Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 16

Morgunblaðið - 18.12.1988, Page 16
KOMINN AFTUR eftir Elínu- Pálmadóttur og tekist að finna og bjarga eftirlátnum verkurn hans og heimildum um hann og tryggja varðveislu þessa rnikla efiiis á íslandi. En Haraldur er einmitt núna að ganga frá upp undir 3000 númera ritskrá yfir þessar heimildir, bréf, sérrit og bækur séra Jóns á ýmsum tungumálum, til birtingar í Arbók Landsbókasafiisins. Haraldur er samt ekki hættur að safiia heimildum um sr. Jón Sveinsson og í sumar komst hann í Frakklandi í skjalasafii jesúítareglunnar í Paris, þar sem hann í skjölum frá 1870-78 fór m.a. yfir dagbækur menntaskólans í Amiens. i Frakklandi árin sem Nonni, og síðan líka bróðir hans Manni, voru í þessum skóla og fium myndir af drengjunum sem hér birtast í fyrsta sinni. Segja má að þar taki við líf drengsins eftir að sleppir Nonnabókinni, sem nú er komin aftur út. Bóldn umallan heim ókin Nonni, sem séra Jón Sveins- son samdi fyrst á dönsku og síðan í heilu lagi á þýsku í Hollandi 1912-13, hefst á orðunum: „Ekk- ert hefur komið mér eins á óvart á ævi minni og það, sem fyrir mig kom síðasta júlí 1870.“ Þá átti hann heima á Akureyri og tíðindin voru þau að franskur aðalsmaður í borg- inni Avignon í Frakklandi hafði boðið tveimur íslenskum drengjum til sín og ætlaði að kosta þá til náms. Það var kostaboð fyrir dreng fátækrar ekkju og mikið ævintýri, sem þama er að hefjast í lífi Nonna á dönsku skútunni Valdemar til Kaupmannahafnar, og viðdvöl fyrsta árið þar, meðan hann bíður eftir að stríðinu milli Frakka og Þjóðveija 1970-71 ljúki. Ýmislegt skemmtilegt gerist á þessari leið frásögn séra Jóns varð svo vinsæl að hún hefur kom- ið út í um30 löndum og í sumum aftur og aftur fram á þennan dag. Nonni var líka fyreta bókin umNonna, sem Ársæll Ámason gaf út af bók- um Jóns Sveinssonar. Vann þýð- Séra Jón Sveinsson og þýðandi bóka hans á íslensku Freysteinn Gunnarsson. Nonni er svo sannarlega enn lifandi í vitund þjóðarinnar, 118 árum eftir að drengurinn lagði 12 ára gamall af stað frá íslandi út í hinn stóra heim og 44 árum eftir andlát aldraða prestsins séra Jóns Sveinssonar. Frásögn hans af upp vextinum heima og brottförinni í bókinni Nonni, sem hann skrifaði síðar á ævinni og öll þessi ár hefúr verið lesin í tugum þjóðlanda, er komin út nú fyrir jólin í fjórðu útgáfu hjá Almenna bókafélaginu. Þrjátíu ár eru síðan Nonnabókin var gefin út hér síðast og var löngu uppurin, en nú gefst íslenskum börnum og fúllorðnum aftur tækifæri til að lesa þessa vinsælu og sígildu frásögn séra Jóns sjálfs á rómaðri íslensku Freysteins Gunnarssonar, áður eða um leið og Nonni og bróðir hans Manni birtast á skerminum í nútíma frásögn og ........ kvikmyndabúningi um jólin í sex þátta þýskri sjónvarpsmynd undir stjórn Agústs Guðmundssonar. Og áður en höfúndurinn sr. Jón Sveinsson verður í sjónvarpi kynntur í heimildarmynd, sem Islensk hreyfimyndastofnun er að vinna og sýnd verður í marsmánuði. Raunar eru ekki aðeins íslendingar enn eru sólgnir í þessar skemmtilegu frásagnir af ævintýrum íslenska drengsins Nonna á síðustu öld. Bækur hans eru alltaf endurútgefiiar og lesnar í Þýskalandi og víðar. Nonni er nýkomin út enn einu sinni hjá Herder-útgáfúnni, og Þjóðveijar ætla að frumsýna sjónvarpsþættina sína um jólin og hafa gefið út sína kvikmyndasögu af Nonna og Manna á bók og tónlistina úr myndinni á plötu. Svo vinsælar eru bækumar enn, að grundvöllur var til þess að setja nýlega upp Nonnasýningu í Hannover, j sem á svo að fara víðar um Þýskaland og voru lánaðar þangað myndir úr Bóka- og skjalasafiii Nonna hér. Um nýútkomna útgáfú Nonnabókarinnar sér Haraldur Hannesson, sem manna mest veit um séra Jón Sveinsson, ævi hans og ritstörf. Kynntist honum sjálfúm á skólaárum sínum í Þýskalandi, hefúr allt frá 1946 farið ótal ferðir utan andinn Freysteinn Gunnarsson hana sumarið 1922 og „íslensk æska tók frásögnum Nonna af slíkum áhuga og fögnuði að með fádæmum má kalla. Fáar eða engar bækur hafa átt öðrum eins vinsæld- um að fagna,“ skrifar Haraldur Hannesson í ítarlegri grein um séra Jón Sveinsson í lok þessarar útgáfu. Hörkuleg umskipti í grein sinni segir Haraldur m.a. um brottför Nonna að heiman: „Þetta einstæða boð kom fyrir milli- göngu Baudoins, franska prestsins í Landakoti í Reykjavík, sem um þessar mundir dvaldist hjá Einari Ásmundssyni, síðar alþingismanni, í Nesi. Hafði Einar bent á Nonna, en sonur hans Gunnar, faðir Jó- hannesar biskups í Landakoti, var farinn til Danmerkur nokkru áður á vegum hins örláta velgerðar- manns. Upphaflega hafði verið í ráði að senda Þórhall Bjamarson, síðar biskup. Var faðir hans þess fysandi, en móðir hans mátti ekki til þess hugsa. Varð því Nonni fyr- ir valinu, og niðurstaða málsins varð sú að 12 ára drengurinn var slitinn upp með rótum frá bemsku- stöðvum, móður sinni og systkinum og öllu því honum var kærast og sendur út í víða veröld, umkomu- laus og snauður upp á náð og mis- kunn ókunnugra manna kominn. Vafasamt er hvort séra Jón Sveins- | son hafi nokkum tíma komist að fullu yfir þessa þungbæru reynslu. Að minnsta kosti varð honum oft hugsað til ástvina sinna og æskuára heima á Islandi, og sár tregi kemur víða fram í bókum hans og ekki síður þegar hann hélt fyrirlestra um ættjörð sína og menningu henn- ar“. Hann segir einnig: „Sjálfur kveður séra Jón sálarlíf sitt hafa staðnað við hin hörkulegu um- skipti. Hann gat ekki samlagast nýju umhverfi og því síður tekið frekari þroska við hinar nýju að- stæður. „Þannig mótaðist ég að nýju,“ segir séra Jón í ritgerðinni um andlegu æfingamar með ungl- ingum í Stella Matuina, „en varð- veitti jafnframt sálarlíf 12 til 13 ára unglings". Séra Jón Sveinsson komst aldrei yfír þessa lífsreynslu að fara þann- ig frá móður sinni. En ekki var um annað að ræða, eins og Haraldur bendir á þegar við ræðum um þetta. Þama var fátæk ekkja, búi hennar var tvístrað og allt selt. Hvað hefði orðið um Jón Sveinsson ef hann hefði ekki komist úr þessu um- hverfi og átt kost á menntun? Með slíka frásagnargáfu hefði hann get- að orðið annar Jón Trausti eða Sig- urbjöm Sveinsson. Líklega hefði átt fyrir honum að liggja að alast upp hjá vandalausum, eins og systkini hans, sem við þekkjum úr Nonna- bókunum. Bogga sem var elst fór í fóstur til frú Johnsen á Húsavík og síðan til Kaupmannahafnar 1881 og dó þar árið eftir. Frissi (Friðrik) bróðir hans fór með Ólafi í Espi- hóli vestur um haf, og fór Sigríður móðir hans á eftir honum til Kanada eftir að Nonni og Manni vom horfn- ir af landi brott. Manni, sem var fiórum árum yngri en Nonni, hafði farið milli staða í hálfgerÝu reiði- leysi, en kom 1873 á eftir honum til sama skóla í Amiens í Frakk- landi. Nonna hafði langað mikið til og beðið um að fá hann til sín. Hans skólaganga í Frakklandi varð sú sama og Nonna. Manni fór líka til Loewen (Louvain) frá Amiens, en dó þar úr berklum 1885. Og harmaði Jón mjög fráfall hans. Frá þessum skólaárum þeirra Nonna og Manna fékk Haraldur í sumar gleggri mynd og alveg nýjan kafla í sögu séra Jónp Sveinssonar. En fyrr hafði ekki verið hægt að fá aðgang að þessum gögnum. Hann komst þama m.a. í æfisögu de For- esta þess sem bauð að kosta íslensku drengina til náms, dag- bækur skólans og dagskrá nemenda í þessum heimavistarskóla o. fl. Er það mikið safn heimilda í 10 bók- um, sem Haraldur er að ganga frá til varðveislu í Bóka- og skjalasafni Nonna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.