Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Minning: Sigfínnur Pálsson £rá Stórulág Fæddur 16. apríl 1916 Dáinn 22. janúar 1989 Það hefur áreiðanlega ekki verið fólkinu í Hoffelli undrunarefni á sínum tíma þótt nýr heimilismaður væri nokkuð órólegur fyrsta daginn er hann dvaldist í Hoffelli. Hann var kominn alla leið austur frá Norðfirði og þá þegar orðið að mæta þungum örlögum þótt hann væri aðeins fimm ára. Að morgni sunnudagsins 22. þ.m., þegar kalsastormur þeytti mjöllinni um byggðir hér, kvaddi Sigfinnur í Stórulág þennan heim. Drengurinn sem tók sér heimilisfesti í Hoffelli fyrir 68 árum hafði nú lokið hörðu heljarstríði. Sú frétt kom engum á óvart er til þekkti. Sigfinnur var fæddur að Borgúm í Norðfirði þann 18. apríl árið 1916, sonur hjónanna Páls Amasonar og Sigurlaugar Sigurðardóttur, en hún átti ættir sínar hér í Homafirði. Aðeins tveggja ára að aldri missti Sigfinnur móður sína og varð því að ráði árið 1921 að móðurbróðir hans, Þorsteinn Sigurðsson póstur, tæki Sigfínn tii sín. Þorsteinn var þá heimilismaður í Hoffelli og mun það hafa reynst Þorsteini auðvelt að fá samþykki húsráðanda þar fyr- ir þessari ráðstöfun. Um 1930 flytjast svo Þorsteinn og Sigfinnur að Amanesi og eru þar í heimili hjá Sigríði Steingrímsdóttur en Þorsteinn byggði yfir fénað sinn og stundaði auk þess sjómennsku. Sigfinnur hafði því oft á tímum æmum störfum að sinna við fjár- gæslu og sjósókn er hann reri með þeim Ámanesmönnum á árabát til fiskjar. Á þessum árum kynntist því Sigfínnur sjósókn og hestamennsku í Amanesi í ríkari mæli en verið hafði í Hoffelli. Árið 1934, eftir að þeir félagamir em komnir á Móa, verður Sigfinnur fyrir því mikla áfalli að fóstri hans, Þorsteinn, drukknar er bátur, er hann var þá á, fórst hér við Homa- fjörð. Fluttist þá Sigfinnur aftur að Hoffelli á heimili þeirra Valgerðar og Guðmundar. Á uppvaxtarárunum í Hoffelli samdi Sigfinnur sig vel að heimilis- siðum þar. Húsmæðumar, Halldóra Bjömsdóttir og Valgerður Sigurðar- dóttir, voru hans trausta athvarf eftir komuna þangað auk frænda hans, Þorsteins Sigurðssonar. Þrátt fyrir að Sigfínni lægi jafnan gott orð til fólksins í Hoffelli þá leyndist ekki að sérstaklega var honum kær minningin um Valgerði þar sem hann sagðist jafnan hafa átt skiln- ingi og umhyggju að mæta. Lönd Hoffellsjarðarinnar efu bæði víðfem og sérstæð. Sérstaklega á þetta þó við um fjallendið sem er víða stórbrotið. í innstu fjöllin, bæði austan og vestan Hoffells, þurftu gangnamenn áður fyrr að fara jökul- veg til smalana. Slíkt umhverfi var því fyrir áræðinn ungan mann mik- ill töfraheimur sem veitti honum bæði þrek og reynslu. Þetta kom sér vel fyrir Sigfinn því að fljótlega varð hann eftirsóttur leiðsögumaður á erfiðum leiðum. Árið 1937, þá rúm- lega tvítugur, réðst Sigfinnur ásamt öðrum harðduglegum manni til ferð- ar með Þorbergi, alþingismanni í Hólum, norður að Snæfelli til að sækja þangað enskan leiðangur. í bókinni Jódynur, sem nýlega er kom- in út, er birt frásögn af þessari ferð eftir Hauk Þorleifsson. Þar segir með skýrum hætti hversu mikil þrek- raun ferðin var, enda var þetta ferðalag umtalað á þeim tíma. Á árunum 1937 og 1938 var Sigfinnur aðstoðarmaður Sigurðar Þórarins- sonar jarðfræðings við rannsóknir á Vatnajökli í framhaldi af rannsókn- um sænsk-íslenska Vatnajökulsleið- angursins árið 1936. Þeir félagar Sigurður og Sigfinnur lentu oft í kröppum dansi við óvægin náttúru- öfl á auðnum Vatnajökuls. Hefur Sigurður farið miklum viðurkenn- ingarorðum um harðfylgi og dugnað Sigfinns í þessum ferðum. Árið 1937 fór Sigfinnur til náms að Laugarvatni og dvaldist þar tvo næstu vetur. Þeirrar skólagöngu naut hann í ríkum mæli og þá ekki síst íþrótta- og leikfimiskennslu, sem mikil áhersla var lögð á í þeim skóla, og ekki er ólíklegt að hafi ráðið nokkru um hvern skóla Sig- fínnur valdi sér því að hann var ágætur leikfimismaður. Jafnframt þeim viðfangsefnum, sem að framan eru greind, vann Sigfinnur að ýmsum störfum er til féllu. M.a. fór hann á vetrum til sjós, eins og kallað var. Var hann þá í skiprúmi á bátum sem gerðir voru út frá Höfn og einn vetur var hann á vertíð í Keflavík. Sigfinnur var eftirsóttur sjómaður og eignaðist hann góða kunningja og vini á þeim vettvangi. Þrátt fyrir tímabundna fjarveru hafði Sigfinnur jafnan heimili í Hof- felli, allt til ársins 1946, en þá verða þáttaskil í lífí hans. Árið 1947 gift- ist hann Sigurbjörgu Eiríksdóttur frá Miðskeri en þau höfðu flust að Stórulág árið áður og hafið þar bú- skap í sambýli við Sigurð Þórarins- son. Að honum látnum árið 1957 kaupir Sigfinnur jörðina og hafa þau Sigfinnur og Sigurbjörg búið þar síðan. Sigfinni og Sigurbjörgu búnaðist vel í Stórulág. Á fyrri búskaparárun- um, meðan bústofninn var að stækka, stunduðu þau kartöflu- og gulrófnarækt og höfðu þau gott vald á þeirri ræktun. Eins var raunar um aðrar greinar búskaparins að þær skiluðu jafnan góðum arði. Það sem hæst ber þó í Stórulág var sú hrossa- rækt sem þar var stunduð. Sigfínnur var mikill hestamaður og áhugasam- ur um ræktun hesta, enda átti hann alla tíð afrekshross. Sigfinnur var afbragðsreiðmaður og sem knapi á kappreiðum vakti áseta hans sér- staka eftirtekt. Eg hygg að mér sé óhætt að fullyrða að enginn knapi hafi tekið eins oft þátt í kappreiðum hér eins og Sigfínnur, enda náði sá ferill hans yfir 40 ár, og oftast var hann með þeim fremstu þegar að marki var komið. Það var því mjög að verðugu þegar Skúmur frá Stóru- lág hlaut bestan dóm alhliða gæð- inga á landsmóti hestamanna á Þingvöllum árið 1978 og auðvitað var það bóndinn í Stórulág sem sat Skúm í það sinn. Sigfinnur átti marga úrvalshesta er hann sýndi á hestamótum og reyndi á kappreið- um. Er sá ferill viðburðaríkari en svo að honum verði gerð skil hér. Vonandi verður sú saga rakin á öðr- um vettvangi síðar. Þau Sigurbjörg og Sigfinnur eign- uðust fjóra syni í þessari aldursröð: Eiríkur, kvæntur Guðrúnu Sveins- dóttur, Valþór, ókvæntur, Sigurður, kvæntur Jóhönnu Gísladóttur frá Ártúni, og Páll ókvæntur. Sigfinnur tók mikinn þátt í félags- störfum í sveit sinni. í hreppsnefnd Nesjahrepps átti hann sæti um 28 ára skeið. Hann var einn af stofnend- um Hestamannafélagsins Homfírð- ings árið 1935 og vann að endur- reisn þess félags árið 1959. Sigfinn- ur var ötull liðsmaður í Ungmenna- félaginu Mána og traustur sjálfstæð- ismaður var hann alla tíð. Sigfínnur var mikill greiðamaður og fljótur á vettvang þar sem hjálpar var þörf. Um þetta getum við Dóra borið, því að marga ferðina átti Sigfinnur hingað — og raunar voru þau hjón stundum bæði á ferð — á frumbýl- ingsárum okkar þegar tími til að ljúka nauðsynlegum verkum var naumur. Þessa minnumst við og þökkum eins og svo margt annað í okkar samskiptum á lífsleiðinni. Hið víðfema og fjölbreytta lífshlaup Sigfinns, sem hér hefur verið lýst, færði honum mikla reynslu sem nærði stórbrotinn per- sónuleika, enda var lífstíll Sigfinns á margan hátt sérstæður. Það var þvf ekki heiglum hent að fylgja hon- um eftir. Þeim vanda reyndist hins vegar eiginkonan, Sigurbjörg í Stórulág, vaxin, og tæpast held ég að ofmælt sé að síst hafi hennar hlutur legið eftir þegar litið er til þeirra viðfangsefna sem Stórulágar- hjónin tóku sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Sérstaklega minnast nú sveitungar og vinir Sigfinns í Stóru- lág með aðdáun og þakklæti þeirrar umhyggju sem Sigurbjörg veitti sjúkum bónda sínum síðustu æviár- in. Það er stutt leið á milli bæjanna Stórulágar og Hoffells þar sem Sig- finnur átti heimili mestan hluta ævinnar. Þessir bæir eru báðir á Innbyggð sem er innsti hluti Nesja- sveitar. í náttúru þeirrar byggðar og gróðurfari eru miklar andstæður. Þar ber þó hæst svipmikinn fjalla- hring, prýddan hvössum og háum tindum. Þó að svo virðist sem styrk- ur þessa umhverfis sé ævarandi finnst mér nú, þegar svipast er um inn á byggð, að einn tindurinn þaðan sé horfinn. Egill Jónsson Ein af mörgum vatnslitamyndum, sem Ásgrímur Jónsson listmálari gerði austur í Skaftafellssýslu árið 1911, er frá Stórulág í Nesjum. Eft- irprentun af þessari mynd er í eigu margra Islendinga. I forgrunni á myndinni er nokkuð myndarlegur sveitabær með útihúsum og kálgarði fallega fyrirkomið í grænu túni. í baksýn blikar á skyggð Hornafjarð- arfljótin í hreinviðri og logni en umgjörðina mynda fjallatindarnir og skriðjöklamir. Svona málaði snilling- urinn á þeirri tíð en þetta var ekki bara landslagsmynd, hún er líka t Móðir okkar, ELSA D. JÓHANNESDÓTTIR, Bergstaðastræti 22, Landspítalanum 26. janúar. Edda Márusdóttir, Kristín Márusdóttir. lést t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JAKOBSDÓTTIR frá Galtafelli, Lönguhlið 3, Reykjavik, andaðist í Landspítalanum 25. janúar. Jakob Albertsson, Elfn Guðmundsdóttir, Guðmundur Jakobsson, Anna Lilja Guðmundsdóttir, Sigriður Jakobsdóttlr, Albert Jakobsson, Stefán Jökull Jakobsson. t Sambýlismaður minn og faðir okkar, EGGERTLOFTSSON, Kleppsvegi 6, vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilínu Grund, lóst 27. janúar. Málfriður Sigfúsdóttir, Matthías Eggertsson, Guðbjörg Eggertsdóttir. t Maöurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir og afi, ÖGMUNDUR ELEMUNDARSON frá Hellissandi, Stigahlfð 24, er látinn. Karlotta Friðriksdóttlr, Ólafur Ögmundsson, Gunnhildur Höskuldsdóttir, Ingileif Ögmundsdóttir, Bragi Beinteinsson, Ásta Maria Ólafsdóttir, Gunnar Ingimundarson, Ögmundur Matthiasson og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, SVAVAR EINARSSON, varð bráðkvaddurá heimili sínu í Gautaborg, laugardaginn 7. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og systkina hins látna. Halldóra Lára Svavarsdóttir, Ellert Svavarsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, ÓLAFUR MAGNÚSSON, Boðahlein 14, Garðabæ, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafólag íslands. Sigþrúður Jónsdóttir, Jónína M. Ólafsdóttir, Sigvaldi Ragnarsson, Magnús Ólafsson, Elfn Helga Njálsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför mannsins míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÁRNASONAR frá Heiðarseli, Hverahlið 12, Hveragerði, sem lést 18. janúar síöastliðinn, hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks Ljósheima, Selfossi, og til ættingja og vina fyrir auðsýnda samúö og vináttu. Anna Guðjónsdóttir, Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Valdimar Ingvason, Björgvln Heiðarr Arnason, Steinunn Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Þökkum innilega auðsýnda samúö við andlát og jarðarför ÁKA ÞORSTEINSSONAR, Brimnesvegi 10, Ólafsflrði Gfsli Ákason, Bjarney Ingólfsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóöur, ömmu, langömmu og langa- langömmu, MATTHILDAR HERBORGAR BENEDIKTSDÓTTUR frá Reykjarfirði, Grunnavikurhreppi. Jóhanna Jakobsdóttir, Guðfinnur Jakobsson, Jóhannes Jakobsson, Sigriður Jakobsdóttir, Guðrún Jakobsdóttir, Benedikt Jakobsson, Ragnar Jakobsson, Magnús Jakobsson, Valgerður Jakobsdóttir, Guðmundur Jakobsson, Kristján Guðjónsson, Guðríður Júliusdóttir, Valgeir lllugason, Nielsfna Þorvaldsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarnveig Samúelsdóttir, Haukur Danfelsson, Guðfinna Magnúsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og bamabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför bróður okkar, SIGURÐAR HELGASONAR. Valgerður Helgadóttir, Katrfn Helgadóttir, Torfhildur Helgadóttir, Ingibjörg Helgadóttir, Jóhanna Helgadóttir, Magnús Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.