Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 47
(íti 1/U í'l fS i, MORGUNBLAÐE) ÍÞRÓTTIR LAUGAEDAGUR 28. JANUAR 1989 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐ „Gerðumof mörg mistök" - sagði Þorgils Óttar Mathiesen fyrirliði landsliðsins eftirtapfyrirTékkum ÍSLENDINGAR töpuðu naum- lega fyrir Tékkum í gœr f fjörug- um leik í fþróttahúsinu f Haf n- arfirði. íslenska liðið lék vel en fór illa með góð fœri á lokamfn- útunum og Tékkar sigruðu 23:22. Hafnfírðingamir Þorgils og Kristján gáfu tóninn. Þorgils gerði fyrsta markið eftir glæsilega línusendingu frá Kristjáni. Liðin skiptust svo á að LogiB. skora fram undir Eiösson miðjan fyrri hálfleik. skrífar Þá náðu íslendingar þriggja marka for- skoti og voru yfír í leikhléi, 12:10. Tékkar bytjuðu vel í síðari hálf- leik og gerðu fímm mörk gegn einu. Þeir komust svo þremur mörkum yfír, héldu þeim mun allt til leiks- loka og gerðu út um leikinn tíu sekúndum fyrir leikslok. Guðmund- ur Guðmundsson náði þó að laga stöðuna með marki á síðustu sek- úndunum. íslendingar léku á köflum mjög vel; vömin sterk og sóknarleikurinn fjölbreyttur. Tékkar tóku svo við sér, færðu vömina framar og tóku tvo leikmenn úr umferð. Við það varð sóknarleikur íslendinga vand- ræðalegur og Tékkar náðu undir- tökunum. Undir lokin virtust íslend- ingar eiga góða möguleika á að jafna en stangar- og sláarskot gerðu út um vonir þeirra. Alfreð Gíslason átti mjög góðan ieik og Kristján og Þorgils náðu mjög vel saman. Guðmundur Guð- mundsson stóð sig vel og Héðinn og Sigurður Gunnarsson áttu góða spretti. „Við gerðum einfaldlega og mörg mistök, bæði í vöm og sókn,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen. „Við náð- um ekki að stjóma hraðanum og lentum í vandræðum þegar þeir tóku tvo úr umferð. En það er kannski gott að það komi fram núna en ekki í B-keppninni,“ sagði Þorgils. Liðin mætast að nýju í Laugar- dalshöllinni í dag kl. 17. Island-Tékkóslóvakía 22 : 23 íþróttahúsið 1 Hafnarfirði, vináttulandsleikur t handknattleik, föstudaginn 27. janúar 1989. Gangur leiksins: 1:0, 2:1, 8:3, 6:3, 6:6, 8:6, 8:8, 9:9, 11:9, 11:10, 12:10, 13:11, 13:16, 16:16, 16:17, 16:19, 17:20, 18:20, 19:22, 20:22, 21:22, 21:23, 22:28. fsland: Alfreð Glslason 6/1, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Kristján Arason 4/1, Guðmund- ur Guðmundsson 3, Sigurður Gunnarsson 8/2, Héðinn Gilsson 2. Bjarki Sigurðsson, Jakob Sigurðsson, Geir Sveinsson, Guðjón Árnason og Júlíus Jónasson. Varin skot: Einar Þorvarðarson 8/1, Guðmundur Hrafnkelsson 3. Utan vallar: 2 minútur. Tékkóslóvakfa: Miroslav Bajqar 6, Martin Liptak 6/3, Petr Baumruk 4, Martin Setlik 3, Libor Sovaclina 3, Jan Sedlack 2, Jan Novak 1. Milan Folta, Jiri Kotrc, Josef Toma, Casaba Szucs. Varin skot: Lubomir Svaljen 14/1, Dusan Bakara 1/1. Utan vallar: 8 mtnútur. Dómarar: Hans Thomas og Jiirgen Thomas frá V-Þýskalandi. Dæmdu þokkalega. Áhorfendur: 1.000. V GARY Gillespie og Jim Begl- in em komnir á ný inn í hópinn hjá Liverpool, en þeir hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Nigel Spackman kemst hins vegar ekki í lið- ið og hefur QPR boðið 500 þúsund pund í kappann. ■ MARK Lawrenson er byijað- ur að leika á ný, nú með Thame United, sem er í Suður-Miðlanda- deildinni. Lawrenson lék sinn fyrsta leik í vikunni og mættu 450 áhorfendur, en venjulega eru um 50 manns á leikjum Thame. Frá Bob Hennessy i Englandi ■ JOHN Gregory, nýráðinn stjóri Portsmouth, réð í gær Steve Wicks sér til aðstoðar. Wicks hefur að undanfömu þjálfað hjá Tampa í Bandaríkjunum. I SIMON Stainrod skrifar und- ir sex mánaða samning við Strass- borg í Frakklandi eftir helgi. Stainrod hætti hjá Stoke fyrir hálfum mánuði, en hann hefur einn- ig leikið með Aston Villa, Sheffield Wednesday, QPR, Old- ham og Sheffield United. ■ GLYN Hodges er óánægður hjá Watford og vill fara frá félag- inu. ■ CHRIS NichoII situr í heitu sæti hjá Southampton og er senni- legt að skipt verði um stjóra á næstunni. ■ UPPSELT er á bikarleik Mill- wall og Liverpool, sem verður sjónvarpað beint í Englandi á sunnudag. 24.500 miðar hafa verið seldir. Hvað sögðu þeir? „Gaman að koma aftur heim“ - sagði Kristján Arason ÞAÐ var mjög gaman að koma aftur helm ífjörðlnn en að samaskapi lelðinlegt aðtapa," sagði Kristján Arason, eftir leikinn gegn Tókkum en það var fyrsti leikur hans í Haf nar- firði í fimm ár. Við fórum illa með góð færi og það vom of mikil læti í okkur og taugaspenna. Það vantaði kannski svolitla yfírvegun. Okkur fór að ganga illa þegar þeir komu út á móti og trufluðu okkur í sókn- inni. Tékkar em alltaf sterkir en ég hef trú á að við sigmm þá á morg- un [í dag],“ sagði Kristján. „Verðum að nýta fasrin" „Þetta var ekki nógu góður leik- ur og við verðum að nýta dauðafær- in, vítaköstin og þegar menn em komnir einir í gegn. Annars vinnum við ekki þjóðir á borð við Tékka," sagði Bogdan Kowalczyk, þjálfari íslenska landsliðsins. „Það vantaði einbeitingu og meiri baráttu í síðari hálfleik. Ég lofa því að leikurinn á morg- un [í dag] verður mun betri,“ sagði Bogdan Kowalczyk. KNATTSPYRNA / BELGIA Amór með að nýju Amór Guðjohnsen, landsliðsÞ- 40— maður í knattspymu, leikur sinn fyrsta deildarleik í þrjá mánuði á morgun - þegar Anderlecht leikur Frá Bjama gegn RC Mecelen. Markússon „Það er erfítt fyrir iBeigíu menn að gera sér grein fyrir því hvað það er fyrir knattspymu- mann að snerta ekki knött í hundrað daga. Það er hrein mar- tröð," sagði Arnór Guðjohnsen í viðtali við belgíska blaðið La Derniére Heure í gær. Anderlecht á ekki að eiga í vandræðum með RC Mecelen, sem er ekki eins sterkt og Evrópu- meistaralið KV Mecelen. „Það er enginn útileikur auðveldur. Það er beðið eftir okkur bak við hvert hom,“ sagði Amór. „Ég ekki orð- inn 100% góður, en er allur að koma til.“ KNATTSPYRNA Hreinsanir hjá A-Þjóðverium AUSTUR—ÞJÓÐVERJAR, sem leika meö íslendingum í riðli íheimsmeistarakeppnlnni í knattspyrnu, hafa gert rót- tækar breytingar á liði sínu. Sjö leikmenn hafa verið tekn- ir úr liðinu og fleirl breytingar hafa verið boðaðar af yffir- stjóm austur-þýskra knatt- spyrnumála. Wolfgang Spitzer, aðalritari a-þýska knattspymusam- bandsins, sagði að þessar breyt- ingar væm fyrst og fremst gerðar til að koma liðinu í lokakeppnina á Ítalíu á næsta ári og til að lag- færa ýmislegt í a-þýskum knatt- spymumálum. Sjö leikmenn hafa fengið að taka pokann sinn eftir tap lands- liðsins fyrir Tyrkjum, 1:3. Miðju- maðurinn Rainer Emst frá Dyn- amo Berlin er ekki lengur í lands- liðshópnum og heldur ekki Ralf Minge frá Dynamo Dresden. Þetta eru tveir af bestu mönnum liðsins en missa sæti sín vegna meiðsla eða slakrar frammistöðu. Manfred Zapf hefur tekið við þjálfarastöðunni af Bemd Stange. Hann mun þó ekki einn axla ábyrgðina af liðinu því a-þýska knattspymu9ambandið hefur skipað tvo aðstoðarþjálfara, Heinz Wemer og Frank Engel. Þre- menningamir em allir lærðir íþróttakennarar. Spitzer sagði að tíu leikmenn yrðu valdir til reynslu í stað þeirra sjö sem missa sæti sín. Einn þeirra er markvörðurinn Rene Muller frá Lokamotiv Leipzig en hann á að taka við fyrirliðastöðunni. Spitzer sagði að fleiri breyting- ar myndu fylgja í kjölfarið til þess að gera veg knattspymunnar sem mestan í A-Þýskalandi. A-Þjóðverjar mæta íslending- um á Laugardalsvellinum 6. sept- ember en áður mæta þeir Tyrkj- um, Sovétmönnum og Austurrík- ismönnum. KORFUBOLTI Valsmenn hætta við Draga kæruna til baka Valsmenn hafa ákveðið að draga kæm sína á hendur KR-ingum til baka. Þeir sendu inn kæm til KKÍ eftir leik liðanna í úrvalsdeild- inni ( körfuknattleik á fímmtudag- inn og vildu meina að KR-ingar mættu ekki nota Guðna Guðnason sem er nýkominn frá Bandaríkjun- um. Valsmenn hafa nú dregið kæmna til baka. Þeir höfðu samband við lögfróða menn og komust að því að ekki væri gmndvöllur fyrir kær- unni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.