Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
-
Situr upp-
rennandi
sjónvarps-
kynslóð ekki
við skjáinn?
Borða
nammi-
grísirnir ein-
ungis sæl-
gætiá
nammidög-
um?
Hefur ung-
dómurinn
meira vit á
penmgum en
fullorðnir?
eftir Urði Gunnarsdóttur/ myndir Ragnar Axelsson
Islenskir krakkar fara ekkert sérlega snemma að sofa og
þeir fá að vera mun lengur úti á kvöldin en
lögreglusamþykkt Reykjavíkur um útivistartíma barna og
ungmenna í Reykjavík segir til um. Þeir sitja ekki tímunum
saman fyrir framan sjónvarp, heldur láta sér einn til tvo
tíma nægja. Þeim finnst gaman í skólanum, kennarinn
ágætur og hitt kynið skánar með hveiju árinu. Fáir gera
upp á milli foreldranna, sem tæpur helmingur hefiir
einhvem tíma séð drukkna. Og íslenskir krakkar spara.
Spara peninga til að eiga þegar þeir verða stórir.
É
laðamaður Morgun-
blaðsins gerði á dögun-
um skyndikönnun með-
al 39 bartta á aldrinum
átta til þrettán ára.
Ætlunin var ekki að gera fræðilega
úttekt á islenskum bömum, heldur
reyna að draga upp mynd af venju-
legu reykvísku bami. Rætt var við
12 átta og níu ára krakka, 13 tíu
og ellefu ára og 14 tólf og þrettán
ára. Ekki þótti ástæða til að gera
greinarmun á kynjunum í úrvinnsl-
unni þar sem munurinn reyndist
sáralítill. Hann var aftur á móti
töluverður eftir aldri.
Fyrsta spumingin sem beint var
til krakkanna var hversu lengi þau
mættu vera úti á kvöldin á virkum
dögum. Eins og við var að búast
áttu þau yngstu að vera komin mun
fyrr heim, eða kl. 22 hjá þeim sem
fékk að vera lengst úti. Flest áttu
að vera komin heim kl. 21. Enginn
krakkanna fékk að vera úti lengur
en til miðnættis. Um helgar fengu
sumir krakkanna að vera klukku-
tíma iengur úti og mun lengur á
sumrin. Einum níu ára strák var
alveg sama, því honum fannst leið-
inlegt að leika sér úti.
Önnur spurningin var um hvað
börnin hefðu gert í gærkvöldi. Fjöldi
þeirra hafði mörg járn í eldinum.
Langflest horfðu á sjónvarp, rúm
60% og var lítill munur á aldri,
hvað það varðaði. Mörg léku sér,
lærðu heima og tæp 20% litu í bók.
Undir liðinn annað heyrði m.a. ferð
ellefu ára stráks á óperu og ferða-
lag þrettán ára pilts frá Höfn í
Homafirði. Vegna þessa fóra báðir
strákarnir seint að sofa, kl. 24 og
kl. 1 og tókst því að hækka pró-
sentutölu þeirra sem fóra að sofa
eftir miðnætti töluvert. Þá era flest-
ir krakkanna sofnaðir.
Stutt seta við skjáinn
Þriðjungur krakkanna hafði ekk-
ert horft á sjónvarp kvöldið áður
og enginn hafði setið við skjáinn
lengur en í þrjá tíma. Það vora allt
strákar, sem svo lengi horfðu. Þau
sem horfðu á sjónvarp, létu sér flest
nægja að horfa á einn sakamála-
þátt í léttari kantinum. Fæst horfðu
á fréttirnar, fannst þær leiðinlegar.
Yngri krakkarnir sögðust helst
horfa á gamanmyndir og bama-
efni, níu ára snáði sagðist ekki
horfa á neitt annað. Hann væri sem
betur fer yfirleitt farinn ,að sofa
þegar myndir bannaðar börnum
væru sýndar, því hann yrði bara
hræddur. Eldri krakkamir höfðu
mjög gaman af spennu- og hryll-
ingsmyndum,.eins og sést á því að
allir tólf 'ög þrettán ára krakkar
hafa séð hryllingsmynd, sem er
bönnuð innan 16 ára. Nokkur höfðu
komist í bíó, þar sem bömum innan
16 ára var bannaður aðgangur, en
langflest höfðu séð myndirnar í
heimahúsi. Mörg sögðust hafa stol-
ist til þess þegar foreldramir vora
ekki heima og höfðu þá gjaman
boðið vinum og kunningjum með.
Hjá tólf ára krökkum vora hryll-
ingsmyndir vinsælasta skemmtunin
í afmælum og partíum, stundum
fleiri en ein. „Einu sinni horfðu
pabbi og mamma einnar stelpunnar
í okkar bekk á eiiia myndina sem
við höfðum leigt áður en við fengum
að horfa. Það var alveg ömurlegt,"
sagði tólf ára skólastúlka. Krakk-
arnir vora vel að sér í hryllings-
myndum og höfðu gaman af því
að skeggræða einstök atriði í mynd-
unum, rétt eins og breskir jafnaldr-
ar þeirra. (Sjá meðfylgjandi
ramma.)
Það er leikur að læra
Þegar íslenskur æskulýður var
inntur eftir heimavinnu gærdags-
ins, kom í ljós að þriðjungur hafði
ekki lært neitt og sögðu flest barn-
anna að þeim hefði ekki verið sett
neitt fyrir. Einn hafði gleymt að
læra og nokkrir ekki nennt því. Um
40% höfðu setið hálftíma eða skem-
ur yfír námsbókunum. Nokkrir vora
klukkutíma en níu ára strákur og
tólf ára stelpa lærðu lengst allra,
eða í tvo klukkutíma.
Ef til vill hefdr lítill heimalær-
. dómur gert það að verkum að flest-
um krökkum finnst gaman í skólan-
um. Nokkram finnst veran sæmileg
en aðeins einum 12 ára strák fannst
leiðinlegt í skólanum. Kennarar
mega vel við una, því flestir nem-
enda þeirra segjast kunna vel að
meta þá. Aðeins þremur nemendum
þótti kennarinn leiðinlegur og rétt
um helmingur sagði kennarann sinn
skemmtilegan, sumir sögðu kennar-
4