Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 13 bókmenntimar frá fomsögunum til nútí- mans, er auðvelt að skilja þá sjálfsmeðvit- und sem íslendingar bera með sér út í heim- inn. Mér fínnst ég oft hafa orðið var við það. Vigdís Finnbogadóttir er gott dæmi um þetta. Ég held líka að margir Norður- landabúar séu stoltir af því að slíkur for- • seti skuli vera til á Norðurlöndum." — Hvaða áhrif hefur það á samskipti íslendinga og Dana að ísland er fyrrverandi nýlenda ykkar? „Samband íslands og Danmerkur er sem betur fer ekki bara sagnfræði. Þá væm tengslfn sjálfsagt ekki eins góð og þau em. Ég held að það sé í þágu beggja að varð- veita og styrkja þau bönd sem hin sögulegu tengsl landanna hafa skapað. íslendingar njóta mikillar velvildar í Danmörku og við viljum gjaman efla tengslin sem mest. Auð- vitað er það ekki mitt að segja íslendingum hvað þeim sé fyrir bestu, en ég á erfitt með að trúa öðm en að sambandið við Norður- löndin sé afgerandi. Með hveijum ættu ís- lendingar annars að eiga samleið? Við ósk- um þess að minnsta kosti að ísland haldi áfram að vera í samfloti með okkur og hin- um Norðurlöndunum.“ — Á staða Danmerkur gagnvart norrænu samstarfí ekki eftir að breytast talsvert þegar sameiginlegur markaður Efnahags- bandalags Evrópu verður að vemleika eftir nokkur ár? „Við emm oft spurðir hvort við ætlum að Tialda áfram að telja okkur til Norður- landanna eða snúa okkur að meginlandi Evrópu. Svarið við báðum spumingunum er já. Við lítum ekki á það sem val, heldur samhangandi mál. Norrænt samstarf verður áfram jafn mikilvægt bæði að innihaldi og sem táknræn staðfesting á því hvaðan við komum og hver við emm. Það á ekki eftir að breytast hvorki með tilkomu sameigin- legs markaðs Evrópu né einhverri annarri þróun. Sameiginlegi markaðurinn á eftir að hafa. mikla þýðingu fyrir öll Norðurlöndin. Það er ekki verið að byggja eitthvað upp sem aðrir eiga ekki aðgang að. Þau lönd sem hafa fríverslunarsamninga við Efnahags- bandalagið munu hagnast á því að Evrópa verður einn stór markaður í stað margra með mismunandi reglur. Það gildir þrátt fyrir að hin Norðurlöndin standi alveg utan þessa sameiginlega markaðs. Best yrði að reglumar yrðu þannig að sameiginlegi markaðurinn næði líka til Norðurlanda. Það er ömggt að þessi mark- aður á eftir að hafa gífurleg áhrif á efna- hagslega og pólitíska þróun Evrópu." Það er oft talað um að dönsk stjómmál einkennist af óstöðugleika sem fyrst og fremst orsakast af því að flestar ríkissljóm- ir í seinni tíð hafa verið minnihlutastjómir. En Schluter er ekki sammála því: „Það er rangt að segja að dönsk stjóm- mál séu óstöðug vegna þess að við höfum verið með minnihlutastjómir. Við verðum að hafa í huga að einn flokkur hefur ekki verið í meirihluta á danska þinginu síðan 1909. Það er orðin hefð fyrir því að allar ríkisstjómir verði að biðla til stjómarand- stöðuflokkanna til að ná fram meirihluta fyrir tillögur sínar. Málamiðlun er höfuðein- kenni á kerfí okkar. Það skapar tilhneigingu til samstöðu í stóm línunum í pólitíkinni, byltingar era ekki málið." — Skoðanakannanir í sumar og haust hafa verið Framfaraflokknum mjög í hag á kostnað þíns flokks. Ertu að missa tökin ...? „Ég sé ekki ástæðu til að leggja mikið uppúr þessum skoðanakönnunum. Það hefur auðvitað ekki verið skemmtilegt fyrir stjórn- ina og minn flokk að sjá Framfaraflokkinn gera strandhögg í fylgi okkar, en það hefur örugglega haft mikið að segja að nýja stjóm- in náði ekki að leggja fram stefnuskrá sína fyrr en í október. Eg held að stjómarflokk- arnir og ekki síst flokkurinn minn eigi góða framtíð fyrir sér. Við emm í takt við þróun- ina, það sem við köllum upplýsingaþjóð- félagið. Iðnaðarsamfélagið einkenndist af stöðlun, sérhæfingu og miðstýringu. Upp- lýsingaþjóðfélagið er næsta stigið í þjóð- félagsþróuninni og mun einkennast af and- stæðum tilhneiginum þar sem fjölbreytnin mun taka við af einstefnu og mikilvægasti þátturinn verður að nýta til fulls það sem hver einstaklingur hefur yfir að ráða. Og það passar betur við hugmyndir borgaralegu flokkanna en hinna vinstrisinnuðu. Langtí- matilhneigingin er greinilega andstæð vinstriöflunum og þessvegna er það ekki skrýtið að þau hafí átt svo erfitt með að fóta sig í flestum löndum í seinni tíð. Eng- inn nefndur, enginn gleymdur.“ — Gætirðu hugsað þér að sitja í ríkis- stjórn án þess að vera forsætisráðherra? „Nei. Mér finnst enn heillandi að vera með í að hafa áhrif á þróunina og það er enn margt óunnið. Og þegar ég sleppi stýr- inu á næsti forsætisráðherra ekki að þurfa að hlusta á mig gefa ráðleggingar úr aftur- sætinu. En það er aldrei að vita, þetta gæti orðið allt öðmvísi." — Hvemig litist þér á að Pia Kjærsgaard yrði forsætisráðherra? „Pia Kjærsgaard hefur sýnt að hún er duglegur stjómmálamaður, það viðurkenna allir, líka andstæðingar hennar. En ég er alveg sannfærður um að hún verður aldrei forsætisráðherra." — Hvert er mikilvægasta verkefni dan- skra stjórnmála? „Mikilvægast er að ná jafnvægi í efna- hagsmálum. Síðasta ríkisstjóm náði góðum árangri, við stöðvuðum verðbólguna og er- lendu skuldatökuna og að hluta útþenslu ríkisbáknsins. En það var ekki nóg, ríkis- báknið er enn of stórt og viðskiptajöfnuður- inn er okkur enn í óhag. Við reynum nú af öllum mætti að fá flokkana til að samein- ast um að leysa þessi mál. Eitt af því sem við væntum mikils af núna er niðurskurður ríkisbáknsins. Kerfí okkar er að mörgu leyti of stíft. Okkur hefur ekki tekist að aðlaga það breyttum aðstæðum. Það væri undarleg íhaldsstefna að sporna við breytingum um leið og heimurinn í kring breytist æ hrað ar. Og ég held að borgaraflokkamir hafí gert sér grein fyrir þessu á meðan vinstri- flokkamir halda sig við gömlu leiðirnar. Án breytinga verður engin framvinda, eins og sagt hefur verið.“ — Hvaða áhrif hefur embættið haft á þig> — þú liggur stöðugt undir gagnrýni, andstæðingamir kalla þig ýmsum nöfnum, þú hefur t.d. verið uppnefndur „ilm- vatnssalinn" ...? „Forsætisráðherraemb- ættið er mjög kreíjandi það er ömggt. Og gangrýnin er aldrei langt undan. Þau uppnefni sem ég haf fengið á mig era dæmi um það. En mér fínnst líka að ég hafi, á þeim áram sem ég hef verið forsætisráðherra, haft tækifæri til að þróast persónuelga og nýta þá hæfileika sem ég bý yfír sem stjómmálamaður. Stjórnmálin hafa orð- ið ævistarf mitt, ég hef verið í þeim frá unga aldri. Og ég hef sjálfsagt staðið mig betur en þeir sem hafa uppnefnt mig bjug- gust við.“ Þegar ég bið hann um að segja persónu- lega skoðun sína á helstu pólitísku leiðtogum Dana: Svend Auken, Gert Petersen, Mogens Glistrup ofl. færist hann undan: „Ég við ekki fara útí að gera úttekt á pólitískum samheijum og mótheijum. Hins- vegar fínnst mér það skipta miklu máli hér í Danmörku að andstæðingar tala alltaf vel um og við hvem annan. Það má segja um hin Norðurlöndin, en í mörgum öðram lönd- um er um stöðuga óvináttu að ræða, líka persónulega á milli pólitískra andstæðinga, þeir tala ekki saman. Það gemm við og fínnst það bæði manneskjulegra og lýðræð- islegra." Danska slúðurpressan með Ekstrablaðið, B.T. og Se og hor í broddi fylkingar gengur mjög nálægt einkalífí þekkts fólks. Poul Schlúter fékk sinn skerf í byijun þessa árs þegar Lisbeth kona hans lést af völdum krabbameins og í sumar þegar þessi blöð „afhjúpuðu" samband hans og ákveðinnar vinkonu. Hvemig leið honum undir þessu? „Ég hef einu sinni sagt að það væri í rauninni upplífgandi að það skuli vera nokkrar milljónir Dana sem lesa ekki Ekstrablaðið. Við stjómmálamenn eigum líka að geta gagnrýnt pressuna, eins og hún gagnrýnir okkur. Mér finnst oft pressan ganga of nálægt einkalífi manna, og blása upp aukaatriði en gleyma því sem málin snúast um. En það em að sjálfsögðu einnig dæmi um hið gagnstæða; að pressan beri virðingu fyrir fólki, að það séu hlutir sem ber að láta í friði. Og svo getum við ekki horft framhjá því þegar við fjöllum um fjöl- miðla, að hlutverk þeirra í lýðræðisríki er lífsnauðsynlegt fyrir alla umræðu og þeim ber að fjalla þannig um hlutina að fólk geti tekið afstöðu til þeirra.“ Viðtalstíminn er liðinn, en það er ekki hægt að skilja við Poul Schluter án þess að biðja hann um að segja eitthvað um þann eiginleika sem hann er þekktastur fyrir, bjartsýnina. „Bjartsýnin, já, hún hefur verið eitt af vinnutækjum mínum ef svo má segja. Það er nauðsynlegt að trúa þvi að það heppnist sem maður er að vinna að. En hún er ekki bara vinnutæki, hún er líka lífsskoðun. Sum- ir eru svartsýnir, aðrir léttir og áhyggjulaus- ir. Bjartsýni er svo enn annað, hún er trúin á að við séum nógu góð til þess að gera eitthvað og vandamálin séu ekki stærri en svo að við getum leyst þau ef við virkilega viljum." Ég get ekki hugsað mér að vera I ríkisstjórn nema sem forsætisráð- herra.Mér finnst enn heiilandi að vera með í að hafa áhrif á þróunina og það er enn margt óunnið. Og þegar ég sleppi stýrinu á næsti forsætisráðherra ekki að þurfa að hlusta á mig gefa ráðleggingar úr aftursætinu. jaBBQwr’ HANDSTURTUSETT Stillanlegur handdreifari, sturtustöng, barki og sápuskál. NYTSAMLEG JÓLAGJÖF VERÐ ADEINS 1.990,- v VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 l^fcl LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 / ' N Leikfangahúsiö tilkynnir Kœru vidskiptavinir! ísambandi við verdkönnun verðlags- stofnunar er Leikfangahúsið með hœsta \ verð á einni vörutegund. Samanburður er ekki raunhœfur. Tekið er mið afútsöluvöru íeinni búð (kannski í miður fallegum umbúðum). Nú œtla ég að biðja fólk að lesa skýrslu verðlagsstofnunar og bera saman verð. Auk þess ætla ég að bjóða fólki upp á afslátt dagana 16.-20. desember. Afslátturinn er 10-70% Jóladúkkan í Evrópu 1988 Póstsendum Virðingarfyllst, LEIKFANGAHÚSID, Skólavörðustíg 10, sími 14806. J Áskriftarsíminn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.