Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 48
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
EIGNA
MIÐUMIV
27711
Svetré Krislinsson, sölusljóri - Þorieifur Guómundsson, sölum.
ÞóróBur Hallriórsson, Bgfr,- Urmsteinn 8eck ht1.,sími 12320
LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
VERÐ í LAUSASÖLU 70 KR.
Urskurðarnefiid:
Kæra Bald-
urs skoðuð
um helgina
ÚRSKURÐARNEFND um verð-
tryggingu fnndaði í gær um
kæru Baldurs Guðlaugssonar
hrl. varðandi breytingar á láns-
kjaravisitölunni.
Hallgrímur Snorrason hag-
stofustjóri, formaður nefndarinn-
ar, sagði að málið yrði eitthvað
skoðað um helgina og næsti form-
legi fundur haldinn á mánudag.
Hann sagðist ekki geta sagt til
um hvenær nefndin skæri úr
ágreiningsmálinu.
Dráttarvext-
ir reiknaðir á
víxla strax eft-
ir gjalddaga
FRÁ NÆSTU mánaðamótum
munu bankar og sparisjóðir
reikna dráttarvexti af víxlum
Efiiahagsaðgerðir ríkisslj órnarinnar:
Væntanleg gengisfelling
A heimavelli
Morgunblaöið/Bjarni
Kristján Arason sést hér taka við viðurkenningu fyrir 200. landsleik sinn er íslendingar mættu
Tékkum í vináttulandsleik í gær. Það er Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði islenska landsliðsins og
fyrrum félagi Kristjáns hjá FH, sem afhendir honum viðurkenninguna. Leikurinn fór fram í
íþróttahúsinu í Hafiiarfirði og var fyrsti leikur Kristjáns á gamla heimavellinum f 5 ár. Kristján
átti góðan leik en það dugði ekki til því Tékkar sigruðu 23:22.
Sígarettu-
sala minnk-
ar um 10 tonn
SALA á tóbaki dróst saman um
13,2 tonn á síðasta ári frá 1987.
Þar af seldust tíu milljónum
feerri sígarettur. Hver sfgaretta.
vegur um 1 gramm, og minnkaði
sígarettusalan því um tfu tonn á
árinu.
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis-
ins seldi samtals 495 tonn af alls
kyns tóbaki á síðasta ári, en 508,2
tonn árið á undan. Samdráttur milli
ára er því 2,6%. Ef deilt er í sölutöl-
umar með f|ölda íslendinga 18 ára
og eldri, kemur út að árið 1987 var
tóbaksneyzla á hvem fullorðinn
landsmann 2.775 grömm. Árið
1988 minnkaði þetta hlutfall niður
í 2.651 gramm, eða um 4,5%. Neyzl-
an á mann hefur ekki verið minni
síðan árið 1965. Hlutfallið hefur
minnkað um 13% síðan árið 1984,
en 1985 voru sett ný tóbaksvamar-
lög.
Sjá töflu og frétt á bls. 4.
er aðalágreiningsefnið
strax eftir gjalddaga en ekki
frá þriðja degi eftir gjalddaga
eins og venja hefur verið.
Að sögn Stefáns Pálssonar
bankastjóra Búnaðarbankans er
þessi ákvörðun tekin í framhaldi
af þeirri breytingu að nú reiknast
dráttarvextir sem dagvextir en
ekki til mánaðar f senn. Aðspurður
sagði Stefán að hér hefði verið
um viðskiptavenju að ræða, og
ákvörðun bankanna, en ekki laga-
skyldu. Því mundi Samvinnunefnd
banka og sparisjóða auglýsa þessa
breytingu vandlega í fjölmiðlum
en hvorki þyrfti breyting á lögum
né reglugerðum að fylgja.
Gengisfelling, sem virðist standa
fyrir dyrum mun nú orðin
stærsta deilumálið innan ríkis-
stjómarinnar f umræðum um
efnahagsaðgerðir. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
Framsóknarflokkurinn þeirrar
skoðunar, að gengisfellingin
verði að vera a.m.k. 10% og er
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, talinn vilja ganga
enn lengra og fella gengið um
12%, en Alþýðuflokkurinn er
fastur á því, að gengisfelling á
bilinu 5%-7% sé nægjanleg og
mun Alþýðubandalagið fremur
fylgja honum að málum.
Ráðherrar Alþýðubandalagsins
munu þó ekki samstiga í þessari
afstöðu sinni til gengisfellingar, því
Ólafur Ragnar Grímsson fylgir Al-
þýðuflokknum að málum, en þeir
Steingrímur Sigfússon og Svavar
Gestsson eru sagðir vera reiðubúnir
til þess að ganga lengra.
Eins og undanfama daga fund-
uðu fulltrúar ríkisstjómarinnar stfft
í gær um aðgerðir þær í efnahags-
málum, sem ætlunin er að ná sam-
komulagi um, eigi síðar en á ríkis-
stjómarfundinum á morgun. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
miðaði lítt í samkomulagsátt í gær,
en þessi ágreiningur um það hversu
mikið þurfi að fella gengið kom
skýrar í ljós. Enn situr við það sama
í ágreiningi um vaxtamál, þar sem
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
berst gegn því, að vaxtafrelsi verði
afnumið og ekkert bendir til þess,
að hann sé reiðubúinn til þess að
hvika í þeim efnum. Viðskiptaráð-
herra mun hafa látið að því liggja,
að ef það yrði ofan á, yrðu aðrir
en hann að framkvæma slíka
ákvörðun í ríkisstjóm.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, Ólafur Ragnar
Grímsson, fjármálaráðherra, og Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra, áttu
langan fund um þessi mál í stjómar-
ráðinu í gærj en samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins þokaðist lítið
sem ekkert í samkomulagsátt á
þeim fundi. Stefna ráðherramir að
áframhaldandi fundahöldum í dag,
jafnframt því sem fundur með full-
trúum Borgaraflokksins hefur verið
ákveðinn kl. 13.30 í dag.
Stefnt er að lokaniðurstöðu í
Sjávarútvegsráðherra svarar Aldi:
Upplýsingaherferð gegn
grænMðungum í Þýskalandi
Yfir tveggja milljarða kr. sölutap áætlað vegna hvalamálsins
málinu á ríkisstjómarfundinum á
morgun, sunnudag.
ÍSLENSK stjómvöld hafa ákveðið að heQa upplýsingaherferð til
mótvægis við áróður grænfriðunga gegn íslandi og islenskum hags-
munum í Þýskalandi og hefur verið gerð um hana áætlun í þremur
liðum. Þetta kemur fram í svarbréfi Halldórs Ásgrimssonar sjávarút-
vegsráðherra til Aldi-verslanakeðjunnar sem sent var í gær eftir
mikil fundahöld embættismanna i utanrikis- og sjávarútvegsráðu-
neytum. „Orðstír fyrirtækisins er i veði vegna máls sem okkur kem-
ur ekkert við,“ sagði Gtinther Thiemann framkvæmdastjóri Aldi SUd
meðal annars um ástæður þess að fyrirtækið hætti viðskiptum við
íslendinga. Talið er að útflutningsverðmæti þeirra viðskipta sem
tapast hafa beinlínis vegna hvalveiðimálsins sé nú komið á þriðja
milljarð kr.
í bréfinu tilgreinir sjávarútvegs-
ráðherra þær leiðir sem famar
verða í andófí íslendinga: Upplýs-
ingum um stefnu íslendinga verður
komið á framfæri við fyrirtæki sem
versla með íslenskar vörur. Reynt
verður að koma á sambandi við
áhrifamikla fjölmiðlamenn í Þýska-
landi. Þá verður upplýsingum miðl-
að til fólks sem sýnir áhuga á þess-
um málum. Baráttan hefst á næstu
vikum og á að ná hámarki í maí.
í bréfínu ítrekar Halldór sjónarmið
íslendinga í hvalveiðimálinu og
benti á að rannsóknaráætluninni
Iyki í sumar. Jafnframt stingur
hann upp á að fulltrúar sínir hitti
stjómendur Aldi sem fyrst.
Theodór S. Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Sölusamtaka lagmet-
is segir að áróður grænfriðunga sé
svo sterkur og hafi staðið svo lengi
að hann óttist að hugsanlegur mót-
leikur íslendinga komi of seint til
að bjarga viðskiptunum.
Sölusamtök lagmetis hafa tapað
viðskiptum í Þýskalandi fyrir um
600 milljónir kr. á ári vegna að-
gerða grænfriðunga, að sögn Theo-
dórs. Sigurður Markússon fram-
kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar
Sambandsins áætlar að það fyrir-
tæki hafí tapað viðskiptum fyrir að
minnsta kosti 600 milljónir á ári í
Bandaríkjunum vegna aðgerða
grænfriðunga og 150—200 milljónir
í Þýskalandi, eða samtals 750—800
milljónir kr. Ekki fengust upplýs-
ingar hjá Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna um sölutap þess fyrirtækis
vegna hvalveiðimálsins. Sjávaraf-
urðadeildin og Sölusamtök lagmetis
hafa því tapað viðskiptum fyrir
nálega 1,4 milljarða og ef sölutap
SH er varlega áætlað er heildarút-
flutningstap í frystum fiski og nið-
ursuðuvörum komið á þriðja millj-
arð kr.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um
verðmæti útfluttra hvalaafurða á
síðasta ári en talið er að það sé
minna en árið 1987 er út var flutt
fyrir um 302 milljónir, samkvæmt
upplýsingum Hagstofunnar.
Nokkur fyrirtæki í lagmetisiðn-
aðinum hafa byggt afkomu sína að
stórum hluta á viðskiptum við þýsku
fyrirtækin sem hætt hafa viðskipt-
um við íslendinga. Þau sitja nú
uppi með birgir af hráefni, fullunn-
inni vöru og umbúðum að verð-
mæti hundruða milljóna.
Sjá fréttir á bls. 20, miðopnu,
27 og 28.
Lúðan á
403 krónur
403 krónur fengust fyrir kíló-
ið af lúðu á Fiskmarkaði Suð-
urnesja i gær. Það er hæsta
verð sem þar hefiir fengist
fyrir lúðuna.
200 króna meðalverð fékkst
fyrir lúðu á Suðumesjum í gær.
Einn fískur, um 16 kíló, seldist
fyrir 403 krónur kflóið. Á Fisk-
markaðinum í Hafnarfirði
fékkst einnig mjög gott verð
fyrir lúðu í gær, hæsta verðið
var 400 krónur fyrir kflóið, með-
alverð var 338 krónur.