Morgunblaðið - 31.01.1989, Side 14

Morgunblaðið - 31.01.1989, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989 Líf o g flör hjá litlu og stóru fólki Guðmundur stóri (Þór Túliníus) hefnr verið sendur heim til Finns, sem horfinn er og á að reyna að komast að því hvort foreldramir eru harmþrungnir í alvöru. Guðmundur er seinheppinn í orð- um sem fyrr og faðir Finns (Torfi Ólafsson) vísar honum harkalega á dyr. Lelkllst Jóhanna Kristjónsdóttir Þjóðleikhúsið frumsýndi „Óvit- ar“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikmynd og búningar: Gylfi Gíslason. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. í óvitaheimi Guðrúnar Helga- dóttur eru bömin stór og minnka vonandi með aldrinum og full- orðna fólkið er lítið og því minna eftir því sem það er eldra, saman- ber ömmuna og afann. Bömin em góðir og skemmti- legir ærslabelgir og fullorðna fólk- ið hefur sínar góðu hliðar, en satt best að segja er litla fullorðna fólkið alltaf svo upptekið af vinn- unni sinni og alls konar fundast- ússi og jafnvel svínaríi eins og brennivínsdrykkju, að stóra fólk- inu, litlu bömunum líður ekkert of vel. Þau verða að fínna einhver ráð til þess að hafa ofan af fyrir sér og til dæmis Guðmundur stóri safnar alls kyns kynlegu dóti til að skemmta sér við í einsemd- inni, og Finnur grípur til þess örþrifaráðs vegna aðstæðna á sínu heimili, að hverfa og leita skjóls hjá Guðmundi. Þá fer allt á annan endann, það skyldi þó ekki vera að foreldramir væm sinnugri þegar allt kemur til alls. Leikrit Guðrúnar er hnyttið og skemmtilegt, það em í því ákveð- in skilaboð til fullorðna fólksins og þau em sett fram á einkar aðgengilegan hátt og skemmtileg- an. Þó svo að höfundur hafí mesta samúð með bömunum og dragi upp nokkuð hæðnislega mjmd af yfírdrepsskap og yfírborðshætti fullorðna fólksins á það sfnar góðu hliðar. Þessu er blandað saman í hæfílegum skömmtum svo að úr verður skemmtilegur texti og þarf ekki að koma á óvart, þegar Guð- rún á í hlut. Leikstjórinn, Brynja Benedikts- dóttir, mun hafa sett Óvitana upp þegar þeir komu fyrst á svið fyrir tíu ámm og er mætt til þess starfa hér. Hún leysir það prýði- lega af hendi og tekst að fá litla fullorðna fólkið til að sýna prýði- leg tilþrif og framsögn er oftast mjög svo áheyrileg. Leikmyndateiknari er einnig sá sami, Gylfí Gfslason. Leikmynd hans er gerð af húmor og list- fengi og er aukin heldur afar hent- ug í notkun ef ég mætti orða það svo. Leikendur em fjöldamargir, litla fullorðna fólkið þó langtum fleira, og standa sig með miklum sóma, svo að varla verður gert upp á milli þeirra. Nefna má þó ömmuna, Álfrúnu Helgu Ömólfs- dóttur, móður Guðmundar, Guð- rúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Hlín Díegó kennara. Sigríður Hauks- dóttir er móðir Sirríar og Linda Marteinsdóttir er verslunarsjóri. Freyr Ólafsson er hrörlegur lang- afí og svo mætti áfram telja. Krakkamir standa sig svo að til sóma er. Þór Tuliníus fer með hlutverk Guðmundar stóra, drengsins sem minnkar satt að segja óhuggulega hægt og Halldór Bjömsson er Finnur óhamingjusami, sem fer þó að lokum heim til sín eftir að hann hefur gengið úr skugga um að foreldrunum þykir líklega vænt um hann. Þór og Halldór eru trú- legir smádrengir þótt stórir séu og hafa náð töktum krakka vel, rétt eins og margt litla fullorðna fólkið. María Ellingsen er tánings- systir Guðmundar og leikur létt og óþvingað. Sýningunni var forkunnarvel tekið á frumsýningu og að mak- leikum. Væntanlega þyrpast krakkar í leikhúsið og skemmta sér þar konunglega á næstu mán- uðum. Tvílei ápían Tónlla Jón Ásgeirs Musica nova stóð fy í Norræna húsinu sl. su; með píanóleikurunum Vilhjálmsdóttur og Áí syni en á efnisskránni verk eftir Mariko Kabi per, Lennox Berkley, Bi en og John A. Speigl síðastnefnda var hér ft það í raun eina verkið, fyrra af tveimur eftir einhver „matur var í s Fyrsta verkið, Fantí anskt tónskáld, Kabe eins konar evrópuupps einstaka sinnum bregi tiltektum er minna á js færið „koto“. Þetta e hlutlaus samsetningur segja um sónötu eftir ' mætti heyra meiri áti síbeljandi tónflóði. Capriccio, Nocturne Berkley eru skárri tóns verkin, en þau þarf ac hraða svo að gaman hafa. Tvö smáverk efti svo sem ágæt, einku Inngangur og Rondo, ( ið, Minningarmazurki: erewski, var án alls j ávallt má heyra hjá mei Síðasta verkið, „Kv John A. Speight, var kvöldinu upp úr leiðin enda vel samið og áheymar. Það hófst á forleik, en þar eftir fyl og var ekki frítt við ai tónbrigði úr sumarbjari Þriðji kaflinn heitir n einskonar fhugun en og síðasti glensfullt „S Þrátt fyrir að efti ekki spennandi, var bjargar og Ástmars á stilltur og vel útfæré hinu ágæta verki eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.