Morgunblaðið - 13.01.1989, Blaðsíða 43
foém
FOLK
■ NAPÓLÍ og Inter Mílanó
leiða saman gæðinga sína í ítölsku
deildarkeppninni um komandi helgi
og verður sjálfsagt hart barist, enda
er aðeins þriggja stiga munur á lið-
unum og skipa þau fyrsta og þriðjja
sætið. Diego Maradona mun leika
með félögum sínum þótt hann eigi
við meiðsli að stríða. Slæmir bak-
verkir hrjá hann og þarf að gefa
honum stífan skammt af cortisoni __
fyrir leikinn.
■ ANNAR leikur í ítölsku deild-
inni er forvitnilegur, Juventus sem
er í þriðja sæti heimsækir Fiorent-
ina sem hefur sótt verulega í sig
veðrið að undanfömu. Allesandro
Altobelli leikur líklega ekki með
Juventus vegna meiðsla og munu
því allir þrír útlendingar liðsins
leika, Michael Laudrup, Lui Bar-
ros og Alexander Zavarov.
■ MIKID hefur gustað um Ron
Atkinson, knattspymufram-
kvæmdastjórann litríka eftir að
hann gerðist stjóri hjá spænska lið-
inu Atletico Madrid fyrir yfir-
standandi keppnistímabil. Liðinu
hefur gengið upp og ofan, en veritMH
heldur í sókn. Atkinson er þó ekki
sérlega vinsæll meðal forráða-
manna og leikmanna liðsins, eink-
um þó vegna þess að hann er linur
að læra spænskuna og vill endilega
lesa yfir sínum mönnum á ensku.
■ ALLS hafa nú 31 leikmaður
og þjálfarar belgíska knattspymu-
liðsins Ghent verið formlega
ákærðir fyrir skattsvik á árunum
1981 til 1983, en um þær mundir
var félagið að fara á hausinn og
falla í 2. deild. Meðal þeirra ser^—.
ákærðir em má nefna kunna kappa
eins og Sören Busk, danski lands-
liðsmaðurinn, Hollendingurinn Ce-
es Schapendonk og belgíski lands-
liðsmaðurinn Michael De Wolf.
■ MICHELA Figini gerði sér
lítið fyrir og sigraði í brunkeppni
HM-mótanna í brani kvenna. Hún
er þvf búin sýna heldur betur hvers
hún er megnug, en þetta var 12.
sigur hennar í heimsbikarbrani.
Beatrice Gafiaer varð önnur, en
óvænt í þriðja sætinu hafnaði Ca-
role Merie frá Frakklandi, en hún
náði sínum besta tíma fyrr og síðar.
Púttkeppni
Amorgun verður opin pútt-
keppni haldin í Golfskólanum,
Bíldshöfða 16. Keppni hefst kl. 11
og lýkur kl. 16. Skráning fer fram
í Golfskóla Johns Drammonds.
Hvað sögðu þeir?
„Off mikið
áiag“
- sagði Héð'mn Gilsson
Héðinn Gilsson var á allra vör-
um eftir frábæra frammistöðu
gegn Dönum í fyrrakvöld, en hann
náði sér ekki á strik gegn Búlgör-
um. „Ég var hreinlega búinn eftir
leikinn gegn Dönum. Við höfum nú
leikið þijá leiki á þremur dögum
og það er of mikið álag fyrir mig.
Ég er hreinlega ekki í nógu góðri
æfingu fyrir svona mikil átök, en
þá er bara að bæta úr því. Liðið
hefur oft leikið betur en gegn Búl-
göram, en samt var munurinn fímm
mörk og því óttast ég þá ekki í
B-keppninni í Frakklandi."
Einar Þorvaröarson
„Búlgarir era seigir og vara-
samir. Þeir hanga á boltanum og
við megum alls ekki vanmeta þá.
Skyttumar okkar vora greinilega
þreyttar og því skutu þær oft beint
í fangið á markverðinum, en við
eram komnir í gang og ég er bjart-
sýnn á nánustu framtíð."
Jón Hjaltalín Magnússon
„Strákamir hafa staðið sig vel í
þessari ferð, en gegn Búlgöram
sást að aldrei má slaka á, því þá
er voðinn vís. Við læram af mistök-
unum og ég er viss um að liðið
gerir betur gegn Austur-Þjóðverj-
um í Laugardalshöll um helgina.
Þá fá íslendingar að sjá góða leiki
og búast má við mikilli baráttu eins
og ávallt, er þessi lið mætast."
Vesslin Penchev,
þfálfarl Búlgara
„íslenska Jiðið. er gott, en var
óheppið á Ólympíuleikunum. Það
þarf hins vegar að leika betur í
B-keppninni en gegn okkur, ef það
ætlar að komast í hóp hinna bestu
á ný, þar sem það á samt heima.
Við eigum hins vegar langt í land,
en reynum okkar besta. Ég var
vonsvikinn er íslendingar þáðu ekki
boð um að koma til Búlgaríu, en
boðið stendur eftir B-keppnina og
mitt lið er mjög gott til að æfa sig
á.“
Jafntefli í
hörkuleik
SVÍAR og Danir skildu jafnir,
19:19, í lokaleik Eyrarsunds-
mótsins í handknattleík og
nœgði það Svíum til sigurs á
mótinu. Leikurinn var sá besti
á mótinu, hraður og spennandi
fram á síðustu sekúndu og
Danir voru í raun óheppnir að
fara ekki með sigur af hólmi
eins og leikurinn þróaðist í
seinni hálfleik. Hafa þeir sýnt
mikinn stíganda í leikjum
sínum á mótinu og virðast vera
að ná á ný gömlum styrkleika.
Það var jafnt á flestum tölum
leikinn á enda, en í hálfleik
leiddu Svíar 9:8. í fyrri hálfleik
hélt Mats Olson í marki Svía liði
mgmi sínu á floti með stór-
Frá kostlegri mark-
Grími vörslu, varði eigi
Friðgeirssyni sjaldnar en tíu sinn-
iDanmorKu um gkot ^ dauða_
færam. í seinni hálfleik vora það
Danir sem vora yfirleitt fyrri til að
skora, en undir lokin var það
„Faxi", eða Staffan Olson, sem
bjargaði andliti Svía. Hann reif sig
upp, ógnaði gífurlega, en læddi svo
knettinum hvað eftir annað á línuna
og úr því komu mörk.
Markhæstir Dana vora Kim Jak-
obsen 5, Bjame Simonsen 3 og
Michael Fenger 3, en markhæstir
Svía vora Magnus Cato 6, Ola Lind-
gren 4 og Bjöm Jilsen 3/3.
MORGUNBLAÐŒ) ÍÞROTTIR FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1989
Elnar Þorvarðarson var jafnbest maður íslands á Eyrarsundsmótinu og stóð sig vel gegn Búlgöram.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Mótmæla vinnubrögðum HSÍ
„SAMTÖK1. deildarfólaga
karla í handknattleik mót-
mœlt harðlega þeim ógeð-
felldu vinnubrögðum sem við-
höfð hafa verið af fram-
kvæmdastjórn H.S.Í. og
landsliðsnefnd A-liðs karla í
sambandi viðfrestun 13.
umferðar á íslandsmóti 1.
deildar karla." Þannig hljóðar
símskeyti, sem samtök 1.
deildarfélaganna sendu
Mótanefnd og framkvæmda-
stjórn HSÍ á miðvikudags-
kvöldið, eftir fund samtak-
anna þar sem f ulltrúar átta
af tíu 1. deildarfólögunum
voru mættir.
Afréttamannafundi samtak-
anna í gær kom fram að
stjómarmenn HSÍ hafa beitt ýms-
um brögðum til að fá fram frestun
á 13. umferðinni. Stjómarmenn
HSÍ tóku menn út í hom á leikjum
8. janúar og þeim tilkynnt að
þeir væru einir eftir til að sam-
þykkja frestun. Þann dag vora
skrifaðar tvær beiðnir um frestun.
Frá einu félaginnu var beiðni um
frestun skrifuð aftan á boðsmiða
frá' landsleik íslands og Dan-
merkur á dögunum.
Vinnubrögð HSÍ-manna gengu
svo langt, að formaður HSI hafði
samband við Margréti Kristjáns-
dóttur, formann handknattleiks-
deildar Gróttu og sagði að aðeins
tvö félög væra eftir að samþykkja
frestun. „Ég sagði þá við Jón
Hjaltalín að við Gróttumenn, sem
væram á móti frestun umferðar-
innar, yrðum þá að beygja okkur
fyrir ósk meirihlutans. Nú hefur
það komið á daginn að Jón
Hjaltalín sagði ekki rétt og satt
frá. Þá eins og áður var meiri-
hluti 1. deildarfélaganna á móti
frestun," sagði Margrét.
„Vinnubrögðin sem stjómar-
menn HSÍ hafa beitt era hreint
furðuieg," sagði Sigurður Hjalta-
son, formaður handknattleiks-
deildar Breiðabliks og Kristján
Öm Ingibergsson, formaður
handknattleiksdeildar KR, tók í
sama strang og sagði að vinnu-
brögð HSÍ væra óþolandi. HSÍ-
menn hafi endalaust boðað til
funda, þrátt fyrir að þeir vissu
að meirihluti væri á móti frestun
13. umferðar, hrært upp í mönn-
um og flækt málið endalaust.
„Það er kominn tími til að stöðva
yfirgang HSÍ-forystunnar, sem
tekur ekkert mark á óskum 1.
deildarliðanna. Það er ekki nóg
að HSÍ-menn hafí endalaust farið
inn á fjáröflunarleiðir félaganna,
heldur telja þeir að þeir ráði einn-
ig yfir leikmönnum félaganna.
Það hefur endalaust verið komið
aftan að forráðamönnum 1. deild-
arfélaganna. Jafnvel logið - til
að ná sínu fram. Þá þróun verður
að stöðva," sagði Kristján Öm.
Forráðamenn 1. deildarliðanna
segir að búið sé að fresta leikjun-
um, þannig að ekkert sé hægt að
gera í því. Þeir vildu aðeins mót-
mæla vinnubrögðum HSÍ-manna.
Þess má geta að 1. deildarkeppn-
in hefst aftur 5. mars, þannig að
það er tveggja mánaða frí í deild-
inni. Nokkuð sem var ekki inn í
myndinni, þegar samtök 1. deild-
arfélaganna og stjómarmenn HSÍ
gerðu breytingar á deildarkeppn-
inni í byijun desember, til að
landsliðið fengi tíma til að und-
irbúa sig fyrir B-keppnina í
Frakklandi.
Lokastaðan
SVÍÞJÓÐ- ÍSLAND.........
DANMÖRK- BÚLGARÍA.......
ÍSLAND- DANMÖRK.........
BÚLGARÍA- SVÍÞJÓÐ.......
ÍSLAND- BÚLGARÍA........
SVÍÞJÓÐ - DANMÖRK ......
......25: 24
......28: 20
......24: 22
......21:27
......22:17
Fj.leik a U J T Mörk Stlg
SVÍÞJÓÐ 3
ÍSLAND 3
DANMÖRK 3
BÚLGARÍA 3
2 1 0 71:64 5
2 0 1 70:64 4
1 1 1 69:63 3
0 0 3 58:77 0
Búlgarar engin hindrun
„ÉG er ánægöur meö sigurinn,
en úrslitin gefa ekki rótta mynd
af getu liöanna, því íslenska •
liöiö er mun betra og átti aö .
sigra með mikið meiri mun,“
sagði Gunnar Kjartansson,
gjaldkeri HSÍ, við Morgunblað-
ið eftir 22:17 sigur íslands
gegn Búlgaríu í Eyrarsunds-
mótinu í gærkvöldi. Óhætt er
að taka undir þessi orð, þvf lið
Búlgara á langt í land og með
eðlilegum leik hefði sigur ís-
lands orðið mun meiri.
Leikur íslenska liðsins bar þess
greinileg merki að sumir leik-
mennirnir vora þreyttir eftir tvo
erfiða leiki. Mistökin vora því meiri
en eðlilegt getur tal-
ist en engu að síður
lék liðið mjög vel á
köflum, brást ekki
er mest á reyndi og
sigurinn var aldrei í hættu. Meðan
Frá
Grími
Fríðgeirssyni
i Danmörku
Ísland-Búlgaría
22 : 17
Helsingerhallen í Helsingar, Eyrar-
sundsmótið f handknattleik, fimmtu-
daginn 12. janúar 1989.
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 2:2, 6:2,
5:5, 8:5, 8:6, 9:6, 10:6, 10:9, 11:9,
11:10, 12:10, 12:11, 14:11, 14:12,
15:12, 16:13, 18:13, 18:16, 21:16,
21:17, 22:17.
tsland: Kristján Arason 5, Sigurður
Sveinsson 6/4, Guðmundur Guðmunds-
son 4, Þorgils Óttar Mathiesen 3, Valdi-
mar Grímsson 2, Birgir Sigurðsson 1,
Sigurður Gunnarsson 1, Júlfus Jónas-
son 1, Páll Ólafsson, Héðinn Gilsson.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 8/1,
Hrafn Margeirsson.
Utan vallar: Átta mfnútur.
Búlgaria: Barrovski 3, Daviskov 2,
Bodourov 2, Marinov 2, Nikolov 2,
Mashev 2, Vassilev 2, Atanassov 1,
Matev 1.
Varin skot: Machkov 10.
Utan vallar: Pjórar mfnútur og ein
útilokun.
Áhorfendur: Um 300.
Dómarar: Niels Knudsen og Henrik
Mortensen frá Danmörku dæmdu
ágætlega.
krafturinn var í lagi vora móther-
jamir í litlum aukahlutverkum og
eftir að hafa gloprað boltanum
horfðu þeir á árangursrík hrað-
aupphlaup íslendinga. En íslenska
liðið fór líka oft illa að ráði sínu,
einkum í sókninni. Versti kaflinn
var í byijun seinni hálfleiks, en lið-
ið náði sér upp úr öldudalnum og
lauk leiknum með sóma.
Það er alltaf erfitt að spila gegn
mun lakari mótherjum og það hafði
einnig sín áhrif. Búlgarar spila
gamaldags handbolta, virðast ekki
vera með nein leikkerfi en hanga
lengi á boltanum og reyna síðan
að hnoða sér í gegn.
Einar Þorvarðarson var góður í
markinu, Kristján Arason stóð sig
vel í sínum 200. landsleik og Sigurð-
ur Gunnarsson stjómaði spilinu af
röggsemi.
Lið Búlgara var jafnt, en mark-
vörðurinn bjargaði þvi frá enn
stærra tani.
HANDKNATTLEIKUR / EYRARSUNDSKEPPNIN
GOLF