Morgunblaðið - 18.12.1988, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 1988
39
kvíðin en kveið svo reyndar frekar
fyrir veislunni en athöfninni
sjálfri,“ segir Helga. „Við völdum
daginn, 10. desember, vegna þess
að afi og amma áttu þá 50 ára
brúðkaupsafmæli. Eftir vígsluna
héldum við mikla veislu á Holiday
Inn. Um kvöldið höfðum við partý
heima fyrir vini en stungum af
og eyddum brúðkaupsnóttinni í
svítunni á Holiday Inn,“ segir
Oddur og þau brosa eins og þau
búi yfír fallegu leyndarmáli.
— En trúmálin?
Helga verður fyrir svörum. „Eg
sagði einhvern tíma við vinkonu
mína að ég væri hræsnari vegna
þess að ég leitaði aldrei til Guðs
nema þegar eitthvað bjátaði á.
Hún sagði mér þá að það skipti
engu máli. Guð væri þolinmóður
og fyrirgæfi mér það.“ „Kannski
verður maður ekki var við að það
að vera trúaður fyrr en eitthvað
bjátar á. Þá hugsar maður
kannski meira um þá hluti,“ bæt-
ir Oddur við. En finnst þeim
kannski unga kynslóðin vera trú-
laus?
„Það fylgir nútímafólki mikið
basl, sem leiðir til þess að fólk
gleymir alveg sjálfu sér í kapp-
hlaupi og stressi. Ég held að and-
lega hliðin vilji gleymast," segir
Oddur og Helga bætir þá við „Það
verður að leggja rækt við sjálfan
sig og sambandið. Ekki vera alltaf
á hlaupum, þá er tíminn þotinn
frá manni.“
Brúðhjónin Oddur Sigurðsson
og Helga Kristín Unnarsdóttir.
Ljósmyndarinn/Jóhannes Long
BRÚÐHJÓN VIKUNNAR
„Þetta var
falleg* stund“
Brúðhjón vikunnar eru þau
Oddur Sigurðsson og Helga
Kristín Unnarsdóttir. Athöfnin
fór fram þann 10. desember í
Víðistaðakirkju og var það séra
Kristján Einar Þorvarðarson
sem gafþau saman.
Þau kynntust fyrir sex árum
á heimavelli Helgu, á Eski-
firði. Hún vann við að afgreiða
þar bensín þegar hann, utan-
bæjarmaðurinn, fór að gefa henni
hýrt auga. Þau hittust á jóladans-
leiknum og eftir áramótadansleik-
inn fór hann suður. Þau voru í
símasambandi fram á vor, þá
flugu þau fyrir aleiguna til Florída
og eftir það trúlofuðu þau sig.
Oddur og Helga höfðu verið í sam-
búð í sex ár þegar þau ákváðu
að drífa í því að gifta sig. Þá var
og komin lítil manneskja í heim-
inn, hann Sigurður Pétur, sem nú
er 7 mánaða gamall.
„Að ganga í hjónaband er stórt
skref, þetta var falleg stund og
hátíðleg. Ég hélt að ég yrði mjög
Þau giftu sig
■ Oddur Sigurðsson og
Helga Kristín Unnarsdóttir
■ Jónas Kristjánsson og
Hildur Halldórsdóttir
■ Jón Grétar Kristjáns-
son og Þóra Katla Bjarna-
dóttir
■ Ragnar Jónsson og
Hrefna Indriðadóttir
■ Jón Hólmgeir Steingr-
ímsson og Soffía Hilmars-
dóttir
Hér með er óskað eftir
innsendum nöfnum þeirra
er gengið hafa í hjónaband
nýverið. Vinsamlegast
hringið í síma 691162 á
skrifstofutíma eða sendið
upplýsingar um nöfn brúð-
hjóna og brúðkaupsdag,
ásamt símanúmeri. Um-
slagið skal merkt: Morgun-
blaðið „Fólk í fréttum"
Pósthólf 1551, 121
Reykjavík.
Guðrún Guð-
mundsdóttir
var búin að líta
yfir fimmtu-
dagsblaðið og
var sest við
pijónana er
blaðamann bar
að garði. Yfir
40 pör af vettl-
ingum og hos-
um voru ætluð
til jólagjafa svo
ekki þyrftu
blessuð
langömmu-
börnin hennar
og aðrir ætt-
ingjar að
krókna á hönd-
unum ef að
kólnaði.
HamtiorQ
BÚSÁHÖLD & GJAFAVÖRUR
LAUGAVEG! 22 • S 12527 & 19801
Hafnarstræti 1 • S 12527
Blóma-
salur
Jólapakkakvöld
Jólapakkakvöldin okkar hafa notið mikilla vinsælda undan-
farin ár. Nú endurtökum við þau laugardagskvöld og sunnu-
dagskvöld.
Matseðill
Reyksoðið kalkúnarbrjóst m/kampavínssósu
Laxaseyði með ostakexi
Heilsteiktar nautalundir m/rauðvíns-
og grænpiparsósu ..sáÉSI
Kiwikrapís
Kaffi og konfekt
Matseðillinn gildir sem happdrættismiði.
Aðalvinningur er flugfarseðill til London.
Víkingaskipið er sérstaklega skreytt.
Ingveldur Hjaltested syngur jólasálma við undirleik Jónínu
Gísladóttur.
Sigurður Guðmundsson leikur jólalög á píanó.
Stjórnandi kvöldsins verður Hermann Ragnar Stefánsson.
Módelsamtökin kynna jólafatnað á alla fjölskylduna, börn,
unglinga og fullorðna.
Borðapantanir í síma 22322 - 22321
Veríð velkomin
HOTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIOA
' HOTEL
m í toji P
7 Metsölublad á hverjum degi!