Morgunblaðið - 31.01.1989, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1989
Átta í samkomu-
bann eftir þorrablót
ÁTTA „skemmtanaglaðir“
Þórshafnarbúar þurfa að sæta
samkomubanni í mislangan
tíma eftir þorrablót, sem haldið
var í félagsheimilinu þar í sveit,
Þórsveri, síðastliðinn laugar-
dag.
Að sögn húsvarðarins í Þórs-
veri, Sigfúsar Skúlasonar, voru
sumir þessara manna dæmdir í
þriggja mánaða bann og aðrir allt
upp í sex mánaða skemmtana-
bann. Dæmi væru þó um áralöng
samkomubönn þó ekki hafí verið
gripið til þess nú. Með skemmtana-
banni er viðkomandi meinað að
sækja dansleiki sem haldnir eru í
viðkomandi sýslu. Áttmenningam-
ir munu því ekki fá inni á dan-
sleikjum í Norður-Þingejrjarsýslu
næstu þijá til sex mánuðina. Sigf-
ús sagði að feykilegt Qör hefði
verið á þorrablótinu þó sumir
hefðu endilega þurft að útkljá ein-
hver persónuleg mál sín á milli
meðan á blótinu stóð. „Kraftamir
vilja oft hlaupa út í hendumar á
mönnum þegar of langt líður á
milli dansleikja hér,“ sagði Sigfús,
en þess má geta að síðasti dans-
leikur á Þórshöfn var haldinn um
áramótin.
Arekstur á
Hlíðarbraut
Aitanákeyrsla varð á Hlíðar-
braut um miðjan dag í gær. Engin
slys urðu á fólki og litlar skemmd-
ir urðu á bifreiðum. Síðasta helgi
var róleg hjá lögreglumönnum á
Akureyri þrátt fyrir smávegis ölv-
un í bænum. Nokkur hálka er í
bænum og snjór er mikill á Akur-
eyri. Vinnuvélar unnu að því að
hreinsa götur í allan gærdag og
er nú greiðfært víðast hvar í bæn-
um.
Skíðafólk bíður rútunnar á Brekkunni. Morgunbiaðið/RúnarÞór
Hliðargall:
Sæmileg aðsókn fyrstu helgina
SÆMILEG aðsókn var að
Skíðastöðum í HlíðarQaUi um
helgina, en HllðarQall var fyrst
opnað skiðafólki sl. laugardag.
Aðallega var skíðafólk frá Ak-
ureyri enda ófiert úr nærliggj-
andi bæjum auk þess sem flug
lá niðri um helgina. Gott veður
var til skíðaiðkana á laugardag,
en skafirenningur var nokkur á
sunnudag.
Opið verður fyrst um sinn um
helgar frá 10.00 til 16.00 og á
virkum dögum frá kl. 13.00 til
17.00. Nokkum snjó vantar enn
í Hjallabraut, sem er eina flóð-
lýsta brautin í ijallinu og sú eina
sem notuð er á kvöldin. Vænta
má þess að úr snjóleysinu rætist
á allra næstu dögum, ef marka
má veðurspá. Þá verður opnun-
artíminn framlengdur til 18.45 á
mánudögum og föstudögum og
til 20.45 á þriðjudögum, miðviku-
dögum og fímmtudögum.
Rútuferðir eru úr bænum alla
daga og er fólki safnað saman á
einum þremur stöðum úti í Þorpi,
í miðbænum og upp í gegnum
bæinn, á Brekkunni.
DNG markaðssetur nýtt öryggistæki:
— segir Reynir Eiríksson, markaðsstjóri DNG
„Gengum lengí með
Vörð í maganum“
DNG rafeindaiðnaður hf. á
Akureyri er að heQa markaðs-
setningu á nýju öryggistæki, sem
starfsmenn fyrirtækisins hafii
kosið að nefna Vörð. Vörður
verður fyrst um sinn seldur inn-
anlands hjá DNG, en seinna má
búast við að hann fiáist hjá um-
boðsaðilum víða um land. Tækið
kostar 69 þúsund krónur.
Við Vörð er hægt að tengja sex
nema og gerir hann þar að auki
viðvart ef rafmagn fer af. Nemar
þeir, sem tengjast Verði, geta verið
af ýmsum toga svo sem reykskynj-
arar, hitaskynjarar, vatnshæðar-
skynjarar og þjófavamarkerfí.
Vörður getur hringt í allt að nfutfu
símanúmer og mest níu sinnum í
hvert þeirra. Litlar líkur eru taldar
á að eigendur slfkra tækja þurfí að
slá inn níutíu símanúmer, en mögu-
leikinn er engu að síður fyrir hendi.
Ætla má að flestir notendur slái
innan við tíu símanúmer inn í tæk-
ið. Mjög auðvelt er að setja síma-
númer og aðrar upplýsingar inn í
Vörð og lítil hætta er á að notandi
geri vitleysur, að sögn Reynis
Eiríkssonar, markaðsstjóra hjá
DNG. Reynir sagði jaftiframt að
Vörður væri mjög einfaldur í upp-
setningu, tæki lftið pláss og gæti
verið nánast hvar sem væri. Vörður
tengist sfmalfnu, sem er til staðar
en þarf ekki sérstaka línu. Ef raf-
magn fer af er Vörður áfram virkur
því í honum eru innbyggðar raf-
hlöður, sem endsist í um eina
klukkustund. Þegar rafmagn kemst
síðan aftur á hlaðast rafhlöðumar
í tækinu á ný. Því þarf aldrei að
skipta um rafhlöður í tækinu.
Sendi einhver nemi boð til Varð-
ar hringir hann þegar í stað í þau
símanúmer sem hafa verið slegin
inn í hann. Vörður hringir þar til
er svarað og skilaboð hans móttek-
in. Sá sem svarar hringingu Varðar
gefur til kynna að skilaboðin séu
meðtekin með því að styðja á fyrir-
fram ákveðinn tölustaf á símtæki
sínu. Ef sá sem svarar styður ekki
á þennan ákveðna tölustaf telur
Vörður að skilaboðin hafí ekki verið
meðtekin og hringir í næsta síma-
númer. Þegar á staðinn er komið
segir tækið til um hvaða skynjari
fór af stað og í hvaða númeri skila-
boðin vom móttekin.
„Starfsmenn DNG voru búnir að
ganga með þetta tæki í maganjim
í langan tíma. Þróun þess var að
mestu lokið fyrir um það bil ári og
þá var Fiskeldi Eyjafjarðar hf. feng-
ið til að prófa tækið, sem átti að
láta vita ef dælur færu úr gangi,
vatnsmagn lækkaði, ef rafmagn
færi og fleira. Þeir fískeldismenn
hafa góða reynslu af tækinu og
brást Vörður aldrei ef eitthvað bját-
aði á. Hinsvegar má hugsa sér
Vörð hvar sem er, til dæmis í mat-
Horfur í skinnaiðnaði góðar
„VIÐ höfurn fulla ástæðu tll að
vera bjartsýnni á þessu ári en
þvi síðasta, þvi mikið hefur bor-
ist af fyrirspuraum og óstað-
festum pöntunum,“ saðgi Bjarni
Jónasson, forstöðumaður skinna-
iðnaðar Sambandsins á Akur-
eyri.
Bjami sagði að á næstu vikum
og mánuðum kæmi í ljós hvort aðil-
ar staðfestu pantanir sínar á skinn-
um. Um væri að ræða aðila á ít-
alíu. Fataframleiðendur halda sýn-
ingar sinar í febrúar og mars og
eftir að viðbrögð við þeim liggja
fyrir ákveða þeir hvaða lit þeir vilja
á skinnum. „Þær fyrirspumir og
pantanir sem okkur hafa borist eru
mun fleiri en á síðasta ári, sem var
óvenju slæmt,“ sagði Bjami. „Við
reiknum með að vinna um 530 þús-
und skinn á þessu ári, sem er tölu-
verð aukning frá 1988. Vonandi
náum við upp fyrri afköstum á
þessu ári.“
Bjami sagði að mest væri selt
af skinnum til Ítalíu og Norðurland-
anna. „Viðskiptavinir okkar í
Skandinavíu em að halda sínar sýn-
ingar núna og á næstu vikum kem-
ur í Ijós hvað þeir panta mikið. Enn
er ekki hægt að segja til um hugs-
FJÁRHAGSÁÆTLUN Dalvíkur-
bæjar og fyrirtækja hans var
samþykkt samhljóða við síðari
umræðu á bæjarstjórnarfimdi
þriðjudaginn 24. janúar síðastlið-
inn. Fjárhagsáætlun hefur ekki
fyrr verið afgreidd jafnsnemma
á Dalvík og nú og er Dalvíkurbær
fyrstur bæjarfélaga til að ganga
firá fjárhagsáætlun þessa árs.
Samkvæmt áætluninni er gert
ráð fyrir að um 15,6% tekna
renni til afborgana lána og Qár-
festinga.
Tekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar
106 milljónir króna, þar af eru út-
svör 60,5 milljónir kr., aðstöðugjöld
19.5 milljónir og fasteignagjöld
15.6 milljónir króna. Rekstrargjöld
era áætluð 89 milljónir og afgangur
tekna rennur tii framkvæmda, 16,5
anlegt verðmæti útflutnings á ár-
inu, því viðskiptavinir okkar eiga
einnig eftir að tilgreina í hvaða
gæðaflokki þeir vilja skinnin," sagði
Bjami Jónasson.
Hjá skinnaiðnaði Sambandsins
starfa nú 200 manns.
milljónir króna. Ekki era fyrir-
hugaðar miklar framkvæmdir á
vegum bæjarsjóðs að þessu sinni.
Áhersla er lögð á að laga greiðslu-
stöðu og að greiða niður skuldir.
Ekki era miklar nýframkvæmdir
fyrirhugaðar á vegum bæjarsjóðs
að þessu sinni. Fjárfestingar eru
áætlaðar upp á 41 milljón króna.
Munar þar mestu um hafnarfram-
kvæmdir, sem áætlaðar era að nemi
17 milljónum króna. Verður unnið
að dýpkun hafnarinnar en það verk-
efni er orðið mjög brýnt. Á vegum
vatnsveitu og hitaveitu er fyrir-
hugað að veija 11,7 miiljónum
króna til framkvæmda. Stærsta
verkefnið á vegum bæjarsjóðs er
bygging annars áfanga grunnskól-
ans og er ráðgert að veija til þess
5 milljónum króna.
Fjárhagsáæthin Dalvíkurbæjar samþykkt:
Ahersla lögð á að
laga greiðslustöðu
vælaframleiðslu, verslunum, skrif-
stofum og jafnvel í heimahúsum.
Tækið tengir þá skynjara, sem fyr-
ir era á staðnum, við þá sem ætti
að hafa samband við ef eitthvað fer
úrskeiðis," sagði Reynir að lokum.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Reynir Eiriksson, markaðsstjóri hjá DNG, ásamt Verði, nýrri upp-
finningn hugvitsmanna DNG.