Morgunblaðið - 02.02.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.02.1989, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 2. FEBRÚAR 1989 + Útför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR BJARNFINNSDÓTTUR (STELLU), Búðarstig, Eyrarbakka, fer fram frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélögin. Fyrir hönd vandamanna, Jón Valgeir Ólafsson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, GUÐLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR, Skarðshlíð 3, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Ólöf Tryggvadóttir, Guðjón Ásmundsson, Stefán Tryggvason, Rannveig Kristjánsdóttir, Hallgrímur Stefánsson, Jón Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför HELGU KRISTJÁNSDÓTTUR frá Álfsnesi, Kjalarnesi, Lönguhlíð 25, er lést í Landspítalanum 27. janúar, verður gerð frá Bústaða- kirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Guðlaug S. Karlsdóttir. + Elskuleg vinkona okkar, SOFFÍA SIGURÐARDÓTTIR, Skúlaskeiði 2, Hafnarfirði, sem andaðist 20. janúar sl. verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, föstudaginn 3. febrúar kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnafélag fslands. Margrét Burr, Hreinn Bjarnason, Guðlaug E. Kristinsdóttir. + Útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, PÁLS JÓHANNESSONAR, Víðihvammi 24, Kópavogi, fer fram frá Hólaneskirkju, Skagaströnd, laugardaginn 4. febrúar kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Gestheiður Jónsdóttir, Sigrfður Pálsdóttir Eikás, Leif Magne Eikás, Grimkell Pálsson, Ástríður Bjarnadóttir, Anna Kristjánsdóttir og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUÐMUNDSSON húsasmíðameistari, Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna. ívar Örn Ingólfsson, Pétur Ingólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson, Hjörtur Ingólfsson, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÞURÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Heiðagerði 7, Akranesi. Hallgrfmur Matthfasson, Þóra Elfsabet Hallgrfmsdóttir, Matthías Hallgrímsson, Valdimar Hallgrfmsson, Auður Hallgrímsdóttir. Hulda Jónsdóttir Laxdal - Minning Fædd 26. apríl 1905 Dáin 25. janúar 1989 Þegar ég var um það bil að ljúka kennaranámi við Kennaraskóla Is- lands veturinn 1971 til 1972 varð það að ráði að ég færi norður á Akureyri til æfingakennslu við Barnaskóla Akureyrar, og eftir að ég lauk námi vorið 1972 hó ég kennslu við þann sama skóla og bjó á Akureyri næstu fimm árin. Það, sem réð úrslitum um að Akureyri varð fyrir valinu þegar ég hóf störf að námi loknu, var löngun mín til að kynnast skyldfólki mínu á Akureyri og í Eyjafírði, þar sem móðursystur mínar tvær voru mið- deplar; Pálína Jónsdottir húsfreyja á Grund og Hulda Jónsdóttir á Akureyri. Allt frá bamæsku minni hafði töluverður ævintýraljómi fylgt þessum nöfnum fyrir norðan, og það voru stórar stundir þegar Hulda og Jón Laxdal komu í heimsókn austur að Öxnalæk, eða þegar við hittum Snæbjöm og Pálínu frá Gmnd í Reykjavík. Þegar ég var í Kennaraskólanum í Reykjavík var ég lengst af í fæði hjá dóttur Huldu og Jóns og tengdasyni; Guðnýju Laxdal og Þórólfi Jónssyni, og alla tíð var mér þar tekið eins og einum úr ijolskyldunni. Hið sama átti við þegar norður kom og ég fékk að vera hjá Jóni og Huldu á Brekku- götunni, fyrst vikuna í æfinga- kennslunni og síðar hluta úr ári þegar ég beið þess að ljúka bygg- ingu á eigin íbúð. Jón og Hulda tóku mér einstaklega vel, og sá hlutur var ekki til, sem þau vildu ekki gera fyrir mig eða annað skyldfólk, sem til þeirra leitaði. Hulda Jónsdóttir móðursystir mín fæddist hinn 26. apríl 1905. Hún var dóttir hjónanna Þorgerðar Jörundsdóttur hrá Hrísey og Jóns Bergssonar frá Hæringsstöðum í Svarfaðardal, sem lengst af áttu heimili í Ólafsfirði. Hulda var næst- elst bama Jóns og Þorgerðar, en ólst hins vegar ekki upp hjá þeim, heldur hjá föðurbróður sínum og konu hans, Oddnýju Bjamadóttur og Bergi Bergssyni. Þau bjuggu fyrst í Skeggjabrekku í Ólafsfirði, og síðar í Garðsvík á Svalbarðs- strönd. Þar var Hulda hjá þeim í nokkur ár, en hinn 19. maí árið 1924 giftist hún Jóni Laxdal frá Tungu. Fyrstu árin voru þau í Tungu, en byggðu síðan nýbýlið Meðalheim, þar sem þau bjuggu á ámnum 1930 til 1956, að þau fluttu til Akureyrar. Hulda og Jón eignuð- ust íjórar dætur: Guðnýju, Oddnýju, Þorgerði og Hlaðgerði. Þejgar ég kynntist þeim Huldu og Joni er ég kom norður til Akur- eyrar var tekið að hausta í lífi þeirra, en heilsan þó að mestu óbil- uð. Enn gekk kempan Jón Laxdal til vinnu sinnar með hætti sem ungir menn máttu vera fullsæmdir af, og heimilishald allt hjá Huldu var með þeim hætti, að með óvenju- legum myndarskap var. Það er þó ekki gestrisni þeirra sem er mér minnisstæðust, heldur miklu frekar sú mikla hlýja og ástúð sem ein- kenndi allt heimilislífið. Aldrei kom Jón svo heim úr vinnu, að hann spyrði ekki fyrst um Huldu, væri hún ekki nálæg, og mér er minnis- stætt þegar þau sátu og héldust í hendur á kvöldin við útvarp eða sjónvarp eða í viðræðum við gesti. Öft síðan hefur mér orðið hugsað til þess, að mikil gæfa hlýtur það að vera hjónum að geta eytt efri árum saman umvafin slíkri hlýju og ást hvors annars. Þetta gátu þau Jón og Hulda, þótt mér detti aldrei í hug að halda að líf þeirra hafi alla tíð verið dans á rósum eða að aldrei hafi hvesst í kringum þessar stóru manneslq'ur í sjón og raun. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍSABETAR GÍSLADÓTTUR frá Hvarfi, Víðidal. Unnsteinn Pálsson, Guðriður Haraldsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Jón Bergsson og barnabörn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför ÖNNU JÓNASDÓTTUR, Lynghaga 4, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarliði Landakots- spítala. Heimir Askelsson, Edith Guðmundsson. + Þökkum af alhug öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- semd við fráfall og útför sonar okkar og bróður, LÝÐS S. HJÁLMARSSONAR. Sérstakar þakkir til vina og starfsfólks í Hátúni 12, Reykjavík. Katrin Karlsdóttir, Hjálmar Lýðsson, Esther Hjálmarsdóttir, Gunnar Örn ísleifsson, Valur Karl Hjálmarsson, Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, Hulda Mekken Hjálmarsdóttir. + Alúðarþakkir færum við þeim sem minntust SOFFÍU GUNNARSDÓTTUR SIGURÐSSON við fráfall hennar og sendu okkur hlýjar kveðjur. Hildigunnur Hjálmarsdóttir, Agnar Þórðarson, Uggi Agnarsson, Margrét Guðnadóttir, Úlfur Agnarsson, Ásta G. Briem, Sveinn Agnarsson og barnabarnabörn. Margt skemmtilegt gerðist á þeim tíma, sem ég bjó hjá Jóni og Huldu á Brekkugötunni. Eg minnist þess til dæmis eitt sinn, að Hulda var fjarverandi nokkra daga að sumri til, hafði víst brugðið sér suður til Reykjavíkur. Slíkt var annars ekki venjulegt, enda held ég satt að segja að Jóni hafi þótt nærri óbærilegt að vera án hennar í marga daga. En svo bar við þessa daga, að á laugardegi fórum við Jón á knattspymuvöllinn til að sjá Akureyringa beija á einhveiju sunnanliðinu. Þegar heim kom og við tveir einir í kotinu hafði Jón orð á því, að nú skyldum við elda okkur steik um kvöldið, sem hann hafði tekið til. Þetta kom mér satt að segja dálítið á óvart, því ég vissi sem var að Jón var vanur að fá sér aðeins hræring á kvöldin; hann kærði sig ekki um þunga máltíð á þeim tíma dagsins. En Jón var óhagganlegur í þeirri ákvörðun að steik skyldi á borðum þetta kvöld, ásamt sósu og öllu tilheyrandi. Lengi vorum við að elda þessa máltíð, enda hvorugur okkar sér- lega mikill kokkur held ég á þeim árum. Þar kom þó að allt átti að vera tilbúið, og unnt að setjast til borðs. Þá gerðist það hins vegar mér til mikillar undrunar, að Jón fékk sér ekki af steikinni, heldur kvaðst vilja sinn hræring eins og hann væri vanur, og þar við sat! — Síðar komst ég að þvl að Hulda vildi ekki að það spyrðist að „kost- gangarinn" væri á einhveiju mála- myndarfæði hjá þeim, þótt hún færi af bæ í nokkra daga. Slík var Hulda; því voru engin takmörk sett, hvað hún vildi gera fyrir aðra, og þess naut ég ótæpilega eins og aðrir sem á heimili hennar komu. Á langri ævi Huldu frænku voru þau ekki mörg árin, sem ég hafði dagleg kynni af henni. Þau kynni nægja mér þó til að ég á margar bjartar minningar um hana, og ég verð henni alltaf þakklátur fyrir allt það, sem hún veitti mér, hvort heldur var um að ræða gestrisni og vináttu eða móðurlegar um- vandanir, sem mér veitti vafalaust ekki af frekar en öðrum unglingum. Jafnan þegar ég heyri góðs fólks getið mun mér koma í hug Hulda frænka. Hulda var jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju í gær, miðvikudaginn 1. febrúar. Jóni Laxdal og dætrum þeirra Huldu og öðrum vandamönn- um sendi ég samúðarkveðjur. Anders Hansen Mig langar að kveðja hana Huldu frænku mína með örfáum orðum og þakklæti fyrir samveruna. Ein af mínum gæfum, var að fá að vera í sveitinni hjá Jóni og Huldu í Meðal- heimi. Ég mun hafa verið baldinn polli á þeim árum en Hulda frænka hafði aga með ástúð og umhyggju á þann hátt að eftir sitja aðeins góðar minningar um dvölina í Með- alheimi. Það segir e.t.v. meira en mörg orð að ég kallaði hana Huldu- mömmu lengi á eftir. í þau fáu skipti sem ég heimsótti Jón og Huldu á Akureyri fannst mér ástúð og samheldni geisla af þeim hjónum og ekki hef ég kynnst meiri gest- risni annars staðar. Ég votta Jóni og öðrum aðstand- endum innilega samúð mína. Bergur Björnsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.