Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 Kammermúsikklúbburinn: Tríó Reykjavíkur í Bústaðakirkju ÞRIÐJU tónleikar Kammermús- ikklúbbsins á starfsárinu 1988—1989 verða í Bústaða- kirkju sunnudaginn 15. janúar kl. 20.30. Á tónleikunum mun trió Reykjavíkur leika verk eftir Mozart, Bloch og Schubert. Tríó Reykjavíkur skipa þau Hall- dór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran knéfiðluleikari. Á efnisskránni eru Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í G-dúr K. 564 eftir Wolfgang Amadeus Mozart, þrjú næturljóð fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu efter Emest Bloch og Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í B-dúr, op. 99, D. 898 eftir Franz Schubert. Doktor í smásjár- skurðlækningum RAFN Ragnarsson hefúr nýlega lokið doktorsprófi í smásjárskurð- lækningum við Háskólann í Linköping i Svíþjóð. Doktorsritgerð- in, sem heitir „Mechanical microvascular anastomosis: Experimetal and clinical evaluation of the „Unilink" system“, Qallar um svokall- aða æðakúplingu. Undanfarin ár hefúr Rafn ásamt þremur félögum sinum við háskólann rannsakað kosti þessarar nýju æðakúplingar, sem þeir hafa kosið að nefna „Unilink". Um er að ræða samskeyt- ingu æða, sem eru það litlar að skeyta verður þær saman með aðstoð smásjár. Slík aðgerð tekur um það bil hálftima sé hún gerð með nál og þræði, en með því tæki, sem þeir félagar hafá sjálfir þróað og byggt, tekur sjálf æðakúplingin aðeins um þijár mínút- ur, að þvi er. Rafii sagði samtali við Morgunblaðið. Aðferð þessi nýtist sérstaklega vel þegar endurgræða þarf útlimi á líkama auk þess sem hún hentar vel eftir flóknar krabbameins- skurðaðgerðir á yfírborði líka- mans, að sögn Rafns. „Þetta er mun fljótvirkari aðferð en sú hefð- bundna með nál og þræði og hún verður að gerast í gegnum smásjá þar sem æðamar og taugamar em það litlar, “ sagði Rafn. Bandaríska stórfyrirtækið 3M, sem selur vömr til heilbrigðis- þjónustu, hefur keypt öll réttindi viðvíkjandi þessarri nýju uppfinn- ingu fjórmenninganna og gengur doktorsritgerð Rafns út á að sýna fram á kosti tækisins og hvemig það megi nýta á sem bestan hátt. Rafn sagði að í næsta mánuði væri von á fjórum af fæmstu smá- sjárskurðlæknum heims til Linköp- ing og væri ætlunin að kenna þeim að nýta sér tækið. Nú þegar hefur þessi vélræna æðakúpling verið tekin í notkun á nokkmm stærstu og þekktustu lýtalækningadeildum Bandaríkjanna, að sögn Rafns. Rafn er fæddur í Reykjavík þann 26. október árið 1950. Hann lauk stúdentsprófí árið 1971 frá Menntaskólanum í Reykjavík og árið 1978 lauk hann læknisfræðin- ámi. Sérfræðinámi í lýtalækning- Morgunblaðið/J6n Sigurðsson Höfð voru snör handtök um að útvega varahluti frá Noregí { frystitogarann Örvar frá Skagaströnd. Á myndinni má sjá þegar verið er að taka varahlutina úr flugvél Amarflugs á flugvellinum á Blönduósi • • Frystitogarinn Orvar á Skagaströnd: Tók um sólarhring að fá varahlutina Blönduósi. ÞAÐ gildir að vera snar í snúningum og láta lítinn tíma fara til spillis þegar aðalvél i frystitogara bilar og varahlutir ekki til í landinu. Með þetta í huga voru allir þeir aðilar sem hlut áttu að máli að Skagstrendingur hf. útgerðaraðili frystitogarans Örvars fengi varahlutina í tíma. Þannig var að útgerðaraðilar Örvars uppgötvuðu við skoðun á togaranum í jólafríinu að svokall- aðar slífar í aðalvél skipsins vom ónýtar og engar slíkar til í landinu. Vom nú góð ráð dýr. Að morgni 5. janúar var slífín pöntuð í Noregi. Flogið var með varahlut- inn til Amsterdam þar sem honum var komið í borð í Amarflugsvél. Twin-Otter-vél frá Amarflugi tók slífina í Keflavík og var hluturinn kominn á Blönduós rétt um sólar- hring eftir að pöntun var gerð. Jón Sig. Hlunnindi af „forstjóra- bíl“ metin 500 þúsund kr. Dr. Rafii Ragnarsson. um lauk Rafn árið 1985 frá Linköping, en í Svíþjóð hefur hann verið búsettur í átta ár, þar af fimm í Linköping. Heim til íslands flytur Rafn í júnímánuði næstkomandi ásamt eiginkonu sinni Gunnlaugu L. Thorarensen og þremur sonum. Foreldrar Rafns em þau Ragnar Ágústsson skipstjóri og Guðný Pétursdóttir. Skúli sagði að sífelldar deildur hefðu verið um aksturinn á milli þeirra sem hlunnindanna njóta og skattyfirvalda en í nýju reglunum vissu allir að hveiju þeir gengju. Hann sagði að reglumar tækju mið af framkvæmdinni á hinum Norður- löndunum. Skúli Eggert sagði að til að bæta skil á hlunnindum hefði komið til tals að breyta skilagreinum staðgreiðslunnar og að láta fyrirtæk- Möguleikrá endurgreiðslu staðgreiðslu af ökutækjastyrk FRÁDRÁTTARLIÐIR eru fáir i nýja skattframtalinu, enda flestir stríkaður út þegar staðgreiðslukerfið var tekið upp. Ein undantekn- ingin er þó kostnaður á móti ökutækjastyrk sem staðgreiðsla hefúr verið greidd af. Með þvi að tilgreina þennan kostnað á viðeigandi eyðublaði fá gjaldendur endurgreiðslu, samkvæmt ákveðnum regl- um, á þeirrí staðgreiðslu sem þeir hafa greitt af ökutækjastyrknum. Á eyðublaði þarf að gera grein miðað við að akstur í eigin þágu fyrir rekstrarkostnaði bílsins og akstri. Akstrinum þarf að skipta eftir notkun bifreiðarinnar og fær- ist sá hluti akstursins sem er í þágu vinnuveitandans til frádráttar á móti ökutækjastyrk á skattfram- tali. Er þetta svipað fyrirkomulag og fyrir daga staðgreiðslunnar, nema hvað reglur um akstur í þágu vinnuveitanda hafa verið þrengdar. Nú telst akstur á milli heimilis og vinnustaðar til dæmis allur í eigin þágu, en áður mátti telja 70% hans í þágu vinnuveitanda. Þá er áfram sé að lágmarki 7.000 km á ári. Að öðru jöftiu ætti launþegi sem ekið hefur 14 þúsund km á árinu, þar af 7.000 í þágu vinnuveitanda síns, að geta dregið helming rekstrar- kostnaðar bílsins frá tekjum af öku- tækjastyrk i framtali, þó að há- marki sem nemur ökutælqastyrkn- um. Eftir samanburð á staðgreiðslu og álagningu í sumar verður inn- eign sem myndast hefur á þennan hátt og annann greidd út og er miðað við að það verði 1. ágúst. Á Hlunnindin skila sér illa til skatts ÞÆR athuganir sem gerðar hafa verið á bifreiðahlunnindum launþega hjá vinnuveitendum sinum benda til að ekki sé staðið i skilum með Qórðung eða jafiivel hátt í helming staðgreiðslu þessara hlunninda, að sögn Skúla Eggerts Þórðarsonar forstöðumanns staðgreiðsludeildar Ríkisskattstjóra. Breyting sem gerð var á hlunnindamati vegna afnota launþega af bílum sem vinnuveitandi leggur til, þar sem hlunnindamat- ið tekur mið af verðmæti bilanna én ekki áætluðum akstri, var meðal annars ákveðin til að bæta skilin. in senda yfirlit um hlunnindin tvisvar á ári. Þá yrði fylgst sérstaklega með bifreiðaeign í eigu fyrirtækja. Maður sem hefur full og endur- gjaldslaus afnot af fólksbíl, skutbíl eða jeppa í eigu vinnuveitenda síns þarf að reikna sér sem hlunnindi 15—20% af verði nýs bíls sömu gerð- ar, 20% ef bíllinn hefur verið keyptur 1987 eða síðar en 15% hafi hann verið keyptur fyrr. Hafi hann bíl sem keyptur hefur verið 1987 eða síðar og kostar nýr 1.500.000 kr. þarf hann að reikna sér 300 þúsund kr. í hlunnindi á ári, eða 25 þúsund á mánuði. Ef maðurinn hefiir telq'ur yfir skattleysismörkum þarf hann að greiða 113 þúsund kr. í staðgreiðslu af þessum hlunnindum, eða 9.435 kr. á mánuði. Á síðasta ári var ekki miðað við verðmæti bflsins heldur akstur og þurfti viðkomandi þá að greiða stað- greiðslu af rúmum 14 þúsund kr. á mánuði, 168.5Q0 kr. á ári. Stað- greiðsla af því væri í ár 63.600 kr. og þarf maður sem þetta dæmi á við að greiða tæplega 50 þúsund kr. meira í staðgreiðslu eftir breytingu á hlunnindamatinu. Skattgreiðendur sem hafa til afnota bfla sem nú kosta 842.500 kr. eða minna hagnast á breytingunni en þeir sem hafa bíla að verðmæti yfír 842.500 þurfa að greiða meira en áður. Reiknuð hlunnindi af „þokkaleg- um forstjórabfl", sem í dag gæti kostað 2.500.000 kr., eru 500 þúsund á ári eða 41.666 á mánuði. Stað- greiðsla af þessu er 15.725 á mán- uði, eða 188.700 á ári. Maður sem hefiir slíkan bíl til afnota þarf því að greiða 125 þúsund kr. meira á ári í staðgreiðslu eftir breytinguna á hlunnindamatinu. Ef um er að ræða bfl sem keyptur hefur verið 1986 eða fyrr og kostar nýr 1.200.000 kr. þarf launþeginn að greiða staðgreiðslu af 180 þúsund kr. á árinu eða 15 þúsund kr. á mánuði. Hann þarf því að greiða 68 þúsund kr. í staðgreiðslu af þessum hlunnindum, eða 5.660 kr. á mánuði. Að sögn Skúla Eggerts er breyt- ingin gerð með það að markmiði að finna raunverulegt verðmæti hlunn- inda launþegans af bifreiðinni sem hann hefur til afnota. Eðlilegt sé að miða við verðmæti bílsins því reikna megi með að viðkomandi spari sjálf- um sér bflakaupin. Verðmæti bílsins tengist einnig rekstrarkostnaði, yfir- leitt sé dýrara fyrir fyrirtækin að reka dýrari bílana en þá ódýrari og því sé talið eðlilegt að skila stað- greiðslu í samræmi við það. inneignina verða greiddar verð- bætur, samkvæmt hækkun láns- kjaravísitölu frá miðju ári 1988 til miðs árs 1989. Akstur sem fengist hefur greidd- ur samkvæmt framlögðum reikn- ingi vegna tiltekinna afnota, eins og til dæmis er algengt hjá ríkis- starfsmönnum, er utan staðgreiðslu og á að færa hann á sama hátt og áður, til tekna og sömu tölu til frá- dráttar. Svipaðar reglur gilda um dag- peninga sem vinnuveitandi hefur greitt launþegum, til dæmis vegna ferðalaga vegna vinnu þeirra. Stærstur hluti þeirra mun vera greiddur samkvæmt framlögðum reikningum og færist því til tekna og frádráttar á sama hátt og akst- ur ríkisstarfsmanna. Ný markaðsnefnd landbúnaðarins: Níels Árni Lund formaður LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefúr endurskipað markaðsnefiid landbúnaðarins og gildir skipunin í eitt ár. Níels Árni Lund deildar- stjóri i landbúnaðarráðuneytinu er nú formaður nefndarinnar, en áður var Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneytisstjóri formaður. Aðrir í nefndinni eru: Kjartan Gunnarsson frá viðskiptaráðuneyt- inu, Ámi S. Jóhannsson frá búvöru- deild SÍS, Steinþór Skúlason frá Slát- urfélagi Suðurlands, Óskar H. Gunn- arsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, Haukur Halldórsson frá Stéttarsambandi bænda, Gísli S. Karlsson frá F'ramleiðsluráði land- búnaðarins og Sigurgeir Þorgeirsson frá Búnaðarfélagi Islands. Fram- kvæmdastjóri nefndarinnar er Auð- unn Bjami Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.