Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989 17 í opnu dreifíbréfsins eru myndir af öllum þingmönnum, sem greiddu atkvæði um vörugjaldið og þeim skipt í hópa eftir afstöðu: með og á móti. Dreifibréf um vörugjaldsmálið ÖLL fyrirtæki i öl- og goa- drykkjaiðnaði, kexiðnaði og sæl- gætisiðnaði hafa gefið út dreifi- bréf um vörugjaldsmálið. Hefur því verið dreift til allra starfs- Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhúsið: Hoffmann ekki í kvöld manna hjá viðkomandi fyrir- tækjum, auk þess sem það hefúr verið sent aðildarfyrirtækjum Félags íslenskra iðnrekenda og nokkurra annara aðila. í fréttatilkynningu fra'Félagi íslenskra iðnrekenda kemur fram að dreifibréfinu sé fyrst og fremst ætlað að upplýsa starfsfólk fyrir- tækjanna um lyktir vörugjalds- málsins á Alþingi, auk þess em það sé eðlilegt framhald flölmenns fundar sem haldinn var með starfs- fólkinu í Bíóborginni 15. desember síðastliðinn. Á forsíðu dreifíbréfsins segir í fyrirsögnum, að vörugjaldið hafí „farið í gegn“ og að Aðalheiður hafi tryggt framgang vörugjalds- ins á Alþingi. í opnunni eru mynd- ir af öllum þingmönnum, sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu um frum- varp um hækkun vörugjalds, og gerð grein fyrir hvemig hver ein- stakur greiddi atkvæði. Á öftustu síðunni er svo frásögn með fyrirsaögninni: ‘Með því verra sem sést hefur á Alþingi". Hlutafélagið Fiskeldi hf. úrskurðað gjaldþrota „Pólarlax fer sömu leið fljótlega,“ segir Finnbogi Kjeld HLUTAFÉLAGIÐ Fiskeldi, sem rekið hefur seiðaeldisstöð á Húsavík, hefiir verið tekið til gjaldþrotaskipta í skiptarétti Reykjavíkur. Finnbogi Kjeld, stjómarformaður fyrirtækisins, segir mestu hafa ráðið að fyrir- tækið hafi aldrei komist í banka- viðskipti. Þá sé veigamikil ástæða sú að útflutningsmarkað- ur fyrir seiði hafi bragðist síðast- liðin tvö ár. Um 380 aðilar, flest- ir einstaklingar, áttu hlut í fyrir- tækinu, að sögn Finnboga. Hlut- ur Húsavíkurbæjar var um 5%, að sögn Bjarna Þórs Einarsson- ar, bæjarstjóra, en Finnbogi Kjeld sagði að sjálfúr hefði hann og hlutafélög í eigu hans átt um 43% hlutaQárins. Finnbogi sagðist telja að skuldir félagsins væru nálægt 60 milljónum króna en kvaðst telja eðlilegt mats- verð eigna um 40 milljónir. Þar á meðal væru um 400 þúsund seiði í eldisstöð félagsins, fasteign og ýmiss konar búnaður. Bústjóri hef- ur verið ráðinn Sigurður G. Guð- jónsson hdl. og mun fyrirtækið verða rekið af þrotabúinu fram á vor, en þá er helsti sölutími afurða þess. Finnbogi Kjeld sagði að ekki hefði þótt veijandi að Húsavíkur- bær héldi áfram að selja félaginu orku án þess að nokkru sinni væri unnt að greiða fyrir afnotin. Skuld félagsins við Húsavíkurbæ nálgað- ist 10 milljónir. Þá sagði Finnbogi að vegna skorts á bankafyrir- greiðslu og afurðalánum, sem aldr- ei hefðu fengist, hefði ekki verið unnt að greiða fyrir fóður og laun tveggja starfsmanna um nokkuð skeið. „Það hefði verið hægt að halda ýmsum kröfuhöfum góðum meðan beðið var eftir betri rekstrar- skilyrðum, en þegar ekki er hægt að fá fyrirgreiðslu til að greiða laun, fóður og orku er útilokað að reka fyrirtæki," sagði Finnbogi. Hann játaði aðspurður að Skipafélagið Víkur og systurfyrirtæki þess myndu tapa talsverðum fjármunum í formi glataðra skulda á þessu gjaldþroti. Finnbogi Kjeld var spurður hvort bein tengsl hefðu verið milli Fisk- eldis hf. og Pólarlax, þar sem Finn- bogi á einnig stóran hlut. Hann neitaði því, en kvaðst þó ekki sjá fram á annað en Pólarlax færi einn- ig í gjaldþrot innan tíðar vegna rekstrarskilyrða í greininni. Auk Finnboga sátu í stjóm Fisk- eldis hf. Matthías Kjeld, Bjami Þór Einarsson og Davíð Sch. Thor- steinsson. Þriðja hefti tíma- rits Háskólans TÍMARIT Háskóla íslands 1988 er komið út. Tíu greinar eru í tímaritinu. Teikn- að í skýin nefnist grein eftir Pál Sigurðsson, þar sem í myndum og máli er gerð grein fyrir hugmyndum um háskólamannvirki, sem ekki voru reist. í grein sem heitir Höfð- ingsskapar spegill og skilningsstýri fjallar Davíð Erlingsson um tvær frásagnir við efnisupphaf Laxdæla- sögu og hlutverk þeirra í söguheild- inni. Eyjólfur Kjalar Emilsson er höfundur greinarinnar Tvíhyggja sálar og likama í heimspeki síðfom- aldar. Halldór Þormar skrifar um rannsóknir á visnu/mæðiveim og skyldleika hennar við alnæmisveiru og Amþór Garðarson er höfundur greinar um stofnbreytingar í Mý- vatni og líklegar orsakir þeirra. í greininni Tannfé Háskóla íslands segir Bjöm Th. Bjömsson sögu Kjarvalsmálverksins Eldur orðsins, sem íslenskir stúdentar í Kaup- mannahöfn gáfu Háskóla islands. Fyrsta málfræðiritgerðin og íslensk menntun á 12. öld heitir grein Sverris Tómassonar og Gunnlaugur Snædal skrifar um skráningu fæð- inga. Veizla á Síonsfjalli nefnist grein eftir Sigurð Öm Steingríms- son og er efni hennar bókmennta- fráeðilegar athuganir á kafla Jesaja- rits Gamla testamentisins, Jes 25, 6-8. Síðasta greinin heitir Réttur ellilífeyrisþega og endurgreiðsla tannlækniskostnaðar og em höf- undar hennar Guðrjón Axelsson, Efrar Ragnarsson og Sigurgeir Steingrímsson. Tímaritið er 115 blaðsíður. Þetta er í þriðja skipti, sem tímaritið kem- ur út og segir í inngangsorðum frá ritstjóm að með þessu þriðja hefti ljúki I. bindi tímaritsins. Ritstjóri tímaritsins er Sigurjón Bjömsson og ritnefnd skipa Leifur A. Sfmon- arson, Þórður Harðarson og Þráinn Eggertsson. ÞAÐ á ekki af Hoffinann að ganga í Þjóðleikhúsinu. í kvöld verður að fella niður sýn- ingu á þessari vinsælu ópem, í þriðja skiptið í röð, vegna veikinda eins söngvaranna. Fleiri sýningum hefur verið bætt á dagskrá í staðinn og em næstu sýningar ráðgerðar 21., 22., 25., 27., 28. og 31. janúar. Ragnar ekki með eigin hljómsveit Ragnar Bjarnason söngvari hafði samband við Morgunblað- ið í gær og óskaði eftir leiðrétt- ingu á frétt þess efhis að hann hefði endurvakið hyómsveit sína til þess að spila í Norðursal Hótel íslands. Ragnar sagði að þetta væri ekki rétt, hann hefði ekki endurvakið hljómsveit sína. Hins vegar hefði hann verið ráðinn til að koma fram í Norðursal Hótel íslands með söngdagskrá ásamt hljómsveit hússins. Þess skal getið að frétt Morgunblaðsins var byggð á fréttatilkynningu frá Hótel Islandi. 400 g NÝ 250 g ASKJA Ný og létftari askja fyrir liftla ísskápa Nú geturðu fengið Létt og laggott í nýjum 250 g öskjum. Það hentar stórvel fyrir litlar fjölskyldur - og það er alltaf ferskt og símjúkt úr ísskápnum. Lagaðu línurnar, settu Létt og laggott á brauðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.