Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 48

Morgunblaðið - 11.12.1988, Side 48
48 D MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1988 BAKÞANKAR Jóla- -hvalketið komið Það er einu sinni enn komið að því. Að kaupa og selja. Tilveran á að snúast um iðn- varning. Allt virðist eiga nauð- synlegt erindi inn á heimili fisk- ■hm veiði- og kvik- fjárræktarþjóð- arinnar. Þó heyrist aldrei orð um að þessir at- vinnuvegir okk- ar séu i áberandi miklum blóma. Það er ekki fal- legt gagnvart eftir Sigríði Malldórsdóttur dýrunum að gera þau ábyrg fyr- ir græðginni í okkur. Fiskgreyin láta koma sér uppúr sjónum og rollurnar þvælast um holt og hæðir og éta allt sem á vegi þeirra verður, til þess að ná fall- þunga okkur í hag, en allt kem- ur fyrir ekki. Og hvað gerum við? Til dæmis þráumst við við að veiða hval þangað til fisk- kaupendur erlendir skella hurð- unum á nefstæðin á okkur. Við voða móðguð. En langar okkur svona mikið að éta allan fiskinn sjálf? Eins og einn góður sagði: 'Uss, við verðum ekki i vandræð- um með fiskinn, við söltum og kæsum og þurrkum og látum hann siga og sjóðum hann nið- ur. Sama á við um sauðféð. Það má salta það og súrsa og vind- þurrka það og búa til kæfu, bara ekki minnka framleiðsluna, þá er hætta á að fólk fari að éta of mikið af því fersku. Sem gæti haft í för með sér að þá legðust af hinar skemmtilegu og sér- kennilegu ketútsölur. Það er alltaf líflegur tími meðal okkar, ®^>essar vikur á ári sem okkur stendur til boða að spara og vera hagsýnin uppmáluð. Þá er nú ekki verið að setja fyrir siggræn- slikjaðan þráan mör og skræln- að sauðaholt. Sumar í pels frá Eggert feldó að dröslast með þetta sorp og ljómandi af sparn- aðareiginleikum keyra þær heim á milljón króna bílnum.' Þessi sparsemisviðleitni þýðlr hvorki meira né minna en það, að hægt verður að kaupa a.m.k. tvo frístandandi sturtuklefa fyr- ir jólin. Sérstaklega frá Gróe, þeir koma nefnilega frá landi sem nú hefur einsett sér að kaupa ekki svo mikið sem einn íslenskan sporð af því við erum svo mikið fyrir hvalket. Af- skiptasamt fólk úti í heimi ætti bara að vita hvað við erum lítið fyrir hvalket, sbr. það er vel hægt að borða þetta, þetta er svo *?tgalega ódýrt, maður lætur það liggja í mjólk í svona tvo daga, þá hverfur eiginlega alveg lýsis- og blóðþráabragðið, svo bara að steikja nógan lauk og maður veit ekkert hvort þetta er hval- ket eða nashyrningaket hvort sem er . . . Fólk ætti að vita hvað við er- um lítið fyrir hvalket, siginn fisk, súrsað spik. Ef eitthvað er þá viljum við ekkert nema það besta og sem mest af því. Það er séns að við hættum að veiða hval ef stóru iðnþjóðirnar hóta að hætta að selja okkur draslið "TJsrn okkur langar svo í núna fyrir jólin. Blöndunartæki, bilasíma, bossföt . . . Fólk, sem getur valið um tiu sortir af jólum í blómavali einu (svissneska jól- alínan er áberandi í ár), lætur eitthvert mjálm um efnahags- basl eins og vind um eyru þjóta. Það er ekki okkur að kenna að það er svona mikið úrval i búð- unum. Gengið á vit lífsins Bókmenntir Jettna Jensdóttir Jane Elliott og Colin King: Heim- ur í hnotskurn. Fjölfræði fyrir börn og unglinga. Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Forlagið 1988. Marit Claridge og John Shack- ell: Lifandi heimur — lífið í kringum okkur. Bjarni Fr. Karls- son þýddi. Forlagið 1988. Hér fyrir framan mig liggja tvær glæsilegar fræðibækur. Heimur í hnotskum er fjöl- fræði, ætluð börnum og unglingum. Bókinni er skipt niður í sex kafla. í fyrsta kaflanum sem ber heitið Jörðin er m.a. ítarlega sagt frá hverri heimsálfu, himingeimnum, loftslagi o.fl. í kaflanum um náttúr- una er öllu lífi á jörðu gerð góð skil, auk þess er þar fróðleikur um mannslíkamann, náttúruvernd og margt annað ótalið. Sagan. Sá kafli lýsir þróunarferli mannsins og viðfangsefna hans á jörðinni til nútímans. Mannlífið. Þar er meðal annars gefin góð mynd af trúarbrögðum, menntun, allri listskðpun og ríkis- málum, svo eitthvað sé nefnt. Vísindin. Samgöngur á landi, legi og í lofti eru kynnt vel. Einnig er þar að finna m.a. fróðleik um raf- orku og lækningar. Síðasti kafli, Bókarauki, fjallar um tækninýjungar o.fl. Atriðaskrá er aftast í bókinni. Lifandi heimur heitir hin bókin. Hún er sýnilega ætluð yngri börn- um og er öll umfangsminni. Þar er lífið í kringum okkur skoð- að. Rætt um gróður og dýr. Hvað við heyrum, skynjum og sjáum. Yfirleitt er komið víða við í mörgum köflum. Að lokum eru orðskýringar og atriðaskrá. Báðar hafa þessar bækur að geyma fjölmargar myndir sem allar eru unnar í litum. Bjarni Fr. Karls- son kennari hefur þýtt bækurnar. Það hlýtur að hafa verið bæði mik- ið verk og vandasamt. En þýðing hans er þannig að gaman er að lesa hana. Hún er lipur og á góðu máli enda er hann kunnur lesendum áður fyrir vandaðar þýðingar sínar og fleira er að bókmenntum lýtur. Þetta eru bæði nauðsynlegar og eigulegar bækur og ættu að vera til á hveiju heimili þar sem börn eru. Ein á forsetavakt er lýsing Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar á lífi og störf- urn Vigdísar Finnbogadóttur forseta. Með nœmri athygli og innsœi skáldsins bregð- ur Steinunn upp litríkri mynd og sýnir hið flókna svið sem forseti íslands þarf að sinna. Þetta er persónuleg bók, þar sem Steinunn skyggnist undir yfirborðið og veltir fyrir sér hver Vigdís Finnbogadóttir raunverulega er og hvernig forseta við höfum eignast í henni. Hér fá lesendur að skyggnast inn í hugarheim forseta síns, og frœðast um hvernig er að gegna því við- kvcema og vandasama hlutverki að vera ein á forsetavakt. IÐUNN s_ ■ Þetta er einstök S—* OG HEILLANDI BÓK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.