Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 Lítil sag-a um sam- skiptí við Jón Baldvin eftir Birgi ísl. Gunnarsson Eftir að ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar fór frá í september sl. hófst tími uppgjörs milli þeirra sem aðild höfðu átt að þeirri ríkisstjóm. Fremstur í þeim flokki fór Jón Bald- vin Hannibalsson, sem hjó á báðar hendur og birti m.a. palladóma um samráðherra sína þar sem hver maður fékk sinn skammt. Margir litu þó á það sem góðlátlegt fjöl- miðlagrín. Ósannindi Jóns Baldvins Hitt er öllu alvarlegra að Jón Baldvin Hannibalsson hefur stöðugt klifað á því síðan að ein af ástæðum þess hvemig fór með ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar hafi verið kröf- ur ráðherra Sjálfstæðisflokksins um aukin ríkisútgjöld og menntamála- ráðherra oft til nefndur í því sam- bandi. Ég hafði ekki hugsað mér að elta ólar við þessi stöðugu ósann- indi Jóns Baldvins, ef hann hefði nú ekki enn hert þennan róður á rauðljósafundunum. í útvarpssendingu af einum fund- inum mátti heyra að nú nafngreindi Jón Baldvin Birgi ísl. Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, sem einn helsta talsmann aukinna ríkisútgjalda. Vitn_aði hann til sér- staks fundar í fjármálaráðuneytinu þar sem höfundur þessarar greinar ásamt Guðmundi Magnússyni, að- stoðarmanni menntamálaráðherra, hefðu mætt til að ræða fjárlögin. Var Guðmundur sérstaklega titlað- ur sem „ritstjóri Frelsisins" í um- mælum Jóns Baldvins. Virtist á Jóni Baldvin að skilja að á þessum fundi hefðu kröfur menntamálaráð- herra um aukin fjárframlög svo keyrt úr hófí að það hefði nánast fellt þessa ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar. Hallað réttu máli Hér er mjög hallað réttu máli eins og reyndar í flestu þvl sem Jón Baldvin lætur frá sér fara í sam- bandf við síðustu ríkisstjóm. Hann virðist hafa valið þann kost að flýja inn í eitthvert ský blekkinga og ósannsögli. Þar situr hann í reyk- kófínu og virðist engan mun lengur gera á réttu og röngu. Ef hugað er að viðskilnaði hans við fjármála- ráðuneytið hefur hann alla samúð mína, en ekki er framkoman stór- mannleg. Af þessu gefna tilefni er nauðsynlegt að rifja upp samskipti fjármálaráðherra og menntamála- ráðherra við undirbúning fjárlaga fyrir 1989. Framan af voru þessi samskipti með hefðbundnum hætti. Mennta- málaráðuneytið skilaði sínum fjár- tillögum til Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar snemma sumars. Venjan er síðan sú að Fjárlaga- og hag- sýslustofnun sendi sínar gagntillög- ur, stundum að undangengnum við- ræðum embættismanna. Þær tillög- ur eru síðan grundvöllur viðræðna milii fjármálaráðherra og viðkom- andi fagráðherra. Venjulega hafa þær viðræður farið fram í ágúst- mánuði og svo var einnig fyrir- hugað samkvæmt tímaáætlun um gerð fjárlaga sem fjármálaráðherra lagði fram í ríkisstjóminni. Ýmislegt athugavert Það dróst hins vegar mikið að gagntillögur Fjárlaga- og hagsýslu- stofnunar sæju dagsins ljós. Þær komu þó seint um síðir í mennta- málaráðuneytið, en með þeim fyrir- vara að ekki hefði tekist að ná í fjármálaráðherra til að ræða þær og því kynnu þær að-breytast. Við athugun í menntamálaráðuneytinu reyndist ýmislegt athugavert við tillögur Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar. Upplýsingar vantaði, eins og t.d. um stofnkostnað, hreinar villur voru í tillögunum (sbr. síðar) og ýmis atriði þurfti nauðsynlega að ræða milli ráðherra. Var nú liðið fram undir mánaðamót ágúst/sept- ember. Þann 30. ágúst lagði fjármála- ráðherra fram í ríkisstjórninni gögn varðandi fjárlagagerðina, þ.á m. ábendingar og tillögur um lækkun útgjalda í fjárlögum 1989. Þar á meðal voru tillögur um lækkun á ýmsum útgjöldum menntamála- ráðuneytisins. Þær höfðu verið unn- ar án nokkurs samráðs við starfs- fólk ráðuneytisins og voru ýmsar alveg út í hött. Umræður urðu litlar um tillögumar þá, en þó kvað Jó- hanna Sigurðardóttir upp úr um það að lækkunartillögumar væm óframkvæmanlegar og óraunhæfar. Þriggja manna ráðherranefiid Ákveðið var skv. tillögu Qármála- ráðherra að nefnd þriggja ráðherra tæki að sér það verkefni að gera tillögur um niðurskurð ríkisútgjalda og skyldu ráðherrar viðkomandi flokka skila tillögum um lækkun útgjalda í sínum ráðuneytum til fulltrúa síns flokks í ráðherranefnd- inni. Var Friðrik Sophusson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í þessari nefnd. I samræmi við þessa ákvörðun fór í gang mikil vinna í menntamála- ráðuneytinu í því skyni að koma fram með raunhæfar niðurskurð- artillögur. Þegar hér var komið lét fjármála- ráðherra þau boð út ganga að hann teldi óþarft að halda hefðbundna fundi með fagráðherrum um fjár- lagagerðina. Þessu undum við ýms- ir illa og féllst fjármálaráðherra þá á að halda slíka fundi. Það dróst þó lengi að mér tækist að fá fund með fjármálaráðherra og var það ekki fyrr en 14. september að sá fundur var haldinn. Með mér á fundinum voru Guðmundur Magn- ússon, aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, og Orlygur Geirsson, skrifstofustjóri. Með Jóni Baldvini voru aðstoðarmaður hans og tveir starfsmenn. Fundurinn með fjármálaráðherra Kemur nú að því að segja frá þessum fundi sem Jón Baldvin hef- ur mistúlkað _ svo hrapallega hváð eftir annað. Ég gerði fjármálaráð- herranum í upphafi grein fyrir því að samkvæmt hans eigin ósk færu tillögur um niðurskurð og sérstakan spamað í þann farveg sem ákveðinn hefði verið, þ.e. inn til ráðherra- nefndarinnar. Jafnframt tjáði ég ijármálaráðherra að sú vinna væri komin vel á veg í menntamálaráðu- neytinu og myndi ráðuneytið láta frá sér fara umtalsverðar spamað- artillögur. Ég hefði hins vegar reiknað með að þessi fundur fjallaði um síðustu ijárlagatillögur Fjár- laga- og hagsýslustofnunar varð- andi menntamálaráðuneytið og reynt yrði að fínna sameiginlegan grunn sem gengið væri út frá við niðurskurðartillögur. Jafnframt væri nauðsynlegt að ræða ýmis stærri mál sem snertu þessi tvö ráðuneyti. Fjármálaráðherra gerði ekki athugasemdir við þessa máls- meðferð. Jón Baldvin var því fullkunnugt um það að umfangsmiklar niður- skurðartillögur væm í undirbúningi í menntamálaráðuneytinu og að þær tillögur væru ekki efni þessa fundar. Um það hefur hann hins vegar kosið að þegja þegar það hefur sérstaklega hentað honum að gera árásir á mig sem fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ríkisstjóminni. Birgir ísl. Gunnarsson „Þegar við Guðmundur Magnússon bárum sam- an bækur okkar eftir fundinn var ljóst að okkur hafði báðum brugðið. Við höfðum báðir skynjað að undir- búningur Qárlagagerð- ar var í molum og báð- um virtist okkur §ár- málaráðherrann ekki hafa vald á því sem hann var að gera. Kom- inn var 14. september, lj ár lagafrumvarp átti að leggja fram fiill- prentað í upphafi þings 10. október og undir- búningur var allur í mo!um.“ Villur í tillögunni Um fundinn er það annars að segja að hann var með hefðbundnu sniði. Af hálfu okkar í menntamála- ráðuneytinu var farið yfir ýmis mál sem snertu fjárlögin eða horfðu til lengri tíma. Dæmi: í tillögum íjár- málaráðuneytisins vantaði stórlega á fjárveitingu til rekstrar tónlistar- skóla eða langleiðina í 100 milljónir kr. Fjármálaráðherra taldi að lög hefðu verið samþykkt á Alþingi 1987—88 um að flytja rekstur þeirra til sveitarfélaga. Fjármála- ráðherra var minntur á að þau lög hefðu aldrei verið samþykkt og því væri hér um villu í tillögunni að ræða sem leiðrétta þyrfti. Annað dæmi: Ekki var í tillögum fjármála- ráðuneytisins ætlaður eyrir til Reykjaskóla í Hrútafirði. Hann er nú rekinn sem skólabúðir. Við bent- um á að þetta þyrfti að leiðrétta. Þannig mætti áfram telja. Reynt var að leiðrétta augljósar villur. Rædd voru ýmis stærri mál eins og Þjóðleikhús, Þjóðarbókhlaða og Þjóðminjasafn. Þar hreyfði ég m.a. þeirri hugmynd að framlengja lögin um sérstakan eignarskattsauka vegna Þjóðarbókhlöðu og fjár- magna þannig fyrirsjáanleg útgjöld í menningarmálum. M.ö.o., hér var um að ræða hefðbundinn fund þar sem reynt var að leita leiða til lausn- ar á ýmsum faglegum málum sem snerta fjárlagagerð. Hefðbundinn fund sem fjármálaráðherrar allra tíma eiga með fagráðherrum til að reyna að komast að niðurstöðu um sameiginleg mál. Rangtúlkanir Qármálaráðherra Ég varð því ekki lítið undrandi þegar ég las í Alþýðublaðinu þ. 13. október sl. eftirfarandi haft eftir íjármálaráðherra: „Mér er minnis- stætt að einn ráðherra Sjálfstæðis- flokksins með ungan frjálshyggju- dreng sér við hlið sem aðstoðar- mann átti samkvæmt þessum út- gjaldarömmum að lækka útgjöld síns ráðuneytis um 640 milljónir. Þegar þeir fóru út frá mér höfðu þeir skilið eftir á borðinu útgjalda- auka upp á hálfan milljarð. Þetta er dæmisaga um Sjálfstæðisflokk- inn í dag. Hann er ekki trúverðug- ur.“ Þetta stef hefur Jón Baldvin síðan endurtekið með ýmsum til- brigðum. Eins og ég hef lýst að framan er þessi útlegging Jóns Baldvins á því sem þarna var að gerast alröng og ósönn. Að einu leyti var þessi fundur þó frábrugðinn öðrum hefð- bundnum fundum af þessum tagi. Þegar við Guðmundur Magnússon bárum saman bækur okkar eftir fundinn var ljóst að okkur hafði báðum brugðið. Við höfðum báðir skynjað að undirbúningur fjárlaga- gerðar var í molum og báðum virt- ist okkur fjármálaráðherrann ekki hafa vald á því sem hann var að gera. Kominn var 14. september, fjárlagafrumvarp átti að leggja fram fullprentað í upphafi þings 10. október og undirbúningur var allur í molum. Síðar þennan dag var fundur í þingflokki sjálfstæðis- manna. Þar var m.a. rætt um fjár- lög og þar skýrðu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í fjárveitinganefnd frá því að fjárlagaundirbúningur væri með eindæmum, allt væri langt á eftir áætlun og íj ármál aráðherra sýndi enga tilburði til forystu við fjárlagagerð. Úthaldið virtist þrotið. Okkur grunaði ekki þá að Jón Baldvin væri þegar farinn að und- irbúa brottför sína úr ríkisstjórn- inni. Hann hljóp úr stjórninni 10 dögum síðar og skildi fjármál ríkis- ins eftir í fullkominni óreiðu og fjár- málaráðuneytið nánast í rúst. En það er önnur saga. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokk 1 Reykja víkur- kjördæmi og fyrrverandi mennta- málaráðherra. Austurströnd - Seltjnesi verslunar- og sýningarrými Helgi Hálfdanarson: Um 70 fm verslunarpláss á götuhæð með góðum sýn- ingargiuggum. Á efri hæð er um 110 fm salur, sem hentar t.d. vel sem sýningarsalur, skrifstofur o.fl. Laus nú þegar. Teikn. og uppl. á skrifst. EIGNAMIÐLUNIN 2 77 11 ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl., sími 12320 fUffgbll&lfllfeÍfr „HEIÐURSLAUN“ Rétt einu sinni hafa alþingis- menn staðið í þvl að gera sig hlægilega með úthlutun svo kall- aðra heiðurslauna til listamanna, og með þeim stofnað til ósmekk- legra ýfínga á almannafæri. Hart er við það að búa að fá ekki að hafa svo mikilvæg og við- kvæm mál sem listmenningu þjóð- arinnar í friði fyrir frekum sletti- rekuskap þessara manna. Hvemig geta stjómmálamenn þótzt til þess hæfír að úthluta „heiðri“ til listamanna? Og hve lengi eiga listamenn að una þeirri svívirðu að stjómmálamenn taki sér þvflíkt dómsvald yfír þeim. Heiður getur enginn hlotið af öðmm en sjálfum sér. Auk þess er það einkamál hvers og eins í hveiju heiður er fólginn. Tilefnislaust brask stjóm- málamanna með það sem þeir leyfa sér að kalla heiðurslaun, er ósvífnasta móðgun sem lista- mönnum hefur verið sýnd. Auðvit- að getur enginn láð neinum lista- manni að „þiggja“ ölmusuna fremur en að láta saka sig um gikkshátt eða annað verra; en smekkleysa stjórnmálamanna er söm fyrir því. í umræðunni, sem fylgt hefur þessu hneyksli eins og fyrri dag- inn, hafa hveijir sakað aðra um fordóma af ýmsu tagi, meðal ann- ars pólitíska og jafnvel kynferðis- Iega fordóma. Hvað annað? Hvaða mælikvarði verður lagður á list annar en fordómar? Hver getur sýnt fram á það, að Thor og Atli Heimir verðskuldi heiðurslaun fremur en einhver annar sem hjá yrði settur? Og hver getur fært að því boðleg rök, að Thor og Atli Heimir verðskuldi þau ekki? Nú er boðuð ný aðferð við þessa útbýtingu í stað þess að hætta með öllu þeim gráa leik. Og þá er að spytja: Eru einhveijir aðrir fordómar skárri en pólitískir eða kynferðislegir fordómar? Gaman væri að sjá einhvem færa sönnur á að svo sé. Og fróðlegt væri heldur en ekki, að einhver sýndi fram á það með rökum, að ein- hver sé þess um kominn að út- deila listamannalaunum, hvort sem þau kallast styrkur eða heið- urslaun, án þess að verða — eðli málsins samkvæmt — sér til skammar. Blaðid sem bú vaknar vió!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.