Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B OG LESBOK STOFNAÐ 1913 23. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins George Bush Bandaríkjaforseti: Geimvarnir ekki óviiuiandi skjöldur Washington. Reuter. GEORGE Bush Bandar íkj afor- seti sagði á sinum fyrsta blaðamanna- fundi í Hvíta húsinu í gær að geimvamaáætl- George Bush unin væri ekki „óvinnandi skjöldur gegn kjarn- orkuárás“. Hann kvaðst enn- firemur vonast eftir bættum sam- skiptum við írönsk stjómvöld og ítrekaði þá ósk sína að íranir aðstoðuðu við að fá tíu Banda- ríkjamenn, sem em í gíslingu í Líbanon, leysta úr haldi. Yfirlýsing Bush um geimvama- Holland: Tveim nas- istum sleppt úr fangelsi Breda. Keuter. TVEIR stríðsglæpamenn nas- ista, sem höfðu verið í hol- lensku fangelsi síðan í seinni heimsstyijöldinni, vora í gær látnir Iausir eftir að hollenska þingið hafði samþykkt tillögu þar að lútandi. Prederik K. Altes dómsmála- ráðherra sagði að mennimir, Franz Fischer (87 ára) og Ferd- inand aus der Fuenten (79 ára), yrðu fluttir til Vestur-Þýska- lands og fengju ekki að koma aftur til Hollands. Hann hafði lagt til að fongunum yrði sleppt þar sem venjan væri sú að mönn- um væri ekki haldið lengur en í tuttugu ár í hollenskum fang- elsum. Bill Manco, fyrrum leið- togi hollensku andspymunnar, sagði að ákvörðunin bæri vott um skort á samúð fyrir fóm- arlömbum nasista. áætlunina þykir benda til þess að forsetinn sé ekki eins mótfallinn því að ganga að kröfum Sovétmanna um takmarkanir á geimvömum og fyrirrennari hans, Ronald Reagan, sem taldi að geimvamaáætlunin gæti orðið til þess að kjamorkuvopn yrðu úrelt. Bush gat þess einnig á blaðamannafundinum að ekki mætti líta á þá ákvörðun hans að fara í heimsókn til Kína sem Iítils- virðingu við Míkhafl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Bush kvaðst ennfremur vonast til þess að írönsk stjómvöld beittu sér fyrir því að bandarísku gíslam- ir tíu í Líbanon yrðu leystir úr haldi. „Um skeið vom samskipti okkar við írani með ágætum og ég trúi því ekki að núverandi ástand vari til eilífðar,“ sagði Bush. Forset- inn hafði óskað eftir samvinnu við írönsk stjómvöld vegna gíslamáls- ins í ræðu er hann flutti við emb- ættistökuna fyrr í þessum mánuði, en Ali Khameini, forseti írans, hafn- aði þeirri málaleitan í gærmorgun og sagði að íranar hefðu enga þörf fyrir bætt samskipti við Bandaríkja- Afganistan: Hoppað íhlýindunum Reuter Ungur Breti stekkur á hlaupabretti í Lundúnum í gær á einum mildasta vetrardegi i Bretlandi í mörg ár. Hitinn þar í landi hef- ur verið fimm gráðum meiri en á meðalári siðan í byrjun desem- bermánaðar. Óvenju mild- ur vetur á norðurhveli Lundúnum. Reuter. Vorblómin springa út og dýr vakna af vetrardvaldanum í fyrra lagi víðast hvar á norður- hveli jarðar og hefur veturinn þar verið einn sá mildasti síðan veðurathuganir hófust. Hitinn á meginlandi Evrópu, í Norður-Ameríku og víða í Asíu hef- ur verið allt að sex gráðum meiri en á meðalári, eigendum skíðahót- ela og fataverslana til mikillar ar- mæðu. Hitunarkostnaður heimila og fyr- irtækja hefur hins vegar verið með lægra móti. í Ungveijalandi sparast líklega 500.000 tonn af olíu haldi hlýindin áfram og í Seoul, höfuð- borg Suður-Kóreu, hefur salan á viðarkolum minnkað um - 30 af hundraði. Hitinn í desember og janúar hef- ur aldrei verið eins mikill í eina öld í Frakklandi, Danmörk, Svíþjóð, Suður-Kóreu og Japan. í ijölmörg- um öðrum löndum hefur hitinn ver- ið óvenju mikill og eru veðurfræð- ingar ekki á eitt sáttir um hvort veturinn hafí í raun nokkuð komið. Sendiráðsmenn tekn- ir að flýja Kabúlborg Kabúl, Genf, Islamabad. Reuter. Bandaríkjamenn, Japanir, Frakkar og Bretar hafa ákveð- ið að loka sendiráðum sínum í Kabúl, höfiiðborg Afganistans, og er búist við, að önnur ríki Reuter Gaddafí vill ræða við Bush Barbara Walters, firéttamaður bandariska sjónvarpsins ABC, ræðir við Muammar Gaddafi Líbýuleiðtoga í tjaldi hans í Tripoli i gær. Walters spurði Gaddafi hvort hann vildi ræða við George Bush Bandaríkjaforseta og þvi svaraði hann: „Beinar viðræður við Bandarikjamenn em nauðsynlegar ef við viljum koma sam- skiptum ríkjanna i eðlilegt horf.“ fari að dæmi þeirra á næstu dögum. Afgönsk stjórnvöld for- dæmdu lokanirnar og sögðu, að vestræn ríki vildu grafá undan stjórninni i Kabúl. í borginni er loft allt lævi bland- ið og talið er víst, að hún falli i hendur skæruliðum strax og sovésku hermennirnir fara. Hjálparstofinun Sameinuðu þjóðanna er nú að leggja á ráð- in um aðstoð við aðþrengda íbúana en þeir, sem hafa á þvi efiii, reyna að komast burt flug- leiðis, efltir einu opnu flóttaleið- inni. Bandaríkjastjóm ákvað í fyrra- kvöld að loka sendiráðinu í Kabúl og í gær ákváðu Japanir, Frakkar og Bretar að gera slíkt hið sama. Talið er, að önnur ríki muni kalla sendimenn sína heim á næstu dög- um enda eru mörg sendiráðin ná- lægt hemaðarlega mikilvægum stöðum í borginni. Að vísu hafa skæruliðar haft mjög hægt um sig síðustu tvo mánuði en þeir eru sagðir bíða þess eins, að sovéski herinn fari burt en brottflutningn- um á að vera lokið 15. febrúar. Ekki þykir líklegt, að stjórnar- herinn geti varið borgina lengi. Dmítrí Jazov, vamarmálaráð- herra Sovétríkjanna, kom óvænt til Kabúl í gær og átti þá fund með Najibullah forseta. Ekki er vitað hvað þeim fór á milli en vest- rænir sendimenn telja, að Jazov hafí komið til að ræða lokabrott- förina, sem hófst fyrir nokkrum dögum með risastórum flutninga- flugvélum af gerðinni íljúshín-76. Starfsmenn Hjálparstofnunar SÞ í Genf ræða nú um leiðir til að aðstoða Kabúlbúa og er að því stefnt að koma lyfjum og vistum til borgarinnar með flugvélum og jafnvel landveginn. Sjálfir segjast skæruliðar hafa sent matarbirgðir til Kabúl og til borgarinnar Jal- alabad, sem þeir sitja einnig um, en kváðust þó ekki geta ábyrgst, að sendingamar hefðu komist alla leið. Fjölskyldur háttsettra manna í hemum og afganska kommúnista- flokknum hafa að undanfömu ver- ið fluttar burt úr landi, aðallega til Sovétríkjanna og Indlands, og er það sagt gert til að eigin- mennimir geti tekið þátt í loka- átökunum lausir við áhyggjur af ástvinum sínum. Þeir, sem tilheyra efnafólkinu í Kabúl, reyna hins vegar að flýja hver sem betur getur en að kommúnistaríkjunum undanskildum em aðeins flugsam- göngur við Indland. Samstaða: Viðræður við sljórn- völd heljast 6. febrúar Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hinna bönnuðu verka- lýðssamtaka í Póllandi, og pólsk stjórnvöld komust í gær að samkomulagi um að 6. febrúar næstkomandi yrðu hafiiar formlegar viðræður um framtíð landsins og um viðurkenningu samtakanna. Talsmaður Samstöðu sagði í gærkvöldi að dagsetning við- ræðnanna, sem fram fæm í Varsjá, hefði verið ákveðin á leynilegum fundi Walesa og Czeslaws Kiszczaks innanríkis- ráðherra í einu úthverfa höfuð- borgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.