Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 35

Morgunblaðið - 02.02.1989, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 35 Sindri Sigmjóns- son skrifstofustjóri starfað hefur af miklum krafti. Öll vissum við að Sindri var listrænn maður, hann lék t.d. einstáklega vel á píanó, en að hann ætti eftir að standa á leiksviði og „slá í gegn“ kom okkur svo sannarlega á óvart. Ég hygg að þau hjónin hafi verið lífið og sálin í leikstarfinu eins og í svo mörgu öðru, sem þau tóku sér fyrir hendur. Það er mikill missir að slíkum öðlingsmanni sem Sindri var og hans er nú sárt saknað. Ég á enga heitari ósk en þá, að mannkostir hans verði okkur sem eftir stöndum að leiðarljósi. Sárastur er harmur tengdamóður minnar, sem sér nú á bak lífsförunaut og um leið sínum besta vini, en lífið leggur líkn með þraut. Hún á dýrmætar minningar, sem munu veita henni styrk og huggun í þungbærri sorg. Guð blessi minningu mæts manns. Kristin Arnadóttir Sindri Siguijónsson, skrifstofu- stjóri, er látinn. Þótt okkur, sem þekktum Sindra, væri kunnugt um veikindi, er hann átti í fyrir nokkr- um árum, vorum við ekki viðbúin því að frétta af skyndilegu fráfalli hans í miðri dagsins önn. Hann var jafnan glaður og hress og kvartaði ekki. Þetta lýsir raunar vel skap- höfn Sindra. Sannfærður er ég um, að sjálfur hefur hann verið við öllu búinn, þótt hann léti sem ekkert væri. Hann var maður, sem ekki vildi leggja byrðar á annarra herð- ar, allra síst fjölskyldu sinnar. En hann var alltaf reiðubúinn að rétta öðrum hjálparhönd og leggja á sig erfiði fyrir þau málefni, sem hann hafði tekið að sér að vinna að. Sindri fæddist 20. desember 1920 að Kirkjubæ í Hróarstungu. Foreldrar hans voru þau Anna Þ. Sveinsdóttir og Siguijón Jónsson, sóknarprestur. Sindri var elstur þeirra bama presthjónanna að Kirkjubæ, sem upp komust, en hin vom Fjalar, Frosti, Vaka og Máni. Sindri stundaði nám við Mennta- skólann á Akureyri á ámnum 1936 til 1940. A námsámnum starfaði hann á búi foreldra sinna að Kirkjubæ á summm. Var auðheyrt, að hann minntist æskuáranna á Fljótsdalshéraði með þeim hlýhug, sem raunar einkenndi mjög ailt hans viðmót. í ársbyijun 1941 settist Sindri að í Reykjavík og kvæntist á sama ári eftirlifandi konu sinni, Sigríði Helgadóttur. Hún er dóttir hjón- anna Ingigerðar Einarsdóttur og Helga Tryggvasonar, bókbindara. Síðustu 33 árin var heimili Sindra og Sigríðar að Básenda 14 hér í borg. Synir þeirra em fimm, allir kvæntir. Þeir em: Einar, kvæntur Kristínu Ámadóttur, Heimir, kvæntur Önnu L. Tryggvadóttur, Siguijón, kvæntur Helgu Garðars- dóttur, Sindri kvæntur Kristbjörgu Sigurðardóttur og Yngvi, kvæntur Vilborgu Ámundadóttur. Barna- bömin em orðin 14. Allt er þetta ágætisfólk og mikil samheldni ríkir í þessari fjölmennu fjölskyldu. Sindri var í Góðtemplarareglunni og var þar áhugasamur og virkur félagi í reglu musterisriddara. Þau hjónin vom meðal stofnenda leik- félags áhugamanna, Hugleiks, sem stofnað var fyrir 5 ámm. Þar lá Sindri ekki á liði sínu frekar en annars staðar þar sem hann lagði hönd á plóginn. Hefur Sindri leikið í öllum uppfærslum þessa leikfélags síðan það var stofnað. Sindri Siguijónsson hóf störf á Póststofnuninni hér í Reykjavík í marsmánuði 1946 og starfaði þar til æviloka, fyrst í ávísanadeild póst- hússins. Frá því Póstgíróstofan tók til starfa hefur hann verið skrif- stofustjóri þar. Sindri var drengur góður og vin- sæll meðal starfsfélaga og annarra, sem hann átti samstarf við. Hann var hreinskiptinn maður, sagði skoðun sína umbúðalaust, þannig að enginn var í vafa um afstöðu hans til þeirra viðfangsefna, sem fjallað var um. Með slíku fólki er gott að starfa. Sindri var um árabil í stjórn Póst- mannafélags Islands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fé- lagið. Hann átti sæti í stjóm Orlofs- heimila BSRB frá 1977 til dauða- dags. Við Sindri áttum því langt samstarf. Vil ég að leiðarlokum færa Sindra þakkir fyrir allt það sem hann lagði á sig í því sam- starfi, fyrir ljúfmennsku hans og vináttu, sem var okkur sem með honum störfuðu að þessum málum, mikils virði. Við hjónin sendum Sigríði og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur. Kristján Thorlacius Þorrinn er genginn í garð, sorg- arfrétt berst. Góður félagi og vinur, Sindri Sig- uijónsson, er látinn. Ljúfar minn- ingar líða um hugann hver af ann- arri. Eitt það dýrmætasta sem lífið hefur upp á að bjóða er vinátta góðra manna. Varð ég svo lánsöm að eignast Sindra að vini. Kynni okkar hófust fyrir 11 árum þegar við völdumst saman í orlofsheimila- nefnd stéttarfélags okkar, en einnig átti hann sæti í fulltrúaráði orlofs- heimila BSRB. í einni fyrstu ferða okkar í sum- arhúsin í Munaðamesi, sem farin var til þess að lagfæra og skipu- leggja það sem betur mátti fara, óskaði hann eftir því að vera „ráðs- kona“ hópsins og var það auðsótt mál. Þegar leið að kvöldi var slegið á létta strengi og tekin voru fram spil. Bar „ráðskona" fram te og kökur og stjanaði við heimilisfólkið sitt af einstakri alúð meðan sagðar voru sögur og gert að gamni sínu, en Sindri hafði sérlega góða frá- sagnargáfu og sagði frá með skemmtilegri glettni og hlýju. Ógleymanlegar voru einnig ferðim- ar austur að Rauðabergi og er vart hægt að hugsa sér ferð þangað án hans. Sindri hafði mikinn áhuga á bættum hag félaga sinna. Var hann gjaman valinn til trúnaðarstarfa fyrir félagið og átti það traustan fulltrúa þar sem Sindri var og þeg- ar Norræna póstmannaþingið var fyrst haldið hér á landi vorið 1987 þótti hann sjálfsagður fulltrúi okk- ar, sem svo oft áður við svipaðar aðstæður. Einstaklega gott var að leita til hans og var þá sama hvert málefnið var, alltaf gat hann gefið góð ráð og miðlað af þekkingu sinni og reynslu og fór maður ævinlega vísari og glaðari af hans fundi, enda vinsæll maður og vinmargur. Leitað var m.a. til hans af Póst- og símaskólanum og óskað eftir því að hann tæki að sér kennslu við skólann, sem hann féllst á. Ávann hann sér traust nemenda sinna og er þar einnig saknað vinar í stað. Sindri hugðist bregða sér til sól- arstranda um mánaðamótin til þess að stytta svolítið mislyndan þorra hér heima og hlakkaði hann mjög til þeirrar ferðar. Örlögin höguðu þeirri áætlun á annan veg og held- ur hann nú til annarra stranda í þá ferð sem við öll eigum eftir að fara. Að leiðarlokum er honum þökkuð samfylgdin með söknuði og fyrir hönd Póstmannafélags lslands sendi ég eiginkonu hans og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur. Lea Þórarinsdóttir for- maður Póstmannafélags íslands. „Til að sýna lítinn lit og ljúfar þakkir gjalda" eru vísuorð sem fað- ir minn orti fyrir allmörgum árum og ég vil nú gera þessi orð að mínum. Til að sýna lítinn lit langar mig að minnast vinar míns og sam- starfsmanns, Sindra Siguijónsson- ar skrifstofustjóra á Póstgíróstof- unni. Leiðir okkar lágu fyrst saman vorið 1974, er ég kom til starfa þar, í sumarvinnu, en það sumar er nú orðið að 14 árum og átti hin góða samvinna við Sindra stóran þátt í því. Ég get ekki hugsað mér betri vinnufélaga, til hans leitaði ég oft í smiðju og ævinlega átti hann holl ráð, þar fór enginn bóníeiður til búðar. I einkalífinu var hann mér traust- ur vinur og sérstaklega minnist ég hversu vel hann reyndist mér við andlát föður míns 1979. Á gleðistundum var hann ómiss- andi félagi og gleðigjafi sem miðl- aði okkur svo ríkulega af náðargáf- um sínum. Vinnustaður okkar verður ekki samur eftir snöggt og ótímabært fráfall hans, en ég er þakklát fyrir minningarnar, ég átti honum svo ljúfar þakkir að gjalda. Við Sverrir sendum Sigríði, son- um þeirra og tengdadætrum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Lilly Svava Snævarr Sindri Siguijónsson, skrifstofu- stjóri, lést í Reykjavík mánudaginn 23. janúar sl. Er ekki ráðist á garð- inn þar sem hann er lægstur að ætla að kveðja slíkan mann á prenti og vísast verða aðrir til að rekja ættir hans og æviferil. Eins og ijöldinn allur af skóla- fólki byijuðum við nokkrir vinirnir í sumarvinnu á Póstgíróstofunni, hjá Sindra, í byijun þessa áratug- ar. Þar kynntumst við þeim allra skemmtilegasta vinnuhóp er við höfum þekkt síðan og hveiju fágæt- inu við annað. Sumir okkar ílengdust og voru með annan fótinn eða báða í vinnu hjá Sindra, en hurfu síðan til náms eða annarra starfa, bæði hér heima og erlendis. Menn voru baldnir og báru mislitla virðingu fyrir hvers konar yfirvöldum. Þó fór ekki á milli mála að borin var óttablandin virðing fyrir skrifstofustjóranum og menn reyndu að sitja á strák sínum, hvort sem hann var nálægur eða ekki. Svo kom nú í ljós, að karlinn var með greindustu mönnum og eftir því skemmtilegur, en hafði lúmskt gaman af því að skjóta mönnum skelk í bringu. Og ef þeir voru svo skyni skroppnir að sjá ekki grínið þá var hann ekkert að hafa fyrir leiðréttingu, enda ekkert að troða nærveru sinni eða skoðunum upp á aðra. Þvert á móti sóttust vinnufé- lagamir eftir félagsskap hans, enda Sindri hafsjór af fróðleik og skemmtiefni. Hann hafði glöggt auga fyrir því spaugilega í tilver- unni og því sjálfur einn af þeim mönnum er gefa henni gildi. Hann kunni einnig vel þá list að hlusta á aðra. Grafalvarlegur gat hann þá lyft stundinni með því að læða út úr sér drepfyndnum athugasemdum með stríðnisglampann blikandi í augunum. Sindri var óhemjuvel lesinn og minnið afbragðsgott. enda þótt hann gengi ekki þann menntaveg, er hann ætlaði, eins og margur hæfileikamaðurinn af hans kynslóð, þá byggði hann háreist á grunninn úr menntaskóla. T.d. hafa áreiðan- lega fáir nýstúdentar staðið honum á sporði í erlendum bréfaskriftum. Betri helmingur Sindra var Sigríður Helgadóttir og eignuðust þau fimm syni. Hafði undirritaður þá ánægju að heimsækja þau hjón, er þau héldu starfssystur okkar kveðjuhóf. Er það með skemmti- legri veislum, er ég hef sótt. Sungu húsráðendur með gestum sínum og spiluðu undir á píanó; voru reyndar svo skemmtileg, að gestimir fóru ekki fyrr en næsta morgun. Ég þykist mæla fyrir munn okk- ar félaganna, utanbæjar og erlend- is, er ég kveð Sindra Siguijónsson, um sinn, og þakka ógleymanlega viðkynningu og uppeldið. Konu hans og fjölskyldu eru sendar samúðarkveðjur. Viggó Jörgensson Hvar er nú Haraldur blindi? Hvar er Sigurður í Dal, Hvar er síra Guðmundur og hvar er Jóhannes skrifari sýslumanns? Hver á núna hlýlegt klapp, upp- örvandi orð og gamanyrði með við- eigandi kímniglampa í augum handa okkur í Hugleik? í hléum milli atriða, á æfingum og alltaf átti Sindri allt þetta handa okkur öllum. Nú er Sindri farinn frá okkur og við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera. Sindri, Sigga, Jón fóst- bróðir hans og Stella komu til leiks í litla leikfélagið okkar strax í upp- hafi, þau urðu ein af sterkustu stoð- um hópsins bæði á sviði og utan. Þegar hópurinn þurfti að hittast til að taka ákvarðanir eða til að gleðj- ast saman stóð heimilið að Básenda 14 ávallt opið, Sindri við píanóið og Sigga auðvitað búin að drífa upp veisluföng. Við eigum svo margar góðar minningar frá samverustundum með Sindra að það er of langt mál upp að telja. Við erum þakklát fyr- ir að eiga þær og við erum ríkari eftir. Við erum líka þakklát fyrir að eiga Siggu að áfram. Sindri var góður píanisti og besti undirleikar- inn okkar. Á síðasta ári misstum við besta söngvarann úr hópnum. Við höfum valið þá leið að sjá þá fyrir okkur saman, ekki langt í burtu, alveg eins og þeir voru svo oft. Sindri við píanóið að spila og þeir Bjössi syngja saman „Þar sem háfjöllin heilög rísa“. Élsku Sigga, við vottum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúð. Félagar í Hugleik Á skammri stundu skipast veður í lofti. Samstarfsmaður og vinur okkar, Sindri Siguijónsson skrif- stofustjóri Póstgíróstofunnar, er látinn. Hann hafði starfað með sumum okkar í rúm fjörutíu ár. Við fráfall hans er margs að minnast, þegar samverustundir liðinna ára koma fram í huga okkar og vekja söknuð og trega. Sindri var sérstakur persónuleiki en var ekki allra. Þeir sem kynnt- ust honum náið fundu þar fyrir góðan dreng, elskulegan og ætíð spaugsaman. Hann var vinur vina sinna jafnt í blíðu og stríðu. Fyrir all mörgum árum keypti Póstmannafélag Islands jarðarhluta á Rauðabergi II í A-Skaftafells- sýslu. Þar voru gamlar byggingar með burstabyggingarlagi. Strax eftir að félagið festi kaup á um- ræddum jarðarhluta fékk Sindri áhuga á að endurnýja og laga gömlu byggingamar. Var það von hans og ósk að á Rauðabergi skapaðist aðstaða fyrir póstmenn svo þeir gætu átt þar góðan og ánægjulegan hvíldarstað í orlofi sínu. Þama er nú mjög skemmtilegt orlofshús í fallegu umhverfi á friðsælum stað. í vinnuferðum okkar á Rauða- bergi lét Sindri sig sjaldan vanta. Hann var eins og opin bók hvað leiðarlýsingu varðaði og gat nefnt alla bæi, fjöll og kennileiti á leið okkar. Sögumaður var hann góður og margar skemmtilegar sögur kunni hann bæði nýjar og gamlar. Er við fórum um hina frægu sögu- staði í Öræfasveit, þá sagði hann okkur frá löngu liðnum atburðum. í samstilltum hóp á ferðalögum okkar var oft tekið lagið og var Sindri ávallt forsöngvari enda söng- maður góður og kunni öll ósköp af lögum og kvæðum. Upp úr samstarfi okkar um Rauðaberg hefur myndast sam- stæður hópur er haldið hefur vel saman gegnum tíðina og verður það skarð sem höggvið hefur verið í okkar hóp ekki fyllt. Við Rauða- bergsfélagar Sindra söknum hans og minnumst með þökk og virðingu. Við sendum eiginkonu og fjöl- skyldu Sindra Siguijónssonar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Rauðabergsfélagar í dag verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju Sindri Siguijónsson skrifstofustjóri Póstgíróstofunnar. Sindri hóf störf hjá Pósti og síma vorið 1946 og gegndi þar ýmsum störfum, en 30. apríl 1971 er Póst- gíróstofan tók til starfa varð hann skrifstofustjóri hennar og gegndi því starfi til dauðadags. Óneitanlega hefur Sindri haft mikil áhrif á vöxt og viðgang Póst- gíróstofunnar enda fór þar saman áhugi hans á málefnum hennar og atorka til að fylgja þeim eftir. A þessum tíma hefur starfsemi Póstgíróstofunnar vaxið jafnt og þétt ekki síst fyrir atbeina hans og framsýni. Sem vinnufélagi var Sindri drengur góður, ávallt reiðubúinn að aðstoða og hjálpa ef á þurfti að halda. Við fyrstu kynni virtist Sindri dulur og jafnvel fáskiptinn en við fekari kynni birtist fljótt öðlingur- inn og félaginn Sindri, hjartahlýr, einlægur og hvetjandi. í góðra vina hópi birtist okkur svo listamaðurinn Sindri við hljóð- færið þar sem gleðin var sett í há- sæti, söngur og gamanyrði höfð uppi. Slíkar stundir voru margar í gegnum árin og eru ómetanlegar í sjóði minninganna. Við samstarfsmenn Sindra kveðj- um nú góðan félaga en minningin um hann mun seint frá okkur hverfa. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góða dreng og biðjum algóðan Guð að styrkja fjölskyldu hans. Starfsfólk Póstgíróstofunnar. Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafiiarstræti 85, Akureyri. f Einn vetur stundaði Odci | nam við Kvennaskólann | var mun meiri en almen f síðar við almenna kennt | Hún var mikil hannyrða Kvennaskólann á Blönd IÁrið 1955 hófu systur Guðrúnar og Pálma á Bj sunnaii^Másstada^^^ Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavik, sem lést á öldrunardeild, Hátúni 10, Reykjavík, laugardaginn 28. janúar verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 3. febrú- ar-kl. 10.30. Sölvi Jónasson, Svanhildur T essnovy, Haukur Sölvason, Kristin Árnadóttir, Sigrún H. Hauksdóttir, Elfn H. Hauksdóttir, Svanhildur H. Hauksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.