Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Biblíur frá Norðurlöndunum: Kristnum bræðrum í Rúss- landi afhent kærkomin gjöf Frá afhendingarathöfhinni í Þrenningarkirkjunni. Fulltrúar Norðurlanda, f.v. biskuparnir Brattgaard frá Svíþjóð, Nikolainen frá Finnlandi, Viborg frá Danmörku og prestarnir Árni Bergur Sigurbjörnsson og Rintala, framkvæmdastjóri fínnska biblíufélagsins. eftirsr. Arna Berg Sigurbjörnsson í lok október á síðasta ári bauð rússnesk-orþodoxa-kirkjan fulltrúm kirkna og biblíufélaga á Norður- löndum til Rússlands til viðræðna um frekara samstarf og í þakkar- skyni fyrir biblíugjöf frá norrænum kirkjum, sem leiðtogum rússnesku kirkjunnar var hugleikið að veita formlega viðtöku og eiga þess kost að flytja gefendum persónulega þakkir við athöfn sem ráðgerð var á allra sálna messu í Þrenningarkirkj- unni í Danilov-klaustri í Moskvu. Varð ég við tilmælum herra Pét- urs Sigurgeirssonar biskups íslands og forseta Hins íslenska biblíufélags að fylla þennan hóp fulltrúa, sem hafði samflot frá Stokkhólmi 31. október til vikudvalar í Moskvu og Leningrad, fjórir Danir, fjórir Svíar, Qórir Norðmenn, tveir Finnar og sá sem þetta ritar frá islandi. Fagnaðarríkur, helgur hljómur klukkna yfir hliðinu að snævi þöktum garði Danilov-klausturs í Moskvu mætti okkur er við stigum út úr far- kosti okkar við klaustrið 2. nóvem- ber, þar sem gjöfín skyldi afhent, eins og áður gat, 100 þúsund „tolkovaja" Biblíur, þ.e. rússneskar Biblíur með skýringum. Hver þeirra er þrjú bindi, samtals um 6.000 blaðsíður. Tilefni þessarar gjafar var eitt þúsund ára afmæli rússnesku kirkj- unnar, en „skím Rússlands", eins og þarlendir nefna kristnitökuna var árið 988. í október var þriðjungur bókanna þegar kominn til Rússlands og hafði þeim verið dreift um bisk- upsdæmi hinna víðlendu Sovétríkja. Og þennan morgun sem við vorum í Danlov-klaustri kom enn einn flutn- ingabíll frá Finnlandi fullhlaðinn Biblíum. Verulegur hluti bókanna er prentaður í Finnlandi en nokkur hluti þeirra einnig í Danmörku og Svíþjóð og bundinn í Noregi, verkefnið enda samnorrænt. Straum af kostnaði við verkið stendur almenn ijársöfnun á Norðurlöndum öllum auk þess sem ríkisstjómir Noregs og Danmerkur veittu rausnarlega til verksins. A Islandi fór fram fjársöfnun i kirkjum landsins í tengslum við biblíudag Hins íslenska biblíufélags 7. febrúar á síðasta ári og söfnuðust þá og á næstu vikum ein milljón króna, sem í maímánuði voru sendar til biblíuþýðingarstofnunar í Stokk- hólmi, sem annast framkvæmd þessa viðamikla verkefnis í samvinnu við stjómir norrænu biblíufélaganna. Kostnaður við framleiðslu og send- ingu þessarar stóru bókagjafar nem- ur um 100 milljónum íslenskra króna og þar sem íslendingar em um einn hundraðshluti Norðurlandabúa er ein milljón héðan í eðlilegu hlutfalli við fólksfjölda. Það er íslendingum til sóma og mikið þakkarefni þeim, sem þetta ritar, hve skjótt og drengilega landar hans brugðust við tilmælum Hins íslenska biblíufélags um að láta fé af hendi rakna til þessarar gjafar til rússnesku kirkjunnar og það gaf honum jafnframt tilefni til að vera stoltur er hann gekk inn um hlið Danilov-klausturs þennan frostkyrra morgun, að sú þjóð, sem hann var fulltrúi fyrir, var ein um það að hafa goldið sinn hluta gjafarinnar að fullu. Það er svo önnur saga að svo kær- komin reyndist þessi gjöf kristnum bræðrum í Rússlandi og bænheyrsla mörgum þeirra, að biblíufélög Norð- urlanda hafa afráðið að gera betur og gefa 50.000 „tolkovaja" Biblíur að auki á næsta ári og standa vonir til að unnt reynist að safna fyrir þeirri viðbót. Kirkjur opnaðar að nýju Það marraði notalega í nýföllnum snjónum er gengið var inn á klaustur- svæðið, helgan stað að fornu og nýju, sem margir helgidómar prýða og byggingar sem nú er unnið að endur- bótum á, en kirkjan fékk þennan helgistað og starfsmiðstöð til umráða á ný fyrir nokkrum árum, en hún hafði verið svipt þessari aldafomu miðstöð sinni skömmu eftir bylting- una 1917 og var hér mörgu spillt og öðru eytt eins og svo víða annars staðar. En nú blása aðrir og hlýrri vindar um kirkjuna, vorþeyr perestrojku Gorbatsjovs. Sönnun þess eru há- tíðarhöld í tilefni 1000 ára kristin- dóms í Rússlandi og heimild kirkj- unnar til að veita viðtöku gjöfínni, sem við vorum komnir til að afhenda og enn önnur og áberandi staðfesting nýrra tíma þær framkvæmdir sem unnið er að í þessu klaustri og víðar gat að líta þar sem við fórum. í móttökusal klaustursins skýrði ábótinn okkur frá sögu staðarins og lýsti því hvemig nýtt líf og þróttur væru að færast í starf kirkju og klaustra, en þau hafa búið við örðug- an kost og verið harla aðþrengd af stjómvöldum síðustu sjötíu árin eins og önnur svið rússneskrar kristni. Nú gætti nýs áhuga á inngöngu á klaustur og í Danilov-klaustri sækja að meðaltali tveir á dag um að vera teknir í klaustur og mikil aðsókn er einnig að prestsnámi. Við gestimir höfðum kynnst því í Zagorsk-klaustri deginum áður í við- ræðum við kennara og nemendur prestaskóla og guðfræðiakademíu Moskvu, sem þar er til húsa, að mik- il aðsókn er að prestaskólunum. Zag- orsk, sem er um 70 kílómetra veg frá Moskvu, er fomhelgur staður, eins konar Skálholt Rússa, sem stöð- ugur straumur pflagríma leggur leið sína til enda þar að finna jarðneskar leifar heilags Sergiusar, þjóðardýrl- ings Rússa, og fjölmarga aðra helga dóma, og þar er merkilegt lista- og ikonasafn. 600 stúdentar búa sig undir prest- þjónustu eða stunda framhaldsnám í Zagorsku auk 1.000 nemenda sem lesa utan skóla og njóta handleiðslu kennara skólans, sem eru um eitt hundrað talsins. Þá eru þar um 120 ungar stúlkur við nám í kórstjóm en konur eiga ekki aðgang að presta- skólunum. Kirkjunni er mikil þörf á auknu starfsliði því stjómvöld hafa á síðustu misserum afhent kirkjunni um hálft þúsund kirkjuhúsa af þeim ótölulega fjölda helgidóma, sem lokað var eftir byltingu og í svalviðrum síðustu ára- tuga hafa kirkjubyggingar lítt eða ekki verið heimilaðar. Voru 1.600 kirkjur í Moskvu einni fyrir byltingu, en eru nú innan við 60. Opnun 5 til 600 kirkna að nýju í Sovétríkjunum öllum vegur því ekki ýkja þungt til að bæta fyrir fyrri misgerðir, en er samt gleðilegt tákn nýrra tíma og mikill vonarvaki. Til að mæta brýnni þörf fyrir menntað starfsfólk er í ráði að reisa nýja prestaskóla og hefur fengist heimild stjómvalda til þess. Nokkuð var rætt við starfsliðið í Zagorsk og síðar við kennara guð- fræðiháskólans í Leningrad um að rússneska kirkjan og kirkjur Norður- landa skiptust á stúdentum, en af slíkum samskiptum yrði mikill gagn- kvæmur ávinningur. Vonandi auðn- ast á næstu árum að koma þessum samskiptum á. Eftir að hafa fræðst nokkuð um fyrirætlanir og starf í Danilov- klaustri var okkur fylgt um eldri og yngri byggingar staðarins, m.a. sýnt hið glæsilega setur patriarka rússn- esku kirkjunnar, sem verið var að leggja síðustu hönd á. Setrið bíður húsbónda síns fullbúið, en hætt er við að veglegt purpuraklætt og gyllt hásæti patriarkans muni enn um sinn bíða hans vafið plasti, því Pimen patriarki, höfuð rússnesk-orþodoxu- kirkjunnar, er háaldraður maður og hrumur og vafamál að hann flytji sig um set. Við hlið sér hefur hann 12 metropolita eða yfírbiskupa, sem hver um sig stýrir sínum málaflokki og landsvæði og mynda þeir ásamt patriarkanum kirkjuráð, sem koma mun reglulega saman í þessari nýju höll. I fundarsal ráðsins líkt og í húsinu öllu situr glæsileikinn í fyrirr- úmi og sæma harðviðarhúsgögnin forláta listvefnaði teppanna, sem hylja „massiv" parketgólfín að miklu leyti. Styrkur kirkju og trúar Minnisstæðari og dýpri áhrif hafði andagt og atferli stórs hóps fátæk- lega búinna karla og kvenna, sem hnöppuðust í lítilli kapellu steinsnar frá, þar sem nokkrir prestar sungu bænaguðsþjónustu og næsta þykkur bunki miða með nöfnum og fyrir- bænaefnum, sem komið hafði verið til prestsins, hvíldi á púlti við hlið altarisins, en mjög víða í kirkjum mátti sjá slíka bréfabunka. Fólk streymdi til þessarar guðsþjónustu, aldraðar konur í miklum meirihluta, trúlega heimavinnandi húsmæður, enda virkur dagur og þeir fáu karl- menn sem voru í hópnum ýmist vel við aldur eða bæklaðir. En það skorti ekkert á helgi stundarinnar fremur en aftansöngsins, sem ég var við í dómkirkju í Moskvu, þó blær þeirrar stundar væri annar. Þar áttu yngri konur og karlar stórum fleiri fulltrúa meðal hundruða kirkjugesta. En þar bar einnig mjög á eldri konum, ömm- um, „babúskum", sem leiddu börn sér við hönd til kirkjunnar og stýrðu síðan lítilli hendi við signingar. Og þegar þær létu börnin kijúpa með sér og taka undir bænaáköll sýndu þær með látæði sínu og atferli böm- unum hina orþodoxiu réttu lofgjörð, réttu tilbeiðslu, réttu guðsdýrkun eins og orþodoxia þýðir og rússneska kirkjan og hin gríska móðurkirkja hennar dregur nafn sitt af. Lotningin í látæði þessara öldruðu kvenna og friðurinn, andagtin yfír fasi og svip, hlýjan í tillitinu og gleð- in í augnsvipnum er þær brostu við bömum sínum og birtan heið í augum bamanna féll vel að tiginni, upphaf- inni helgi guðsþjónustunnar, tók henni máski fram og er þá mikið sagt. Alltént talaði þar rússnesk reynsla og saga hljóðu en skýru máli og sagði meira öllum orðum um styrk kirkju og trúar, sem staðið hefur af sér svo margt sterkviðrið í aldanna rás og næðing og nepju síðustu áratuga. Sá styrkur stafar líka án vafa af fegurð helgisiðanna, stórfengleika guðshúsa þar sem alda- gróin hefð tónlistar og myndlistar, sem býr yfír dulúðúgri fegurð, rey- kelsisilmur og hundruð lifandi ljósa skapa margslungin, seiðmögnuð hughrif. Þau kristallast öll í kyrrl- átri, en upphafínni fegurð ikonsins, helgimyndarinnar, sem skipar önd- vegi í kirkju og trúarlífí orþodoxu kirkjunnar grísku og rússnesku. Sú mynd er hvað mikilvægasti liðurinn í boðun fagnaðarerindisins, boðskap- ar í formi, lit og fegurð, gluggi sem veitir færi á að skyggnast um inn í birtu og dýrð Guðs ríkis og blik af ljóma hins eilífa fellur út um og snertir hverfulan tíma mannsins með þeim boðskap sem myndin tjáir. Ikoninn er ekki tilbeðinn, en frum- myndinni að baki ikoninum ber að sýna tilhlýðilega, rétta lotningu (or- þodoxíu) með kossi og signingu. Orðið ikon þýðir vissulega mynd. Eftirmynd, en hugtakið hefur stórum víðtækari merkingu. Tilbeiðsla frammi fyrir ikoninum er snar þáttur í helgisiðum guðsþjónustunnar, jafn stór og sálmasöngur, bænagjörð og lestur fagnaðarerindisins, því í gegn- um ikoninn sjá „augu sálarinnar" inn í annan heim, sem þó er veröldin okkar af því að ikoninn er sýnileg staðfesting þess fyrir trúarsjónum að frummyndin, persónan og at- burðurinn sem ikoninn birtir, er hér á jörð og meðal mannanna. Kirkjuhúsið orþodoxa er innréttað sem leiksvið þar sem flutt er hið guðdómalega drama hjálpræðissög- unnar og um líf Frelsarans, dauða og upprisu. Og í þeim flutningi gegn- ir ikoninn hvað stærstu hlutverki. Sagnir og myndefni úr gamla testa- mentinu birtast sem fyrirmyndir og spádómar sem hljóta fyllingu sína í lífi og dauða og sigri Jesú frá Nazar- et. Sú saga er rakin í helgisiðum guðsþjónustunnar sunnudag af degi í orði og söng og með hjálp ikona, sem sýna atburði og persónur Nýja testamentisins. í aldanna rás hafa svo helgir menn og konur líka hlotið sinn sess í myndefni ikonanna. Og á sama hátt og ikoninn er í augum trúarinnar gluggi, sem innri augu sjá um inn til eilífðarinnar, er það undirstrikað með ýmsum hætti með gerð kirkjuhússins og byggingu helgisiðanna, að guðsþjónustan hér á jörð er hlutdeild í hinni himnesku, eilífu guðsþjónustu, í samfélagi heil- agra á himni og á jörðu. Og það verð ég að játa, að þó ég unni hinni lútersku guðsþjónustu heilshugar, þá hefði ekki þurft ýkja mikið til að fá mig til að samþykkja án alls semings við guðsþjónustur í Moskvu og Len- ingrad, að hinir orþodoxu helgisiðir beri nafn sitt með rentu, þeir séu „rétt“ löfgjörð og tilbeiðsla. Valdimar og fegurð trúarinnar Og mér varð hugsað til hans Valdi- mars stórhertoga í Kænugarði, fursta Rússa fyrir þúsund árum. Næstu grannar ríkis hans höfðu þá þegar gengið kristni á hönd, sumir löngu fyrr og gjaman fyrir áhrif patriarkans í Miklagarði, Konstant- inopel, höfuðborg býsanska ríkisins. Samskipti Rússa við það víðlenda ríki sunnan og austan Svartahafs vom að vonum mikil, en býsanska ríkið hafði um aldir borið ægishjálm yfír önnur, raunar allt frá því að Konstantin mikli gerði Konstantinop- el að höfúðborg hins kristna Róma- veldis á fjórðu öld. Hinir heiðnu Rússar voru að einangrast í kristnum menningarheimi Evrópu. Og Valdi- mar var ljós nauðsyn á sameiningar- afli fyrir ríki sitt, ein trúarbrögð og einn sið í landi.. Ýmissa kosta var völ. Múhameðstrú var í framsókn, rómverska kirkjan festi sig æ betur í sessi í vestri og norðri, sú grísk- orþodoxa réð lögum og lofum í suðri og austri. Fomar sagnir herma að Valdimar hafí rætt við múhameðs- trúarmenn, rómverska kaþólska og fulltrúa gyðingdóms. Síðan ræddi hann við gríska trúboða og spurði þá spjömnum úr og hlýddi á prédik- anir þeirra. Furstanum gast vel að máli þeirra, fannst prédikanir þeirra „hrífandi“ en lét þó ekki sannfær- ast. Hann átti eftir sem áður úr vöndu að ráða hvaða trú og sið hann og þjóð hans ættu að ganga á hönd. Að undirlagi ráðgjafa sinna, segir sögnin, valdi hann tíu „dyggðuga og skynsama“ menn og lagði fyrir þá að kynna sér ágæti helstu trúar- bragða. Þeir gerðu svo sem þeim var falið og bám fursta sínum fregnir af því, sem þeir höfðu séð og heyrt. Atferli muslima í moskum hafði þeim þótt annarlegt og fegurð helgisiða rómversku kirkjunnar í mörgu áfátt. En í Miklagarði varð guðsþjónusta þeim opinbemn. Hana leiddi patr- iarki grísk-orþodoxu kirkjunnar í dómkirkjunni Ægisif, Hagiu Sofíu, mesta helgidómi kristninnar sem vígður var 587. „Við vissum ekki hvort við vomm á himni eða jörðu“ tjáðu þeir Valdimar, „því áreiðanlega fyrirfínnst ekki þvílík viðhöfn né feg- urð neins staðar á jörðu og okkur er fyrirmunað að lýsa þeirri fegurð með orðum. Við vitum það eitt, að þar dvelur Guð hjá mönnunum og guðsþjónustur þeirra em heiðríkari en annarra þjóða. Fegurðin er ógley- manleg." Æ að nýju kemur orðið fegurð fyrir í helgisögninni og fegurð er það hugtak, sem reynist þyngst á metum og þungvægara guðfræðilegum rök- um er kostir hinna ólíku trúarbragða og siða em metnir og bomir saman. Fegurðin er staðfesting þess að Guð dvelur hjá mönnunum og fegurð guðsþjónustunnar sögð meginástæð- an fyrir því að Valdimar afréð að skírast til kristinnar trúar og tileinka sér og þegnum sínum grísk-orþodox- an sið. Já, mér varð oft hugsað þessa daga í Rússlandi til arfsins frá Mikla- garði, ekki síst sakir þess að atvikin höfðu hagað því svo að örfáum mán- uðum áður en ég dvaldi í Moskvu, hinni „þriðju Róm“, höfðum við, ég og kona mín og faðir minn, hneigt hjarta og huga í lotningu í Hagiu Sofíu í Istanbul, Miklagarði hinni „annarri Róm“, en það stórfenglega Qórtán alda guðshús Hagia Sofia er því miður afhelgað safn, en er sem betur fer ekki lengur moska eins og Ægisif var í nokkrar aldir eftir að Tyrkir unnu Konstantinopel. Ef til vill hafði Þorvaldur víðförli, sem fyrstur boð- aði kristni á Islandi, gert bæn sína þar, útlægur af Fróni, en síðar send- ur af patriarkanum í Miklagarði til kristniboðsstarfa í Rússlandi þar sem hann bar að sögn beinin sem ábóti í Kiev, Kænugarði. En það er önnur saga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.