Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 16

Morgunblaðið - 11.12.1988, Page 16
16 D Verd . oggæói tara saman hjáokkur herra^ imsiö Laugavegi 47 Sími 29122. FATAHENGI ( EPAL, FAXAFENI 7 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 Maðurinn sem var RICHARD HANNAY eskra Kósakka, sem hrundu áhlaup- um bolsévíka á suðurströnd Kaspía- hafs. Þegar Ironside var þarna gerðu Kósakkamir uppreisn og hann fól færum, persneskum höf- uðsmanni, Reza Khan, að taka við stjóm persneska Kósakkahersins. Þar með lagði hann grundvöllinn að því að Pahlevi-keisaraættin sett- ist að völdum í íran og réði þar lögum og lofum unz Khomeini steypti henni af stóli. Arið 1922 sneri Ironside sér að venjulegum yfírmannsstörfum í brezka hemum, enda var þá farið að hægjast um eftir stríðið. A næstu ámm var hann í hópi fárra her- manna, sem gerðu sér grein fyrir mikilvægi vélvæðingar í hemaði. Þegar hann var hann kynntur fyrir Hitler á æfingum þýzka hersins 1937 bar hann heiðursmerki „Piets van der Westhuizens" frá Suðvest- ur-Afríku forðum daga. Herforingi Chamberlains Á síðustu mánuðunum áður en síðari heimsstyijöldin brauzt út 1939 stóð Ironside á hátindi frægð- ar sinnar. Hann var einn litríkasti og þróttmesti herforingi Breta. All- ir vissu að hann var fyrirmyndin að Richard Hannay. Hann var eini brezki herforinginn, sem hafði stjómað fjölmennu liði í fyrri heims- styijöldinni. Hann þótti málgefinn, metnaðargjarn og óvarkár. Flestir töldu að hann yrði yfírmaður leið- angurshers, sem Bretar mundu senda Frökkum til hjálpar, og hann þóttist þess fullviss að hann yrði fyrir valinu. Öllum á óvart var Ironside skip- aður yfirmaður yfirherráðs Breta (Imperial General Staff) í stað Gorts lávarðar, sem var gerður að yfír- manni jeiðangurshersins í Frakk- landi. Ástæðan var sú að Hore- Belisha, hermálaráðherra Chamb- erlains, vildi losa sig við Gort og fá„þróttmikinn“ herráðsforseta. Ironside varð fyrir sárum vonbrigð- um, því að hann hafði aldrei starfað með stjórnmálamönnum og Ieiddist smásálarskapur þeirra. „Ég er ekki þannig skapi farinn að ég geti ver- ið herráðsforseti," skrifaði hann í dagbók sína. „Ég hef ekki búið mig undir slíkt starf.“ Ironside hafði ákveðnar skoðanir, hikaði aldrei við að láta þær í ljós og varð æ opinskárri með aldrinum. Hann bölsótaðist yfír stjórnmála- mönnum og hélt þrumuræður yfír undirmönnum sínum. Viðbrögðin voru þau að hann segði ekkert af viti á 14 tungumálum. Menn sögðu að hann vildi alltaf gera eitthvað, en vissi ekki hvað,, bara eitthvað. Sjálfur varð hann að viðurkenna að hann gæti ekkert gert. Fé skorti til framkvæmda og Bretar urðu að súpa seyðið af margra ára andvara- leysi, sem hafði dregið úr hermætti. í dagbókum sínum kvartar Iron- side yfír nefndafargani, sem hafí komið honum í ógöngur. „Svona er ekki hægt að heyja stríð!“ skrif- aði hann reiður. En hjá þessu varð ekki komizt, því að samstarf er nauðsynlegt í nútímahemaði. „Fjárans stjómmálamenn, tómt mas og þras og ekkert gert. Skap- gerðarlausir og kjarklausir aular,“ skrifaði hann og fór einnig niðrandi Theodor von Leutwein: Níddist hann á blökkumönnum? orðum um félaga sína í herforingja- stétt. Einu mennimir með viti virt- ust vera hann sjálfur og Winston Churchill, gamall vinur hans frá Suður-Afríku. Óvænt fall Churchill leysti hann frá starfi herráðsforseta 27. maí 1940, skömmu eftir brottflutning Breta frá Noregi og skömmu fyrir brott- flutning þeirra frá Dunkerque, en sagði við hann: „Við treystum þér alltaf þegar mest á reyndi, því að þú misstir aldrei kjarkinn.“ Um leið skipaði Churchill Iron- side yfírmann Heim'ahersins (Home Forces) að hans eigin ósk. Hann átti að sjá um að búa Breta undir yfírvofandi innrás Þjóðveija. Þá fyrst virtist hann í essinu sínu. Hann vann það afrek að koma á laggimar þjóðvamarliði á örfáum vikum. Anhað, sem hann gerði ork- aði tvímælis, t.d. gagnslaus varn- arlína í stil við Maginotlínu Frakka. Af dagbókum hans mætti ráða að hann hafi gert ráð fyrir að verða eins konar einræðisherra, ef til inn- rásar kæmi. Hinn 19. júlí 1940 vék Churchill honum úr þessu starfi og skipaði Sir Alan Brooks í hans stað. Iron- side tók skyndilegu falli sínu með heimspekilegri ró. „Ég get ekki kvartað," skrifaði hann. „Ríkis- stjórnir verða að taka ákvarðanir á tímum spennu. Ég held ekki að Winston hafi haft gaman af þessu, því að hann er alltaf tryggur vinum sínum.“ Ári síðar ákvað Churchill að heiðra vin sinn og sagði þegar hann kallaði hann fyrir sig: „Þitt er val- ið, Ironside. Hvort viltu heldur verða, marskálkur eða lávarður?" Ironside sagði við sjálfan sig svo að Churchill heyrði: „Marskálkur, það er glæsilegur titill... en lávarð- ur ... það er líka freistandi boð ...“ Hann hélt áfram að tauta eitthvað og Churchill varð óþolinmóður. „Ironside," sagði hann. „Við skulum ekki tvínóna við þetta. Þú verður hvort tveggja!" Og það varð úr. Maðurinn, sem var Richard Hannay og yfirhershöfðingi Chamberlains, varð bæði marskálkur og barón af Arkangelsk og Ironside. Hann lézt 1959. JÓLA UMFERÐ ÍREYKJA VÍK - engin gjöld í stöðumæla á laugardögum í desember né á Þorláksmessu - ★ Fjölgað verður um 640 gjaldfrjáls bílastæði frá 10.-24. des. 1. í bílakjallara á horni Vesturgötu og Garðastrætis (ekið inn frá Vesturgötu)......................... 80 stæði 4. Á lóðinni við Skúlagötu 4........................................................................... óOstæði 5. Á svæði milli Skúlagötu og Sætúns vestan bensínst. Olís.............................................150 stæði 6. Á lóðum Eimskips við Vitastíg/Skúlagötu.............................................................150 stæði 7. Á opnu svæði norðan Vitatorgs.......................................................................100 stæði 8. Á svæði við Mjölnisholt/Brautarholt.................................................................100 stæði ★ Bakkastæði (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og Kolaport, (nr. 2 og 3), án gjalds á laugardögum............ 450 stæði ★ Bakkastæði (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og Kolaport, (nr. 2 og 3), án gjalds á laugardögum...... 450 stæði ★ Á laugardögum í desember og á Þorláksmessu verður ókeypis í stöðumæla, bílastæði og bílastæðahús á vegum Reykjavíkurborgar. ★ Ökumenn, sýnið lipurð og tillitssemi í umferðinni. Akið varlega og fækkið þannig umferðarslysum. BÍLAS TÆÐA SJÓÐUR REYKJA VÍKURBORGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.