Morgunblaðið - 18.12.1988, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
33
f
Lögregla leggur á ráðin um árás á hættulega stjórnleysingja
í Austurborginni: Jörðin virtist hafa gleypt Pétur málara.
Umsátrið í Sidney-stræti: Aðeins tvö sviðin lík fundust og Pétur Churchill og lögregla í viðbragðsstöðu í Sidney-stræti: Hættulegir stjómleysingjar.
málari var hvergi sjáanlegur. Auglýst eftir Pétri málara, öðm nafni Pétri Piatkow: 500 pund i verðlaun.
götuna. Hann leitaði skjóls í inn-
gangi vörugeymslu, skyggndist um
og beið átekta.
Foringjar umsátursliðsins töldu
fært að taka húsið með áhlaupi og
Churchill samþykkti tillögu þeirra.
„Eðlisávisunin sagði mér strax að
við yrðum að sækja beint upp stig-
ann með stálplötu eða skjöld okkur
til vemdar og leit var gerð í málm-
steypusmiðjum í nágrenninu ...“
skrifaði hann. Leitin bar engan
árangur, en því hefur verið haldið
fram að þetta hafi verið kveikjan
að hugmyndum hans um skriðdreka
framtíðarinnar.
ímyndunarafl Churchills var svo
fjörugt að honum fannst óvinunum
í Sidney-stræti 100 fjölga stöðugt.
Hann samþykkti að fengnar yrðu
tvær fallbyssur og lagði til að menn
úr verkfræðisveitunum yrðu hafðir
til taks, ef koma þyrfti fyrir jarð-
sprengjum til að svæla morðingjana
út.
Og húsið brann
Klukkan eitt lagði reyk út um ris-
glugga og um hálftíma síðar stóð
felustaðurinn í björtu báli. Slökkvi-
liðið flýtti sér á vettvang, en lög-
reglumennirnir vildu ekki leyfa
bmnavörðunum að fara að bygging-
unni með vatnsslöngur sínar og gera
skyldu sína. Þeim var sagt að halda
sig í hæfilegri fjarlægð. Churchill
var þessu sammála. „Eg taldi betra
að láta húsið brenna til grunna,“
skrifaði hann, „en að fóma lífí góðra
Breta til að bjarga þessu illþýði."
Húsið stóð því í ljósum logum
klukkutíma í viðbót. „Þá loks,“
hermdi Daily News, „gekk Churchill
út á miðja götu og veifaði. Slökkvi-
liðsmenn komu askvaðandi og
sprautuðu vatni á brennandi húsið,
án þess að leiða hugann að því að
þeir kynnu að verða fyrir skoti ...“
Lögregluliðið hugðist ráðast til
atlögu, en Churchill gaf því merki
um að halda kyrra fyrir og gekk
ásamt lögregluforingja og vopnuð-
um varðliða að útidyram hússins nr.
100. Lögregluforinginn sparkaði í
hurðina. Dyrnar opnuðust og þeir
bjuggust við skothríð, en mættu
engri andspyrnu. Aðeins tvö kol-
brennd lík fundust í húsinu. Hvorugt
þeirra var af Pétri málara. Aldrei
tókst að hafa upp á honum. Hann
hvarf eins og jörðin hefði gleypt
hann, en nú er sem sé vitað að hann
var aldrei í raun og veru í Sidney-
stræti 100 ...
Kvikmyndatökumenn festu at-
burðinn á fílmu. Eddie Marsh, einka-
ritara Churchills, brá í brún þegar
hann skrapp í kvikmyndahús og
fylgdist með viðbrögðum áhorfenda
við bút úr fréttamynd með yfirskrift-
inni „Churchill stjómar aðgerðum".
Bíógestirnir létu vanþóknun sína
óspart í ljós og fussuðu og sveiuðu.
„Hann hleypti þessum drallusokkum
inn í landið!“ hrópuðu þeir æstir.
„Skjótið hann!“ hreytti einhver út
úr sér.
Arthur J. Balfour, fv. forsætisráð-
herra íhaldsflokksins, kvaddi sér
hljóðs í Neðri málstofunni og sagði
hæðnislega: „Það veldur okkur
áhyggjum að sjá ljósmyndir í mynda-
blöðunum af innanríkisráðherra vor-
um á hættusvæði. Ég get vel skilið
hvað ljósmyndarinn var að gera, en
hvers vegna var innanríkisráðher-
rann þarna?“
Hægriblöðin vora sammála því að
þetta væri fáránlegt mál. Churchill,
sem lagði grandvöll að miklum fé-
lagslegum umbótum á þessum áram
ásamt Lloyd George og gekk ekki
aftur í íhaldsflokkinn fyrr en löngu
síðar, átti í vök að veijast. Hann
sagði:
„The Times áfelldist mig fýrir að
koma í veg fyrir að hermenn yrðu
sendir til Tonypandy til að bæla nið-
ur verkfall velskra námamanna í
nóvember 1910. Nú áfellist blaðið
mig fyrir að senda þá til Sidney-
strætis. Það aðhyllist greinilega þá
kennisetningu að ávallt skuli senda
hermenn á vettvang til að bijóta
brezka námumenn á bak aftur í
vinnudeilum, en aldrei til að hand-
sama erlenda morðingja, þegar þeir
era að fást við glæpaverk. Þetta er
svo sem í samræmi við hugsun
íhaldsmanna á öðrum sviðum!"
Galvösk og þreytuleg hetja
Fijálslyndum stóð heldur ekki á
sama. A.G. Gardiner, ritstjóri Daily
News, skrifaði skv. The Last Lion
eftir William Manchester:
„Hann er alltaf ósjálfrátt að leika
hlutverk — hlutverk hetjunnar. Og
enginn áhorfandi að leik hans er
eins furðu lostinn og hann sjálfur.
Hann sér sig fyrir sér, þar sem hann
geysist yfír vígvöllinn, galvaskur
gegnum orrustureykinn — sigr:
hrósandi, ógurlegur, yggldur á brún
og brá, fremstur í flokki hermanna
sinna, sem treysta því að hann leiði
þá til sigurs og vita að hann mun
ekki bregðast þeim ...
Þetta era engin látalæti. Þetta er
ekkert fals. Hann er gæddur svo
fijóu og ævintýraríku ímyndunarafli
að einhver mikil afreksverk eru allt-
af í uppsiglingu og örlögin skipa
honum í hlutverk Agamemnons. Af
þessu stafar þessi uppskrúfaða al-
vara, sem svo einkennilegt er að sjá
í fari svona ungs manns. Þetta er
skýringin á þessum áhrifamiklu
stellingum, sem hann setur sig í;
þessum djúpu þögnum. Ut af þessu
varpar hann sér þreytulega í stól,
þungbúinn á svip, og grefur andlitið
í höndum sér. Af þessari ástæðu er
hann svona niðursokkinn í hugsanir
sínar.“
Gardiner komst að þeirri niður-
stöðu að „honum hætti til að ýkja
ástandið" hveiju sinni og senda „her-
lið út um allar trissur eins og Harma-
gedón sé í nánd þ.e. lokaorrasta
góðs og ills“. Hann væri of „melódra-
matískur".
Aðrir stuðningsmenn Fijálslynda
flokksins töldu að hann hefði sýnt
skort á ,jafnvægi hugans“ og notað
„sleggju til að bijóta hnetu“. Einn
leiðtogi flokksins, Charles Master-
man, spurði: „Hvern fjandann varstu
að gera núna?“ Churchill sagði:
„Láttu ekki svona, Charlie. Ég hafði
gaman af þessu!“
Pétur málari gleymdist fljótt.
Heimsstyijöldin fyrri nálgaðist og
Churchill fékk um annað að hugsa.
Hann varð flotamálaráðherra og
hafði flotann tilbúinn þegar stríðið
skall á 1914. Þá sakaði enginn hann
um óðagot. Síðan féll hann í ónáð
þegar herförin gegn Tyrkjum á
Gallipoli fór út um þúfur. Honum
tókst því ekki að stytta stríðið á
hugvitssamlegan hátt. Hann var
lengi að ná sér aftur'á strik. Aldar-
fjórðungi síðar hafði hann flotann
aftur tilbúinn og leiddi Breta til sig-
urs í nýrri heimsstyijöld.
Hver var Pétur málari?
Mál Péturs málara, sem hefur
virzt gleymt og grafið, hefur verið
kallað „stormur í vatnsglasi". En það
var lærdómsríkt fyrir Churchill og
margir hafa velt því fyrir sér hver
Pétur málari hafi verið í raun og
vera. Philip Ruff hefur engar óyggj-
andi sannanir fyrir því að hann hafi
fundið rétta manninn, en að sögn
The Observer bendir ýmislegt til
þess að honum hafí tekizt það.
Þrennt má nefna að sögn blaðsins:
• Bréf sem fundust. Utaná-
skriftin var Straume. Vitað var að
Eliass notaði m.a. dulnefnið Pétur
Straume frá Riga, þótt Pétur
Piatkow væri þekktara dulnefni.
• Tengsl Eliass við Fritz Svaars,
annan þeirra manna, sem biðu bana
í Sidney-stræti 100. Eliass bjargaði
Svaars þessum í árásinni á lögreglu-
stöðina í Riga 1906. Svaars sagði
vinkonu sinni í Londonað „Pétur“
væri við nám i listum. Eliass stund-
aði einmitt nám í þeirri grein.
• Vinkona Péturs málara hét
Anna. Síðar gekk Eliass að eiga
konu, sem hét því nafni.
Pétur málari varð síðar prófessor
við listaakademíuana í Riga. Á efri
áram var hann sæmdur titlinum
„alþýðulistamaður lettneska lýðveld-
isins“. Philip Ruff vinnur að þvi að
gefa út bók um þetta undarlega
mál, sem veitti Churchill mikilvæga
reynslu, ásamt sovézkum sagnfræð-
ingi, Valentín Steinberg að nafni.
Vetur í Portugal
Hvernig væri að stinga aíúr myrkrinu,
kuldanum ogslabbinu um tíma?
Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OG FERÐAVAL
bjóða ykkur upp á 4, 6, 8-10 vikan ferðir til Portúgal í vetur.
Hægt er að velja um gistingu á Madeira, Algarve eða Lissa-
bonnströndinni. Verð frá kr. 53.200,-
Einnig standa ykkurtil boða styttri ferðir(3-30 dagar) með gist-
ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúg-
al. Þig getið heimsótt heimsborgirnarLissabon og London í
einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leikið golf á
einhverjum bestu golfvöllum Evrópu.
Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval
af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madeira.
Ef þig vantarferðafélaga, þá er hann
e.t.v. á skrá hjá okkur.
Alltflug fer ígegnum LONDON
og þvígefst farþegum kostur á
að stoppa þar, hvort sem er á
útleið eða heimleið.
evrópuferðir
4, 6, 8,
og 10 vikur
Lissabon
Algarve
Hi'iþrnm
Nánari upplýsingar fúslega
veittará skrifstofu okkar.
-----HAMRABORG1-3,200 KÓPAVOGUR
Travel simi 641522
KLAPPARSTÍG 25-27
101 REYKJAVÍK,
SIMI628181.
FERDAmVALHF
TRAVEL AGENCY vJJ//
HAFNARSTRÆTI 18,
101 REYKJAVÍK, SÍMI 14480.