Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 37

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 37
WÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 GísliKárason frá Haga — Minning Fæddur 2. febrúar 1914 Dáinn 23. janúar 1989 í dag er gerð frá kirkjunni í Fossvogi útför Gísla Kárasonar frá Haga, og ber svo við, að þá hefði hann orðið hálfáttræður, en hann lést 23. janúar á spítalanum á Sel- fossi. Gísli fæddist á Borgarlandi í Helgafellssveit, en ólst upp í Haga í Staðarsveit. Foreldrar hans voru Þórdís Gísladóttir og Kári Magnús- son, bæði snæfellsk að ætt og uppr- una. Gísli var bifreiðarstjóri að ævi- starfi; fyrst í Stykkishólmi, og þá sem sérleyfishafi ásamt öðrum, eða til 1961, að hann fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann var leigubifreiðarstjóri upp frá því og hafði viðlegu á Bifreiðastöð Reykjavíkur. Heilsa Gísla bilaði fyr- ir nokkrum árum og mátti hann þá láta af starfi sínu. Nokkru síðar, eða 1984, settist hann ásamt fjöl- skyldu að á Selfossi og átti þar heima síðan. Kona Gísla er Sigríður Jónatans- dóttir frá Miðgörðum í Kolbeins- staðahreppi, en þau áttust 23. júní 1945. Dætur þeirra eru þijár: Anna Edda, gift Birgi Steinþórssyni, bú- sett á Akureyri; Margrét Stefanía, við nám í Fósturskólanum; Þórdís Lilja, víðkunn fijálsíþróttakona, gift Þráni Hafsteinssyni, búsett á Sel- fossi. Uppeldissonur er Konráð Breiðfjörð Pálmason, búsettur í Ástralíu, kvæntur Marin Sigur- geirsdóttur. Gísli Kárason er, eins og fyrr er sagt, kvaddur í dag, en þó ekki endanlega, því áfram vaka í huga minningar frá löngum og góðum kynnum. Fundum okkar bar fyrst saman, svo heitið gæti, sumarið 1934, en þá vorum við í flokki brú- argerðarmanna, sunnan og vestan við Bröttubrekku, undir styrkri verkstjóm og forsjá Sigfúsar Krist- jánssonar. Margt var gert sér til kvöldstytt- ingar, einkum var þó helgarhléið notað til þess að heimsækja þá staði þar sem glatt var á hjalla. Þótt flokkurinn hans Sigfúsar væri sam- hentur við daglegu störfin, urðu kynni manna eigi síður misnáin. Ásamt Gísla hændist ég mest að Pétri Finnbogasyni frá Hítardal, óvenjulega glaðbeittum og geðfelld- um dreng, sem ól með sér þá von að geta síðar glatt þjóð sína í för með Pegasus. En örlögin urðu hon- um andstæð, er ljóst má vera af minninga- og dagbókarbrotum hans, sem birtust í bók á liðnu ári. Okkur Gísla varð mikill söknuður að Pétri og hittumst sjaldan svo síðar, að minningar um hann bæri ekki á góma. Þótt samvistir okkar Gísla yrðu ekki nema nokkrar sumarvikur og við yrðum upp frá því um skeið sjaldan á vegi hvors annars, hélst með okkur vinfengi, er treystist sem nær dró kynnum okkar Helgu við hann og Sigríði konu hans. Svo undarlega vildi til, að við urðum aðvífandi í Stykkishólmi fyrstu matargestimir eftir giftingu þeirra, og er óþarft að lýsa atlætinu. Ljóst varð mér strax, að Gísli hafði fest sér væna konu, þar sem Sigga var, og hefur allar stundir síðan ásann- ast sú vissa mín. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur urðu hægari heimatök- in að hittast, og í skottuferðum sínum til Hafnarfjarðar staldraði Gísli oft hjá okkur. Við fómm þá stundum í fomu gólfin og ræddum um slóðir, sem vom okkur þekkar, en hann vissi ég öðmm fremur kunna deili á Snæfellingum vestra. Gísli hafði í ferðum sínum um nes- ið ámm saman höggvið eftir mörgu, sumu býsna spaugilegu, er átti skylt við lund hans. Kári, faðir Gísla, var launkíminn húmoristi og Sveinn, bróðir Kára, var annálaður fyrir að segja mikið í fáum orðum og geta þó jafnframt orðið skemmtilega skringilyrtur. Ekki er því að leyna, að okkur Helgu fannst tómlegra að geta ekki ámm saman átt von á Gisla eins og verið hafði. í nánd síðustu jóla ræddum við saman í síma og fannst mér venju fremur létt yfir mínum manni miðað við langvarandi veik- indi; og ég var farinn að telja mér trú um, að hann ætti jafnvel enn eftir að koma í kaffísopa á Álfa- skeiði 18. — En af því verður ekki úr þessu. Fátt er það, sem mannfólkið á ömgglega víst nema tjaldbúðar- skiptin, og þess vegna er minni ástæða en ella til að æðrast. Við Helga tregum góðan vin, sem var tryggðatröll og átti hlýtt og traust handtak. Kveðju sendum við Siggu og öllum þeim, sem með henni eiga um sárt að binda. Hafíiarfirði 29. janúar, Lúðvík Kristjánsson. Hverfisgata 4-62 AUSTURBÆR Heiðargerði NORÐURBÆR Sunnuvegur Laugarásvegur 32-66 Voga- og Heimahverfi $7 NYJUSTU FRETTIR AF METSÖLUBÓKINNI í LANDSBANKANUM: RAUNÁVÖXTUN KJÖRBÓKAR VAR FRÁ 8,57% Á ÁRINU 1988 Já, það kemurmörgum á óvartað óbundin ávöxtunarleið eins og Kjörbók skuli bera slíka raunávöxtun. En ástæðan er samt einföld. Kjörbókin er sveigjanleg í allar áttir og höfundar hennar f Landsbankanum taka sífellt með í reikninginn breytilegar aðstæður. Þannig ber Kjörbók háa grunnvexti, ávöxtunin er reglulega borin saman við verðtryggða reikninga og þeir sem eiga lengi inni eru verðlaunaðir sérstaklega með afturvirkum vaxtaþrepum eftir 16 og 24 mánuði. Raunávöxtun Kjörbókar árið 1988 var 8,57%. Þeir sem átt höfðu innstæðu óhreyfða í 16 mánuði fengu 9,92% raunávöxtun á árinu og 24 mánaða óhreyfð innstæða gaf 10,49% raunávöxtun á sama tíma. Þér er óhætt að leggja traust þitt og sparifé á Kjörbókina strax. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.