Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.1988, Blaðsíða 38
4 Fremdar- frúmar * Eg hef mikið verið að hugsa um konur í óperum að undanförnu. Konur eins og Donnu Elvíru í Don Gio- vanni, Paminu og Papagenu í Töfraflau- tunni, Leonoru í Fidelíó, Isolde, Carmen og Toscu í sam- nefndum óper- um og margar fleiri. Kven- röddin greinist í tvennt háa og djúpa rödd, sem við köllum sópran og alt. Einhvers stað- ar á milli liggur mezzo-sópr- an. Og á alhæsta sviðinu ligg- ur koloratúr-sópraninn eða flúrsöngurinn. Aðalhlutverk- in í óperunum er sungin af konutegund sem kallast prímadonnur eða fremdarfr- úr. Það hefur löngum farið mikið orð af skapsmunum þeirra. Þær hafa stundum þótt erfiðar i umgengni og tip- pilsinna eins og sagt var í _ denntíð. Það eru til margar sögur um prímadonnur. Þar er mikil list fyrir unga söngv- ara, einkum tenórsöngvara, að syngja á móti þeim. Fræg er sagan um MaríU Callas. Hún var að syngja í La Scala óperunni á móti tenórpilti. Þau stóðu sitt hvoru megin á senunni og hófu sig upp á háa c—ið. Piltur hélt út háa c—inu sekúndubroti lengur en Call- as. Það varð dauðaþögn í hin- um þijúþúsund manna sal, er prímadonnan gekk þvert yfir sviðið, þungum skrefum, að pilti, og rak honum rokna löðrung. Þá braust út voldugt lófatak. Það þykir ekki hæfa að hafa margar primadonnur á sviðinu í einu eða láta þær syngja mikið saman. Hándel gamli gerði þá kórvillu að semja dúett eða tvísöng fyrir tvær prímadonnur. Það fór eins og við mátti búast: þær flugust á fyrir framan áheyr- og horfendur, hárreittu hvor aðra, öllum til mikillar skemmtunar. Spottarar gerði grín að þessu og sömdu Betl- araóperuna um atvikið. Síðan hafa alvarleg tónskáld forð- ast að semja prímidonnudú- etta. Það eru til nettar prima- vlonnur og skapheitar eins og þær sem syngja hlutverk Carmen, en hún var sígauna- stelpa, varasöm nokkuð, og ástleitin — allt að því daðurd- rós. En svo eru til stórar, miklar og þéttvaxnar og þungar primadonnur sem syngja hlutverk isolde. Óp- eran endar á því að hún springur af harmi og fellur til jarðar með miklum skelli, of- an á Tristan sem þá er látinn. Þá þarf að taka á honum stóra sinum. Það eru dæmi þess um prímadonnur í Wagners- óperum sem hafa spengt hvern tenórinn á fætur öðr- um. Stundum hafa þeir þó komist í gegn um óperuna, laskaðir mjög, með mikla slagsíðu. En til eru menn sem geta staðið upp í hárinu á prímadonnum. Það eru hetju-tenórar en þeir eru efni í sérstaka grein. eftir Atla Heimi Sveinsson MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988 ----------------------------------------------------------------------------------------------------- i JOLAUNDIRBUNINGUR Bráðum koma blessuðjólin VÍÐAST HVAR er fólk farið að undirbúa jólin. Sumir hafa verið að kaupa eina og eina jólagjöf síðustu mánuði meðan aðrireru á hlaupum á Þorláksmessu. I verslunum sjást konur kaupa inn fyrir baksturinn og reyndar hafa margar lokið því sem gjarnan er meira en tvö dagsverk. Það hefúr og heyrst að ein og ein húsmóðir í Vesturbænum hafi undirbúið jólin snemma í nóvember og taki síðustu dögum fyrir jól með stóískri ró. En flestir eru þessa dagana að rölta í verslunum og skoða jóla- gjafir, jólaföt og annað sem tilheyrir þessari hátíð. Bömin vita vel að á jólum fá allir eitthvað fallegt og reyndar er það smáfólkið sem jóla- sveinunum þykir vænst um af öllu. Böm bíða í ofvæni hvem morgun eftir að sjá hvað kemur í skóinn og velta endalaust vöngum yfir því hvemig jólasveinum tekst að klifra upp á svalir, eða læða einhveiju inn um lokaðan glugga! Sum eiga þau í stríði við sjálf sig hvort betra sé að vera góður og fara snemma að sofa eða vaka og leika sér aðeins lengur. Þá eiga þau á hættu að fá skemmda kartöflu í skóinn og það em óskemmtileg ör- lög. Jólasveinarnir fá stundum skringilega stafsett bréf og það sem bömum getur dottið í hug að skrifa! Það myndi heldur enginn nema jóla- Morgunblaðið/Ami Sæberg Rétta íslendingar bágstöddum hjálparhönd, svona mitt í jólainn- kaupum? Þessi ungi maður frá Mexíkó kvað svo vera. Sérstaklega þegar farið væri í heimahús. Hann var að safna fé með hljómplötusölu og átti það að renna í sjóð til styrkt- sveinn varðveita þann ómetanlega fjársjóð. En hvað um það, nú em jólin ofarlega í hugum flestra þótt eflaust óski þess einhverjir að jólin mættu vera lengri í ár. „Fólk í fréttum" leit við í einni verslanamiðstöð borgarinnar og for- vitnaðist meðal annars um kostnað- arhliðina. Hvað ætli jól kosti eina sex manna fjölskyldu, eða bara vísi- tölufjölskylduna? Flestir töldu að sex manna fjölskylda færi ekki með und- ir tvö hundmð þúsund í allan kostn- að, jafnvel færi kostnaðurinn upp í 300 þúsund. Tveggja til þriggja Margrét var í innkaupaleiðangri með börn sín Evu Dögg og Gunnar Þormar. Þau em utan‘ af landi og hafa í mörgu að snúast, segir Margrét, enda er hún þriggja bama móðir. Hún taldi að að minnsta kosti sjö tugir þúsunda fæm í kostnað vegna jóla þótt hún ætlaði að reyna að spara. Jú, það koma auðvitað jólasveinar í Mýrdalinn líka og skór fá að prýða gluggakist- ur þar eins og víða annars staðar. manna ijölskyldur þyrftu að minnsta kosti 50-100 þúsund til þess að geta haft það sómasamlegt. Börnin vita á hveiju von er og er það guðs mildi að þau þurfi ekki að velta vöngum yfir krónum og aurum. Og bráðum koma þau . .. blessuð jólin. Þær Bára og Brynhildur, sex ára, vom að sleikja ís af slíku kappi að ekkert í heiminum var mikilvægara. Bára „fékk ekkert í skóinn af því að ég fór of seint að sofa og samt var klukkan bara hálf tíu.“ Ekki var það vænlegra hjá Brynhildi litlu sem hafði fengið skemmda kartöflu í skóinn. Hafði hún virkilega verið svona óþekk? Það hafði lítið dúkkukoddaver fylgt og „það var af því að ég var stillt en fór samt seint að sofa. Klukkan ellefu," seg- ir hún drýgindalega og hin horfir furðu lostin á hana. Óréttlæti heimsins er vandlega íhugað en síðan er yppt öxlum og skundað orðalaust á braut. MORGUNBLAÐIÐ í 75 ÁR: „Það les ég meðan ég hef sjón“ - segir Guðrún Guðmundsdóttir áskrifandi Hvað margir hafa lesið Morgunblaðið frá upphafi eða í 75 ár? Eflaust eru þeir fáir sem muna þá daga er Morg- unblaðið kom fyrst í hús til lands- manna. Guðrún Guðmundsdóttir, 94ja ára að aldri, er ein þeirra, en hún hefúr verið áskrifandi að Morgun- blaðinu frá byrjun. Þrátt fyrir háan aldur hefur hún ótrú- lega gott minni. Hún man alda- mótaárið, þegar sex ára gömul stökk hún yfir lækinn á leið heim að Gröf, og hún man komu Friðriks áttunda þegar hann og Hannes Hafstein fóm á hestum yfír Þjórsárbrú og henni fannst Hannes svo miklu fyrirmannlegri en kóngurinn. „Ja Morgunblaðið hef ég lesið á hveij- um degi í 75 ár. Ég var stödd á Akur- eyri, hjá bróður mínum, Sigurði Hlíðar Einarssyni, dýralækni, þegar blaðið kom fyrst út. Því var vel fagnað og blaðið var lesið upp til agna. Það má nú segja. Mogginn var ekki svona stór eins og hann er núna, nei, hann hefur mikið breyst. Það var ekki svona mikið af auglýsingum þá eins og nú, en ég fletti nú alltaf yfir þær,“ segir Guðrún kankvís á svip. — En hvað les hún helst í Morgun- blaðinu í dag? „Nú ég les allt sem ég hef áhuga fyr- ir. Ég les minningargreinar og allt sem er einhver fróðleikur í, viðtöl við hina og þessa og skemmtiefnið les ég alltaf. En pólítík, hana læt ég eiga sig. Þó fylg- ist ég með og fer alltaf að kjósa. Ein- staka sinnum lít ég á hvað þeir hafa að segja, ef það em ekki mjög langar grein- ar. Sumir em alltaf að segja eitthvað en aðrir láta aldrei heyra í sér. Það er nú svo skemmtilegt að þegar ég heyri frá Halldóri Blöndal, þing- manni, sem ég er nú kunnug, þá verður mér stundum hugsað til móður hans. Hennifannstþað ekki almennilegt hvað hann var seinn til máls. En svo varð bamið allt í einu altalandi á einni viku. Hann vissi sínu viti eins og Láras gamli fað- ir hans sagði alltaf. Svona getur þetta nú verið. En Morg- unblaðið kaupi ég alltaf, Morg- unblaðið og Hjemmet. Það les ég meðan ég hef sjón.“ Þær systur Ragnheiður og Bryndís Marteinsdætur vom að kaupa inn, með lítil böm sín. Jólagjafir verða auðvitað misdýrar en þeim fannst leikföngin í ár ekki vera óhóflega dýr. Hinsvegar fengist ekkert undir tvö þúsund kallinum handa bömunum. „Mér finnst jólin yndisleg," segir Ragnheiður og bætir við: „Það em fjögur böm á mínu heimili og helst vilja þau vaka eftir jólasveininum." Hún Sigríður Marta sem hér sést í fanginu á mömmu sinni fær alltaf í skóinn enda lognast hún ætíð útaf tímanlega. Og hvað á að borða á jólum? Rjúpur vom það, heillin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.