Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 10 ÞRTHYRNITR OG LANGSJÖL Hyrnan Randalín. List og hönnun Bragi Ásgeirsson A vegum Heimilisiðnaðarfélags íslands er komið út rit í allstóru broti, er nefnist „Þríhyrnur og langsjöl" og er eftir Sigrfði HaU- dórsdóttur fyrrverandi skólastjóra Heimilisiðnaðarskólans. Eins og segir á bakhlið bókarinn- ar „þá er megininntak hennar fyrir- sagnir um pijón á þríhymum og langsjölum. Sigríður Halldórsdóttir vann uppskriftimar aðallega eftir gömlum fyrirmyndum og samdi einnig nokkrar nýjar. Þær em teiknaðar á rúðupappír og úr- vinnsla því mjög aðgengileg. ítar- legur leiðarvísir fylgir uppskriftun- um úr hlaði. Mjög fallegar og vand- aðar ljósmyndir tók Rut Hallgríms- dóttir." — Allt er þetta auðvitað hárrétt og jafnframt síðasta setningin, sem þó var óþörf á þessum stað og slær næsta vopnin úr hondum umfjall- andans. Hann getur einungis stað- fest, að mikil prýði er að þeim, jafnframt því sem þær gera bókina aðgengilegri og skemmtilegri til uppflettingar og undirstrika fegurð prjónaflíkanna. En slíkt sjálfshól á síður heima á jafn vönduðum bók- um. Mér barst þessi fallega og nyt- sama bók upp í hendumar rétt fyrir jól, en taldi óráðlegt að fjalla um hana á síðum blaðsins f miðju jólabókaflóðinu og geymdi mér það fram í byijun komandi árs. Hér er nefnilega ekki um neina jólabók né dægurmál að ræða heldur bók, sem hver einasta kona þarf að eiga, sem hefur áhuga á pijóni svo og allir íslenzkir fatahönnuðir. Jafnvel starfandi myndlistarmenn ættu að hafa not af því að fara í smiðju þessa foma handverks, því að hér er um mjög merkileg atriði að ræða, er skara íslenzka náttúruliti svo og _ formhugsun í alþýðulist. Flestir íslendingar munu kannast við þríhymur og langsjöl, sem for- mæður þeirra sóttu hlýju til, svo sem sjá má á fjölmörgum gömlum myndum og teikningum útlendra ferðalanga. Einkum verður það sagt um þríhymuna, sem enn þann dag í dag er notuð af mörgum konum, þótt í nokkm fínlegra, þynnra og léttara formi sé. En ein- mitt í þessu létta formi staðfestir ullin íslenzka sérkenni sín og yfir- burði sem varmagjafi. Sennilega em það aðallega eldri konur, er sveipa þríhymum og langsjölum um sig nú til dags, en ljósmyndimar í bókinni ættu ein- mitt að opna augu manna fyrir því, hve þær geta farið ungum konum frábærilega vel. Einnig er það trúa mín, að útlendar konur yrðu stórhrifnar, ef þær uppgötv- uðu sérkenni og kosti þessara ynd- isfögm íslenzku herðasjala, barma- birtu og hitagjafa. Það fer nefni- lega svo ótrúlega lítið fyrir þessum nytsömu flíkum, auk þess sem þær em fisléttar og þyngdar sinnar virði í gulli við vissar aðstæður. Þá em hönnunarmöguleikamir ótæmandi, og ég segi fyrir mig, að þau af- brigði, sem getur að líta í bókinni, em hvert öðm fegurra. Og svo er mögulegt að nota náttúmliti ullarinnar á hinn flöl- breytilegasta hátt og svo' fagran, að það yljar manni að innstu hjarta- rótum að sjá útkomuna, verður að sannri og áþreifanlegri bijóstbirtu fyrir skoðandann! Höfundurinn leggur út af bók- inni með stuttu sögulegu ágripi og kemur þar víða við. Þar kemur í ljós, að listin að pijóna hefur verið iðkuð hérlendis frá því á 16. öld, og á myrkum öldum er í hönd fóm, má segja, að öll þjóðin hafi hamast við tóvinnu og pijónaskap vetur- langt, í senn til að fullnægja eigin fataþörf og til vömskipta á erlend- um nauðþurftum. Og samkvæmt útflutningsskýrslum frá 1624 var pijónles framleitt til sölu, aðallega sokkar og vettlingar — og frá því um miðja 18. öld einnig peysur. Hins vegar var mun íjölbreyttari pijónafatnaður framleiddur til heimilisþarfa. Þetta er þannig svo merkilegur þáttur íslenzkrar menningarsögu, að eiginlega varðar heimsendi, að íslenzkar konur hafi áfram greiðan aðgang að alíslenzku ullarbandi, til þess að þær geti haldið áfram að rækta þennan verðmæta þjóð- lega arf. — Þetta er falleg bók, handhæg og vel unnin og hér hafa lagt hönd að prentstofa G. Benediktssonar, hvað setningu eftir tölvudiski snertir, Korpus hf. sá um litgrein- inguna, en filmuvinnu^ og prentun annaðist Litbrá hf. Útlitshönnun er eftir höfundinn og Litbrá. Her- borg Sigtryggsdóttir teiknaði skýr- ingarmyndir og Halldór J. Jónsson cand.mag. las handrit og prófarkir. Þakka ber öllum gott verk og þá einkum höfundinum, Sigríði Halldórsdóttur. Brengluð Björk Ef orðinu er hallað á frændþjóð nokkra í austri, stökkva hér upp á nef sér ævareiðir menn, rétt eins og ráðizt hafi verið á heilsulausan vesaling í fjölskyldu þeirra. Ég kippi W \AARNER HOME VIDEO ■ nl'iH»l«r.ii[»r HhLh’ eftir Magnús Óskarsson í MAGNUM FORCE, the ENFORCER og SUDDENIMPACT 75 _^uglýsinga- síminn er 2 24 80 mér ekki mikið upp við það þótt einhveijir Svíadýrkendur hrökkvi af hjörunum við gagniýni á sænskt þjóðfélag, en menn verða að vita hvað þeir eru að tala um. Björk Gísladóttir, sem ég veit engin deili á, skrifar í Morgun- blaðið glórulaust rugl um eitthvað sem ég aldrei sagði í sjónvarps- þætti um sænsk áhrif á íslandi. Fyrir vikið er það að dómi hennar „til háborinnar skammar fyrir borg- aryfirvöld og óvirðing við almenna siðferðis- og réttlætisvitund íslend- inga að siíkur einstaklingur (sem ég) skuli skipa embætti borgarlög- manns í Reykjavík". Fyrr má nú rota. Ég gagnrýndi fyrrverandi dóms- málaráðherra Svía fyrir að stuðla að því, að „maður úti í bæ“ þver- biyti lög og reglur til þess m.a. að smygla inn í landið hlerunartækjum tii að rannsaka morðið á Olof Palme. Ég taldi þennan mann ekki „fyrirmyndar karakter" og bætti því við að hann væri yfírlýstur kyn- viilingur. Ekki taldi ég æskilegt að íslendingar yrðu fyrir áhrifum af þessari sænsku fyrirmynd. Ég minntist ekki á að kynvilla væri glæpur og því síður dæmdi ég „þús- undir íslendinga eða samkyn- hneigða annarra landa" eins og Björk Gísladóttir virðist halda að ég hafi gert. í reiði sinni hefur Björk því mið- ur brenglað öllu sem ég sagði og ef til vill er þetta henni viðkvæmt mál. Ég ræð auðvitað ekkert við reiðiköst hennar frekar en hún sjálf, en ég minni hana á gott ráð sem Flosi Olafsson gaf í sjónvarps- viðtali fyrir nokkrum dögum; að skrifa aldrei í bræði. Höfundur er borgarlögmaður. ÚTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. SKOÐUNA RFERÐIR UM HÖFUÐBORGA RS VÆÐIÐ SELTJARNARNES Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Skoðunarferðir um höfuðborgarsvæðið Um helgina fer Náttúruvemdar- félagið tvær skoðunarferðir um höfuðborgarsvæðið. Öilum er heim- il þátttaka í ferðunum. Kl. 13.30 á laugardaginn 14. jan- úar fer Náttúruvemdarfélagið í ökuferð frá Álafossbúðinni, Vestur- götu 2 til að kynna nokkra staði sem ráðgert er að urða sorp á og hvemig að þvi verður staðið. Jafn- framt verður rifjuð upp saga þessa máls með því að heimsækja nokkra af þeim stöðum á höfuðborgarsvæð- inu þar sem urðað hefur verið sorp frá því þéttbýliskjami myndaðist. Öskuhaugar, sem í hefur verið kast- að öldum saman, eru merkilegar mannvistarminjar sem lesa má ýmislegt úr um daglegt líf fólks fyrr á öldum. Stansað verður við einn elsta öskuhaug sem vitað er um hér á landi. Þá verður rætt um hvemig minnka megi það sorpmagn sem frá heimilum og fyrirtækjum kemur. Margrét Hallgrímsdóttir fomleifafræðingur og fulltrúar frá Sorpeyðingarstöð höfuðborgar- svæðisins BS munu lýsa því sem fyrir augu ber og svara spuming- um. Þetta verður einstök ferð fyrir þá sem kynna vilja sér þessi mál nánar. Ferðinni lýkur í Grófinni kl. 17.00. Fargjald verður 500 krónur. Stutt gönjafuferð umhverfis Oskjuhlíð Sunnudaginn 15.janúar kl. 10.30 fer Náttúruvemdarfélagið í stutta gönguferð umhverfis Öskjuhlíð. Lagt verður af stað í birtingu frá Loftleiðahótelinu og gengið í átt að Fossvogi. Ferðin tekur um einn og hálfan tíma. Tilgangur gönguferðarinnar er að kynna hvað þessi skemmtilega gönguleið hefur upp á að bjóða. En auk þess að afla sér fróðleiks um svæðið munu þátttakendur njóta hressandi og ánægjulegrar útiveru og umræðna í hópi sam- ferðamanna. Takið bömin með. Ekkert þátttökugjald. ENDURSKOÐUNARSKRIFSTOFA Hef stofnað eigin endurskoðunarskrifstofu. Skrifstofan ertil húsa á Suðurlandsbraut 10,3. hæð. Sími 680825. Sveinn Sæmundsson, löggiltur endurskoðandi. (NVSV)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.