Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
11
ann meira að segja frábæran.
Þá var komið að viðhorfum
krakkanna til hins kynsins. Þar var
nær enginn munur á kynjunum.
Atta og níu ára krakkar telja jafn-
aldra sína af gagnstæðu kyni bæði
leiðinlega og stríðna nema einn átta
ára og einn níu ára strákur, sem
finnst stelpur „ágætar". Einni níu
ára stelpu fannst þeir í lagi en jafn-
aldra hennar tók svo djúpt í árinni
að segja þá hundleiðinlega. Þá fóru
stelpur í taugarnar á ellefu ára
strák. Tólf og þrettán ára krakkar
telja hitt kynið hafa skánað mjög
mikið á örfáum árum. Strákunum
fannst stelpumar ýmist ágætar eða
sætar, en stelpumar sögðu strák-
ana skemmtilega og suma jafnvel
sæta.
Mamma örlítíð vinsælli
Þegar eitthvað bjátar á eða þeg-
ar maður þarf bara að spjalla við
einhvem fullorðinn, verður annað
hvort foreldrið fyrir valinu og undr-
ar víst fæsta. Nærri helmingur
krakkana segist ekki gera upp á
milli foreldranna en hjá þeim sem
það gera, eiga mæðumar vinning-
inn. Níu ára feiminn snáði sagðist
ekki tala við neinn. Bömin treysta
foreldram sínum vel og þegar þau
vora spurð hvort þau hefðu séð
foreldrana undir áhrifum áfengis,
svöraðu flestir því neitandi. „Pabbi
og mamma drekka ekki,“ var al-
gengt svar þeirra yngri. En í elsta
hópnum kom í ljós að aðeins ein
stelpa og einn strákur höfðu aldrei
séð foreldrana drakkna. Mörg
þeirra sögðust aðeins hafa séð
pabba sinn drukkinn og fannst það
mjög óþægilegt. Þá höfðu nokkur
séð báða foreldra koma „hífaða"
heim af balli og sögðu að það hefði
bara verið fyndið.
Einungis var spurt um íþróttir
er frítímann bar á góma. Tveir
þriðju stunda íþróttir af einhveiju
tagi. Þar er af mörgu að taka; hand-
bolta, fótbolta, fimleikum, skíðum,
badminton, jassballett og nokkrir
nefndu skátana með íþróttum.
, Heimavið glugga langflestir ein-
hvern tíma í bók. Tíu ára stelpa
sagðist helst lesa á kvöldin, hún
tæki lesturinn fram yfir sjónvarpið.
Enginn krakkanna las „fullorðins-
bækur“ utan einn strákanna sem
lét sig ekki muna um að lesa á
ensku.
Allir spara
Um 60% krakkanna fá vasapen-
inga, á bilinu 100-1000 krónur á
viku. Það er tólf ára stelpa sem fær
1000 kall á viku en aðrir era í
mesta lagi hálfdrættingar á við
hana. Átta og níu ára krakkamir
fá um 200 krónur á viku, tíu og
ellefu ára ýmist 200 eða 500 krón-
ur og flestir elstu krakkanna fá 500
krónur á viku. Þá vora um 40%
krakkanna sem sögðust fá aura
þegar þau vantaði. Níu ára strákur
fær 200 krónur á viku ef hann fer
yfír á gangbrautarljósum á leið í
skólasund en „ef ég svindla, segi
ég mömmu frá því og þá fæ ég
bara 100 kall". Um helmingur
krakkanna vinnur með skóla, stelp-
umar passa böm og strákamir bera
út blöð. Homfirðingurinn, sem áður
var minnst á, gellar fisk þegar veiði
er. Fæstar stúlknanna fá penging
fyrir pössunina, ein tíu ára fær tíu
krónur fyrir að passa litla bróður
sinn. Einstöku fá meira.
í hvað eyða krakkamir svo aur-
unum? Þau spara. Rúmlega 90%
krakkanna spara einhvem hluta
peninganna en sjoppur og kvik-
myndahús taka einnig sinn toll.
Laugardagarnir era vinsælustu
„nammidagarnir", og þá getur sax-
ast á vikupeningana. En bankabæk-
umar standa ávallt fyrir sínu.
Langflestir krakkanna ávaxta aur-
ana í banka fyrir framtíðina. „Ég
er bara að spara fyrir það þegar
ég verð fullorðinn. Þá ætla ég að
kaupa mér bíl og hús,“ var viðkvæð-
ið gjaman. Nokkrir raunsæjari vora
að safna fyrir gjaldeyri í næstu
utanlandsferð auk þess sem allir
ætluðu hluta bankainnstæðunnar í
jólagjafir.
Og hvað langar krakkana í jóla-
gjöf? „Eitthvað sem ég á ekki.“
Hvenær átt þú að vera komin(n) inn á kvöldin?
Kl. 8-9 10-11 12-13
ára ára ára
20.00 3 1 0
20.30 1 0 0
21.00 5 1 0
21.30 2 5 3
22.00 1 3 3
22.30 0 1 7
23.00 0 1 1
24.00 0 1 0
Hvað gerðir þú í gærkvöldi? horfði á sjónvarp 7 9 8
las 3 3 . 1
lékmérinni/úti 6 5 1
hitti vinkonu/vin 4 2 4
lærði heima 4 4 3
íþróttir 0 2 0
annað 2 4 6
Hvenær fórst þú að sofa í gærkvöldi?
Kl. 21 3 1 0
22 3 4 1
23 4 4 7
24 1 3 2
1 1 1 4
%
alls
10,0
2,5
16,0
25.5
18,0
20.5
5,0
2,5
61.5
18,0
31,0
26.5
28,0
5,0
13,0
10,00
20,0
39,0
15,5
15,5
Hvað horfðir þú lengi á sjónvarp og/eða myndbönd í gœr?
ekkert 4
hálftíma 1
klukkutíma 3
tvo tíma 3
þrjá tíma 1
3 6 33
5 1 18
3 3 23
0 4 18
2 0 8
Hefur þú séð hryllingsmynd sem er bönnuð innan 16 ára?
aldrei 10 3 0 33,0
einu sinni 0 4 2 15,5
oftar 2 5 12 51,5
þá hvar?
heima 2 9 13 92,5
íbíó 0 5 4 34,5
Hvað eyddir þú miklum tíma í heimalærdóm í gær?
engum 3 5 5 33,5
hálftíma eða 6 3 7 41,0
minna
klukkutíma 1 4 1 15,5
einum og 1/2tíma 1 1 0 5,0
tveimurtímum 1 0 1 5,0
Hvemig er f skólanum?
gaman 11 7 6 61,5
leiðinlegt 0 0 1 2,5
sæmilegt 1 6 7 36,0
Hvernig finnst þér kennarinn?
skemmtilegur 8 6 6 51
leiðinlegur 0 2 1 8
sæmilegur 4 5 7 41
Hvernig finnst þér hitt kynið?
leiðinlegt, stríðið 9 5 0 36
ágætt, ílagi 3 5 8 46
skemmtilegt, sætt 0 3 6. 18
Hvaða fullorðinn líkar þér best við?
pabba 0 2 1 8,0
mömmu 3 4 4 28,0
báðaforeldra 8 3 7 46,0
systkini 0 3 1 10,5
afa og ömmu 0 0 1 2,5
skyldfólk 0 1 0 2,5
engan 1 0 0 2,5
Hefur þú séð foreidra þína drukkna?
nei 11 11 2 61,5
|é 1 2 12 38,5
Stundar þú íþróttir?
nei 4 3 6 33
já 8 10 8 67
Lestu bækur utan skóla?
aldrei 0 1 0 2,5
sjaldan 5 5 9 48,5
oft 7 7 5 48,5
Færð þú vasapeninga?
nei 5 3 8 41
iá 7 10 6 59
Vinnur þú með skóla?
nei 8 6 6 51
já 4 7 8 49
Sparar þú peninga?
nei 0 1 2 7,5
já 12 12 12 92,5
Breskur ungdómur veldur áhyggjum
BRETAR KYNNTUI síðasta mánuði niðurstöður könn-
unar sem var gerð þar í landi á 18.000 nemendum á
aldrinum 11-16 ára. Þar kom meðal annars í Ijós að
breskir unglingar dvejja jafhlengi fyrir framan sjón-
varpið og í skólastoftmni. Flestir þeirra eru háttaðir
fyrir kl. 23 en yfir helmingur þeirra les ekki bækur sér
til ánægju.
Könnunin var gerð á vegum Exeter-háskólans og ollu
niðurstöður hennar yfirvöldum töluverðum áhyggjum.
The Sunday Times sagði niðurstöðumar sláandi. Þá
áttu aðstandendur könnunarinnar von á því að foreldrar
myndu hreint ekki sætta sig við að myndin sem dregin
væri upp af unglingum, væri af þeirra eigin böraum.
Krakkarnir voru spurðir 79 spurninga sem náðu allt
frá einmanaleika að tannpínu og peningum. Einna mesta
athygli vakti hversu lengi bresk böra og unglingar horfa
á sjónvarp. Spurt var hversu lengi þau hefðu horft á
sjónvarp eða myndbönd eftir skóla og aðeins 6% höfðu
ekkert litið á skjáinn. Rúm 15% horfðu innan við klukku-
stund en flest þeirra horfðu í einn til tvo tíma, 21%.
Um 45% horfðu frá tveimur og allt að fimm tíma og
11% horfðu lengur, sér í lagi ellefú og tólf ára strákar.
Breskir krakkar voru komnir snemma í háttinn, þau
yngstu langflest um kl. 22.30.24% þeirra voru háttuð
kl. 21 en aðeins 3% fimmtán og sextán ára krakkka.
Langflestir yngstu krakkanna gátu ekki gert upp á
milli foreldra sinna er þau voru spurð hvaða fullorðinn
þeim félli best við. Um 22% völdu mömmu en pabba
11%. Eldri krakkarnir völdu flestir mömmu, en þeim
sem völdu báða foreldra hafði fækkað um helming.
Þá voru krakkarnir spurðir út í áfengisneyslu, reyking-
ar og eiturlyQanotkun. Af þeim yngstu hafa um 22%
prófað að reylq'a og mikill hluti ellefu ára stráka smakk-
ar áfengi einu sinni í viku. Helmingur 16 ára krakka
hefúr aldrei reykt. Nærri helmingi meiri líkur eru á
að þrettán ára krakkar kaupi sér áfengi, 13%, og tób-
ak, 9%, en bækur, 12%.