Morgunblaðið - 31.01.1989, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
Skotín með
loftriffli
TÓLF ára stúlka á Seltjamarnesi
fékk skot úr loftriffli milli herða-
blaðanna á laugardag. Hana sak-
aði ekki.
Fimmtán ára piltur hefur játað
að hafa verið að skjóta úr loftriffli
sínum út um glugga húss sunnar-
lega á nesinu en segir óviljaverk
að stúlkan hafi orðið fyrir skoti.
Ríkisstjórnin:
Samkomulag-
um vaxta- og
gengismál?
REYNT var að ná samkomulagi
um efoahagsráðstafanir í stjórn-
arflokkunum um helgina. Ráð-
herrar sem Morgunblaðið ræddi
við sögðu að talsvert hefði þokast
í samkomulagsátt, en enn væri
mikil vinna eftir. „Þetta stefhir
allt í rétta átt. Við ætlum að vera
búnir að ganga frá þessu áður en
þing kemur saman,“ sagði
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins liggur nú nokkum veginn
fyrir samkomulag um stefiiu ríkis-
stjómarinnar í vaxtamálum. Sam-
komulagið byggist á því -að beita
lagaákvæði, sem heimilar Seðlabank-
anum að hlutast til um vaxtaákvarð-
anir. Ákvæðinu hefur ekki verið
beitt, en til þess að Seðlabanki megi
nýta heimildina þarf vaxtamunur að
vera óeðlilega mikill og vextir hér
að hækka umfram það sem þeir
hækka í helstu viðskiptalöndum okk-
ar. Er talið að Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra geti sætt sig við að
þak verði sett á vexti með því að
gera þessa lagaheimild virka.
Forsætisráðherra sagði í gær að
hann teldi að það stefndi allt í rétta
átt varðandi samkomulag í ríkis-
stjóminni um gengismál. Það sem
einkum er til umræðu nú er minni
háttar gengisfelling og aðgerðir til
að lækka raungengi krónunnar, eink-
um með því að halda kostnaðar-
hækkunum í skeflum.
Ekki liggur enn fyrir hvort sam-
komulag tekst við fulltrúa Borgara-
flokks um sijómaraðild, en Júlíus
Sólnes, formaður flokksins, sagði að
hann teldi helmingslíkur á samkomu-
lagi og mál skýrðust síðar í vikunni.
Ráðherrar ríkisstjómarinnar eru enn
þeirrar skoðunar að stjómin verði
fyrst að ná saman um aðgerðir, áður
en Borgaraflokkurinn eða hluti hans
komi inn í sljóm.
Forsætisráðherra greinir frá ein-
stökum efnisatriðum efnahagsráð-
stafana á Alþingi næsta mánudag.
Reykvíkingar mótí sína
eigin heilbrigðisþjónustu
Lagttil að Sjúkrasamlagið verði sjúkratryggingasjóður
í HUGMYNDUM starfshóps um
heilbrigðismál á borgarmálaráð-
stefiiu Sjálfetæðisflokksins var
meðal annars lagt til, að Sjúkra-
samlagi Reylgavíkur verði breytt
i sjúkratryggingasjóð, sem borg-
arbúar greiði iðgjöld til. Þannig
verði Reykvíkingum gert kleift
að móta eigin heilbrigðisþjón-
ustu og beina henni i þann far-
veg, sem þeim hentar.
Formaður starfshóps um heil-
brigðismál var Grímur Sæmundsen
læknir. Hann sagði blikur á lofti í
heilbrigðismálum og varaði ein-
dregið við miðstýringaráformum
ríkisins með tilheyrandi forsjár-
hyggju og skömmtun. Hvatti hann
sjálfstæðismenn í borginni til að
spyma við fótum því reynslan sýndi,
að aukin afskipti ríkisins af þessum
málum leiddu til verri og dýrari
heilbrigðisþjónustu.
f niðurstöðum starfshópsins var
lögð áhersla á að vekja þurfi verð-
skyn þeirra sem njóta heilbrigðis-
þjónustunnar og þeirra sem veita
hana. Einnig að tryggja að fjár-
hagsleg og stjómunarleg ábyrgð í
rekstri heilbrigðisstofnana fari
saman og að Reykjavíkurborg hafi
svigrúm til að leita hagkvæmustu
leiðanna til að sinna neytendum og
tryggja hámarksgæði þjónustunn-
ar.
Til þess að ná þessum markmið-
um telur hópurinn meðal annars,
að breyta eigi Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur í sjúkratryggingasjóð.
Allir borgarbúar skuli greiða ákveð-
ið lágmarksiðgjald til sjóðsins, en
auk þess greiði menn persónubund-
ið gjald í samræmi við tekjur sínar.
Með þessu móti geti Reykvíkingar
mótað stefnu í eigin heilbrigðismál-
um og beint henni í þann farveg
sem þeim hentar. Þar sem kostnað-
ur við heilbrigðisþjónustu í borginni
væri ekki lengur greiddur af ríkinu
myndu skattaálögur minnka, sem
næmi þessum iðgjöldum.
Starfshópurinn benti í greinar-
gerð sinni á sérstöðu Reykjavíkur
í heilbrigðismálum, þar sem öll sér-
fræðiþjónusta væri þar í boði utan
sjúkrahúsa og þar væru stærstu
sjúkrahús landsins. Mun fleiri leiðir
væru til uppbyggingar heilsugæslu
í borginni en í dreifbýli og fleiri
leiðir heldur en gert væri ráð fyrir
í lögum um heilbrigðisþjónustu.
Sjá frásögn bls. 27.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Vatnsveður eftir vetrarhörkur
Mikla hláku gerði í höfúðborginni í gærkvöldi, eftir fannfergi I borgarstarfemanna réðst til atlögu við niðurfoll, til að forðast
undanfarinna daga. Götur borgarinnar hurfú í vatnsflaum og lið | flóð. Umferðin gekk vandræðalaust þrátt fyrir hlákuna.
Könnun Félagsvísindastofiiunar:
Kaupmáttur rýmaði um 15% á einu ári
FRÁ nóvember 1987 til nóvember 1988 hafa heildartekjur fólks í
fullri vinnu hækkað um 21% en Qölskyldutekjur um 24,8%. Hækkun
framfærsluvísitölunnar á viðmiðunartimanum er um 24,8% og hefúr
kaupmáttur heildartekna fólks í fúllri vinnu þvi rýrnað um nærri
15% á árinu, en kaupmáttur Qölskyldutekna hefúr hins vegar staðið
í stað. Þetta virðist einkum vera vegna þess, að um leið og úr vinnu-
tima og tekjum hefúr dregið hjá fólki i fúllri vinnu hefúr fólk í
hlutastörfúm aukið vinnutíma sinn og tekjur. Þegar annar tveggja
útivinnandi aðila í meðalQöIskyldunni verður fyrir tekjutapi virðist
sem það hafi oft verið bætt upp með aukinni vinnu og tekjum hins.
Um 63% vinnandi manna sögðust vera ánægðir með fjárhagsafkomu
sína og Qölskyldu sinnar i nóvember sl., en i maí sl. sögðust 59%
vera ánægðir með afkomuna.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
könnunar Félagsvísindastofnunar á
atvinnu og tekjum í nóvember 1988,
með samanburði við kannanir frá
maí 1988 og nóvember 1987. Þar
kemur fram, að um 81% lands-
manna á aldrinum 18-75 ára voru
við launuð störf í nóvember sl., en
í nóvember 1987 voru þeir 82%.
Atvinnuleysi nú er um 1,1%, en
fyrir ári síðan var það um 0,4%.
Nokkuð hefur því dregið úr atvinnu-
þátttöku undir lok ársins 1988 og
atvinnuleysi aukist. Frá 3-6% ein-
staklinga eru fjarverandi frá vinnu
til lengri tíma vegna veikinda eða
fría á könnunartímunum, og er
hlutfallið hæst að vori 1988. At-
vinnuþátttaka karla var um 88% í
nóvember sl., en hjá konum var
hlutfallið 72%. Atvinnuleysi kvenna
var um 1,7% í nóvember sl., en hjá
körlum var það 0,5%.
Heildarvinnutími fólks í fullri
vinnu var um 52 stundir á viku í
nóvember sl. og hafði styst um
nærri eina klukkustund frá nóvem-
ber fyrir ári. í skýrslu Félagsvís-
indastofnunar segir, að þetta sé
heldur minni stytting vinnutíma en
gögn Kjararannsóknamefndar frá
þriðja ársfjórðungi 1988 gefi til
kynna.
Vinnutími karla í fullri vinnu var
um 55 stundir í nóvember sl. og
konur í fullri vinnu unnu um 46
stundir. Flestir vinnandi karlar eru
í fullri vinnu, en ef vinnutími full-
vinnandi og hlutavinnandi kvenna
er reiknaður saman eru þær með
um 37 stundir á viku í nóvember
sl. Um leið og vinnutími þeirra sem
eru í fullu starfí hefur styst lítillega
virðist vinnutími þeirra sem eru í
hlutastörfum heldur hafa aukist.
Karlar í fullri vinnu höfðu að
jafnaði um 112 þúsund krónur í
heildartekjur á mánuði í nóvember
síðastliðnum, en konur í fullri vinnu
höfðu á sama tíma um 71 þúsund
krónur á mánuði. Voru heildartekj-
ur kvenna því um 63% af heildar-
. tekjum karla, en umtalsverður hluti
þess munar er vegna lengri vinnu-
tíma karlanna. Ef miðað er við
heildartekjur á klukkustund höfðu
karlamir 467 krónur, en konumar
358 krónur. Heildartekjur kvenna
á klukkustund em því um 77% af
tekjum karla. Nokkur hluti af þeim
mun sem þá er eftir skýrist af mis-
munandi starfsstéttaskiptingu
kynjanna.
Fjölskyldur vinnandi svarenda
höfðu aðjafnaði 151 þúsund krónur
í tekjur í nóvember sl. Ef miðað er
við allt vinnandi fólk (hlutavinnandi
eða fullvinnandi) vom meðalfjöl-
skyldutekjumar um 148 þúsund
krónur á mánuði.
Heildarvinnutími fullvinnandi
verkakarla var í nóvember síðast-
liðnum um 56 stundir á viku, iðnað-
armenn, sérfræðingar og atvinnu-
rekendur vom einnig með um 56
stundir að jafnaði, karlar í skrif-
stofu- og þjónustustörfum vom með
stysta vinnutímann, um 53 stundir,
en sjómenn og bændur höfðu
lengsta vinnutímann, eða 74 stund-
ir á viku.
Verkakarlar þöfðu að jafnaði um
89 þúsund krónur í heildartekjur í
nóvember, iðnaðarmenn um 112
þúsund krónur, karlar í skrifstofu-
og þjónustustörfum um 110 þúsund
krónur, sérfræðingar og atvinnu-
rekendur um 144 þúsund krónur
og loks höfðu sjómenn og bændur
að jafnaði um 132 þúsund krónur,
en þar af era sjómenn með mun
hærri tekjur en bændur.
Verkakonur vom að jafnaði með
um 57 þúsund krónur á mánuði í
heildartekjur, en konur í skrifstofu-
og þjónustustörfum höfðu um 75
þúsund krónur á mánuði fyrir held-
ur skemmri vinnutíma en verkakon-
umar.
Dreifing tekna er þannig að um
8% fólks em með undir 30 þúsund
krónum í heildartekjur, nærri 58%
er með undir 90 þúsund krónum á
mánuði og um 13% em með 150
þúsund krónur eða meira á mán-
uði. Um 3% höfðu 210 þúsund krón-
ur eða meira á mánuði í nóvember
sl. og samsvarar það um 4000
manns á aldrinum 18-75 ára.