Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 24

Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 Deilan um Patrick Ryan HÖRÐ deila um írskan prest, föður Patrick Ryan, hefur valdið mestu erfiðleikum í sambúð Ira og Breta, síðan þjóð- imar gerðu með sér tímamótasamning fyrir þremur árum, til að reyna að binda enda á ofbeldið á Norður-írlandi. Bretar, sem vilja fá prestinn framseldan frá írlandi, gruna hann um að hafa aflað ljár í sjóði írska lýðveldishersins (IRA) og útvegað liðsmönnum hans vopn og segja að írar verði að beijast af meiri hörku gegn hryðjuverkastarf- semi. Irar saka Breta hins vegar um afskipti af innanríkis- málum þeirra. Deilan hefúr orðið vatn á myllu IRA og vakið athygli á baráttu lýðveldishersins gegn Bretum á Norður-írlandi. Ryan-málið var eitt helzta deiluefnið á leiðtogafundi Evrópubandalagsins á Rhódos á dögunum. Frú Margaret Thatcher, for- sætisráðherra Breta, not- aði þá tækifærið til að gagmýna Belga, sem upphaflega handtóku prestinn og neituðu að framselja hann Bretum, og íra, sem fengu hann framseldan frá Belgíu, fyrir afstöðu þeirra í málinu. Ryan efndi til 22 daga hungur- verkfalls í fangelsi í Brussel til að mótmæla tilraunum Breta til að fá hann framseldan. Belgíska stjómin sendi hann með stórri herflutninga- vél til Dyflinnar ásamt íjölmennu liði leyniþjónustumanna, sérfræð- inga lögreglunnar í baráttu gegn hryðjuverkamönnum og hjúkmnar- liði. Flugferðin tók heldur lengri tíma en venjulega, því að belgísku flug- mennimir flugu fram hjá brezkri lofthelgi til að eiga ekki það á hættu að verða stöðvaðir af brezka flug- hemum, RAF. írska stjómin komst í bobba végna málsins, en ákvað á þriðjudag- inn að framselja ekki Ryan til Bret- lands, þrátt fyrir mikinn þrýsting frá brezku stjóminni. Ástæðan er sögð sú að hann geti ekki fengið heiðar- leg réttarhöld í Bretlandi. Thatcher hefur vísað þeirri aðdróttun á bug og kallað hana móðgun við brezku þjóðina. Á fundinum á Rhódos veittist frú Thatcher harkalega að dr. Wilfried Martens, forsætisráðherra Belgíu. Hann svaraði í sömu mynt og rifr- ildi þeirra á sér varla hliðstæðu í sambúð þessara vinaþjóða. Hún 'hellti sér einnig yfir Charles Haug- hey, forsætisráðherra íra, og hann brást ókvæða við. Handtekinn í sumar Meðan á þessu rifrildi stóð á Rhó- dos safnaði Patrick Ryan kröftum í trúarstofnun „einhvers staðar á írl- andi“ eftir mótmælasveltið í Belgíu. Að sögn vikublaðsins Observers var upphaf málsins að sr. Ryan var handtekinn nokkmm dögum áður en Elísabet drottning kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Hollands í júlí sl. Lögreglan hafði hendur í hári hans í einangruðu húsi í rólegu úthverfi Bmssels, Uccle, og gaf hon- um að sök að bera falsað vegabréf. Presturinn, sem hefur ekki komið nálægt prestskap í fjölda ára, hafði lengi verið undir eftirliti og var í hópi nokkurra gmnsamlegra manna, sem brezka lögreglan vildi að gætur yrðu hafðar á meðan drottningin væri í Hollandi. Við leit í húsi hans fannst ýmislegt gmnsamlegt. Belgíska lögreglan kannaðist vel við þettá hús. IRA hafði myrt starfs- mann Belgíubanka, André Michaux, skammt frá því í marz 1979, áður en Ryan fluttist þangað. Þá höfðu liðsmenn lýðveldishersins farið mannavillt, því að þeir ætluðu að myrða fulltrúa í sendinefnd Breta hjá NATO. Brezka öryggisþjónustan, MI5, og hryðjuverkadeild Scotlands Yards sögðu belgísku lögreglunni hvar Ryan væri að finna og báðu um að hann yrði tekinn höndum. Hann var handtekinn 30. júní, tveimur dögum eftir að hann kom til Bmssel frá Spáni og aðeins fjórum dögum áður en drottningin kom í heimsókn sína til Hollands. Scotland Yard segir að engin ástæða sé til að ætla að hann hafi ætlað að taka þátt í árás á drottninguna. Upphaflega var aðeins ætluninað- „taka hann úr umferð" meðan á heimsókn drottningar stæði. Belgum og Scotland Yard kom hins vegar á óvart að alls konar rafrásarbúnaður, tímastillar og sprengjubúnaður fundust í dvalarstað hans. „Góðkunningi“ Ryan hafði verið „góðkunningi" lögreglunnar og leyniþjónustunnar síðan 1974 að sögn The Observers. Hann hafði verið handtekinn vegna gmnsemda stjómvalda í fjóram Evr- ópulöndum á undanförnum 12 ámm. Sjálfur viðurkenndi Ryan nýlega í viðtali við írska blaðið Tipperary Star að hann hefði orðið sér úti um falsað vegabréf vegna þess að hann hefði ekki getað ferðazt undir réttu nafni. Þó fékk hryðjuverkadeild Scot- lands Yards aldrei tækifæri til að handtaka hann í Bretlandi og ekki fengust nægar sannanir gegn hon- um til að hægt væri að krefjast þess að hann yrði framseldur fyrr en Belgar höfðu heppnina með sér. Það var því vegna starfs belgískra leyni- lögreglumanna að Scotland Yard fékk í fyrsta skipti færi á að láta til skarar skríða gegn írska prestin- um. Því er haldið fram að Ryan hafi verið „birgðastjóri" IRA í Evrópu. Einnig er fullyrt að hann hafí komið fjármunum IRA fyrir á reikningum í Sviss og flutt þá til írlands, útveg- að IRA tímasprengjur og verið milli- göngumaður lýðveldishersins og Gaddaffis Líbýuleiðtoga. Hins vegar hefur mönnum alltaf reynzt erfítt að átta sig á föður Ryan. Það sést á því að þótt hann hafí verið hafður undir eftirliti í Thatcher og Haughey á Rhódos: Reiðir ráðherrar. Sprengjuðrás IRA í Roermond: Holland og Belgía vinsælir griðastað- fjölda ára hefur brezkum yfirvöldum aldrei tekizt að afla nægra sannana gegn honum og því hefur ekki verið hægt að draga hann fyrir lög og dóm. Heimildarmenn The Observers segjast geta „fært sannfærandi rök“ fyrir því að hann hafi útvegað tíma- stilla, sem vom notaðir í illræmdri sprengjuárás IRA í Hyde Park í júlí 1982, þegar fjórir hermenn biðu bana, og í árás á yfirmann brezka landgönguliðsins, Sir Steuarts Pringle, í október 1981. „Áreiðanlegur" Blaðið segir að þeir sem þekki sr. Ryan telji að hann sé maður „ákveð- inn“ og „traustur", en það merki „áreiðanlegur" á máli stuðnings- manna IRA. Ryan sagði í viðtalinu við Tipper- ary Star. „Eg hef aldrei beðið nokk- urn mann um fé til að kaupa her- gögn . .. Eg hef aldrei keypt vopn fyrir IRA eða nokkurn annan aðila. Eg hef aldrei keypt sprengiefni fyrir IRA eða nokkurn annan aðila.“ Hann neitaði því einnig að hann væri félagi í IRA. Scotland Yard hefur lagt mikla vinnu í að sanna mál sitt gegn Ryan síðan Belgar sögðu frá því sem þeir fundu í húsinu í Brussel. Brezkir lögreglumenn tóku upp nána sam- vinnu við belgíska starfsbræður sína í því skyni að setja fram sannfær- andi ákæru gegn prestinum vegna þrýstings frá brezka ríkissaksóknar- anum, Sir Patrick Mayhew, inn- anríkisráðuneytinu og Margréti Thatcher forsætisráðherra. Belgar virtust dauðfegnir að losna við Ryan, en þeir segja að Scotland Yard hafi ekki sýnt mikinn áhuga, þótt fíöldi fyrirspuma hafi borizt frá Lundúnum. Bretar kröfðust þess ekki formlega að hann yrði framseld- ur fyrr en 20. september, 11 vikum eftir að hann var handtekinn. Hann var borinn þeim sökum að hafa tek- ið þátt í morðsamsæri og samsæri um að valda sprengingum, að hafa haft sprengiefni í sínum fómm með það í huga að stofna mannslífum í hættu eða valda alvarlegu eignatjóni og að hafa haft undir höndum sprengiefni, sem hann hefði ekki getað sýnt fram á að hann hygðist nota í löglegu skyni. Áfrýjunarrétturinn í Bmssel úr- skurðaði 17. nóvember að sam- þykkja skyldi beiðni Breta, en tók ekki ákæmrnar um sprengiefnið til greina. Starfsmenn Scotlands Yards vom þó mjög ánægðir og belgískir samstarfsmenn þeirra fullvissuðu þá um að presturinn yrði framseldur von bráðar. Síðan mætti belgíska stjómin til fundar til að taka lokaákvörðun í málinu. Aðalvandamálið í augum ráðherranna var að Ryan var sakað- ur um að hafa „umgengizt glæpa- menn“. Flókið mál er að sanna slíkt samkvæmt belgískum lögum að sögn The Observers. Fyrst verður að benda á slíkt fólk, sem sökunaut- ur hafi haft samneyti við. Síðan nægir ekki að sýna fram á að þetta fólk hafi ætlað að drýgja glæp í sameiningu: það verður að vera í einhveijum þekktum samtökum til að það þyki sannað. í þriðja lagi verða þessi samtök að hafa þann tilgang að valda fólki skaða eða vinna tjón á eignum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.