Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 Atvinimtryggingarsj óður: Ríkissjóður ber einfalda ábyrgð á skuldabréfimum - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- herra lagði fram á ríkissljórn- arfundi í gærmorgun álit þriggja lögfræðinga, sem hann fékk til að meta ábyrgð ríkisins á skuldabréfum Atvinnutrygg- ingarsjóðs. í samtali við Morg- unblaðið sagði Jón, að sam- kvæmt álitinu, sem hann væri sammála, bæri ríkissjóður ein- falda ábyrgð á öllum skuld- bindingum Atvinnutryggingar- sjóðs enda sé hann ekki undan- skilin slikri ábyrgð með sérstök- um ákvæðum í lagafrumvarp- inu, eins og það nú stendur. Þá sagði ráðherrann, að Byggða- sjóður ætti, samkvæmt laga- frumvarpinu, að taka við eign- um og skuldbindingum Atvinnu- tryggingarsjóðs eftir tvö ár og væri þá ljóst að sjóðurinn myndi falla undir þau lög, sem gilda um Byggðastofiiun sem fela í sér ábyrgð rikisins á skuld- bindingum sjóðsins. „Það vakir nú í málinu að minni hyggju, eins og það er fyrir lagt, að það sé ekki beinn aðgangur að ríkissjóði með hveija kröfu á hend- ur sjóðnum. Hinsvegar ætti um sjóðinn að gilda svipaðar reglur og um banka og aðrar stofnanir í eigu ríkisins," sagði Jón. „Ein- föld ábyrgð ríkissjóðs þýðir það sama og ábyrgð ríkisins á skuld- bindingum ríkisbankanna sem er einfaldlega þannig að ríkissjóður ber á endanum einfalda ábyrgð á skuldbindingum stofnananna. Að sjálfsögðu verða þeir, sem kröfu eiga, að leita fyrst að úrlausn hjá sjóðnum og á grundvelli eigna hans,“ sagði viðskiptaráðherra. Jón sagðist telja þessa umræðu ónauðsynlega því lagaábyrgð á starfsemi og skuldbindingum sjóðsins lægi fyrir og því fyrr sem menn gerðu sér það ljóst, þeim mun betra. Ekki mætti tefja starf- semi sjóðsins með slíkum úr- drætti. „Ég tel nauðsynlegt að eyða þeim ugg, sem ríkjandi er hjá lífeyrissjóðum í garð sjóðsins," sagði Jón. Morgunblaðið/Sverrir Aslaug Valdimarsdóttir á símavaktinni í Heilsuverndarstöð Reykjavikur í gær. Þar var síminn rauðglóandi I allan gærdag - fólk vildi fá bólúsetningu gegn inflúensu, sem nú þegar er komin til landsins. Gífurleg eftirspurn eftir bóluefiii gegn inflúensu; Bólusetning dugar skammt eftir að flensan er komin - segir borgarlæknir ö „SÍMINN hefiir verið glóandi í allan dag. Fólk er að hringja og panta sér bólusetningu gegn inflúensunni, en við svörum þvi til, að það sé vitanlega allt of seint' núna,“ sögðu Áslaug Valdimarsdóttir og Hólmfríður Júlíusdótti, sem i gær stóðu í ströngu á simavaktinni á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. Venjulega situr Hólmfríður þar ein, en vegna anna i gær var Áslaug fengin henni til aðstoðar. Borgarlæknir, Skúli G. Johnsen, sagði, að bólusetningar fseru fram á haustin, frá septembermánuði og fram i desember. Það tæki bólu- efnið um þijár vikur að virka i líkamanum og þvi of seint að gripa til bólusetningar, þegar flensutímabilið væri hafið. INNLENT c Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær, er flensan komin til landsins þó of snemmt sé að segja til um hvort um faraldur verði að ræða eða ekki. „Það er svolítið for- vitnilegt að sjá hvað gerist nú eftir aé^ bújð0 er að bólusetja verulega stóran hóp. Þá fer maður að vænta þess að það hægi á flensufaraldrin- um eða jafnvel að hann nái sér ekki almennilega á strik," sagði Skúli G. Johnsen borgarlæknir í samtali við Morgunblaðið í gær. Skúli sagði það árlega reglu að bólusetja gegn inflúensu á haustin. „Eftir að flensan er komin í gang eru verulegar líkur á að bólusetn- ingin hafi ekkert að segja. Ef bólu- setningin dugar svo ekki vegna þess hversu seint fólk kemur í hana, missir fólk ásjálfrátt tiltrú á bólu- setningunum. Við höfum því sett okkur þá vinnureglu að vera ekki a$ bólusetja fólk ofan f faraldur," sagði Skúli. ,3orgarlæknir sagði að í þriðja lagi væri svo til allt bólu- efni uppurið í landinu. Magnús Jónasson heilsugæslu- læknir á Borgarspítalanum sagði að allt bóluefni gegn inflúensu hefði klárast þar í desember. Hinsvegar hefðu borist 50 viðbótarskammtar fyrir skömmu. Nokkrir þeirra voru notaðir strax í gær og sagði Magn- ús, að afgangurinn kláraðist örugg- lega í dag. „Við höfum sagt fólki að bólusetning nú sé engin trygging gegn inflúensunni. Samt sem áður ætlum við að gefa fólki kost á því bóluefni sem til er, ef það óskar sjálft eftir því,“ sagði Magnús. Samkvæmt upplýsingum lyfsölu- stjóra, Þórs Sigþórssonar, hefur 32.000 skömmtum af bóluefni gegn inflúensu verið dreift síðan í haust, fimm þúsundum fleiri skömmtum en í fyrra. Útgjöld fjögurra manna „vísitölufiölskylduu í verðstöðvun: Borgar 6-7.000 krónum meira til ríkisins á mánuði - tilaðstanda undir 4,5 millj- arða króna tekju- aukningu ríkis- sjóðsins FJÖGURRA manna „vísitölu- Qölskylda" með 180.000 króna tekjur á mánuði þarf að borga nærri 7.000 krónur á mánuði í aukin útgjöld til ríkisins vegna hærri skatta á tekjur, eignir og neysluvörur, samkvæmt út- reikningum Morgunblaðsins. Þá er miðað við útreikninga ASÍ, VSÍ og BSRB á tekjuskatti, en ef útreikningar Qármálaráðu- neytisins á tekjuskattí eru not- aðir minnka þessi útgjöld all verulega, eða niður i tæpar 3.000 krónur. Inni i þessum út- reikningum eru hækkanir á tekju- og eignasköttum og auk- in útgjöld vegna hækkana á vörugjaldi, bensíngjaldi, inn- flutningsgjaldi á bflum og hækkun á áfengi og tóbaki, sem hefur þó ekki verið endanlega ákveðin. Ofangreind atriði eiga að auka tekjur ríkissjóðs um 4,45 milljarða króna. Ef þeirri upphæð er dreift jafnt á alla íslendinga kemur í ljós að hver einstaklingur myndi borga um 1.480 krónur og Qögurra manna fjölskylda um 5.900 krónur á mánuði til að standa undir þess- um hluta af aukinni tekjuöflun ríkissjóðs. Fjölskyldan sem Morg- unblaðið miðar við borgar því um 18% meira en fjórir „meðal-íslend- ingar". Skýringar á útreikningum Fjölskyldan sem Morgunblaðið miðar útreikninga sína við er nálg- un á „vísitölufjölskyldunni", sem samanstendur af 3,48 einstakling- um og eyðir nú 151.000 krónum á mánuði. Til að standa undir þeirri neyslu þarf samkvæmt út- reikningum Hagstofu 174.000 króna mánaðartekjur. Pjölskyldan sem Morgunblaðið miðar við hefur 6.000 krónum meira í tekjur á mánuði og hefur 0,52 fleiri munna að metta. í athugasemd sem Morgunblaðið fékk með útreikn- ingum fjármálaráðuneytisins á tekjuskatti segir að meðalmánað- arlaun skattskyldra hjóna séu lauslega áætluð 160.000 krónur og væri eðlilegra að miða við þá tölu. Við útreikninga á telquskatti er miðað við útreikninga hagfræð- inga Alþýðusambands íslands, Vinnuveitendasambands íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. Útreikningar fjármálaráðu- neytisins sýna hins vegar að þessi Qögurra manna fjölskylda myndi borga 153 krónum minna á mán- uði í tekjuskatt en áður, ekki 4.186 krónum meira. Skýringin á þessu er sú að fjármálaráðuneytið ber saman tekjuskatt í desember ’88 annarsvegar og janúar ’89 hins vegar, en hinir bera saman tekju- skatt í janúar eins og hann verður samkvæmt nýjum skattareglum og eins og hann hefði verið áður en tekjuskatturinn hækkaði um 2 TEKJUA UKI ríkisins íár afauknum sköttum og öðrum álögum prósentustig. Skuldlaus meðaleign hjóna er rétt tæpar 5 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun, eða rétt fyrir neðan skattleysismörk eignaskatts. Útgjaldaauki vegna vöru-, bensín- og innflutningsgjalds er reiknaður út frá tölum Hagstofu um áhrif þessarra hækkana á framfærsluvísitölu. Hækkun á áfengi og tóbaki hefur enn ekki verið ákveðin, en hún á að skila ríkissjóði um 450 milljónum króna í auknar tekjur. Útreikningar á hugsanlegan útgjaldaauka fjöl- skyldunnar vegna þessa eru Morg- unblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.