Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 46
,46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
KORFUKNATTLEIKUR
Axel hættur með
Keflavíkuiiidinu
AXEL Nikulásson, landsliðs-
maður í körf uknattleik hjá
Keflavík, hefur ákveðið að
hœtta að leika með Keflavíkur-
liðinu í kjölfar uppsagnar þjálf-
ara liðsins, Lee Nober. Axel,
sem hefur verið lykilmaður hjá
ÍBK, lék ekki með liðinu gegn
Grindavík.
m
Eg hef sent stjóm körfuknatt-
leiksráðs ÍBK bréf þar sem ég
tilkynnti að ég hafi ákveðið að taka
mér hvíld frá körfuknattleik. Mér
finnst stjómin hafi sýnt mjög slæm
vinnubrögð í sambandi við uppsögn
Nobers. Grundvallarregla var brotin
- þ.e.a.s. að þjálfarinn fékk ekki
að svara fyrir sig í málinu. Þetta
mál er leiðinlegt frá upphafi og ÍBK
til hneisu. Mér fannst að ég væri
að ljúga að sjálfum mér, með því
að hugsa um að allt væri gott og
blessað þegar þjálfarinn væri far-
inn. Málið er meira en það.
Það er greinilegt að sumir aðilar
vita ekki hvað þarf til að sigra. í
flokkaíþróttum verður oft að fóma
einstaklingi til að liðsheildin nái
saman," sagði Axel.
Axel var ekki ánægður með að
stjómin léti leikmenn dæma í mál-
inu. „Það er furðulegt að vopnin
hafi verið sett í hendur leikmanna.
Það er ekki okkar að reka þjálfara.
Eg held að leikmenn hafi ekki hugs-
að máli til enda þegar þeir tóku við
vopninu.
Ég var í Bandaríkjunum í fjögur
ár og tel mig þekkja nokkuð vel til
bandaríska þjálfara. Nober er snjall
þjálfari og alls ekki strangur. Þeir
sem kvarta yfir Nober ættu að
kynnast þjálfurum í Bandaríkjun-
um. I flokkaíþróttum verður að vera
agi og menn verða að fara eftir því
sem þjálfari segir, til að árangur
náist," sagði Axel Nikulásson.
Þó nokkur ólga er í Keflavík
vegna brottreksturs Lee Nober og
em ekki öll kurl komin til grafar í
málinu.
Tveir lejkmenn til viðbótar leika
ekki með ÍBK gegn Val á morgun.
Nökkvi Jónsson er í leikbanni og
Magnús Guðfinnsson er meiddur.
Axel Nikulásson, hefur verið einn besti leikmaður Keflavíkurliðsins.
FERÐIR
HM-ferðin stytl
Búið er að stytta ferð Sam-
vinnuferðar/Landsýn á
B-keppnina í handknattleik í Frakk-
landi, sem hefst 15. febrúar. Hætt
hefur verið við að fara til
Cherbourg, þar sem riðlakeppnin
fer fram. Farið verður beint til
Strasbourg 19. febrúar og horft á
leiki í milliriðli. Síðan verður farið
til Parísar, þar sem úrslitaleikimir
fara fram. Komið verður heim 28.
febrúar.
Aðalfundur Víkings
Aðalfundi Knattspymufélagsins
Víkings, sem vera átti næst-
komandi þriðjudag, 31. janúar, hef-
ur verið frestað um tvo daga, til
fimmtudagsins 2. febrúar. Fundur-
inn hefst í félagsheimili Víkings við
Hæðargarð kl. 20. M.a. verður rætt
um yfirtöku borgarinnar á eignum
félagsins við Hæðargarð.
Þorrablót KR-inga
Þorrablót KR verður haldið í
KR-heimilinu í kvöld. Húsið
verður opnað kl. 19.30.
KNATTSPYRNA
Blóðtaka
hjá Völsungi
Tíu leikmenn hafa yfirgefið félagið
VÖLSUNGUR frá Húsavík hef-
ur orðið fyrir mikilli blóðtöku
síðustu misseri. Tíu leikmenn
sem léku með liðinu í 1. deild-
arkeppninni síðasta keppn-
istfmabil eru farnlr. Þeir leika
þvf ekki undir stjórn sovéska
þjálfarans Ivan Varlamov,
sem kemurtil Húsavíkurf
nœstu viku.
eir leikmenn sem hafa farið,
eru: Bjöm Olgeirsson, sem
er orðinn þjálfari Hugins á Seyðis-
firði og Sveinn Freysson, sem
ætlar að leika með Seyðisfjarðar-
liðinu. Guðmundur Þ. Guðmunds-
son er farinn til Breiðabliks, Stef-
án Viðarsson til Akraness, Eiríkur
Björgvinsson og Grétar Jónsson
til Fram, Theódór Jóhannsson til
Hauka og Aðalsteinn Aðalsteins-
son til Víkings.
Snævar Hreinsson fer að öllum
líkindum til Selfoss og Jónas
Hallgrímsson hefur verið orðaður
við Þór. Þorfínnur Hjaltason,
markvörður liðsins, er hættur að
leika knattspymu.
Völsungar leika í 2. deild í sum-
ar og munu þá stilla upp mjög
breyttu liði.
Aðalsteinn Aðalsteinsson
jjfki ^ A /IfM
KtV m ■ Æ
7?
Sala getraunaseðia lokar kl. 14:45 á laugardögum.
4. LEIKV1KA- 28. J ANÚAR 1989 1 X2
Leikur 1 Aston Villa - Wimbledon
Leikur 2 Blackburn - Sheff. Wed
Leikur 3 Bradford - Hull
Leikur 4 Brentford - Man. City
Leikur 5 Grimsby - Reading
Leikur 6 Hartlepool - Bournem.
Leikur 7 Norwích IfSuttortZWIPllftÍliÍÍIÍIII
Leikur 8 Nott. For. - Leeds
Leikur 9 Plymouth - Everton
Leikur 10 Sheff. Utd. - Colchester
Leikur 11 Stoke - Barnsley
Leikur 12 Swindon - West Ham
Símsvari hjá getraunum eftir kl. 17:15 á laugardögum er 91-84590 og -84464.
Mumð h f ■ ■ i ■ opleikinn
KNATTSPYRNA
Stórmótið á morgun:
„Skemmtileg-
asta mótið“
segir Pétur Ormslev, fyrirliði Fram
STÓRMÓT Samtaka íþrótta-
fréttamanna og Adidas í knatt-
spyrnu innanhúss fer fram í
nýja íþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi á morgun og hefst klukkan
13.
Atta lið keppa í tveimur riðlum.
í a-riðli eru KR, Grótta, KA
og FH, en í b-riðli leika Fylkir,
Valur, Akranes og Fram.
„Þetta er alltaf skemmtilegasta
mótið,“ sagði Pétur Ormslev, fyrir-
liði Fram, í samtali við Morgvn-
blaðið í gær, en Framarar hafa tit-
il að vetja. „Menn mæta í þetta
mót fyrst og fremst til að hafa
gaman af og því er meiri léttleiki
yfír mönnum en í öðrum mótum.
Auðvitað vilja allir sigra, en það er
ekki aðalatriðið," sagði Pétur.
Riðlakeppnin verður kl. 13 til 16
og fara tvö efstu lið í hvorum riðli
í undanúrslit. Úrslitaleikurinn hefst
kl. 18, en tímaseðillinn í riðlakeppn-
inni er þessi:
Pétur Ormslev
Kl.
13.00 KR-Grótta
13.15 KA-FH
13.30 Fylkir-Valur
13.45 Akranes-Fram
14.00 Grótta-FH
14.15 KR-KA
14.30 Valur-Fram
14.45 Fylkir-Akranes
15.00 KA-Grótta
15.15 FH-KR
15.30 Akranes-Valur
15.45 Fram-Fylkir
TENNIS
Lendl og
Mecirí
úrslitum
TÉKKARNIR Ivan Lendl og Mi-
loslav Mecir munu mætast í
úrslitum á opna ástralska
meistaramótinu ítennis á
morgun. Þeir sigruðu auðveld-
lega andstæðinga sína í undan-
úrslitum í gær.
Lendl sigraði Austurríkismann-
inn Thomas Muster, 6:2, 6:4,
5:7 og 7:5. Mecir sigraði Jan Gunn-
arsson frá Svíþjóð, 7:5, 6:2 og 6:2.
Þess má geta að þeir Mecir og
Lendl léku til úrslita á opna banda-
ríska meistaramótinu 1986 og þá
sigraði Lendl, 3:0.
Steffí Graf frá Vestur-Þýskaland
og Helena Sukova frá Tékkósló-
vakíu mætast í úrslitum í einliða-
leik kvenna. Graf burstaði argentín-
sku stúlkuna Gabrielu Sabatini í
undanúrslitum, 6:3, 6:0 og Sukova
lagði að velli Belindu Cordwell frá
Nýja Sjálandi 7:6 (7:2), 4:6, 6:2.
Um helgina
Handknattleikur
Seinni landsleikur íslands og Tékk-
oslóvakíu verður í Laugardalshöll í dag
og hefst kl. 17.
Körffuknattleikur
íslandsmótið
Sunnudagur
Þór-ÍR..............Akureyri kl. 20
UMFG-Haukar...Grindavík kl. 20
KR-UMFN..........Hagaskólakl. 14
Valur-ÍBK........Valshúsi kl. 20
ÍS-UMFT......Kennaraháskóla kl. 20
Knattspyma
íslandsmótið í knattspymu innanhúss
heldur áfram í Laugardalshöll um helg-
ina. í dag verður leikið í 5. deild frá kl.
9 og á morgun í 4. deild frá kl. 9 til 18.
Á morgun verður stórmót íþróttafrétta-
manna og Adidas í nýja fþróttahúsinu
á Seltjamamesi. Leikið verður í tveim-
ur riðlum og hefst keppni kl. 13.
Blak
Á morgun kl. 19 keppa Fram og ÍS í
1. deild karla og kl. 20.15 Víkingur
og HK í 1. deild kvenna. Báðir leikim-
ir fara fram í íþróttahúsi Hagaskóla.
Skfði
I dag og á morgun verður aklðamót a'
Siglufirði i norrænum greinum.
Squash
Squashmót fer fram hjá Veggsporti,
Seljavegi 2, um helgina. Keppt verður
í karla- og kvennaflokki og hefst
keppni kl. 14 í dag en kl. 13 á morgun.