Morgunblaðið - 11.12.1988, Blaðsíða 42
ISLENSKA AUCl ÝSINCASTOfAN HF
42 D
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988
V
Til og með
16. desember
næstkomandi
getur þú lagt inn á
Afmælisreikning
Landsbankans
og fengið
7,25% ársvexti
umfram verð-
tryggingu næstu
15 mánuðina.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
Hvar voru
prestamir?
Til Velvakanda.
Það var reglulega hátíðleg og góð
stund sem ég og fjölmargir aðr-
ir áttum á gömlum mennta- og
menningarstað Norðlendinga, Hólum
í Hjaltadal, um síðustu helgi. Hóla-
dómkirkja, elsta steinkirkja landsins
og nú orðin 225 ára gömul, var tekin
í notkun að nýju eftir gagngerar
endurbætur innanhúss. Rauður sand-
steinninn úr Hólabyrðu setur hlýleg-
an svip á þetta virðulega guðshús,
feiknastór róðukross frá öndverðri
16. öld hangir á hliðarvegg, málaðar
táknmyndir dyggðanna tala til okkar
af milligerð og undir gólfinu hvfla
jarðneskar leifar nokkurra þekktustu
biskupa íslendinga á fyrri öldum.
Það eina sem enn vantar til að full-
komna myndina innandyra, er bríkin
mikla eða altaristaflan, sem Jón bisk-
up Arason lét flytja til Hóla við upp-
haf biskupsdóms síns. Hún er nú í
viðgerð í Reykjavík og mun koma
aftur á heimaslóðir sínar á ári kom-
anda.
Skagfirðingar tóku höfðinglega á
móti gestum sínum eins og þeirra
var von og vísa. Biskupinn yfir ís-
landi, prestar, núverandi og fyrrver-
andi kirlqumálaráðherrar, alþingis-
menn, þjóðminjavörður, allir þeir flöl-
mörgu sem að endurbótunum unnu,
auk hundraða annarra gesta nutu
glæsilegra veitinga í húsakynnum
bændaskólans að lokinni guðsþjón-
ustu og hátíðarsamkomu í kirkjunni.
Þökk sé þeim sem svo glæsilega
fagna aðkomumönnum.
En það vakti óneitanlega undrun
og spumingar hvers vegna prestar
af Norðurlandi eystra létu sig nær
algerlega vanta á þessa hátið. Séra
Bolli Gústavsson í Laufási var einn
presta við Eyjafjörð og úr Þingeyjar-
sýslum um að láta sjá sig. Mætti þó
ætla að minna tilefni þyrfti til að
klerkastéttin hugsaði sér til hreyf-
ings. Hvar voru til dæmis prófastar
Eyfirðinga og Þingeyinga? Hóladóm-
kirkja er höfuðkirkja okkar Norð-
lendinga og okkur er öllum rétt og
skylt að sýna henni þann sóma og
þá virðingu sem henni ber. Vígslu
hennar hefur naumast borið svo brátt
að, að ekki ynnist ráðrúm til að
skipuleggja helgihald hér austan
Tröllaskaga með þeim hætti að prest-
ar ættu heimangengt um miðjan
daginn. Flestir þeirra hefðu haft
nægan tíma til að koma sér heim
nægilega snemma til að hafa að-
ventukvöld eða kvöldmessu þennan
dag. Akureyringur
Á FÖRNUM VEGI
Eg tel sjálfsagt að
hafa fleira en eitt
skattþrep og það
hlýtur að vera
framkvæmanlegt
ef vílji er fyrir hendi
Morgunblaðið/Bjami
Haukur Sigurðsson
Um skattamál
og prakkaraskap
kattamálin voru ofarlega á
baugi í síðustu viku því nú er
að sögn komið tómahljóð í ríkisins
kassa. Ríkisstjórnin hefur áhveðið
að herða á skattheimtunni en hins
vegar er deilt um hvernig það skuli
gert. Hugmyndinni um nýtt skatt-
þrep á hátekjufólk hefur verið hafn-
að en þess í stað er í ráði að hækka
skattprósentuna yfir alla línuna.
Hann gekk á með éljum þegar
við fórum í bæinn til að spyija fólk
á fömum vegi um viðhorf þess til
þessara mála.
Sjálfsagt að hafa annað
skattþrep
„Það er alltaf eins þegar vinstri-
stjórir taka við völdunum, þá tala
þeir alltaf um að leggja byrðirnar
á breiðu bökin, sagði Haukur Sig-
urðsson. Þegar til kastana kemur
er það svo almenningur sem verður
að taka þær á sig. Ég tel sjálfsagt
að hafa fleira en eitt skattþrep og
það hlýtur að vera framkvæmanlegt
ef vilji er fyrir hendi. Sjálfsagt
væri að hækka skattprósentuna t.d.
þegar tekjur hjá einstaklingi eru
komnaryfir 120 til 150 þúsund
krónur. Það hlýtur að vera eðlilegt
að skattar hækki í samræmi við
tekjumar.
I Austurstræti hittum við þau
Olgu Ragnarsdóttur og Kristján
Valdimarsson. Þau sögðust lítið
hafa velt þessum skattamálum fyr-
ir sér en töldu að stjórnvöld ættu
fremur að setja nýtt skattþrep fyrir
hálaunafólk en að hækka skatt-
prósentuna yfir heilu línuna.
Þarna hafði verið vígslað stöfum.
Yíkverji skrifar
Nú þegar komið er fram í des-
ember em ýmsir famir að telja
dagana til jóla, að minnsta kosti
þeir sem lægstir em í loftinu. Jólin
em mesta gleðihátíð kristinna
manna — og okkur hér á norður-
hjara em þau einnig sérstaklega
kærkomin á miðjum vetri þegar
skammdegið er svartast.
Þegar haustar að em jólin tíma-
viðmiðun flestra, þegar horft er til
vetrar. Ef þá væri horft allt fram
til vors, er hætt við að margir
myndu mikla um of fyrir sér vetur-
inn, og skammdegið leggjast
þyngra á þá. Þetta hefur þó ekki
síður átt við hér áður fyrr, þegar
ljósadýrðin var minni en nú.
xxx
Asíðari ámm hefur oft heyrst
að tilefni jólanna sé ekki leng-
ur í heiðri haft, þau séu að dmkkna
í allskonar pijáli og prangi. Mamm-
on hafí sest í það hásæti, sem
Kristi einum var ætlað. Rétt er
það, ytri gerð jólanna hefur breyst
mikið frá því er eitt kerti og smá-
vegis í viðbót vakti ekki síður föls-
kvalausa gleði barnshugans en þær
gjafir, sem nú tíðkast almennt.
Ýmsir ganga meira að segja svo
langt að segja að jólin hafi glatað
upphaflegum tilgangi sínum. En er
það rétt? Víkveiji hefur þá trú að
þeir séu' fáir sem horfa aðeins á
ytri búnaðinn — láti sér nægja
umbúðirnar einar. Boðskapurinn
rati rétta leið þrátt fyrir allt og
allt — þótt hann marki ef til vill
misdjúp spor.
xxx
••
Omgglega hafa allir veitt at-
hygli gleði barna þegar þau
veita gjöfum móttöku á jólunum,
gjöfum sem við gefum vegna þess
að við viljum gleðja. Þetta er
óblandin gleði. En hafa menn ekki
einnig tekið eftir engu minni gleði
hjá bömunum, þegar aðrir opna
gjafir, sem þau hafa gefið. Gleði
þeirra yfir að gleðja er einnig
fölskvalaus.
Strax og börnin em komin til
nokkurs þroska vita þau hvers
vegna jólin eru haldin hátíðleg, þau
vita að það er fæðingarhátíð Jesú
frá Nasaret. Þau eldri hafa lært
um hann og vita hver hann er —
og það fer ekki framhjá þeim yngri
hve allir em fjarska góðir á fæðing-
ardegi hans. Það auðveldar þeim
seinna að líta til hans þeim augum
sem boðskapurinn segir til um. Og
þó að þau síðar sem fullorðið fólk
láti sér fátt um trúna finnast, að
minnsta kosti flíki henni ekki, býr
enn í sál þeirra sá neisti sem kveikt-
ur hefur verið.
XXX
Víkveiji leggur ekkert mat á
hvað við hæfi er að jólagjafir
séu miklar eða dýrar — það er hug-
urinn einn, sem að baki býr, er
skiptir máli. Við val þeirra tekur
hann þó undir með þeim, sem hvetja
til þess að stríðsleikföng verði snið-
gengin. Morðtól eiga illa við þann
boðskap friðar og kærleika, sem
| kristin trú er byggð á.