Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
D 21
háðsádeite'
•reafemi og
\_ennon
skömmu segir Berry að allir sínir
söngvar Qalli um þijú efni, bíla,
skóla og ástina, því að það sé eitt-
hvað sem allir hafi einhver kynni
af. Berry hafði sem kunnugt er
mikil áhrif á Beatles, Rolling Ston-
es, Bob Dylan og fleiri af þeirri
kynslóð hvítra tónlistarmanna.
En aðrir þættir tóku brátt að
móta textagerð rokksins, félagsleg-
ar hræringar í lok 7. áratugarins,
ný efni til að rugla skilningarvitin
og afleiðingar þeirrar fjölmiðla- og
tækniþróunar sem gerði rokkstjörn-
ur að eins konar spámönnum. Það
varð syndafall, dægurlagatextinn
glataði sakleysi sínu, nú átti hann
allt í einu að hafa einhvern „boð-
skap“ fram að færa. Menn þreifuðu
sig áfram með nýja tegund af text-
um, ný yrkisefni sem sprengdu af
sér hefðbundið form dægurlaga-
textans. Við heyrum þetta vel í text-
um Johns Lennon frá þessum tíma,
súrraelískt myndmál, þjóðfélags-
gagnrýni, háðsádeilu og miskunn-
arlausa sjálfskrufningu. Menn
muna líka eftir hljómsveitum eins
og Trúbroti, Náttúru og Óðmönnum
hér heima sem oft voru afar ábúðar-
miklar í textum sínum. Megas gerði
grín að ýmsum helgum dómum i
þjóðlífinu og í kjölfar hans kom svo
Bubbi Morthens.
Upp úr þessum hræringum verð-
ur rokktextinn miðill fyrir hvaðeina
sem fólki liggur á hjarta. Þar tjáir
það viðbrögð sín við ýmsu í um-
hverfinu, tilfinningar sínar og
lífssýn. Oft er rokktextinn líka
gróðrarstía nýsköpunar í málinu,
þar blómstrar slangrið og annað
utangarðsmál í ýmsum myndum.
Gróskan í rokktónlistinni upp úr
1980 hér á landi endurspeglaðist í
textagerðinni og á undanförnum
árum hefur fjöldi hljómsveita tjáð
sig á frumlegan hátt, bæði í tónlist
og textum. Jafnframt hafa rokktón-
listarmenn verið að gefa út ljóða-
kver. í Sykurmolunum er t.d. fríður
flokkur skálda sem ýmist semur
söngtexta eða yrkir í bækur og blöð.
En lítum nú á nokkur nýleg
dæmi um íslenska textagerð. Fyrst
verður fyrir okkur plata Langa Sela
og Skugganna sem kom út í vor.
Þeir félagar sælqa aftur í goð-
sagnaheim fýrstu rokkáranna í
framgöngu sinni með tilheyrandi
brilljantíni og kadilljákum. Textinn
við lag þeirra, Kontinentalinn, er
upptalning á ýmsum frumeiningum
bílsins og minnir á sjónvarpsauglýs-
ingu eina frá upphafsárum ríkis-
sjónvarpsins. Takið eftir stuðlasetn-
ingunni:
Kontinental kílreimar, köttát, kerti,
gormafjaðrir, gírmotor, heddpakkning og
hraðabreytar.
Pústflækjur og powerblokk, Perking-panna
Pólargeymir, platínur, dínamór og dráttar-
krókur.
Leðursæti, ljósalugt, Dunlop-drifskaft,
vökvastýri, veltigrind, hjólbarðar frá Jókó-
hama.
Tækniþróuð topplúga, Túrbó-tengsli,
frambretti og forþjappa, dobblað drif á
hveiju hjóli.
Ein elsta nýbylgjusveitin hér um
slóðir heitir S.h. draumur og hún
sendi fýrir skömmu frá sér LP-
plötuna Goð. Þar kennir ýmissa
grasa í textum, þar er eitt sjó-
mannalag, texti um reynsluheim
hermanns í Keflavík og annað um
örlög hippakynslóðarinnar. Heldur
er hér málað í dökkum litum, eins
og í þessum línum úr laginu Engl-
aleinn í myrkrinu
ég rembist að snökt’ ekki
þeir rogast með gálgana
aleinn í myrkrinu.
ég gríp svo fast í sængina
að hnúamir ganga út
ég held svo fast í vonina
að draumamir riðlast til.
Fyrir nokkrum árum sendi hljóm-
sveitin Kamarorghestar frá sér
plötu, Bísar í banastuði, sem vakti
talsverða athygli, ekki síst fýrir
hressilega texta. Hljómsveitin starf-
aði í nokkur ár í Danmörku og
hélt uppi fjörinu á samkomum ís-
lendinga þar. Nú hefur hún hafið
starfsemi að nýju og sendir frá sér
nýja plötu, Kamarorghestar ríða á
vaðið. Þar er m.a. smellinn texti,
Grímfreður, sem ætti að stappa stáli
í mannskapinn:
Grímfreður óbrotið andans gler aha ha
ef skúmaskotin skjóta út fæti
og skella reyna þér
taktu þér traust grip
breggð’ upp nettum brossvip
vegvisar einblína áfram
og vandalaust að taka tvö þijú skref í '
sporinu
á biáum granni nokkuð góðum skóm
glaðbeittur í ljóðlituðu vorinu
Það er líka byggt á bláum grunni
á plötunni Bláir draumar sem tveir
frumkvöðlar í íslenskri dægurlaga-
MickJagger—
textar Rolling
Stones
„eru rusl“.
Það varð syndafall,
dægurlagatextinn
glataði sakleysí sínu,
nú átti hann allt í einu
aú hata einhvern
„hoúskap” fraui aú færa.
gerð senda nú frá sér í sameiningu.
Þetta eru þeir Bubbi Morthens og
Megas sem báðir hafa verið af-
kastamiklir síðustu árin. Nú flytja
þeir söngva sína við jazzkenndan
undirleik þar sem koma við sögu
Birgir Baldursson trommuleikari,
Tómas R. Einarsson kontrabassa-
leikari, gamla gítarkempan Jón
Páll Bjamarson, danski hljómborðs-
leikarinn Kenneth Knudsen og
fleiri. Auk eigin laga flytja þeir
Bubbi og Megas lag Inga T. Lárus-
sonar við ljóð Jónasar Hallgríms-
sonar, Ég bið að heilsa.
Textarnir á síðustu plötu Bubba,
’56, voru hálfgerð hrákasmíð en á
þessari nýju sækir hann aftur í sig
veðrið. Hann er nú farinn að ríma
og stuðla meira að hefðbundnum
hætti, stundum með góðum árangri.
Þessir nýju textar eru þó ekki
gæddir því fjölskrúðuga myndmáli
sem finna má í lögum á ýmsum
eldri platna hans, eins og t.d. Konu.
En blústexti hans, Hann er svo blár,
er lipurlega saminn, en þar er
síðasta erindið svona:
Ég elska daður en dansa ekki
ég dregst að þeim sem ég ekki þekki
ég vil það ekki en særi samt
af sársauka hef ég fengið minn skammt
hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.
Megas sýnir hér á sér bæði kunn-
uglegar og nýjar hliðar. Það er t.d.
einhver ný og tær angurværð í text-
anum Flæðarmál sem lýsir haust-
stemmningu í Reykjavík þar sem
staðið er í fjörunni og horft út á
hafíð. Þar koma fyrir þessi erindi:
& við stóðum þama um haustið & við störð-
um lengi dags
á storminn hve hann byrsti sig & blés okkur
í fangið
en í félagi við gijót & sand í fjöranni &
þangið
okkur fannst það einsog kurteislegra að
bíða sólarlags
jú það var svalt & það er satt það var kalt
en samt var betra að vera til en ekki
mér fannst ég eiga heiminn hérambil
& maður hugsaði bara: ég gef skíf I það allt
sem ég ekki skil & ekki þekki
Það er líka svolítið óvenjulegur
tónn í ástarljóðinu Tvær stjömur
þar sem Megas hefur haldið öllum
hálfkæringi víðs fjarri:
ég sakna þin í birtingu að hafa þig ekki við
hlið mér
& ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir
við mér
& ég sakna þín á kvöldin þegar dimman
dettur á
& ég sakna þín mest á nóttunni er svipimir
fara á stjá
svo lít ég upp & ég sé við erum saman
þama tvær
stjömur á blárri festingunni sem færast nær
& nær
ég man þig þegar augun mín era opin
hveija stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn
fund
Þetta er kannski dæmi um hinn
klassíska dægurlagatexta, við-
kvæmnislegan og rómantískan,
jafnvel pínulítið væminn, en ekki
neitt til að vera pæla mikið í. Og
eins og áður sagði er textinn eins
og sér á blaði bara reykurinn af
réttunum.
te*'-aT'
? Ir í’ífci
Fats Domino
— „aldrei að
syngja textann
mjög
greinilega".