Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 9. tbl. 77. árg. FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgimblaðsins Pressens Bild Sænskir nemendur mótmæla niðurskurði Komið hefur til viðtækra mótmæla í Sviþjóð vegna áforma ríkisstjórnar jafiiaðarmanna nm niðurskurð á framlögum tíl framhaldsskóla. Yfir tiu þúsund nemendur fóru í mótmælagöngu um götur Stokkhólms á miðvikudagskvöld og er þeir komu að menntamálaráðuneytinu rifu sumir upp tijáplöntur, er þeir fleygðu i lögreglu- menn. Aðrir úr hópnum reyndu að klifra yfir múra þinghússins. „Feldt [Qármálaráðherra Svíþjóðar] er að ganga af skólunum dauðum,“ hrópuðu unglingamir. Kennarar áforma að halda mótmælafund i Gautaborg á morgun, laug- ardag. Á myndinni sjást mótmælendur við ráðu- neytíð. Reuter Þjóðleg ftutningatækni Þessir framtakssömu ungu menn reka flutningafyrirtæki í borg- inni Kalkútta á Indlandi. Eftír nokkrar vangaveltur um hvemig tryggja mættí viðskiptavinum sem besta og skjótasta þjónustu afréðu þeir að beita þjóðlegri aðferð við flutningana og þykir hún hafa gefist sérlega vel. Bandaríkin: Nýja rík- isstjórnin fullskipuð Washington. Reuter. GEORGE Bush, sem sver emb- ættiseið forseta Bandaríkjanna næsta föstudag, hefur lokið við skipan ríkisstjómar sinnar. í gær tilnefhdi hann James Watkins til embættís ráðherra orkumála og að auki skipaði hann William Bennett, fyrrum menntamála- ráðherra, formann sérstakrar nefndar sem stjórna mun baráttu ríkisstjóraarinnar og þingsins gegn eiturlyQabölinu. James Watkins er 61 árs og fyrr- um flotaforingi. Hann var formaður nefndar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti skipaði til að gera úttekt á umfangi alnæmisvandans í Bandaríkjunum. Nefndin skilaði skýrslu um málið og gagnrýndi Watkins viðbrögð Reagans við henni og sakaði hann um að veita ónógum fjármunum til að hamla gegn útbreiðslu sjúkdómsins. William Bennett er 45 ára að aldri. Hann var skipaður mennta- málaráðherra árið 1985 en lét af því embætti síðastliðið suraar. Við starfi hans tók Lauro Cavazos og mun hann gegna því embætti áfram í ríkisstjóm George Bush. Ronald Reagan Bandaríkjafor- seti flutti kveðjuávarp sitt til banda- rísku þjóðarinnar á aðfaranótt fímmtudags og lagði einkum áherslu á endurreisn bandarísks efnahagslífs á undanfömum ámm auk þess sem hann kvað sjálfsvirð- ingu þjóðarinnar hafa vaxið. Sjá einnig „Endurreisn efha- hagslífsins. . . “ á bls. 20. Nagomo-Karabakh: Taka Kreml- verjar við stjórninni? Moflkvu. Reuter. FORSÆTISNEFND Æðsta ráðs Sovétríkjanna hefiir afráðið að sérstöku stjómarfyrirkomulagi verði komið á í héraðinu Nag- orao-Karabakh í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan. Sovéska frétta- stofan TASS greindi frá þessu í gær og er líklegt talið að hérað- inu umdeilda verði stjórnað beint frá Moskvu. Armenar og Azerar hafa deilt ákaft um yfirráðaréttinn yfir hérað- inu en það er að mestu byggt Arm- enum þótt það teljist sjálfsstjómar- hérað innan Azerbajdzhan. í frétt TASS var þess ekki getið hvert hið nýja stjómarfyrirkomulag væri en líklegt þykir að héraðið verði fært beint undir ráðamenn í Kreml. Nokkrir helstu talsmenn armenskra þjóðemissinna, sem vilja að héraðið verði sameinað Armeníu, hafa látið að því liggja að þeir gætu sætt sig við þessa skipan mála. • Sjá einnig „Armenar í vanda“' á bls. 22. Náttúruhamfarirnar í Sovét-Armeníu: Sex fínnast á lífi eft- ir 36 daga í rústunum Moskvu. Reuter. SEX menn hafa fundist á lífi í húsarústum í borginni Lenín- akan sem þvi sem næst jafiiaðist við jörðu í náttúruhamföranum í Armeníu þann 7. desember síðastliðinn. Sovéska fréttastof- an TASS skýrði frá þessu í gær en mennimir fundust á miðviku- dag, 36 dögum eftír að land- skjálftínn ógurlegi reið yfir. Björgunarsveitir fundu mennina í kjallara níu hæða fjölbýlishúss sem hrundi til gmnna í jarðskjálftanum. Að sögn eins mannsins, Aikaz Akopíjans, var hann staddur í kjall- ara hússins ásamt fimm nágrönnum sínum og hugðust þeir flytja mat- væli í krukkum úr geymslum þar er jarðskjálftinn reið yfír. „Þá heyrðum við undarlegan dyn og veggir hússins tóku að hrynja. Ég taldi víst að styijöld hefði brotist út,“ sagði hann. Einn mannanna handleggsbrotn- aði er húsið hrundi en aðra sakaði ekki. „Við höfðum engar áhyggjur af mat eða skorti á drykkjarföngum vegna þess að í kjallaranum voru krukkur sem geymdu saltaðan mat auk þess sem þar var að finna grænmeti og ávexti," sagði Akopíj- an. „Við gættum þess að ganga ekki of hratt á birgðimar og efuð- umst aldrei um að við myndum finnast," bætti hann við. I frétt TASS sagði að Akopíjan kynni ýmislegt fyrir sér á sviði skyndi- hjálpar og hefði hann nuddað hand- legg þess sem slasaðist til að lina þjáningar hans. Hefðu mennimir verið fluttir í sjúkrahús og væri líðan þeirri eftir atvikum góð. í síðustu viku skýrði frönsk út- varpsstöð frá því að 17 manns hefðu fundist á lífi í húsarústum í bænum Spítak. Sovéskir embættismenn bám frétt þessa tilbaka og sögðu fólk síðast hafa fundist á lífi á að- fangadag. Náttúmhamfarimar ollu gífurlegum skemmdum í borgunum Lenínakan og Kírovakan en bærinn Spítak, sem var næst skjálftamiðj- unni, jafnaðist nánast við jörðu. Yfirvöld í Sovétríkjunum em tek- in til við að skipuleggja uppbygg- ingarstarfið í Armeníu. Gert er ráð fyrir því að 150.000 verkamenn hafi það starf með höndum en kostnaðaráætlunin hljóðar upp 10 milljarða rúblna (tæpa 800 millj- arða ísl kr.). Reuter Aikaz Akopíjan, sem björgunar- menn í Armeníu fimdu á lífi á miðvikudag ásamt fimm mönn- um öðrum. Bálreiðir gyðingar hrópa Shamir niður Bracha & Vesturbakkanum, Jerúsalem. Reuter. REIÐIR gyðingar, sem búsettir eru á hemumdu svæðunum i ísra- el, hrópuðu Yitzhak Shamir, for- saetisráðherra landsins, niður í gær við minningarathöfn um tvo Israela, sem Palestinumenn urðu að bana á Vesturbakkanum. Gyð- ingar á herteknu svæðunum efiidu ennfremur til allsheijarverkfidls. ísraelskir hermenn skutu tvo Pal- estínumenn til bana og særðu að minnsta kosti átta mótmælendur í bæjunum Tulkarm og Hebron á Vest- urbakkanum í gær. Ibúar á 32 svæð- um gyðinga á Vesturbakkanum og Gaza tóku upp baráttuaðferð Pal- estínumanna, sem þeir hafa beitt frá því uppreisn þeirra hófst fyrir 13 mánuðum, og lokuðu skólum, fyrir- tækjum og verslunum, auk þess sem þeir reyndu að loka vegum til að mótmæla því að hemum hefur ekki tekist að bijóta andóf Palestínu- manna á bak aftur. Þjóðemissinnaðir gyðingar, með fána á lofti, söngluðu í sífellu „þú ert ábyrgur", þegar Shamir hvatti til þjóðareiningar og flutti þann boð- skap að enginn stæði uppi sem sigur- vegari í borgarastyijöld. Varð hann tvívegis að gera hlé á máli sínu vegna hrópa mannfjöldans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.