Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 BOKAMARKAÐDR ARNARogÖRLYGS zz ALLT AÐ 90% AFSLÁTTUR í 14 DAGA FRÁ 21.JAN~4.FEB GLÆSILEGRI OG GIRNILEGRI BÆKUR EN NOKKRU SINNI FYRR Á hinum órlega bókamarkaði í forlagsverslun okkar að Síðumúla 1 1 verða ó boðstólum mörg hundruð bókatitlar með allt að 90% afslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfó eintök og því ekki eftir neinu að bíða. Svo er það sérstakt tímabundið af- mælistilboð sem ekki verður endur- tekið. Við veitum 25% afslátt á takmörkuðu upplagi á nokkrum af okkar helstu verkum. Um þessar mundir eru liðin 25 ár síðan Ferðahandbókin 19ó4 kom út. Hún var í raun upphaf að útgáfu fyrirtækisins og mark- aði á margan hátt stefnu þess og störf. Við höfum ákveðið að minnast afmælisins með því að gefa fólki kost á að kaupa nokkur okkar helstu verka með 25% afslætti. Hér er þó um takarmað upplag að ræða eða 150 eintök af hverju verki. — LandiS þitt Island e. Þorstein Jósepsson og Steindór Steindórsson sex bindi. Ensk-ísl. orðabók eftir Sören Sörensen. íslenskt þjóðlíf í 1000 ár e. Daniel Bruun tvö bindi. Ferðabók Sveins Pálssonar tvö bindi. íslenskir sögustaðir e. Kristian Kálund fjögur bindi. Minningar Huldu Stefánsdóttir fjögur bindi. íslandsmyndir Mayers e. Auguste Mayer tvö bindi. Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason þrjú bindi. íslenskar tónmenntir eftir Hallgrím Helgason. Goð og hetjur eftir Anders Bæksted. Ensk-íslensk skólaorðabók. Um viðreisn Islands eftir Pál Vidalín og Jón Eiríksson. Opið laugardaga frá kl. 10:00—16:00 Opið mánud.—föstud. kl. 9:00 — 18:00 ÖRLYGUR Japönsk umhyggja Reuter Japanska flugfélagið JAL ætlar að bjóða farþegum á 1. farrými í millilandaflugi afnot af nýrri tegund myndbandstækja á næst- unni. Þessi nýja þjónusta verður reynd á flugleiðinni frá Tókíó til London og New York í næsta mánuði. Tækin eru þeim eigin- leikum búin að notandinn setur upp heymartæki; aðrir farþegar verða þvi ekki fyrir neinu ónæði af sýningu myndarinnar. Eftirhreytur ítalsks bankahneykslis: Aðalbankastj óri Ambrosiano var myrtur í London - segir dagblaðið La Stampa að sé niðurstaða ítalskra dómara Mílanó. Reuter. DÓMARAR í Mílanó, sem fengu það verkefni að rannsaka dauða bankastjórans Robertos Calvis, er fannst hengdur undir Blackfriars- brúnni í London 1982, komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið myrtur. ítalska dagblaðið La Stampa skýrði frá þessu í gær en skýrsla dómaranna um málið er væntanleg á næstunni. Breska lögreglan taldi í fyrstu að Calvi hefði framið sjálfsvíg en úrskurð- aði síðar að málið væri „óupplýst." Calvi var auknefndur „Banka- stjóri Guðs“ vegna þess að banki hans, Banco Ambrosiano, hafði mikil viðskipti við Páfagarð. Am- brosiano var stærsti einkabanki á Ítalíu en fór á hausinn og skorti 1,3 milljarða Bandaríkjadala til að hann gæti staðið við skuldbindingar sínar. Ríkissaksóknari á Ítalíu fór í september síðastliðnum fram á það að 41 einstaklingur yrði ákærð- ur fyrir aðild að gjaldþroti Ambros- ianos. Ekki var mælt með því að bandaríski erkibiskupinn Paul Marcinkus og tveir aðrir embættis- menn Páfagarðs yrðu ákærðir þar sem hæstiréttur landsins hefur úr- skurðað að ítalskir dómstólar megi ekki fjalla um mál þeirra. Calvi fannst undir brúnni viku eftir að hann hvarf frá Ítalíu en þar beið hann eftir svari við áfrýjun sinni vegna fangelsisdóms er hann hlaut fyrir gjaldeyrissmygl. Dómar- amir telja að Calvi hafi komið á báti undir brúna að næturlagi en hann geti ekki hafa verið einn á ferð því að einn maður gæti ekki stjómað bátnum í stríðum ár- straumnum og jafnframt hengt sig með því að bregða reipi um brúar- bita. Bankastjórinn hafi sennilega verið hengdur af samferðamanni sínum og líkið síðan fest upp. Háls- inn á líkinu hafi ekki skaddast á þann hátt sem búast mætti við ef Calvi hefði fest reipið um hálsinn og stokkið síðan útbyrðis. Ekkja Calvis fær nú sennilega greidda líftryggingu bónda síns er nemur um átta milljörðum líra (um 300 milljónum ísl kr.) en trygginga- félagið getur þó áfrýjað til æðra dómstigs. Finnland: Paasio til- neftidur utan- ríkisráðherra Helsinki. Reuter. MAUNO Koivisto, forseti Finn- lands, tilnefndi i gær Pertti Pa- asio sem utanríkisráðherra í stað Kalevi Sorsa, sem lagði fram afsagnarbréf á þriðjudag. Paasio, sem er formaður Jafnað- armannaflokksins, tekur við emb- ættinu 1. febrúar. Talið er að Sorsa verði frambjóðandi Jafnaðarmanna- flokksins í forsetakosningunum árið 1992 gefi Koivisto ekki kost á sér. Grænfriðung'ar stöðva hvalveiðiskip Japana ZUrich, frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. SKIP Grænfriðunga, sem hefiir stundað athugunar- og mótmæla- aðgerðir við suðurheimskautið síðan um áramót, sigldi fram á japanskt verksmiðjuskip og þijá hvalveiðibáta undan ströndum Suðurskautslandsins fyrr í vikunni. Japanarnir hættu strax veið- um þegar Gondvanna, skip umhverfissinnanna, nálgaðist og höfðu ekki hafíð þær aftur i gær. „Skipið sigldi fram á Japanana í veg fyrir að þéir veiði fleiri.“ fyrir tilviljun," sagði talsmaður Japanska verksmiðjuskipið er Grænfriðunga í Hamborg. „Þeir 23.000 tonn og síðasta skip sinnar höfðu þegar veitt 40 hvaíi en tegundar sem fer á hvalveiðar. áhöfn okkar mun reyna að koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.