Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLABIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
15
Erlendu fisk-
markaðarnir:
Mikiðfram-
boð og lágt
verð á þorski
Enn hátt verð fyrir
karfa, ufea, ýsu og
grálúðu
ENN er hátt verð á karfa, ufea
og ýsu á fiskmörkuðunum er-
lendis. í gær fékk Haukur GK
að meðaltali 111 krónur fyrir
karfakilóið í Bremerhaven, 100
fyrir ýsu og 75 fyrir ufeann.
Verð á ýsu hefiir farið allt upp
í tæpar 180 krónur í Bretlandi
í þessari viku. Á miðvikudag
fékk Ólafur Jónsson GK 160
krónur fyrir ýsuna og í gær
fékk Bjartur NK 122 krónur.
Verð á þorski er hins vegar
mjög lágt og stafar það meðal
annars af mildu firamboði í
Bretlandi.
Á miðvikudag seldi Klakkur VE
143.4 tonn í Bremerhaven, mest
þorsk og ufsa. Heildarverð var
10.4 milljónir króna, meðalverð
72,31. Lágt verð var á þorski, 66
krónur að meðaltali. Fyrir karfa
fengust 113 krónur og 101 fyrir
grálúðu.
í gær seidi Haukur GK 125
tonn í Bremerhaven, mest karfa.
Heildarverð var 12,8 milljónir
króna, meðalverð 102,36. Meðal-
verð í mörkum var 3,80, það hæsta
á þessu ári. Karfínn fór á 111,
ýsan á 100, ufsinn á 75 og þorsk-
urinn á 72.
Á fímmtudag seldi Stapavík SI
122,2 tonn, mest þorsk í Grimsby.
Heildarverð var 9 milljónir króna,
meðalverð 74,13. Ýsan fór á 154
krónur, grálúða á 98 en verð á
öðrum tegundum var lágt.
Ólafur Jónsson GK seldi í Hull
á miðvikudag og fímmtudag 152,8
tonn. Heildarverð var 12,6 milljón-
ir króna, meðalverð 82,51. Ýsan
fór á 159 og grálúðan á 116.
Loks seldi Bjartur NK 131,5
tonn í Grimsby í gær. Heildarverð
var 10,6 milljónir króna, meðal-
verð 80,35. Ýsa fór á góðu verði,
en aðrar tegundir á fremur lágu.
ÞRUflLDUR
POmiR!
r*
Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum.
Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum.
Þess vegna er þrefaldur pottur
- og þreföld ástæða til að vera með!
Láttu nú ekkert stöðva þig. /
Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. j
Ríkið tekur 700 milljón-
ir af telgum Vegagerðar
„Vont fordæmi og dapurlegt,“ segir aðstoðarvegamálastjóri
Samkvæmt ákvæði lánsfjár-
laga verða markaðar tekjur
Vegagerðarinnar skertar um
680 milljónir króna eða 17,5% á
þessu ári. Þetta er í fyrsta skipti
síðan Vegagerðin fékk ein-
göngu tekjur af mörkuðum tek-
justofiium að formleg skerðing
kemur til. Vegagerðinni eru
ætlaðar 3.215 miiyónir kr. á
árinu, en miðað við bensín-
hækkunina um áramótin og
hækkun þungaskatts hefðu
tekjurnar átt að vera 3.895
millj.kr. Helgi Hallgrímsson að-
stoðarvegamálastjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið að
vegagerðarmenn væru mjög
daprir yfir þessari framvindu
mála en langalvarlegast væri
að mörkuðum tekjum Vega-
gerðarinnar væri að verulegu
leyti ráðstafað annað.
Eftir bensínhækkunina um ára-
mótin gefur bensíngjaldið 2.830
milljónir á árinu, ökumælahluti
þungaskattsins 800 millj.kr. og
ársgjaldið 265 millj.kr., alls 3.895
millj.kr. sem lánsfjárlögin gera ráð
fyrir að verði skert um 680 millj.
kr. Af 3.215 milljónum er gert ráð
fyrir 1.345 millj. kr. til nýrrafram-
kvæmda en þeim hluta hefur ekki
verið skipt ennþá og liggja ýmsir
endar lausir þar. Bæði er að um-
talsverðar lántökur voru vegna
framkvæmda á síðasta ári og ekki
er búið að tryggja fjármagn í Ól-
afsfjarðarmúlann, að sögn Helga,
en til þess verkefnis er þörf á 320
milljónum kr. á þessu ári. Fram-
kvæmdafjármagnið á þessu ári er
svipað og í fyrra en aðstoðar Vega-
málastjóri sagði mjög erfítt að
koma framkvæmdinni við Ólafs-
fjarðarmúla fyrir innan svipaðrar
tölu og í fyrra, því þama væri um
eitt mjög stórt verkefni að ræða
auk þess að mjög erfítt væri um
vik þegar ekki kæmi til viðbótar-
fjármagn vegna lántöku frá fyrra
ári.