Morgunblaðið - 31.01.1989, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
John Tower, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna:
Nauðsynlegt að endumýja
vígvallarvopn í V-Evrópu
NATO-ríkin treysti öryggi vinveittra ríkja í þriðja heiminum
MUnchen. The Daily Telegraph, Reuter.
JOHN Tower, sem George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefiit til
embættis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að
Bandaríkjastjórn myndi leita eftir stuðningi bandamanna sinna inn-
an Atlantshafsbandalagsins (NATO) til að unnt yrði að treysta ör-
yggi vinveittra rikja i þriðja heiminum. Tower lét þessi orð falla á
tveggja daga ráðstefnu um öryggismál sem firam fer á ári hveiju
í MUnchen i Vestur-Þýskalandi. I máli hans kom fram að Bandarikja-
menn teldu nauðsynlegt að endurnýja vígvallarvopn með kjarnorku-
hleðslum í Vestur-Evrópu og mætti framkvæmd áætlunar í þá veru
ekki dragast frekar. Tóku nokkrir varnarmálaráðherrar aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins, þ.’a m. Johan Jörgen Holst, varnar-
málaráðherra Noregs, undir þessi orð hans.
Oldungadeild Bandaríkjaþings
þarf lögum samkvæmt að leggja
blessun sína yfír skipun Towers og
er búist við þingmenn gangi til at-
kvæða um málið í þessari viku. í
síðustu viku kom hann fyrir her-
málanefnd öldungadeildarinnar og
lýsti þar þeirri skoðun sinni að sú
hætta sem lýðræðisrílqunum staf-
aði af Sovétríkjunum hefði ekki
minnkað þó svo aukinnar þíðu gætti
í samskiptum austurs og vesturs.
í ávarpi sínu á sunnudag lagði
Tower til að NATO-ríkin í Evrópu
sameinuðust um að veita vinveittum
ríkjum í þriðja heiminum aðstoð til
að unnt reyndist að treysta öryggi
þeirra. Neftidi hann Egyptaland og
Túnis sem dæmi og sagði að ríkjum
þessum stæði ógn af Líbýumönnum
og hinum herskáa leiðtoga þeirra,
Muammar Gaddafi.
Tower sagði að skoða þyrfti þann
kostnað sem fylgdi því að halda úti
bandarísku herliði í Vestur-Evrópu
þar eð fyrirsjáanlegt væri að spam-
aðaraðgerðir til að vinna bug á fjár-
lagahalla Bandaríkjanna myndu
einnig taka til útgjalda til vamar-
mála. Hann lagði hins vegar áherslu
á að það þjónaði öryggishagsmun-
um Bandaríkjanna að hafa herliðið
í Evrópu, sem telur um 320.000
manns og kvaðst ekki búast við
„verulegum samdrætti“ á þessum
vettvangi.
Tower minnti á svonefnda
Montebello-ákvörðun NATO frá
árinu 1983 um endumýjun vígvall-
arvopna með kjamorkuhleðslum í
Vestur-Evrópu og kvað „nauðsyn-
legt“ að ekki yrði vikið frá henni.
Vamarmálaráðherrar Noregs, Holl-
ands og Ítalíu lýstu sig sammála
þessu mati Towers. Undirvígvallar-
vopn heyra m.a. kjamorkuflug-
skeyti sem draga allt að 500 kfló-
metra, stórskotaliðsbyssur sem
skotið geta sprengjukúlum með
kjamahleðslum og kjamorkujarð-
sprengjur. Frekari tafír á fram-
kvæmd þessarar ákvörðunar sagði
Tower gefa Sovétmönnum tækifæri
til að grafa undan samstöðu aðild-
arrílqa Atlantshafsbandalagsins.
Bandaríkjamenn og fleiri banda-
lagsríki hafa þtýst á stjómvöld í
Vestur-Þýskalandi um að sam-
þykkja endumýjun þessa hluta
kjamorkuheraflans á þessu ári.
Sovétmenn njóta mikilla yfírburða
á þessu sviði í Evrópu t.a.m. ræður
herafli NATO í Evrópu aðeins yfír
rúmlega 70 skammdrægum kjam-
orkuflugskeytum af „Lance“-gerð
sem sérfræðingar segja löngu úrelt
en ríki Varsjárbandalagsins kveðast
eiga rúmlega 1.600 skotpalla fyrir
skammdræg flugskeyti.
Vestur-Þjóðveijar hafa verið
tregir til að samþykkja framkvæmd
Montebello-ákvörðunarinnar og
hefur verið deilt um réttmæti henn-
ar innan vestur-þýsku stjómarinnar
þar eð ljóst er að komi til átaka í
Evrópu verður vopnum þessum
beitt á vígvöllujp í Vestur- og Aust-
ur-Þýskalandi.
ERLENT
Reuter
Hindra hvalveiðar
Grænfriðungur hindrar að japanskir hvalfangarar geti skotið á
hrefnur í suðurhöfum með þvi að sigla hraðbáti sínum fyrir fram-
an hvalbátinn. Japanir hyggjast veiða 300 hvali í vísindaskyni
en grænfriðungar hafa fylgt hvalbátunum eftir og reynt að koma
í veg fyrir veiðamar.
Franz Schönhuber, formaður repúblikana;
Stoltur af for-
tíð sinni í SS
„Lífstíðarfangelsi fyrir fíkniefhasala og enga náðun,“ þrumaði
Franz Schönhuber, formaður og stofiiandi hins öfgasinnaða Repú-
blikanaflokks, á stjóramálafundi I Mttnchen i fyrra. Ekki fékk
hann síður góðar undirtektir þegar hann krafðist þess að mótmæ-
lendum, sem hylja andlit sitt, yrði mætt af meiri hörku og þróunar-
hjálp til Afríku yrði stöðvuð vegna þess að „hún lenti i höndunum
á glæpahundum".
Repúblikanaflokkurinn var
stofnaður í Bæjaralandi árið 1983
og beinist áróður hans einkum
gegn útlendingum. Auk þess er
lögð áhersla á sameiningu þýsku
ríkjanna og „þjóðlegar dyggðir"
eins og hreinlæti og stundvísi.
Fram til þessa hefur flokkurinn
litlum árangri náð í kosningum
ef fylkiskosningar í Bæjaralandi
árið 1986 eru undanskildar. Þá
fengu repúblikanar 3% atkvæða
og olli það Kristilega sambands-
flokknum með Franz Jósef
Strauss heitinn í broddi fylkingar
nokkrum áhyggjum.
Liðhlaupi eða stríðskappi?
Franz Schönhuber er 65 ára
gamal! fyrrum sjálfboðaliði í SS-
sveitunum. Samkvæmt eigin lýs-
ingu var Schönhuber „ótrúlega
hugrakkur hermaður" en upp á
síðkastið hefur hughreysti hans í
stríðinu verið dregin mjög í efa.
Til dæmis hefur honum ekki tek-
ist að færa sönnur á þá fullyrð-
ingu sína að hann hafi fengið
Jámkrossinn fyrir hugprýði. Því
hefur jafnvel verið haldið fram
að Schönhuber hafí vegna hug-
leysis gerst liðhlaupi árið 1945
og því til stuðnings verið bent á
að hann var sá eini úr 11. bryn-
fylki SS sem ekki var handtekinn
af Rússum f stríðslok. Sú ásökun
er sérlega neyðarleg fyrir Schön-
huber því málgagn flokks hans
mótmælti harkalega þegar af-
hjúpað var minnismerki í Bremen
til heiðurs hinum óþekkta lið-
hlaupa. „Skömm fyrir þýska her-
inn“ sagði í málgagninu.
Schönhuber var rekinn úr starfi
sem þáttagerðarmaður hjá Bæ-
verska sjónvarpinu vegna met-
. sölubókarinnar „Þátttaka mín“
sem flallar um feril höfundar í
stríðinu. Síðan hefur komið út
bókin „Þýskaland þrátt fyrir allt“
og Schönhuber hefur boðað nýtt
ritverk undir nafninu „Svikin við
þjóðemisstefnuna".
Schönhuber lét aldeilis í sér
heyra f fyrra þegar upp komst
um fjárdrátt Wemers Nachmanns
heitins, forseta Miðnefndar þýska
gyðingasamfélagsins. „Svipta
verður lokinu af þessum illa þefj-
andi graut, annars verður Mið-
nefndin að fímmta hemámsveld-
inu,“ sagði Schönhuber.
Þótt Repúblikanaflokkurinn
hafí vakið ugg með lýðræðissinn-
um í Vestur-Þýskalandi hafnar
Schönhuber allri samvinnu við
NDP, flokk nýnasista. Sá flokkur
„brýtur gegn grundvallarlögmál-
um hinnar lýðræðislegu þjóðemis-
stefnu," segir Schönhuber.
Öryggisákvæði
' stj órnarskrárinnar
Stjómarskrá Sambandslýðveld-
Franz Schönhuber
isins gerir ráð fyrir tveimur mögu-
leikum til þess að hindra uppgang
öfgaflokka. í fyrsta lagi verður
stjómmálaflokkur að ná 5% at-
kvæða a.m.k. til að fá fulltrúa á
þing hvort sem er í sambands-
kosningum eða fylkiskosningum.
Þetta ákvæði hefur til dæmis með
fáum undantekningum hindrað að
DKP, Þýski kommúnistaflokkur-
inn, og NPD, flokkur nýnasta,
kæmust til áhrifa. í öðra lagi
heimilar sfjómarskráin bann við
starfsemi sfjómmálaflokka „sem
með markmiðum sfnum eða hegð-
un fylgismanna sinna ógna hinu
lýðræðislega grandvallarskipu-
lagi.“ Tvisvar hefur þessu ákvæði
verið beitt; gegn SR, hinum
hægrisinnaða Sósíalíska rfkis-
flokki og KPD, Kommúnistaflokki
Þýskalands. Segja má að NPD
og DKP séu arftakar þessara
tveggja flokka en starfsemi þeirra
hefur verið liðin á þeirri forsendu
að skoðanir lq'ósenda birtist ekki
nægilega vel í kosningum ef smá-
flokkar séu bannaðir og nýjum
flokkum gert að bregða yfir sig
lýðræðishulu. Auk þess hafa menn
vonast til þess að slíkir öfgaflokk-
ar væra tímabundin fyrirbrigði.
Undir kjörorðinu „Þýskaland fyrir
Þjóðveija" hafa öfgaflokkar til
hægri einkum sótt fylgi sitt til
hefðbundinna fylgismanna Kristi-
legra demókrata í þéttbýlum iðn-
aðarhéraðum þar sem mikið er
um útlendinga.
Heimild: Der Spiegel
Aróðurinn minnir á nasista
- segir Ágást Þór Árnason, sem búsettur er í Vestur-Berlín
„NOKKUR vafí leikur á hvort flokka beri repúblikana sem nýnas-
ista eða óánægða smáborgara og þykir síðari skýringin líklegri,“
sagði Ágúst Þór Árnason, námsmaður í Berlin, í samtali við
Morgunblaðið. „Kristilegir demókratar eru flestir þeirrar skoðun-
ar að hægrisinnaðir kjósendur hafi viljað veita stjóraarflokkunum •
ráðningu fyrir lélega stjóra en þess má geta að hvert hneykslið
hefur rekið annað í Vestur-Berlín undanfarið kjörtímabil,“ sagði
Ágúst ennfremur.
Kosningasigur repúblikana
kom öllum mjög á óvart ekki síst
þeim sjálfum. Hinir flokkamir
sem fulltrúa eiga á fylkisþinginu
í Berlín era sammála um að efna
ekki til samstarfs við repúblikana
vegna þess hve öfgafullir þeir era.
Hins vegar benda stjómmálaský-
rendur á að með aðgerðaleysi sínu
í málefnum útlendra verkamanna
í Vestur-Berlín hafí stjómvöld
undirbúið jarðveginn fyrir kosn-
ingasigur öfgasinnaðs hægri-
flokks af þessu tagi. „Af þessum
sökum era stjómarflokkamir með
nokkurt samviskubit vegna úrsli-
tanna og kenna sjálfum sér að
nokkra leyti um,“ sagði Ágúst.
„Þrír möguleikar hafa verið
neftidir varðandi eftirleik kosning-
anna. Samstarf jafnaðarmanna
og græningja, sem saman hafa
meirihluta á þinginu í V-Berlín,
kemur til greina en óvíst er hvort
jafnaðarmenn leggi út í slíkt
vegna fordæmisgildisins sem það
hefði í öðrum fyllqum Sambands-
lýðveldisins. Forystumenn Kristi-
legra demókrata og jafnaðar-
manna hafa gefíð í skyn að stjóm-
arsamstarf þessara tveggja
stærstu flokkanna kæmi til
greina. Innan flokks kristilegra
demókrata og Fijálsra demó-
krata, sem duttu út af þingi, eru
einnig uppi raddir um nýjar kosn-
ingar. Vonast þeir þá til að Iq'ós-
endur endurtaki ekki sömu mis-
tökin,“ sagði Ágúst.
„Úrslitin eru ekki síst alvarleg
fyrir stjómvöld í Bonn þar sem
sama stjómarmynstur hefur verið
og í Vestur-Berlín. Þetta era
fímmtu fylkiskosningamar í röð
þar sem Kristilegir demókratar
tapa fylgi og tengjast úrslitin nú
óánægju með breytingar sam-
bandsstjómarinnar á löggjöf um
sjúkratryggingar.
Kosningabarátta repúblikana
var nokkuð söguleg. Almennt
samkomuiag virtist vera um að
þegja flokkinn í hel auk þess sem
her lögreglu varð að standa vörð
um kosningafund flokksins vegna
mótmæla. Repúblikanar virðast
einkum njóta stuðnings í hverfum
þar sem verkamenn era fjölmenn-
ir auk þess sem stuðningur við
þá er útbreiddur innan lögregl-
unnar í borginni. Einnig má nefna
að sjónvarpsauglýsing frá flokkn-
um vakti mikla reiði. Þar mátti
sjá hóp af Tyrkjum og undir var
leikið lagið „Spiel mir das Lied
vom Tode“, eða „Leiktu mér lagið
um dauðann", sama lag og nas-
istar notuðu við áróður gegn gyð-
ingum. Áróðurinn minnir á að-
ferðir nasista og slagorðin eru
keimlík nema hvað Tyrkir og
Júgóslavar koma í stað gyðinga,"
sagði Ágúst Þór Ámason að lok-
um.