Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 28

Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 28
28 liV MORGUNBLAÐIÐ VERÖLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 mnf tií-1 r iHr ■ ■>*'»« * _____ Slökunarstefnan og kjúklingakóngurinn MARGT bar á góma í bandarískum Qölmiðlum í sambandi við heim- sókn Gorbatsjovs þótt hún yrði endaslepp að þessu sinni vegna at- burðanna í Armeníu. Að sögn þeirra átti til dæmis hinn sovéski leið- togi að hafa falast eftir aðstoð eins „konunganna" í kjúklingafram- leiðslu Bandaríkjanna, Franks Perdues, við að blása nýju lífi í mat- vælaframleiðslu Sovétríkjanna, en úrbætur á því sviði eru taldar afar þýðingarmiklar fyrir framtíð „perestrojkunnar". Upphafið var að Yuri Dubinin, sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, fór með hóp land- búnaðarsérfræðinga í heimsókn í aðalstöðvar Franks Perdues í Mary- land 24. okt. sl. Þar er margt að sjá því Perdue er fjórði stærsti kjúklingaframleiðandi í þessu „landi kjúklinganna" og skari bænda á austurströndinni ræktar fyrir hann sex og hálfa milljón kjúklinga á hverri viku. Perdue hefur verið að athuga, hvort ekki sé unnt að koma kjúklingum á borð sovéskra borg- ara. Hann ávann sér frægð og frama og ruddi kjúklingum sínum braut á bandarískan neytenda- markað með því að koma sjálfur fram í sjónvarpsauglýsingum sínum og segja: „Það þarf mikinn harðjaxl til að framleiða lungamjúka kjúkl- inga.“ Frægasti útvarpsmaður Sovét- manna í Bandaríkjunum, Vladimir Pozner, segir að bezta leiðin til að ná pólitísku trausti sovéskra borg- ara sé um maga þeirra, og það sé lífsspursmál fyrir slökunarstefnu foringjans, að unnt sé að ná fram umbótum í framleiðslu og dreifingu matvæla. Og sendiherrar, kjúklingafram- leiðendur og aðrir hafa ekki staðið með hendur í vösum og rætt um þessi mál. Frank Perdue er búinn að kynna sér kjúklingaframleiðslu í Sovétríkjunum og þar verður áreiðanlega einhverskonar „kjúkl- ingabylting" á næstu mánuðum. Við heimkomuna vildi Perdue ekki beinlínis staðfesta það sem gárung- arnir segja; að kjúklingar í Sov- étríkjunum séu svo magrir, að menn efist um að þeim hafi verið slátrað, heldur hallist fremur að því að þeir hafi verið sveltir í hel. Hann sagði kjúklingana „rýra og bringur þeirra litlar" en það stafaði af skorti á prótíni og úr því væri auðvelt að bæta. Aðeins 15% af fæðu þeirra er korn, samanborið við 60% í fóð- urblöndu kjúktinganna á búgörðum Perdues. Korn er auðvitað fáanlegt á heimsmörkuðum, en ekki gegn rúblum. Og þar sem rúblan er ekki viðurkenndur gjaldmiðill ríkja á milli kaupa Sovétmenn flestar sínar nauðsynjar í vöruskiptum. Eins og er hafa þeir ekkert til að láta af hendi í skiptum fyrir kornið. Pepsi Cola er þegar komið á markað í Sovétríkjunum í skiptum fyrir Stolichnaya vodka, sem verið hefur meiriháttar útflutningsvarn- ingur í Sovétrílq'unumj Og Pepsi j Cola hefur náð slíkum/vinsældum, að allur yodkastraumurinn frá Sov- étríkjunum nægir rétt fyrir inn- streymi Pepsi Cola þangað. Heimsókn Perdues til Sovétríkj- anna sýndi og sannaði að Sovét- menn þarfnast hjálpar til að bæta kjúklingaframleiðslu sína. Sovéskir kjúklingar ent svo þurrir og seigir að sérstaka aðferð þarf til að mat- reiða þá svo að úr verði lystug og lungamjúk fæða. Frank Perdue segir, að kjúkling- ar gætu leyst Sovétmenn frá árviss- um skorti á matvælum, því af kjúkl- ingum megi fá eitt pund af kjöti fyrir hvert pund af fæðu sem þeir eru aldir á — eða helmingi meiri kjötafurðir en af svínum. Helst er talið að ef Frank Perdue gengur til liðs við Sovétmenn á þessu sviði felist aðstoð hans í út- vegun tækja til að hreinsa, sundur- lima og úrbeina kjúklinga — en þá hlið málanna hafa stjórnendur sov- éskrar kjúklingaframleiðslu alger- lega vanrækt. En Sovétmenn hafa séð að bætt kjúklingaframleiðsla getur verið lausn á mörgum þeirra vandamál- um — fæðuskorti, auknu fæðuúr- vali og síðast en ekki síst gæti hún sannfært sovésku þjóðina um ágæti „perestrojkunnar" eða slökunar- stefnunnar. I skammdegisamstri hér nyrðra Trúboðinn á fullri ferð. Kristniboði á 400 kúbikum ANNIR jólanna eru nú hvað mestar hér fyrir norðan og allt er miðað við að hin heilaga ró megi færast yfir á aðfangadag, þótt margir bendi á að núna séu jólin óttalega stutt, varla nema rétt eins og hver önnur helgi. En það er sama þótt jólin séu stutt, eins og það heitir. Allir virðast vera til þess búnir að Ieggja allt að því lífið að veði svo halda megi jól með hefðbundnu móti. Þetta getur gengið of langt. Ég held að ekki sé seinna vænna að reyna að slaka á, finna sér stundir til að hvíla sig frá amstrinu, ef jólin eiga að verða gleðileg og heilög ró í faðmi fjöl- skyldu en ekki aðeins helgin sem maður er ekki að vinna! eim gleymist sem tala um stutt jól og löng í seinni tíð að jólin eru alltaf jafnlöng samkvæmt tímatalinu. Þau hefjast á jóladegi sjálfum með aðfangadag sem eins konar aðlögunartíma, og þeim lýkur á þrettándanum, sem flestir hafa gleymt að er þrettándi dagur jóla. En þama mitt á milli eru svo ára- mótin sjálf. Annað tækifæri sam- vem og sáttar með fjölskyldum. Gamla árið kveður — splunkunýtt og ónotað kemur í staðinn. Gamlárskvöld er alltaf merkilegt. Því fylgir spenna: Hvemig verður. skaupið í ár? Er nægur snjór tii að stinga niður flugeldaprikunum? Hangir hann annars sæmilega kyrr svo hægt verði að skjóta? Eg held ég verði aldrei svo gamall að ég hætti að haga mér eins og bráðlát- ur krakki við að skjóta flugeldum. Ég hef talið sjálfum mér trú um að ég keypti þetta nú bara til að styrkja Hjálparsveit skáta. Ég veit hins vegar að það er ekki eina ástæðan. Skátamir hafa séð okkur fyrir flugeldum hér nyrðra og ég hef haft þá trú að þannig ætti það að vera. Þeir hafa langa reynslu og hafa með henni aflað sér þekkingar til að vita hvað þeir eru með í hönd- unum. Og þetta er næstum eina tekjulind þeirra til að halda uppi tækjum og flokkum fólks sem hvað eftir annað hefur bjargað mannslíf- um, mun oftar en hrópað er um það í fréttum. „Enginn veit fyrr en allt í einu“ sagði vinur minn einn og einmitt þannig er með slysin, þau gera ekki boð á undan sér. Þá er líka eins gott að eiga hjálparsveit sem hefur haft næga peninga til að halda tækjunum sínum gang- andi. Þá er of seint að fara að gera við! Nú eru hins vegar íþróttafélög meira og meira að ásælast þessa tekjulind. Mér finnst þau ættu að láta skátana eina um hana. Það gæti komið báðum að gagni. Það var annars dálítið jólalegt og hátíðlegt niðri í bæ á laugardag- inn fyrir viku, þegar kveikt vom ljós á jólatrénu á Torginu. Þama var komið stórmyndarlegt tré að gjöf frá. vinabænum Randers, en skógfræðingar okkar höfðu lagfært Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson það smekklega eftir skemmdir í flutningi. Blásaraflokkur lék nokk- ur jólalög í frostnepjunni og foreldr- ar með kappdúðuð böm á háhesti stóðu í kring. Bæjarstjóri flutti er- indi, þar sem hann rakti rætur jóla- trésins til upphafsins, Ingimar Ey- dal, sem er norrænn maður, flutti ávarp félags síns og kaupfélags- stjórinn fór með jólahugvekju uns lítil stúlka ýtti á takka og tendraði ljósin hvít og mörg. Söngfólk úr Passíukórnum, Menntaskólakóm- um og Bamakórnum tók þá nokkur jólalög og það var dansað kringum tréð um stund, en því miður var of kalt til að þetta yrði langt jóla- ball. Svona samvemstund hafa Akureyringar ekki átt lengi. Hér hefur nefnilega ekki verið neitt aðaljólatré eins og í öðmm borgum. En ekki er allt í jafnmiklu bróð- erni þessa skammdegisdaga. Það vakti athygli hér um daginn að íþróttaandi og bræðralag virðist meira í orði en á borði. Framarar í Reykjavík kærðu KA-menn á Akureyri eftir að þeir síðarnefndu höfðu unnið handboltaleik í 5. flokki. Um er að ræða stráka, þetta ellefu eða tólf ára, og glæpur KA- manna var sá að þeir höfðu í liði sínu dugnaðarstelpu, sem er meira að segja yngri en strákarnir. Sér- fræðingur minn í íþróttum sagði mér að þessi stelpa hefði alla tíð verið í íþróttum með strákum. Hún hefði verið fyrirliði þeirra í fótbolta og valin besti knattspymumaðurinn á Tommamóti í Vestmannaeyjum í sumar. Þegar strákarnir hefðu ver- ið spurðir hvemig þeim fyndist að hafa stelpu í liðinu hefðu þeir ekki skilið svona vitlausa spurningu. Þeir ætluðust til þess að borin væri full virðing fyrir fyrirliðanum þcirra! Mér finnst þetta kæmmál hall- ærislegt. Mér fínnst ljótt að troða svona kynjafordómum upp á heil- brigða krakka sem njóta þess í sak- leysi sínu að vinna saman. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé rétt íþróttauppeldi. Ef til vill er þetta leiðinlegra svona rétt fyrir jólin, þegar allir eiga að vera góðir og í heilagri ró. Jólin koma samt og svo koma áramótin. Fömm varlega. Vemm lifandi. Það er svo gott. Gleðilega hátíð! Sunnudagsmorgunn. Fáfarin gata í einbýlishúsahverfi. Börn í boltaleik. Ærsl og hlátrasköll. Ógnþmngnir vélaskellir úr ijarska. Nálægt. Mótorhjól bremsar í boga. Börnin hættualeik. Horfa. Forvitin. Maðurinn er dökkur yfirlitum. Dökkt sítt hár. Dökkt alskegg. Svartur leðursamfestingur ... uti- dyr einbýlishúsanna rifnar upp. Óttaslegnar mæður hlaupa út. Draga börnin inn. Útidyr skella í lás .. . Loðfóðrað gallavesti. Á bak- inu einkennismerki. Kross. Kristi- legu vélhjólasamtökin í Danmörku. Uppsprettan... Maðurinn heitir Lars Poulsen og þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fær svona móttökur. í Danmörku þarsem öflugar mótorhjólaklíkur a la Hells Angels spæna upp þjóðveg- ina og em oft í fréttum vegna glæpa og grimmdarverka, setja margir samasemmerki á milli mótorhjóla- töffara og ofbeldis. En sú ímynd á kannski eftir að breytast og skipta um inntak. Lars Poulsen er nefnilega kristni- boði. Hann er formaður nýstofnaðra vélhjólasamtaka, Uppsprettunnar, þarsem meðlimirnir em hvom- tveggja í senn með ólæknandi bif- hjóladellu og mjög trúaðir. Mark- miðið er að sameina þessi tvö brenn- andi — og í hugum flestra ekki beint samrýmanleg — áhugamál: hittast og spá í hestöfl og kú- biklítra, Yamaha og Kawasaki, þjóta um þjóðvegina í óvígum hóp- um, fíla leðrið... En í stað þess að sturta í sig bjór, sniffa kók, reykja hass og láta illum látum, — lesa uppúr Biblíunni, syngja sálma, biðja og boða öðmm vegfarendum fagnaðarerindið. Nafn samtakanna er sótt í Jó- hannesarguðspjall (4, 14): „Því vatnið, sem ég gef honum, verður í honum að lind, sem streymir fram til eilífs lífs.“ Það þýðir tvennt. Jesús er sú uppspretta sem við ausum af, og vonumst um leið til að verða lindin sem fleytir boðskap hans áfram til annarra," segir Lars Poulsen. Hann vonar jafnframt að jarðbundnari ósk hans um að geta skipt 400 kúbikum út fyrir 920 rætist í ná- lægri framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.