Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 35 Guðmundur Lárus- son — Minning Minningargreinar þær um Guðmund Lárusson sem hér fara á eftir áttu að birtast i blaðinu í gær. Eru allir aðilar beðnir vel-' virðingar á mistökunum. Hinn 6. desember sl. lést á sjúkrahúsi í Reykjavík Guðmundur Lárusson, aðeins tæplega 24 ára gamall. Þungbæru og miskunnar- lausu stríði við ólæknandi sjúkdóm er lokið. Fyrir tæpum þremur árum kenndi Guðmundur fyrst þessa sjúkdóms, sem nú hefur haft yfir- höndina. Hann háði mikla hetjubar- áttu þessi ár. Með nýjum og nýjum lækningaaðferðum kviknaði sífellt vonarbjarmi, um að nú væri betri tími framundan, og af þeim sökum urðu vonbrigðin enn sárari og bitr- ari þegar bakslögin komu aftur og aftur. Fyrir ættingja og vini hefur þessi tími verið mikil sveifla á milli vonar og ótta. Mikið álag, sem erf- itt er fyrir aðra að gera sér í hugar- lund. Guðmundur fæddist 20. desem- ber 1964 og ólst upp hér í Hvera- gerði. Glöð og áhyggjulaus liðu æskuárin. Við fylgdumst með myndarlegum, glöðum og sóma- kærum unglingi, sem fékk gott uppeldi og átti athvarf hjá ástríkum og góðum foreldrum, en þau eru hjónin Sonja Andrésdóttir og Lárus Kristjánsson, sem lengst af hafa búið í Dynskógum 2 hér í Hvera- gerði. Fimmtán ára gamall knúði Gummi Lár, eins og við ávallt köll- uðum hann, dyra hjá mér og falað- ist eftir sumarvinnu. Það var aúð- sótt mál, þar sem ég sá strax í fari hans alla þá eiginleika, sem góður starfsmaður þarf til að bera. Þannig vann Gummi Lár hjá okkur í ísgerðinni mörg sumur og þegar hann að aflokinni sumarvinnu fal- aðist eftir vinnu næsta sumar, var það ávallt fastmælum bundið að hann kæmi að afloknum skóla. Hann var einhver sá albesti sum- arvinnuunglingur sem við höfum haft. Hann var óhemju duglegur til allra verka, ávallt léttur og kátur. Fljótur að tileinka sér mismunandi störf og í allri umgengni hvers manns hugljúfi. Gummi Lár var þannig í öllum störfum og viðkynn- ingu hinn besti fulltrúi æsku lands okkar. Af þeim sökum er söknuður- inn ennþá sárari, að hann skyldi ekki eiga lengri lífdaga hér á með- al okkar. Gummi Lár lauk stúdentsprófi með ágætum vitnisburði og að því loknu leitaði hugur hans til lengra náms og hann hóf nám í Háskóla íslands. Um þetta leyti hafði hann kynnst elskulegri stúlku frá Sel- fossi, Dagnýju Sigurbjörgu Jóns- dóttur. Þau leigðu snotra íbúð í Reykjavík og hófu búskap þar. En stuttu seinna dró ský fyrir sólu hjá þessum hamingjusömu ungmennum. Þegar lífið á að blasa við og öll framtíðin mörkuð vonum. Hinn banvæni sjúkdómur ágerðist og tók sig upp aftur og aftur. Þau gengu í hjónaband 2. apríl sl. og í lífi þeirra beggja braust þó fram sólargeisli síðustu mánuði, þegar þeim fæddist dóttir. Hún var skírð fyrir liðlega mánuði og hlaut nafnið Hera. Gummi Lár fékk þarna á síðustu mánuðum ævi sinnar sólar- geisla, sem hefur án efa skinið skært á erfíðum stundum. Mikið hefur verið lagt á ungu konuna og fátækleg huggunarorð fá hér litlu áorkað. Við sem kynntumst Gumma Lár, geymum í huga okkar ljúfar minn- ingar um glaðværan og elskulegan dreng, sem sýndi óendanlegt þol- gæði í baráttunni við ofureflið. Við vottum litlu dóttur hans, ungu konunni, sem stóð allan tímann eins og klettur við hlið hans seinustu árin, foreldrum hans og öllum ættingjum dýpstu samúð okk- ar. Við biðjum algóðan Guð að vaka yfir og blessa minningu Guðmundar Lárussonar. Hafsteinn Kristinsson í gær, laugardaginn 17. desem- ber 1988, var jarðsunginn í Hvera- gerðiskirkju góður vinur okkar Guð- mundur Lárusson. Foreldrar hans eru Lárus Krist- jánsson og Sonja Andrésdóttir og átti hann einn eldri bróður. Við kynntumst Guðmundi vetur- inn 1983, en þá var hann nýbyijað- ur að vera með Dagnýju S. Jóns- dóttur, vinkonu okkar og skólasyst- ur. Við tókum strax eftir því hversu rólegur og yfirvegaður Guðmundur var dags daglega, en þó var oft stutt í glensið og ekki lá hann á liði sínu ef einhver þarfnaðist hjálp- ar. Haustið 1984 hófu Dagný og Guðmundur sambúð og um vorið 1985 lauk Guðmundur stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund. Um haustið sama ár hóf hann síðan nám við Háskóla Islands í félags- fræði. Framtíðin virtist blasa björt við þessu unga fallega fólki, en margt fer öðruvísi en ætlað er, því Guð- mundur veiktist fljótlega af þeim sjúkdómi sem nú hefur lagt hann að velli. 2. apríl síðastliðinn gengu Guð- mundur og Dagný í hjónaband og 29. ágúst fæddist þeim dóttirin Hera. Maður getur aldrei sett sig alveg í spor þeirra sem þurfa að beijast fyrir lífi sínu með vonina eina að vopni. Við slíkar aðstæður reynir mjög á þrek aðstandenda. Þessa raun stóðst Dagný með góðum stuðningi foreldra og tengdafor- eldra. Við kveðjum nú Guðrnund með söknuði og trega og sendum þér, elsku Dagný, og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ólöf og Guðmundur t Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför bróður okkar, HJALTA JÓNSSONAR járnsmiðs, Hátúni 10a. Vilborg Hjaltested, Þuríður Billich, Ögmundur Jónsson, GunnarJónsson. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við Guð um þúsund ár. (H. Laxness) Nú er hann dáinn, elsku frændi okkar, eftir erfitt stríð við vágest þann er marga fellir. Þó því hafi löngum verið haldið fram að þeir deyi ungir sem guðim- ir elska, þá er það óneitanlega sárt að horfa á eftir svo ungum og lífsglöðum manni sem Guðmundur var. En við höfum þá trú að Guð hafi ætlað honum annað hlutskipti, og sú vissa styrkir okkur nú. Guðmundur er yngri sonur hjón- anna Sonju Andrésdóttur og Lárus- ar J. Kristjánssonar. í apríl sl. kvæntist hann Dagnýju S. Jóns- dóttur og eiga þau eina dóttur, Heru, sem nú er tæplega 4ra mán- aða. Hera litla varð ekki nema að litlu leyti aðnjótandi elsku föður síns, en hún á góða að og megi þeim veitast styrkur til að standa með henni í framtíðinni. Með þessum fáum orðum viljum við sýna elskulega frænda okkar þakklæti fyrir alla hans elsku og hlýju í okkar garð. Elsku Dagný, Hera, Sonja, Lárus og Kristján, megi Guð styrkja ykk- ur í þessum mikla missi og höfum hugfast að minningin lifir um góðan dreng. Soffia og Svava t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIGERÐAR GUÐBJARGAR GUÐLAUGSDÓTTUR, Heiðarvegi S, Selfossi. Sérstakar þakkirtil hjúkrunar- og starfsfólks Ljósheima, Selfossi. Kristín Guðfinnsdóttir, Árni Guðfinnsson, Guðrún Guðfinnsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, INGIBJARGAR ÁRNADÓTTUR, Vogatungu 99, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og alls starfsfólks deilda A-4, A-5 og E-6 á Borgarspítalanum. Ólafur Jóhannessson, Sigrún Ólafsdóttir, Oddný Ólafsdóttir, Aðalgeir T. Stefánsson, Frfða Ólafsdóttir, Gunnar R. Jónsson, Jóhanna Ólafsdóttir, Leifur Ólafsson, Anna Kristín Ólafsdóttir, Hrafnhildur Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Hió frábæra tungumálaspil, Polyglot, er nú loks komið til íslands. POLYGLOT er andlega þroskandi og menntandi leikur sem hefur verió hannaður fil þess að örva skilning og þekkingu á erlendum tungumálum. Hér er valið tækifæri til að efla tökin á ensku, frönsku, íslensku, ítölsku, spænsku og þýsku. Happaglot fylgir hverju spili. í vinninga eru: ferð fyrir tve til Florída med Flugleiöum og Hexaglot - nýjasta tungumálatölva í heimi. Verökr. 3.390.- Fæst í ritfangaverslunum um land allt. Póstkröfusími: 32750 mmm ■■■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.