Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.12.1988, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 31 Aftenposten Þúsundir Norðmanna þyrptust að vöruhúsi Ikea í Ósló í von um að sleppa inn fyrir dyr og krækja sér í ódýran sófa, eða sængurver. Flestir fengu stöðumælasektir í sinn hlut. Fjórtán þúsund Norðmenn bítast um hundrað sófa SÍÐKVÖLD eitt í október er flestir Norðmenn voru að fara í hátt- inn tóku þúsundir landa þeirra sig til og fóru í innkaupaferð. Þann- ig var mál með vexti að IKEA í Ósló hafði auglýst 25 ára afmælisút- sölu, þar sem viðskiptavinum bauðst að kaupa dýrindis IKEA-sófa og fleira bitastætt fyrir aðeins 25 norskar krónur, sem samsvarar um 175 íslenskum. Fró Guömundi Löve í * Ilandi þar sem verðskyn og útsjón- arsemi er þjóðaríþrótt vakti það óskipta athygli er slík kostakjör buðust. Fjórtán þúsund manns sluppu inn fyrir dyr IKEA áður en yfir lauk og höfðu þá sumir beðið fyrir utan í sólarhring til þess að komast inn. Fólki var hleypt inn í hópum og slegist var um sófa, skrifborð, rúm, ódýran sængur- fatnað og fleira góss. í átökunum leið yfir fjölda manns og einum ólánsmanninum varð fótaskortur í návígi við vörulyftara og mann- fjöldinn óð yfir hann með sængur- ver í augunum. Næturútsölur af þessu taginu eru ekki nýjar af nálinni í Noregi, en þessi mun eflaust í minnum höfð. Lögreglan stóð í miklu stappi þegar um tíuleytið um kvöldið því umferðin í áttina að IKEA var slík að gripið var til þess ráðs að setja upp vegatálma til að reyna að veij- ast neyðarástandi. Tálmarnir voru fljótt keyrðir niður og ekki tókst að stemma stigu við straumi fólks úr öllum áttum fyrr en vegum var lokað með vörubílum og skurðgröf- um þvert yfir götuna. Þeir sem komust nálægt versluninni lögðu bílum sínum á hraðbrautina og annars hvar sem var til að vera með í leiknum. Þeir sem ekki fengu eitt af hin- um 700 sængurverasettum, pottap- Iöntum, skrifborðum eða 100 sóf- um í sinn hlut létu sér nægja sitt- hvað smálegt og í mörgum tilfellum keypti fólk hlutina fullu verði frek- ar en hverfa frá tómhent. Þeir heppnu fundu sekt á framrúðunni er þeir sneru aftur, þeir óheppnu sneru aftur tómhentir og fundu ekki bílinn sinn því lögreglan hafði verið iðin við kolann og dregið fjöld- ann allan af hættulega staðsettum bifreiðum burt. Ekki var vitað til þess að neinn hafi verið lagður inn á spítala eftir hamaganginn sem stóð lengi nætur en eitt er víst að ekki voru allir jafn ánægðir með árangurinn og Cathrine Halle, markaðsstjóri IKEA. Iþróttafélögin hjálpa sér sjálf IÞROTTAFÓLK og íþróttafélög eru mikið í sviðsljósinu og umræða um málefhi þeirra oft mikil. Arangur á íþróttasviðinu er tiundaður í fjölmiðlum og þjóðin fylgist vel með í hvert sinn sem keppni fer fram og óhætt er að segja að ekkert vekur eins mikið þjóðarstoltið og glæsileg afrek í íþróttum þegar keppt er gegn öðrum þjóðum, að ég tali nú ekki um gegn stórþjóðunum. Hér heima markast umræðan oftast af spurningunni hvort til sé nægilegt fjármagn til að halda uppi öflugu starfi, en alkunna er að okkar fólk iðkar íþrótt sína við mun lakari aðstæður en íþróttafólk annarra þjóða. Þrotlaust starf einstaklinga til að halda uppi öflugu íþróttastarfi er einhver ánægjulegasti vottur þess að enn eru til menn sem nán- ast vilja fóma sér fyrir sitt íþrótta- félag, enda mörg þeirra rekin á myndarlegan hátt Ég las nýlega fréttir í dagblöðum að eitt þekktasta knattspyrnufélag landsins væri með skuldahala upp á nær 10 milljónir króna. Þetta er fjárhæð sem er til jafns við árs- rekstur heillar íþróttadeildar. í mínum heimabæ þar sem ég þekki best til er þessu ekki svona farið, og það sama á við um mörg önnur íþróttafélög. Á Akranesi hef- ur að undanförnu verið hægt að sjá þá staðreynd að enn er hægt að halda við gömlu hugsjóninni, að yirkja fjölda sjálfboðaliða til ýmissa starfa. Alkunna er að ýmis sveitar- félög hafa staðið vel að uppbygg- ingu íþróttamannvirkja og mörg þeirra setja umtalsvert fjármagn í félagsstarfið á einn eða annan hátt. Á Akranesi hafa á síðustu árum gerst merkilegir hlutir sem ég hygg að séu til eftirbreytni fyrir marga. Þessir hlutir hafa ekki farið neitt hátt, en þó vakið ýmsa til um- hugsunar. Akraneskaupstaður hefur alla tíð sýnt íþróttastarfi bæjarbúa ræktar- semi og bæjarbúar hafa ekki síður stutt vel sitt fólk. Nú á síðustu árum hafa menn talið að ýmislegt þyrfti að bæta, bæði í byggingu íþrótta- mannvirkja og eflingu íþrótta- starfsins. Bæjarfélagið sjálft var ekki í stakk búið til að fýlgja eftir öflugri uppbyggingu á eigin vegum, enda nýlega búið að taka í notkun eitt stærsta og glæsilegasta íþrótta- hús landsins og fyrir lá að byggja nýja sundlaug. Önnur mannvirkja- gerð svo sem skólar, dvalarheimili fyrir aldraða og fleira höfðu for- gang. En þá tóku íþróttafélögin til sinna ráða og hófu byggingu nýs íþróttahúss af fullkominni stærð og luku henm á þremur árum. A sama tíma gerðu knattspyrnumenn gras- æfingasvæði sem er um 12.000 fm að stærð og létu ekki þar staðar numið heldur fullgerðu félagsað- stöðu í samvinnu við sundfélags- fólk. Þessar framkvæmdir stóðu yfir aðeins brot úr sumri og var lokið á þeim tíma. Þá unnu félagar úr hinum ýmsu íþróttafélögum staðarins mikla sjálfboðavinnu við byggingu íþróttahússins og héldu jafnframt uppi öflugu íþróttastarfi. Þá má ekki gleyma því að félagar i goifklúbbnum hafa búið sér glæsi- lega aðstöðu á sínu athafnasvæði. Bak við allt þetta hafa bæjaryfir- völd staðið og styrkt með ráðum og dáð á margvíslegan hátt. í dag geta Akumesingar borið höfuðið hátt og sýnt öðmm að ýmislegt er hægt að gera sé yilji fyrir hendi. Fyrir nokkrum árum áttu íþrótta- félögin á Akranesi sáralitlar eignir og almennt félagsstarf var í dauf- ara lagi. Á þessu hefur orðið breyt- ing, í dag teljast þau stórveldi með eignir í höndunum sem skipta tug- um milljóna að verðmæti og öflugt íþróttastarf. Eignir knattspyrnufé- lagsins eftir vallar- og félagsað- stöðuframkvæmdimar nema nú um 10 milljónum króna, eða upphæð sem nemur fyrrgreindu tapi á rekstri eins félags, og hafa eignir félagsins tuttugufaldast á þeim tíma. íþróttabandalagið á nú íþróttahús sem að bmnabótamati er um 75 milljónir króna. Allt þetta starf við uppbyggingu íþróttamann- virkjanna hefur ekkert skyggt á velgengni á íþróttasviðinu því þar eiga menn íþróttafólk í fremstu röð nú sem fyrr. Þó glæsilega sé að verki staðið er hér ekkert einsdæmi á ferðinni, því önnur sterk íþróttafé- lög hafa byggt upp myndarlega aðstöðu og á sama tíma haldið uppi öflugu félagsstarfi. HUSGAHGAR okkar á milli. .. ■ NÝLEGA varð starfsfólk Sundahallar Selfoss vart við alklæðnað í einum af útiklefum á sundlaugarsvæðinu. í skyndi var hafín „dauðaleit" að eigand- anum og skimað ofan í útilaug- ina og heitu pottana. Þetta var á mánudagsmorgni og málið mjög svo dularfúllt enda hékk á snaganum alklæðnaður, nær- föt og allt tilheyrandi, og sokk- ar og skór voru á bekk við hlið- ina. Nokkrum dögum seinna upp- lýstist málið og eigandi vitjaði fatanna á lögreglustöðina. Þeg- ar þessi lausn málsins barst morgungestum laugarinnar sem urðu vitni að „dauðaleit- inni“, varð einum gestanna að orði að málið væri nú aldeilis ekki upplýst. — Nú, hvers vegna ekki? sögðu hinir. — Jú, þeirri spurningu er ósvarað hvernig blessaður mað- urinn var klæddur á leiðinni heim úr lauginni. - SJ. ‘MINNSTA PÖNTUN 10 STK. VERÐ KR. 42 PR. STK.* JOLAKORT EFTIR ÞÍNUM EIGIN MYNDUM Sendu vinum og vandamönnum skemmtilega og persónulega jólakveðju með jólakorti, eftir þínum eigin myndum. 3QC 7» Skipholti 31, simi 680450

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.