Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989
21
^ Reuter
A fiindi með Arafat
Thorvaid Stoltenberg, utanríkisráðherra Nor-
egs, átti fiind með Yasser Arafat, leiðtoga PLO,
Frelsissamtaka Palestínumanna, í Túnisborg sl.
sunnudag. Var þar um að ræða fyrstu opinberu
samskipti norskra stjórnvalda og PLO en að
fundinum loknum sagði Stoltenberg, að Norð-
menn vildu gera sitt til að vinna að friði í Mið-
austurlöndum. Arafat sagði, að Norðmenn og
aðrar Norðurlandaþjóðir nytu mikillar virðingar
á alþjóðavettvangi og gætu þvi haft mikil áhrif
legðust þær á eitt. Stoltenberg sagði að lokum,
að Arafat væri velkominn til Noregs og hefði
verið ákveðið, að fulltrúar aðila ræddu hugsan-
lega heimsókn hans síðar.
Réttarhöld yfír Oliver North:
Val á kviðdómend-
um erfiðleikum háð
Washington. Reuter.
RÉTTARHÖLD yfir Oliver North,
fyrrum ráðgjafa Ronalds Reagans
fyrrverandi Bandaríkjaforseta í
öryggismálum, i Íran-Kontra-
málinu svonefiida, sem hófúst á
þriðjudag, snerust að mestu leyti
um það á fyrsta degi réttarhald-
anna hve mikla vitneskju um mál-
ið kviðdómendur megi búa yfir
svo hlutleysis sé gætt.
Ekkert stjómmálahneyksli á
níunda áratugnum hefur hlotið jafn
mikla umfjöllun í bandarískum fjöl-
miðlum og íran-Kontra-málið. Veij-
endur Norths sögðu við upphaf rétt-
arhaldanna á þriðjudag að víkja
bæri þeim úr kviðdómnum sem viður-
kenndu að hlýtt á vitnisburð Norths
í yfirheyrslum sem fram fóru árið
1987 og sjónvarpað var um gervöll
Bandaríkin.
Ákærur á hendur North eru í tólf
liðum. Hann er meðal annars sakað-
ur um tilraun til að hylma yfir
hneykslið með því að eyðileggja
leyniskjöl Bandarílg'astjómar, bera
falskan vitnisburð fyrir þinginu og
vera viðriðinn skattsvikamál.
Oliver North Reutcr
North játaði á sig mörg ákæruat-
riðanna fyrir rétti en hann segist
aðeins hafa fylgt stefnu ríkisstjómar
Ronaids Reagans, fyirurn forseta.
Texas:
Tankþota brot-
lenti og sprakk
19 menn fórust
með þotu banda-
ríska flughersins
Houston. Reuter.
NÍTJÁN menn biðu bana er
KC-135 eldsneytisþota banda-
ríska flughersins brotlenti
skömmu eftir flugtak frá Dy-
ess-flugstöðinni, sem er skammt
frá borginni Abilene í Texas.
Að sögn sjónarvotta sprakk
þotan og varð að risastórum eld-
hnetti er hún skall til jarðar rétt
fyrir utan flugstöðina, í hálfs ann-
ars kílómetra Qarlægð frá enda
flugbrautarinnar.
Um borð í þotunni var sjö
manna áhöfn, átta hermenn og
fjögur skyldmenni þeirra. Hún var
fiillhlaðin eldsneyti og var að
leggja upp í æfingaflug. Ferðinni
var heitið til Hickham-flugstöðvar-
innar á Hawaii.
KC-135 þotan var á sínum tíma
framleidd til farþegaflugs sem
Boeing-707, en henni var á sínum
tíma breytt í eldsneytisflutninga-
flugvél. Ber hún 70 tonn af elds-
neyti og getur gefið öðrum flugvél-
um áfylíingu á flugi.
Óhappið átti sér stað í fyrra-
kvöld en í gær var enn ekki ljóst
hvað olli brotlendingunni.
Vor og sumar '89
1113 síður.
Frægustu merkin
í fatnaði.
Búsáhöld,
sportvörur,
leikföng o.fl.
Kr. 190
án burðargjalds
dregst frá
fyrstu pöntun.
B.MAGNÚSSONHF.
Hólshrauni 2,Hafnarfirði
sími 52866.
RYMWGARSALA
ÁRMÚLA3. AFSLÁTTUR ALLT AÐ 40%
Einstakt tækifæri til að eignast ódýr heimilistæki.
Vegna flutnings Rafbúðar Sambandsins úr Ármúla 3 í Holtagarða
bjóðum við úrval af vönduðum heimilistækjum á stórlækkuðu verði.
Hér er m.a. um að ræða þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar, kæli-
skápa, frystikistur, eldavélar, eldhúsviftur, sjónvörp o.fl. o.fl.
fris. rn/Éii
— rnmn&m
GRIPTU GÆSINA
MEÐAN HÚN GEFST...
SAMBANDSINS
ARMULA3 SIMI 687910