Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
45
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
"VlÐ ÞURFUM LÍKR RÐ BREVTR LflNOSlÖGUM HÉR fl i^LflNPI R PflNN VB& R9 RÍKISTORSTJðRflR
OG STOÓRNENOUR RlKISFVRlRTÆKJH SEM EKKI STflNOfl I STVKKINU VERfll HÐ FflRF? FRfl"
-ÓRcs ó STjóRMMnuflPUNDl A BRORBVRI
Þessir hringdu . .
Hagsmunir
sparifláreigenda hafðir að
engu
SpariQáreigandi hringdi:
„Með kveðju til Stefáns Val-
geirssonar, formanns bankaráðs
Búnaðarbankans, leyfi ég mér að
tilkynna honum að ég, sem hef
verið sparifjáreigandi í Búnaðar-
bankanum í 30 ár, tel mig til-
neydda að slíta viðskipum við
Búnaðarbankann, sem aldrei hef-
ur heyrst orð frá til vamar sparifj-
áreigendum, og færa þau yfir til
hins skelega talsmanns okkar og
skynseminnar, Sverris Hermanns-
sonar. Eg er ein af þéim sem hef
engin lífeyrisréttindi eins og
margt af eldra fólki. Hef ég því
lengi stefnt að því að skapa mér
nokkurt öryggi í ellinni.
Nýleg könnun leiddi í ljós að
mikill meirihluti sparifjáreigenda
hefur minna en meðaltekjur og
takmörkuð lífeyrisréttindi. Þessi
staðreynd hefur því miður ekki
verið nægilega undirstrikuð í fjöl-
miðlum. Félagshyggjubræðurnir,
Steingrímur Hermannsson og
Stefán Valgeirsson þurfa víst litl-
ar áhyggjur að hafa af elliárunum,
þeir hafa skammtað sér sjálfir
margföld eftirlaun til daúðadags.
Væri verðugra verkefni fyrir þá
að breyta þeim ósóma í stað þess
að hóta litla fólkinu eignaupptöku
með handafli.“
Hreinsið dekkin
Ökumaður. hringdi:
„Þó Umferðarráð hafi oft hvatt
ökumenn til að hreinsa dekk bif-
reiða sinna þegar færðin er slæm
hef ég til skamms tíma látið það
undir höfuð leggjast. Fyrir nokkru
ákvað ég að gera tilraun og varð
alveg hissa hversu miklu það
munaði. Fólk heldur sjálfsagt að
þetta sé mikið verk og þurfi að
skrúbba dekkin vel og vandlega.
Ég setti einfaldlega „whitespirit“
á úðabrúsa og úðaði svo dekkin.
Að því loknu lét ég bílinn standa
smá stund en ók svo af stað. Það
kom mér mjög á óvart hversu
gripið var miklu betra. Nú hef ég
reynt þetta á fleirum en einum
bíl og er árangurinn alltaf jafn
góður. Þetta er mjög einföld að-
gerð sem skilar miklum árangri.
Mér hefur jafnvel dottið í hug að
bensínstöðvarnar gætu komið upp
einhveijum rennum sem aka
mætti eftir til að hreinsa dekkin.
Það gæti komið í veg fyrir mörg
slys.“
Gullarmband
Gullarmband tapaðist fyrir ut-
an Landakots spítala á gamlárs-
kvöld. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 24621.
Úr
Kvenúr með svartri leðuról tap-
aðist fyrir skömmu. Finnandi er
vinsamlegast beðinn að hringja í
síma 14742.
Eyrnalokkur
Gulleyrnalokkur tapaðist 17.
janúar, annað hvort við Skóla-
vörðustíg eða Laugaveg. Finnandi
er vinsamlegast beðinn að hringja
síma 36244.
Hjartans þakkir fœri ég öllum œttingjum
mínum og vinum sem heiÖruÖu mig og sýndu
mér hlýhug og sóma meÖ heimsóknum, stór-
gjöfum og vinarkveÖjum á 70 ára afmœli minu
þann 15. janúar sl.
Megi hamingja fylgja ykkur öllum.
Hallgrímur Guðjónsson
frá Hvammi.
N Á M S K E I Ð
SAIMSKIPTI
FORELDRA OG BARNA
Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér
ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum
foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um
hvað foreldrar geta gert til að:
• aðstoða börn sín við þeirra vandamál
• leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi
• byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl
skyldunnar
Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas
Gordons sálfræðings, höfund bókarinnar
„Samskipti foreldra og barna.“
Leiðbeinendur hafi hlotið þjálfun til að halda
þessi námskeið á íslandi.
Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti.
Upplýsingar og skráning S: 82804 • 621132
Hugo Þórisson,
sálfrœðingur.
Wilhelm Norðfjörð,
sálfrœðingur
saMskipti
FRÆDSLA QG RÁOGJÖF SF.
Samskipti lorcldra og barna Samskipti unglinga. Samskipti á vinnustað
Samskipti við viðskiptavini Samskipti kcnnara og ncmcnda
Samskipti stjórncnda og starfsmanna Mannlcg samskipti/ákvcðniþjálfun
bílasýning laugardag kl. 13-16, árgerð 1989
HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK, SÍMI 689900