Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 42

Morgunblaðið - 02.02.1989, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1989 mmmn „He-PurSu heyrt nr\Cd.taeJt<ih, v þú ert poub serv\ þúi etur ?" j I 8 © Ást er ... . . . enginn fótbolti. TM Reg. U.S. Pat Ott —all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Aðeins smálögg fyrir svefiunn. Mér er bölvan- lega við að vakna um miðja nótt vegna þorsta ... Á skiðum í Bláfjöllum. Þessir hringdu .. Tapað - fundið Kona hringdi og sagðist hafa fundið gyllta armbandskeðju skömmu fyrir jól á 2. hæð í Kjör- garði. Nánari upplýsingar í síma 18905. Skíði töpuðust Rósa hringdi: Sonur minn týndi nýlegu skíði með bindingum af gerðinni Blizz- ard Tro í Bláfjöllum í byrjun jan- úar. Skíðið er 1,75 m á hæð. Hann tapaði einnig bankabók í Mosfellsbæ í janúar, frá mið- bæjarútibúi Búnaðarbankans með sex þúnsund króna innistæðu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 667221. Góð þjónusta Sveinbjörg hringdi: Mig langaði til að þakka fyrir sérstaklega góða þjónustu í Hall- argarðinum. Það er svo oft sem það er lokað á sunnudagskvöld- um, en þeir í Hallargarðinum voru til með að bíða eftir okkur þó við værum ekki á ferðinni fyrr en um ellefu og engir aðrir viðskiptavin- ir. Við fengum líka að sitja í róleg- heitum til klukkan 1:30. Skattsvik Ellilífseyrisþegi hringdi: Eg hef verið að hlusta á um- ræður um skattamál í Meinhom- inu, en þar er aldrei minnst á skattsvikin. Þó ætluðu háttvirtur fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Baldvin Hanni- balsson, að hreinsa þar til og held- ur betur að hlynna að gamla fólk- inu. Ekkert hefur samt heyrst um það þó nóg tali þeir um þetta þegar þeir em að komast í stól- ana. Svo er allt tekið af gamla fólkin ef tekjur þess fara fram yfir skattamörkin. Við emm orðin leið á því hvem- ig farið er með smælingjana, en þeir sem stunda skattsvik em menn sem reka stór fyrirtæki og þeir fá að komast upp með þetta. Það er aftur á móti ekki munað eftir gamla fólkinu nema þegar kemur að því að kjósa og borga skattana. Hækkuð afnotagjöld Jóhanna hringdi: Mig langar til að koma þvi á framfæri vegna þessarar miklu hækkunar á afnotagjöldum að Ríkisútvarpið má fara að koma með aðeins betri dagskrá. Það em margir góðir þættir inni á milli og ég hvet ráðamenn Sjónvarpsins eindregið til þess að sýna aftur Vínartónleikana, þar sem þeir vom sýndir á mjög óheppilegum tíma á nýársdag. Eg bíð eftir að fá að sjá þá. HEILRÆÐI Sjómenn Á neyðarstundu er ekki timi til lesturs. Kynnið ykkur þvi í tíma hvar neyðarmerki og björgunartæki eru geymd. Lærið meðferð þeirra. Yíkverji skrifar HÖGNI HREKKVISI •f-ao . hæ-ttið þBSSU 06 fXið MÉR EINKUNN- ARSPJALDIÐ."! Adögunum sagði Víkveiji litla sögu af sambýlisfólki norður í landi og ferðalagi þeirra um vand- rataða vegu Húsnæðisstofnunar ríkisins síðastliðin tvö ár. I fram- haldi af þessari sögu hafði annar kunningi Víkverja samband og hafði hann enn ótrúlegri sögu að segja: Eiginkona þessa kunningja Víkveija stundar framhaldsnám, en tekur ekki lán úr Lánasjóði íslenskra námsmanna, er reyndar ekki talin eiga rétt til slíks munað- ar, þar sem eiginmaðurinn á sam- kvæmt kerfinu að sjá fyrir hennar þörfum. En vegna þess að þetta nám er undir öðmm kringumstæð- um lánshæft, þá metur Húsnæðis- stofnun lánsumsókn þessara hjóna um lán til íbúðarkaupa þannig, að konan verði að standa skil á lífeyris- greiðslum. Er því svo komið að þau neyðast til að borga í Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda til að eiga mögu- leika á því að umsókn þeirra um húsnæðislán sé tekin til afgreiðslu. Finnst þessum kunningja Víkveija súrt í broti að þannig sé aukið á erfíðleika eiginkonunnar við námið. Þegar hann spurðist fyrir um þetta hjá Húsnæðisstofnun kom í ljós að ef hann hefði látið eiga sig að taka fram í umsókninni að kon- an væri í námi, en væri heimavinn- andi húsmóðir, þá hefði aldrei kom- ið til þessara vandræða. xxx Spilakassar ýmiss konar stytta mönnum stundir í biðsölum eins og á Reykjavíkurflugvelli og að undanfömu hefur svo sem ekki veitt af því þar sem samgöngur hafa verið stirðar. Víkveiji þurfti fyrir skömmu að eyða nokkrum klukkustundum í bið eftir flugvél á Reykjavíkurflugvelli og glaptist til að eyða peningum í að vigta sig á tölvustýrðri almenningsvog sem þar er að finna. Eftir að hafa stimplað fæðingardag, hæð og kyn á tölvu- borð spýtti vogin út úr sér bréf- miða, sem á voru ekki aðeins upp- lýsingar um þyngd og kjörþyngd, heldur fylgdu með fróðleiksmolar um andlegt og líkamlegt ástand Víkveija dagana á eftir. Þetta peningaplokk væri svo sem ekki í frásögur færandi ef Víkveiji hefði ekki rekið augun í annað ná- kvæmlega eins apparat í Kringl- unni, fjórum dögum síðar. Honum fannst upplagt að athuga hvort ekki væri samræmi á milli tælq'anna en það var nú öðru nær. Dæmi: Sagt var í fyrra skiptið að líkamlegt ástand yrði með betra móti sjö daga enn. I síðara skiptið var sagt að líkamlegt ástand yrði með betra móti einn dag enn. í báðum tilvikum var talað um að tiltekinn dag yrði heilsan viðkvæm, þó ekki sama dag. Sagt var að andlegt jafnvægi yrði slæmt næstu tvo daga í fyrra skiptið, en í íjóra daga í seinna skiptið. í bæði skiptin var bent á að forðast bæri illindi tiltekinn dag, þó ekki sama daginn. Til að kóróna viskuna var talað um að greind og skarpskyggni yrðu í minna lagi næstu 12 daga í fyrra skiptið, en í 13 daga í seinna skip- tið. Ekki þótti voginni æskilegt að mikilvægar ákvarðanir væru teknar ákveðinn dag, en sinn hvor dagur- inn nefndur í úttekt vogarinnar. Ekki öll vitleysan eins og til við- bótar má bæta við að ágizkanir um aldur voru út í hött og bar ekki saman, þrátt fyrir að sömu upplýs- ingar væru stimplaðar inn í bæði skiptin. Ef það skiptir einhveiju máli má geta þess að tölur um þyngd voru iangt.frá raunveruleik- anum og munaði auk þess tveimur kílóum á milli daga. Og til að bæta gráu ofan á svart, bar heldur ekki saman tölum um kjörþyngdina, „skv. staðli Broca“!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.