Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 38

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 38
38 fclk f fréttum MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 ALPAFJÖLL Roger Moore, hinn frægi James Bond, stundar skiðaíþróttina af kappi og er þá öll fjölskyldan með. Frá vinstri: Roger Moore, De- borah, dóttir hans, eiginkonan Luisa, James, vinur þeirra og þá sonur- inn Jeff. Leikkonan Julie Andrews og eiginmaður hennar Blake Edwards eru sammála þeim sem segja að ekkert frí sé eins hressandi og dvöl I svissn- esku Ölpunum. Þær eru bestu vinkonur, leikkonurnar Jane Fonda og Sally Fields, og segja þær skíðaiþrótt- ina allra meina bót. Ekki líður sá vetur að Karólína prinsessa af Mónakó láti sig vanta í svissnesku Alpana. Hér dregur hún Andrea litla á skíðum. A skíðum skemmta þau sér Pierre sonur Karólinu af Món- akó, sem aðeins er eins árs, nýt- ur útiverunnar ekki síður en hin- ir. Stefano eiginmaður Karólínu af Mónakó með dótturina Charlotte á öxlunum. FAÐERNISMÁL Ég er sonur Dalis og mála eins og hann“ - segir 44 ára gamall ítalskur málari Tórinó. Frá Bryqju Tomer fréttaritara Morgunblaðsins & ítaliu. (C g hef engan áhuga á að Lh erfa foreldra mína, en ég vil fá staðfestingu á ætterni mínu,“ segir Giuseppe Rossi rúmlega fertugur málari sem býr i Róm. Þegar vika var liðin frá andláti Salvadors Dalis gaf „týndi 8onurinn“ sig fram en slíkt er algengt þegar frægt fólk deyr. Spurningin er hins vegar sú sama i hvert sinn: Segir maðurinn satt? Hann hef- ur nú farið fram á að gert verði svokallað DNA-próf, þar sem erfðafrumur hans verða rann- sakaðar og bornar saman við fi-umur spánska málarans. Giuseppe Rossi hefur einnig undir höndum ljósmynd af sjálfum sér og Dali. Hann ber listamanns- nafnið José Van Roy, og árið 1981 bætti hann nafninu Dali aftan við. Hann hefur sams konar skegg og Salvador Dali, vaxborið yfirskegg sem hann snýr upp á. „Það var móðir mín, Gala, sem benti mér á að vaxbera yfirskegg- ið og snúa upp á það.„Þannig ert þú líkari föður þínum," sagði hún þegar ég hitti hana í fyrsta sinn í París fyrir tæpum átta árum.“ Rossi segir að 10. maí 1981 hafi Gala og Salvador Dali skrifað og undirritað bréf „til minningar í framtíðinni" þar sem segir að hann sé sonur þeirra. Giúseppe Rossi Van Roy Dali segir frá þessu í einbýlishúsi sínu í Velletri, þar sem málverk hans þekja flesta veggi. Hann málar fyrst og fremst myndir af konum, hestum og fiðr- ildum. í einu homi er „mynd af föður mínum, Salvador Dali“ seg- ir hann. A þeim tíma sem liðinn er frá andláti Salvadors Dalis hefur mestur tími ítalska málarans farið í að taka á móti fréttamönnum og undirrita ýmiss konar auglýs- ingasamninga. Hrækti ekki framan í mig eins og aöra „Þegar ég heimsótti hann 1985 talaði hann samhengislaust, en hann hrækti ekki framan í mig eins og hann gerði við alla aðra sem komu til hans, og þá skildi ég að hann hafði þekkt mig,“ seg- ir Rossi. Sennilega er eitt bréf og ein ljósmynd ekki nóg til að hægt sé að fara fram á opinbera rannsókn á því hvort Rossi segi satt eða ekki, en hann er ákveðinn í að gefast ekki upp. Hann hefur einn- ig reynt að fá löggildingu á ætt- emi sínu á Spáni, en án árang- urs. „Ég skrifaði Jóhanni Karli Spánarkonungi bréf og bað hann að heimsækja föður minn og bera honum kveðju mína. Ég veit ekki hvort hann hefur gert það.“ Salvador Dali Rossi hefur leitað til einkaspæj- ara til að rannsaka hvers vegna foreldrar hans létu hann í fóstur á Italíu og finna sannanir máli sínu til stuðnings. „Á dánarbeðn- um, árið 1972, sagði fósturfaðir minn mér sannleikann. Kona hans, fósturmóðir mín, staðfesti það sem hann sagði, og þau skrif- uðu bréf um málið og undirrituðu það í votta viðurvist. Þetta var á stríðsámnum, og ég veit ekki einu sinni nákvæm- lega hvenær ég fæddist. Ég var skráður í þjóðskrána 17. febrúar 1944.“ Samkvæmt frásögn fóst- urforeldra Rossis létu Dali-hjónin drenginn í fóstur þegar þau fóru til Bandaríkjanna. Síðan reyndu þau tvisvar að ræða við Rossi- hjónin um að taka drenginn aftur til sín, en fósturforeldramir sögðu að drengurinn væri dáinn, því þau vildu ala hann upp. ÚTVARP RÓT EINS ÁRS AFMÆLI FAGNAÐ í TUNGLINU Utvarpsstöðin Rót hafði verið starfrækt í eitt ár þann 24. janúar síðastliðinn. Af því tilefni ákváðu samtökin Grasrót, styrktar- félag Rótarinnar, að gera ýmislegt til hátíðabrigða. Aðstandendur stöðvarinnar eru kampakátir á af- mælinu þrátt fyrir langan skulda- hala og vilja með sérstakri afmælis- hátíð dagana 28. janúar 3. febrúar vekja athygli á starfsemi stöðvar- innar. Hátíðin var opnuð með köku- bóka- og plötubasar en í Tunglinu verða afmælistónleikar fimmtudag- inn 2. febrúar þar sem fram koma Hilmar Öm Hilmarsson, Bjartmar Guðlaugsson, hljómsveitimar Síðan skein sól, Ný dönsk, og Bless. Kvöldið eftir verður afmælishátíð í Risinu, þar sem menn lesa ljóð og sögur, flutt verða ávörp og djassað fram eftir. Kynnir verður Jón Múli Ámason. —En hvemig hefur starfsemin gengið þetta eina ár? „Það hefur gengið mjög vel að fá fólk til að vinna efni, en það er minna framboð af fólki í fjáröflun- amefndir. Lítið er um auglýsingar, við emm að mestu með áskriftar- gjöld og eru áskrifendur um 400 talsins. Ein skoðanakönnun hefur verið gerð þar sem í ljós kom að hlustendahópurinn er um þúsund manns. Það þykir kannski ekki mikið. Jú, það em sömu hluthafar og í byrjun," sögðu þeir Sigvarður Ari Huldarsson og Halldór Karls- son. Jón Helgi Þórarinsson, útvarps- stjóri, á útvarpi Rót. Og dagskráin? „Það em ýmis samtök með sína föstu þætti, fjallað er um vímuefnavandamál íslenskra unglinga jafnt sem þekkt tónlistar- fólk en tónlistarþættir em oft þema- þættir. Unglingar fá inni og spila tónlist eftir smekk og fundir em haldnir í beinni útsendingu," segja piltamir og bæta við að þetta nútíma fundaform hafi gefist vel. Þá flytur Sigvarður Ari, sem sér um þætti um Rómönsku-Ameríku, inn kaffi frá Nikaragva og hefur heyrst að það sé alveg rótsterkt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.