegar Banda- menn urðu frá að hverfa var hann skipaður hershöfðingi með tvær stjörnur, sá yngsti í brezka hernum. Því næst var hann formaður her- málanefndar, sem var send til Horthys flotaforingja, ríkisstjóra Ungveijalands. Verkefnið var að hafa eftirlit með heimflutningi rúm- enska hernámsliðsins og ákveða ný landamæri Ungveijalands. Hann talaði að sjálfsögðu ungversku reip- rennandi — jafnvel og rússnesku. Seinna sama ár, 1920, skaut honum upp í Tyrklandi. Þar stjóm- aði hann sameiginlegu liði Breta og Grikkja, sem tók þátt í skiptingu Tyrkjaveldis. Þetta var enn eitt hálfpólitíska starfið, sem hann tók að sér og hefði vel átt heima í Greenmantle. Nokkrum mánuðum síðar varð Ironside yfirmaður Norður-Persíu- hers brezkra hermanna og persn- - . .... ..iTt, .. ..... *. ... , - RESTAURANT S í M I 1 7 7 5 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.